Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Síða 36
FERÐALÖG 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Fyrir íbúum Lofoten í Norður-Noregi er tjaldurinn vorboði,eins og lóan er í augum Íslend- inga. Og í ár kom hann þangað 15. mars. Eins og hér á landi er þessi vorboði þó meira eða minna tákn- rænn; það er ekki þar með sagt að um leið og fuglinn drepur niður fæti bresti á með brakandi vorblíðu. En nú er þó farið að hlýna í veðri, heimamönnum til mikillar gleði, enda segja þeir veturinn hafa verið helst til snjóþungan. Lofoten er heiti á eyjaklasa sem liggur á 67.-68. breiddargráðu í Norður-Atlantshafi, norður af heim- skautsbaugi. Stærsti bærinn í Lofo- ten heitir Svolvær, sem reyndar er á fastalandinu, á svæðinu búa alls um 25.000 manns og sjávarútvegur og fiskveiðar eru helstu atvinnugrein- arnar. Vesturfjörður eða Vestfjorden skilur stærstu eyjarnar; Austvågøy, Moskenesøy, Vestvågøy, Flakstadøy og Moskenesøy, frá meginlandinu en þær eru allar tengdar með brúm og göngum. Rétt eins og hér á landi, hefur ferðamönnum í Lofoten fjölgað ár frá ári undanfarið, vetrarferðamennska fer vaxandi og í janúar í ár komu þangað 62% fleiri erlendir ferðamenn en árið áður, samkvæmt umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar segir líka að undanfarin tíu ár hafi fjöldi þeirra ferðamanna, sem sækja svæðið heim, þrefaldast og að árið 2014 hafi tekjur af ferðaþjónustu í Norður-Noregi verið 16,5 milljarðar norskra króna, rúmur 251 milljarður íslenskra króna. „Loksins er heimurinn búinn að uppgötva Lofoten“ var staðhæft í ferðatímariti fyrir nokkru. Umfjall- anir í tímaritum og á ferðavefsíðum undir fyrirsögnum á borð við „Heit- asti kaldi áfangastaðurinn“ og „Þangað þarftu að fara“ hafa verið áberandi undanfarið ár og hefur það vafalítið átt sinn þátt í þessari fjölg- un. En eftir hverju eru allir þessir ferðamenn að slægjast? Suðrænar strendur á 68 °N Fyrst og fremst er náttúrufegurð óvíða meiri og útvistarmöguleikar eru einstaklega fjölbreyttir allan ársins hring, hvort sem hugurinn stendur til þess að fara á skíði eða klífa fjöll. Marglit hús í litlum fiskiþorpum, sem kúra undir snarbröttum og ægiháum fjöllum, áhugaverð söfn og skemmti- legt mannlíf. Norðmenn eru nefnilega einstakir höfðingjar heim að sækja. Í fjörðum leynast lygnar víkur og þar eru sandstrendur sem að sögn heimamanna gefa suðrænum sólar- ströndum ekkert eftir á sumrin. Svo er það maturinn! Hann einn og sér er vel heimsóknarinnar virði. Blaðamaður sótti Lofoten heim fyrir skömmu, var þar í nokkra daga og hyggur á aðra ferð eins fljótt og verða má. Því sá sem leggur leið sína til Lofoten þarf að gefa sér þar góðan tíma. Jafnvel færa bækistöð sína á milli staða, því svæðið er víðfeðmt og langan tíma getur tekið að komast á milli staða. Einn staður sem allir Lofoten- farar ættu að heimsækja er Henn- ingsvær, fiskiþorp sem er á nokkrum smáeyjum. Bæinn prýða litrík timburhús sem mörg hver hýsa litlar sérverslanir og sælkerabúðir standa við þröngar götur. Hafnarsvæðið er einstaklega heillandi og vinsælt er að heimsækja bæinn fyrir jólin, en þá verður Henningsvær að litlum og krúttlegum jólabæ. Í Henningsvær er, líkt og víða á Lofoten-svæðinu, boðið upp á gistingu í „rorbuer“, sem Ljósmynd/Chris Craggs/nordnorge.com Heitasti kaldi áfangastaðurinn Lofoten í Norður-Noregi er ægifagurt landsvæði sneisafullt af skemmti- legheitum fyrir ævintýragjarna ferðalanga. Maturinn er góður, úti- vistarmöguleikar eru fjölbreyttir og heimamenn taka vel á móti gestum. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Náttúrufegurð er mikil í Norður-Noregi og fjallasýn fögur. Í Lofoten eru fjölbreyttir útivistar- möguleikar allan ársins hring. Ljósmynd/Kristian Nashoug Vaagan/nordnorge.com Talsvert er um haferni, konunga fuglanna, í Lofoten. Ljósmynd/Vebjørn Karlsen/nordnorge.com Ljósmynd/Kristin Folsland/nordnorge.com Það þykir mikil áskorun og ekki á færi nema mestu ofurhuga að stökkva á milli horna Svolværgeitarinnar, klettadrangs í fjallinu Fløya fyrir ofan bæinn Svolvær. Ferðaföt þarf að velja vel, sérstaklega fyrir lengri ferðir. Föt úr ull og silki eru þægileg og halda sér betur en aðrar flíkur. Þetta vita allir nútíma útilegumenn. Ferðalangar velja efnin vel Tilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.