Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Page 35
Hægt er að vista greinar í forritinu, skoða tískusýn- ingar og skemmtileg myndbönd úr heimi tískunnar. AFP Breski fáninn og áberandi munstur prýða búninginn sem breska liðið mun klæðast í Ríó fyrir Ólympíu- leikana 2016. Fánalitirnir, rauður, hvítur og blár, eru einkennislitir búningsins sem hefur verið undanfarin tvö ár í vinnslu. Sniðin eru vönduð og nýstárleg og eru efnin unnin úr nýjustu tækni- legu efnum Adidas. Innblástur búningsins er sóttur í breskar hefðir í bland við nútíma- legar áherslur. Stella McCartney hóf samstarf við Adidas 2005 en hún hannar eigin línu hjá merkinu. McCartney hann- aði jafnframt búning breska liðsins árið 2012 fyrir Ólympíuleikana í London. Hönnuðurinn ásamt Ólympíuförunum. Instagram.com/stellamccartney Búningurinn var kynntur í vikunni sem leið. Instagram.com/adidasuk Áhugavert munstur og spennandi textíll. Instagram.com/adidasuk Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney hannaði einnig búning bresku Ólympíufaranna árið 2012. AFP Stella McCartney hannar búning bresku Ólympíufaranna Einn virtasti fatahönnuður Breta, Stella McCart- ney hannar búning bresku Ólympíufaranna 2016 í samstarfi við Adidas. Í búningunum er lögð áhersla á fágaða hönnun og nýstárlegan textíl. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Drip Dry eru dropar frá OPI sem hjálpa naglalakki að þorna. Sniðug vara fyrir fólk á ferðinni. Nýtt Teint Idole Ultra er nýr end- ingargóður farði frá Lancôme með mattri áferð. Púðurfarðinn dregur úr glans og helst á húðinni í allt að 16 klukkustundir. Farðinn aðalagast vel og kemur jafnvægi á húðina. Askjan er afskaplega skemmtilega hönnuð og kemur í veg fyrir að farðinn og svamp- urinn smitist. Stór spegill fylgir með inni í umbúðunum. Amazon.com 1.700 kr. Dásamleg matreiðslubók sem hef- ur að geyma einfaldar og þægilegar glúteinlausar grænmetisuppskriftir. Ég mæli sérstaklega með kúrbítsn- úðlunum. Snúran 99.500 kr. Ullarmottan frá HK Living er algjör draumur. Kemur í stærðinni 280x180 cm. Gotta 99.900 kr. Háhælaðir, grófir sandalar frá Al- exander Wang. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Ég er nýkomin úr frábæru fríi til Bandaríkj- anna þar sem ég náði mér í smá lit og er því meira en tilbúin í sumarið eftir þetta góða for- skot. Fyrir sumarið ætla ég að eignast þunnan skyrtukjól í fínlegri kantinum eins og skyrtu- kjólinn frá Vila. Það er síðan flott að para sam- an við grófa sandala og dreymir mig um þetta fallega par frá Alexander Wang. Ég hef verið að leita að glærum gúmmíteygjum. Þægilegar og látlaus- ar hárteygjur sem fer lítið fyrir. Topshop 19.990 kr. Léttur og vel sniðinn röndóttur jakki. Vila 4.390 kr. Ég elska skyrtur. Þessi er sér- staklega sumarleg og falleg. Sephora 743 kr. Ég keypti mér þennan vara- salva í Flórída í síðustu viku. Hann nærir varirnar, gefur mildan lit og fallega áferð. Vogue-smáforritið sem kom út síðastliðinn mið- vikudag er frábært forrit fyrir tískuunnendur. Þar eru nýjustu fréttir úr tísku- og förðunarheim- inum. Áhersla er einnig lögð á að birta myndir um leið og þær berast af viðburðum og tískusýningum. Í forrit- inu verður úrval af áhuga- verðum greinum varðandi tísku, mat, ferðalög og fleira. Forritið er frítt á App Store. TÍSKA Í SÍMANN Smáforrit frá Vogue Smáforritið var kynnt þann 27. apríl og er frítt á App Store.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.