Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 32
(38-42 gráðu heitt) og fara síðan í kalt vatn í 10-30 sekúndur (15-20 gráðu heitt) og gera þetta í þrígang. Þakkaði víxlböðum titilinn Það var samt sem áður ekki fyrr en um 2002 að köld böð urðu jafn vinsæl meðal íþróttafólks og almennings og raun ber vitni. Það var þegar Paula Radcliffe, breska maraþon- hlaupadrottningin, þakkaði köldu böðunum árangur sinn og sagði að þau hjálpuðu sér að komast fyrr af stað aftur. Síðan þá hafa vinsældir köldu baðanna aukist jafnt og þétt meðal íþróttafólks. Vöðvarnir fljótari að jafna sig Víxlböð eru talin hjálpa íþróttfólki að ná sér fyrr eftir æfingar og leiki, þeg- ar álagið er mikið á líkamann. Bjarni Páll Runólfsson, leikmaður í meist- araflokki Víkings í knattspyrnu, segir í samtali að leikmenn í meist- araflokknum stundi að fara í víxlböð. „Við förum í 2 mínútur í heitan pott og svo 2 mínútur í kaldan pott. Þetta hjálpar okkur eftir erfiðar æfingar því vöðvarnir verða mun fljótari að jafna sig við þetta, víxlböðin draga líka úr verkjum. Reyndar eru öll helstu knattspyrnulið erlendis komin lengra á veg með þessa meðferð en við, þau hafa sérstaka klefa, Ice Chamber svokallaða, þar sem hita- stigið fer verulega niður,“ segir Bjarni. Hann segir að það fari eftir al- varleika meiðsla leikmanna hversu mikill kuldinn sé. „Til dæmis fer Jamie Vardy, leik- maður knattspyrnuliðsins Leicester, í kæliherbergi sem er -135 gráður,“ segir Bjarni og segir að í slíkum of- urkæliklefum sé notað fljótandi köfn- unarefni sem gefur þetta lága hita- stig. Hér á landi gangi knattspyrnumenn þó ekki alveg svona langt í kælingu. „Við förum eft- ir erfiðar æfingar og svo daginn eftir leiki en það er þó persónubundið hvað menn gera og fer eftir því hvað vöðv- arnir eru stífir. Við getum farið dag- lega en það eru ekki allir sem kjósa það,“ segir Bjarni. Hann tekur fram að það séu samt sem áður ekki allir leikmenn sem vilji fara í köldu böðin. Fólki líður almennt betur Sigurður B. Jónsson, yfirsjúkranudd- ari hjá NLFÍ í Hveragerði, segir að bæði kaldar bunur og víxlböð sem hafi verið lengi í boði hjá heilsuhæl- inu, sé mjög vinsælt og hafi almennt góð áhrif á líðan fólks. „Fólk fær kalda bunu á fæturna hjá okkur, bæði að framan og aftan. Kalda vatnið ger- ir það að verkum að æðarnar dragast saman við áreitið á húðina og fólki líð- ur vel að fá kalt vatn á sig eftir lík- amlegt álag, hlaup og erfiðar æfingar. Þetta hentar vel þeim sem mega ekki vera í hita,“ segir Sigurður. Hann segir að víxlböðin séu einnig í boði hjá NLFÍ en á öðrum stað. „Kalda bunan er á fingurbreidd og fær fólk vatnið á sig upp að hnjám. Fólk vaknar eld- snemma til að fara í kalda bunu, það segir sitt um áhrifin. Kalda bunan hressir fólk og margir segjast finna mikinn mun á sér. Fólki líður al- mennt betur, þetta er gott ráð við fó- tapirringi og hefur í raun áhrif á lík- amlega líðan almennt,“ segir Sigurður. Þeir sem vilja stunda köld böð og eru með of háan blóðþrýsting ættu að ráðfæra sig við lækni áður en farið er af stað. Fólk með kuldaofnæmi, æða- kölkun og fólk sem er að stíga upp úr veikindum ætti einnig að ráðfæra sig við lækni. Eins þeir sem hafa ray- nauds-sjúkdóminn og veikburða fólk. isfræðinnar en hann var uppi á 5. öld f.Kr. Hippókretes mun bæði hafa not- að víxlböð og heita og kalda bakstra við störf sín. Það var síðan um 1890 þegar rússneskur prófessor í New York-ríki að nafni Louis Sugarman dýfði sér reglulega í kalt vatn við æf- ingar sínar að vakin var almenn at- hygli á athæfinu. Sugarman fékk fljótt viðurnefnið „The human polar bear“. Skömmu síðar hóf þýskur pró- fessor að nafni Sebastian Kneipp (1821-1897) að nota köld böð í heima- landi sínu Þýskalandi. Hann prófaði köld böð fyrst á sjálfum sér en Kneipp var berklaveikur. Hann var frumkvöðull í heilsuefl- ingu og gaf út bókina My water cure 1886 sem varð metsölubók þess tíma. Sagan segir að Kneipp hefði læknað sig af berklum með köldum böðun. Enn í dag eru Kneipp-böðin stunduð á heilsustofnunum, þau breiddust út um allt Þýskaland og víðar en komu seint til Norðurlandanna. Böðin eiga að gagnast við ýmsum kvillum og er vísindalega staðfest að víxlböðin hafi jákvæð áhrif á heilsu og líðan fólks. Víxlböð hafa áhrif á hjarta og æða- kerfi, fótaóeirð sem getur stafað af vandamálum í hjarta og æðakerfi, há- an blóðþrýsting, svefnvandamál, bólgur og verki. Auk þess eiga víxl- böðin að auka efnaskipti. Kalda vatn- ið hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið sem stýrir hjartslætti og öndun, og örvar hann. Við köld böð herpast æð- arnar saman en víkka við að fara í heit böð. Með því að stunda víxlböð og lengja tímann í heitu og köldu vatni er hægt að styrkja hjarta og æðakerfið, skv. því sem kemur fram á heimasíðu NLFÍ. Gott er að byrja á að fara í 3-6 mínútur í heitt fótabað Undanfarið hafa kaldir pottarverið vinsælir í sundlaugumReykjavíkur en þeir eru á þremur stöðum, í Laugardalslaug, Grafarvogslaug og í Vesturbæj- arlaug. Kaldir pottar eru einnig við sundlaugar víða um landið og má nefna staði eins og Selfoss, Stykk- ishólm og Akureyri. Köldu pottarnir eru notaðir einir sér eða í víxlböðum þar sem fólk fer til skiptis í heitan pott og kaldan. Hitastig köldu pottanna í Reykjavík er yfirleitt um 4-8 gráður oig eru þeir allir með hreinsibúnaði samkvæmt kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur. Segja má að þessi nýjung í sund- laugum Reykjavíkur hafi tekið við af heitu pottunum en allir sem geta farið í heitu pottana geta líka notað köldu pottana að sögn Hafliða Halldórs- sonar, forstöðumanns Vesturbæj- arsundlaugar. „Það er mikil eft- irspurn eftir að komast í köldu pottana. Eldra fólkið notar þá eins og víxlböð en margir sem hafa verið í Hveragerði á heilsuhælinu þar koma hingað og fara til skiptis í heita pott- inn og þann kalda. Fólk gengur í kalda pottinum einn hring en sest ekki niður. Þetta er gert til að fá blóð- rásina af stað í fótumum,“ segir Haf- liði. Hann segir að íþróttafólk noti köldu pottana einnig mikið. Í Vesturbæjarlauginni var tekinn gamall barnapottur og sett í hann kalt vatn, tilkostnaðurinn var því sama og enginn. Potturinn þar er raunar ögn heitari en hinir köldu pottarnir eða um 8-12 gráðu heitur. Ævaforn aðferð Saga kaldra baða nær aftur til Hippó- kretasar sem er kallaður faðir lækn- Heitir pottar duga landanum ekki lengur einir og sér. Nú vill fólk fara helst í kaldan og heita pott til skiptis. Morgunblaðið/Eggert Vakna eld- snemma til að fara í kalda bunu Kaldir pottar njóta vaxandi vinsælda hjá lands- mönnum en þeir eru nú staðsettir víða á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Margir fara í víxlböð og fara þá til skiptis í heitt og kalt vatn. Íþróttafólk stundar víxlböð til að vera fljótara að jafna sig eftir erfiðar æfingar. Ragnheiður Linnet ragnheidur.linnet@gmail.com Paula Radcliffe er einn besti lang- hlaupari heims og á heimsmet í mara- þonhlaupi. Hún baðar sig í heitu og köldu vatni til skiptis. REUTERS HEILSA Ávaxta- og grænmetishristingar og nýkreistur safi er ágætur valkostur til að neyta þeirra enbetra er að borða matinn eins og hann kemur beint af jörðinni. Í ávöxtum eru ein- og tví-sykrur. Þegar ávextir og grænmeti eru maukuð í drykki fer sykurinn hraðar í líkama okkar og við verðum ekki eins lengi södd og þegar við borðum matinn ómaukaðan. Saddari með mat en mauki 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Veldu upplifun fram yfir kaup á hlutum. Þetta er mat vísindamanna um þætti sem eiga þátt í að gera okkur hamingjusöm. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hlutir sem við fjárfestum í veita okkur ánægju í um 6-8 vikur en eftir það hverfur ánægjan. Hins vegar er líftími upplifunar mun lengri og oft tengd minningum lengi á eftir. Rannsóknir hafa sýnt að áhrifin ná til þeirra sem eru í kringum okkur líka. Við erum oft með vinum en félagssleg tengsl eru einn af grunnþáttum góðrar heilsu. Við finnum líka aukinn lífskraft við upplifun. Að iðka eða hlusta á fallega tón- list hefur þau áhrif á fólk að gleðihormónið endorfín losnar út í líkamann en það veitir okkur vellíðan. Slíkt getur líka gerst við hreyfingu. Þegar við verjum tíma í upplifun þá erum við ekki að bera okkur saman við aðra eins og við gerum gjarnan þegar hlutir eru keyptir. Auk þess getur upplifun verið ókeypis sem dauðir hlutir eru ekki og upplifun skilur eitthvað eftir sig og gefur þannig til baka. Því má segja að öll rök hnígi að því að upplifun borgi sig.Vellíðan sem kemur í framhaldi af upplifun endist lengi. Morgunblaðið/Sigurgeir S. ÁNÆGJA MEIRI AF UPPLIFUN EN INNKAUPUM Upplifun er góð fyrir heilsuna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.