Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Síða 40
TÆKNI 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Alls nota 45 milljónir manns hlaupaforritið RunKeeper um heim allan. Með smáforritinu er hægt að halda utan um hlaup og aðra líkamsrækt og fylgjast með framförum. Vinsæll hlaupafélagi Hugsanlega þekkja ekki allirljósmyndafyrirtækiðSigma, þótt það þekki allir ljósmyndafróðir, en það framleiðir samnefndar ljósmyndavélar og er að auki einn af helstu linsuframleið- endum heims. Sigma-linsur eru þekktari en myndavélarnar og þykja almennt afbragðstæki, ekki síst á síðustu árum, en hægt er að fá Sigma-linsur fyrir Canon EF, Nikon F, Minolta/Sony a og Pentax K. Sigma er japanskt fyrirtæki, stofnað 1961 af Michihiro Yamaki, sem stýrði fyrirtækinu fram til 2012 þegar hann féll frá. Nýr stjórnar- formaður tók til við að byggja fyrir- tækið upp að nýju og fékk meðal annars hönnuð frá Carl Zeiss til að liðsinna sér með góðum árangri. Á síðustu árum hefur fyrirtækinu fyrir vikið vaxið fiskur um hrygg á lin- susviðinu, sérstaklega með svo- nefndri Art-framleiðslulínu. Svo vel hefur Sigma gengið á undanförnum árum og svo mikið hefur salan aukist að Canon reyndi að kaupa fyrirtækið á síðasta ári. Af upptalningunni hér fyrir ofan má ráða að hver framleiðandi er með sína eigin linsufestingu, aðallega til að tryggja að þeir sem kaupi af þeim vél kaupi líka af þeim linsur, og þótt vissulega sé hægt að kaupa linsur fyrir viðkomandi vél frá öðrum framleiðendum er það býsna mikið stökk að skipta út myndavél og þurfa þá að byggja upp nýtt linsusafn líka. Í eina tíð var hægt að nota linsuhring til að tengja linsu frá öðrum fram- leiðanda við myndavél og það gat gagnast vel þó að það breytti eðlilega notkunarsviði linsunnar að einhverju leyti. Eftir því sem linsur verða full- komnari og rafeindavæddari vandast þó málið, því að vél og linsa þurfa að geta „talað“ saman ef vel á að vera. Sigma á svar við þessu og kynnti í vor nýjan linsuhring, hátæknivædd- an, MC-11, sem gerir kleift að nota til að mynda Canon eða Canon- samhæfðar linsur við Sony E-mount vélar og nýta allt það sem linsan býð- ur upp á varðandi sjálfvirkan fókus og hristivörn, svo dæmi séu tekin. Ef notandi setur linsu við vélina sem hringurinn ekki styður er hægt að uppfæra hann, tengjast honum með aðstoð borð- eða fartölvu, enda er á MC-11 hringnum USB-tengi til þess arna. Hringurinn sjálfur er ekki eins nettur og linsuhringir voru í eina tíð, enda er þetta öllu meira apparat, en sáraeinfalt að nota hann og svín- virkar. Mjög snjöll lausn. Hann kost- ar 45.900 kr. hjá Fotovali. Eins og ég nefndi er Sigma aðal- lega frægt fyrir ljósmyndalinsur og segir sitt að fyrirtækið fékk þrenn verðlaun á samkomu alþjóðlegra samtaka ljósmyndatímarita, TIPA, sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin fékk Sigma fyrir bestu stafrænu linsuna í þremur flokkum; Sigma 50-100mm F1.8 DC HSM | Art var valin besta aðdráttarlinsan, Sigma 24-35mm F2 DG HSM | Art var valin besta gleiðlinsan og Sigma 20mm F1.4 DG HSM | Art var valin besta atvinnumannalinsan. Svo vill til að fyrsta eintakið af Sigma 50-100mm F1.8 DC HSM | Art barst til landsins í vikunni og gafst færi á að kynnast henni aðeins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er þetta afbragðslinsa sem ætl- uð er fyrir APS-C vélar, þ.e. vélar sem eru með svonefnda „crop“- myndflögu. Orðið „Art“ sem skeytt er aftan við linsuheitið vísar til þess að þetta er linsa í efsta gæðaflokki Sigma og það á reyndar við um allar verðlaunalinsurnar. Hún kostar líka sitt, 209.900 kr. í Fotovali, og er heilmikið apparat, hálft annað kíló að þyngd. Það er mjög gott að sýsla með hana og maður finnur strax að smíðin á henni er fyrsta flokks. Mér finnst það til að mynda kostur að það er langur snúningur á fókusstill- ingum. Aðal hverrar linsu er þó eðlilega glerið í henni og er það líka fyrsta flokks, framúrskarandi og ótrúlega tært – segir sitt að linsan er með f/1.8 út í gegn. Það er engin hristivörn í linsunni, sem einhverjum finnst eflaust ókost- ur, en hefði bæði gert hana þyngri og umfangsmeiri og einnig hækkað verðið umtalsvert. Þetta er linsa sem hentar vel til að taka portrettmyndir og líka afbragð til að taka íþrótta- myndir innanhúss svo dæmi séu tek- in. Þetta er líka fyrirtaks linsa til að taka vídeó. Í linsunni er SpeedBooster, sem nýtir myndflöguna betur, hleypir meira ljósi á hana og gerir að verk- um að ljósnæmi verður f/1.2. Tæknin er frá fyrirtækinu Metabones og upphaflega sniðin sem eins konar millistykki fyrir fullframe linsur við APS-C vélar. Eins og viðbætur og millistykki al- mennt getur SpeedBooster haft áhrif á myndgæði og dregið úr hraða á sjálfvirkum fókus svo það á ekki alltaf við. Kemur annars eflaust að góðum notum þar sem við á. Sigma slær í gegn Japanska fyrirtækið Sigma á sér áratuga sögu sem framleiðandi á ljósmyndatæknivörum; sendi frá sér fyrstu myndavélarnar og linsurnar fyrir hálfri öld. Á síðustu árum hefur það sótt verulega í sig veðrið með framúrskarandi linsum. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd með Sigma 50-100mm F1.8 DC HSM | Art linsunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Sigma er aðal- lega frægt fyrir ljósmyndalinsur og segir sitt að fyrirtækið fékk þrenn verðlaun á samkomu al- þjóðlegra sam- taka ljósmynda- tímarita. Græjan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sigma MC-11 - hátæknivæddur linsu- hringur. Sigma 50-100mm F1.8 DC HSM | Art Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.