Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 20
FJÖLSKYLDA Á FLÓTTA 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Þ að er fimmtudagsmorgun 28.apríl. Ég sit í lestinn á leiðinni í bæinn Melun sem er suð-austur af Par- ísarborg. Ég hef mælt mér mót við flóttamannafjölskyldu frá Ús- bekistan sem var send frá Íslandi til Frakk- lands 26. apríl. Þau eru staðsett í Melun því skrifstofan sem útvegar þeim landvistarleyf- ispappíra er þar. Ég er stressuð enda veit ég ekkert hvað ég er fara út í. Í fyrsta lagi hef ég aldrei skrifað í dagblað hvað þá hitt fjölskyldu sem er að flýja land sitt með lítið sem ekkert á milli handanna. Ef ég er stressuð hvernig í ósköpunum ætli þeim líði? Þau eru komin hingað á héraðsskrifstofu í Melun í þriðja sinn á jafnmörgum dögum. Það eru miklar raðir fyrir framan enn óopnaða skrifstofuna en ég sé hendi veifa mér fremst í einni af röðunum. Mér líður soldið dónalega þegar ég treð mér áfram í röðinni til að hitta þau. Við tökumst í hendur. Fyrst heilsa ég Vladimir síðan heilsa ég dóttur hans og Irinu, Milinu sem heilsar til baka á ís- lensku. Svo heilsa ég tvíburunum Samir og Kemal og þeir ávarpa mig einnig á íslensku. Síðast heilsa ég Irinu sem ég var í sambandi við degi áður í gegnum netið. Ég ætti ekki að vera hissa að krakkarnir hafi náð tungumálinu á þeim átta mánuðum sem þau bjuggu á Íslandi enda eru börn fljót að læra orð í gegnum leiki og skóla. Síðasti dagurinn í skólanum erfiður Þarna stöndum við í röðinni úti og troðningur er mikill. Við erum öll fámál. Það er kvíði og spenna í loftinu. Hvað mun gerast í dag? Mun fjölskyldan fá samastað hér í Frakklandi eftir allt? Allt í einu bendir öryggisvörðurinn, sem stjórnar umferð raðanna, Irinu, sem stendur fremst af okkur í hópnum, að fara í aðra röð. Pirringur leynir sér ekki því nú eru þau aftast í nýju röðinni. Það gengur samt hratt fyrir sig enda eru þau þaulvön, við förum í gegnum ör- yggisleit og síðan inn. Enginn talar annað en frönsku og ég sé strax að það fer ekki vel í þau. Þegar við komum inn í húsið benda Vladimir og Irina okkur krökkunum á að setjast á með- an þau reyna að komast að því hvert skal halda næst. Við setjumst niður og dóttir þeirra Milina fer að spjalla við mig um Ísland. Henni finnst gaman að tala íslensku og hún hefur náð góðum tökum á málinu. Hún segir mér frá líf- inu á Íslandi, en krakkarnir hafa rætt mikið um Ísland síðan þau voru neydd til að yfirgefa vini og félaga fyrir tveimur dögum. „Síðasti dagurinn í skólanum var erfiður“ segir Milina, „það fóru allir að gráta. Vinkonur mínar vildu ekki að ég færi frá Íslandi og kennarinn minn var líka grátandi. Ísland var gott land,“ segir Milina áður en við stóðum upp. „Þau sögðu áfram, svo inn til vinstri,“ segir Irina ekki vongóð um að við séum á rétt- um stað. Ég reyni eftir bestu getu að krafla mig áfram í frönskunni en er í raun engu nær. Kona gengur fram hjá okkur og segir okkur að við eigum ekki að vera hér og leiðir okkur í stærri sal sem fljótlega fyllist af fólki. Tungumálaörðugleikarnir ýfa upp ótta, áhyggjur og reiði. Irina bölvar en Vladimir ró- ar hana niður og reynir að halda uppi jákvæðri orku þó það sé erfitt á svona stundu. Við setj- umst niður og Vladimir réttir kökkunum ipad til að leika með á meðan Irina tala við ráðgjaf- ann. Svo hefst biðin, endalausa gæti ég sagt. It’s not my problem Ráðgjafinn hefur nú fengið öll skjöl og vega- bréf og þarf að vinna úr upplýsingunum. Við bíðum eftir framhaldinu. Irina sest á milli krakkanna og Vladimir fer út að reykja. Inn á milli heyri ég krakkana tala íslensku og það sýnir mér hversu tengd þau voru Íslandi og samfélaginu í Innri-Njarðvík, þar sem börnin hafa gengið í skóla í vetur. Irena byrjar að lýsa fyrir mér atburðum síðustu daga. „Þann 26. apríl förum við frá Íslandi. Þegar við lendum á Charles de Gaulle flugvellinum í norðurhluta Parísar tekur lögreglan á móti okkur. Hún leiðir okkur niður að farangrinum okkar og lætur okkur hafa bréf. Í bréfinu stendur að við höfum átta daga til að fara á lögregluskrifstofuna á Rue des Saints- Peres 12, 77000 Melun, til að skrá okkur inn í landið. Svo erum við bara skilin eftir ein án alls. Þarna stöndum við með 150 kg af farangri, þrjú börn og erum í sjokki. Við spyrjum lög- reglumanninn hvað við eigum að gera næst og hvar eigum við að gista. „It’s not my problem,“ svarar hann og fer.“ Svona lýsir Irina upphafsmínútum sínum sem flóttamaður í Frakklandi. Hún segir mér síðar að Útlendingastofnun hafi sagt þeim að Frakkland væri að bíða eftir þeim og vissi af þeim. Annað kom þó á daginn. Á flugvellinum ákveða þau að taka leigubíl á umrætt heim- isfang lögreglu skrifstofunnar. Þau hafa ekki mikinn pening en heldur ekkert annað val tjáir Irina mér. Ferðin tekur tvo tíma og kostar 150 evrur eða um 20 þúsund krónur. Þegar þau koma að umræddu heimilisfangi, skrifstofu lögreglu í Melun, er allt lokað og læst. Það er bara opið frá 9-12. Úti er rigning og börnin eru þreytt og biðja um að fá að borða. Af einskærri heppni rekast þau á rússnesk hjón sem hafa búið í bænum í nokkur ár. Loksins gátu þau talað móðurmálið og fengið smá útskýringar. Rússarnir keyrðu þau um bæinn í leit að svefnstað áður en þau loks fundu hótel. „Við komum inn á fyrsta hótelið og biðjum um tvö herbergi í eina nótt,“ byrjar Vladimir að út- skýra. „Afgreiðslukonan segir að það sé laust hjá þeim svo við förum að bera inn úr bílum. Þá renna á hana tvær grímur og hún breytir um skoðun. Segir bara nei, nei, við erum ekki með neitt laust. Við hlógum bara því þetta var orðið eitt stórt grín, bárum dótið aftur út í bíl og fórum á næsta hótel. Þar fengum við sama- stað þrátt fyrir alla kassana og töskurnar.“ Þetta var aðeins fyrsti dagur fjölskyldunnar í Frakklandi og ég spyr þau um næsta dag, mið- vikudaginn, og hvernig hann hafi farið. „Við vorum mætt hér öll fjölskyldan kl. 9 um morguninn. Við biðum í röð fyrir utan, fengum svo að koma inn. Einhver kona tók pappírana okkar og vegabréfin og svo var okkur bara sagt að bíða. Við biðum alveg til hádegis án þess að vita hvað væri að gerast en það lokar kl. 12. Þegar ljósin voru að slokkna kom konan til okkar aftur með tveimur öðrum starfs- mönnum. Þau rituðu eitthvað á blaðið okkar og sögðu okkur að koma aftur á morgun kl. 9 og hér erum við aftur að bíða,“ segir Irena með pirring í röddinni. Óvissan er að taka sinn toll af þeim hjónum og þolinmæðin er á þrotum. Hvað svo, spyr ég, fóruð þið upp á hótel eða? „Já svona næstum,“ heldur Irina áfram. Vla- dimir er farin aftur út að reykja en klukkan er rétt að verða hálf 11 og biðin rétt að byrja. „Við ákváðum að labba upp á hótel, það tekur u.þ.b. 40 mínútur. Á leiðinni komum við að útimarkaði og keyptum brauð og osta til eiga að borða. Svo átti Vladimir gullhring sem við seldum til að eiga fyrir næstu nótt á hótelinu. Við áttum bara 50 evrur og hótel nóttin kostar 200 evrur með mat. Við tókum ekki matinn í þetta sinn svo það var 145 evrur. Hringinn seldum við á 150 evrur svo það dugði. En við eigum núna lít- ið eftir,“ segir Irina og fer að huga að krökk- unum. Þau eru sár og vonsvikin yfir móttökun- um hér í Frakklandi og líður eins og kerfið hafi svikið þau. „Lýðræði hvað,“ segir Vladimir. Svo er nafn þeirra kallað og þau fara að tala við ráðgjaf- ann. Ég átta mig ekki alveg á hvernig kerfið hérna virkar. Sumir eru með númer en stund- um heyri ég líka nöfn kölluð. Svo er fólki stundum bent á að fara í næstu álmu án fyr- irvara. En við sitjum enn á sama stað. Klukkan að vera 11 og þau þurfa að tékka út af hótelinu klukkan 12 annars lenda þau í að borga aðra nótt. Ísland var gott land Meðan Irina og Vladimir eru að tala við ráð- gjafann og útskýra fyrir henni að Ísland og Úsbekistan séu alvöru lönd (Irina tjáir mér eftir á að ráðgjafinn hafi þurft að sjá löndin tvö inn á Google maps til að trúa henni), sé ég að krakkarnir eru að spila nokkra mismunandi tölvuleiki. Samir er að spila Mindcraft og er að byggja hól. Við spjöllum saman á íslensku um leikinn en ég þekki hann lítið sem ekkert. „Svo notarðu þetta tæki til að búa til og hamarinn til að brjóta“, segir Samir á óaðfinnanlegri ís- lensku. Ég skil enn ekkert mikið í leiknum og spyr Kemal hvað hann sé að spila. „Ég spila þennan leik,“ segir hann og sýnir mér mynd af Batman sem er að hlaðast inn. Kemal er aðeins meira tilbaka en Samir en þeir tvíburabræð- urnir eru ótrúlega ólíkir. Milina sýnir mér sinn leik en hún er að teikna, svo sýnir hún mér pí- anóleik þar sem hún reynir að spila lag með því að vera snögg að ýta á takka sem renna niður skjáinn. Bræður hennar verða áhuga- samir um leikinn og skipta jafnóðum í sama leik. „Irina er loksins búin að sýna þeim kort af Íslandi og Úsbekistan með símanum sínum. Loksins skildi þetta heimska fólk að við erum að tala um alvöru lönd,“ segir Vladimir pirr- aður. „En þetta er svo gaman,“ heldur hann áfram, kreistir fram bros og kaldhæðnin leynir sér ekki. „Þetta er allt annað en á Íslandi þá gekk allt svo fljótt fyrir sig. Þegar við komum út úr flug- vélinni í Keflavík beið okkar lögreglubíll sem keyrði okkur upp á skrifstofur í Hafnarfirði. Þar biðum við í mesta lagi fimm mínútur og áð- „Það er engin framtíð“ Fimm manna fjölskyldu frá Úsbekistan, sem sótt hafði um hæli hér á landi vegna trúarofsókna í heimalandinu, var vísað úr landi á þriðjudag án þess að mál þeirra fengi efnislega meðferð. Eftir átta mánaða dvöl hér voru þau send til Frakk- lands því þau millilentu þar á leiðinni til Íslands í fyrra. Þau dreymir um að vera á Íslandi og eru með vilyrði um vinnu en íslensk yfirvöld sendu þau út í óvissuna í París. Texti og myndir: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson raggybjarna@gmail.com Fjölskyldan fyrir utan gistiheimilið í útjaðri Parísar. Þau gera sitt besta til að ástandið verði ekki yfirþyrmandi og reyna að brosa inn á milli. Vinir og velunnarar fjölskyld- unnar hafa stofnað bankareikn- ing þeim til stuðnings. Reikningsnúmer: 159-05-60366. Kennitala: 191085-3619. Þá er einnig hafin undirskrifta- söfnun á vefnum www.ipetitions.com undir heitinu: Komum Seibel fjöl- skyldunni í skjól HÆGT AÐ STYÐJA FJÖLSKYLDUNA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.