Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Page 31
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 SÆTT EGGJABRAUÐ MEÐ VANILLU, SÝRÐUM RJÓMA OG JARÐARBERJUM 1 stk, hvítt brauð (óskorið – skorið í fjórar þykkar sneiðar) 4 egg 2 msk, rjómi 5 msk, mjólk rifinn börkur af ½ appelsínu ½ tsk, kanill 100 g smjör 1 box jarðarber 1 kvistur mynta (fínt skorin) 2 msk. flórsykur Blandið saman eggjum, rjóma, mjólk, appelsínuberki og kanil. Dýfið einni brauðsneið í einu ofan í blönduna. Hitið pönnu við meðalhita og setjið smjörið á pönnuna. Steikið brauðið á hvorri hlið þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar að lit. Skerið jarðarberin í fernt og setjið í skál með myntunni. Setjið flórsykurinn í sigti með litlum götum og dreifið flórsykri jafnt yfir brauðsneiðarnar. VANILLUSÝRÐUR RJÓMI 1 dós 36 % sýrður rjómi 1 msk. flórsykur 1 tsk. vanilludropar Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið saman. Dreifið yfir brauðið. Eggjabrauð Eyþórs Uppskrift fyrir 8 1 stk. eggaldin (gróft skorið) 1 stk. rauð paprika (kjarnhreinsuð og gróft skorin) 1 stk. laukur (gróft skorin) 2 stk. hvítlauksgeiri (fínt skorin) 4 g oregano 2 g chili-flögur 4 stk. tómatar (skornir) 2 msk. kapers 200 g ólífur 20 g steinselja (gróft skorin) balsamedik fínt salt Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið eggaldin þar til það fer að brúnast. Bætið papriku, lauk, hvítlauk, oreganó og chili-flögum út á pönnuna og eldið saman þar til allt er orðið mjúkt. Bætið tómötum út á pönnuna ásamt kapers og ólífum og eldið við vægan hita í 5 minútur. Smakkið til með balsamediki og salti og bætið í lokin steinseljunni saman við. SALTFISKHNAKKAR 1.600 g saltfiskhnakkar 700 ml ólífuolía 200 g hveiti Skerið saltfiskhnakkana í 200 g steikur og veltið þeim upp úr hveitinu. Hitið pönnu með vel af ólífuolíu þar til fer að rjúka úr henni. Steikið saltfiskinn þar til hann er gylltur allan hringinn. Berið fram með steiktum kartöflum, góðri jómfrúarólífuolíu og klettasalati. Steiktur saltfiskhnakki með caponata og jómfrúarólífuolíu Steiktur humar með saffran arancini, hvítlaukseggjakremi, steiktu spínati, sellerí og appelsínu við vægan hita. Bætið soðinu svo út í pottinn og sjóðið við vægan hita þar til grjónin eru orðin mjúk í gegn. Setjið par- mesanostinn út í og smakkið til með saltinu og appelsínu- safanum. Kælið blönduna og gerið svo ca 20 g bollur úr öllu saman. Veltið bollunum upp úr hveiti og svo eggjunum og svo raspinum í lokin. Steikið við 180 gráðu hita í ca 2 mínútur í djúpsteikingarpotti eða þar til þær eru orðnar gylltar og fal- legar á litinn. HVÍTLAUKSEGGJAKREM 300 g smjör 3 stk. eggjarauður 1 stk. hvítlauksrif (fínt rifið) sérríedik salt Bræðið smjörið í potti. Setjið eggjarauðurnar í skál og þeyt- ið yfir heitu vatnsbaði þar til þær eru léttar og ljósar. Hellið smjörinu saman við í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan. Bætið fínt rifna hvítlauknum út í og smakkið til með edik- inu og saltinu og piparnum. STEIKTUR HUMAR 24 pillaðir humarhalar 2 msk. smjör sjávarsalt ½ sítróna olífuolía til steikingar Hitið pönnu með ólífuolíu þar til fer að rjúka úr henni. Setjið humarinn á pönnuna og steik- ið hann þar til hann er orðinn gylltur og snúið honum svo við og bætið smjörinu út á pönnuna steikið humarinn í ca 2 mínútur í viðbót. Takið humarinn af pönnunni og kryddið með saltinu og kreist- ið sítrónusafann yfir hann. STEIKT FENNELSELLERÍ – SPÍNAT OG APPELSÍNA 150 g sellerí (fínt skorið) 150 g fennel (fínt skorið) 1 stk. appelsína 1 poki spínat 1 msk. smjör sjávarsalt fínt rifinn hvítlaukur ólífuolía til steikingar Skerið börkinn utan af appels- ínunni og skerið laufin innan úr henni og skerið í litla bita. Hitið pott með olífuolíu og smjöri. Setjið selleríið og fennelið ofan í ásamt hvít- lauknum og eldið við hálfan straum í ca 3 mínútur. Bætið appelsínunni og spínatinu út í og eldið í 1 mínútu í viðbót og smakkið til með saltinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.