Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 R uslalúgurnar í fjölbýlishúsunum voru ein af þessum uppgötvunum mannkyns sem breyttu svo miklu. Vel má vera að einhver viti um hug- vitsmanninn. Enginn veit þó hver hann var maðurinn sem fann upp hjólið, en hann var enn meiri galdrakarl. Ef menn eru neyddir til að giska telja flestir að Gísli Marteinn hafi fundið upp hjólið, eða í það minnsta seinna hjólið af tveimur. Þarf að hjóla í málið Leiðin inn í Skerjafjörð var í uppnámi í liðlega ár á meðan þeir voru að gera hjólreiðastíga beggja vegna götunnar og á milli hennar og gangstíga. Þorpsbúar sögðu ekki æðruorð á meðan á bjástrinu stóð. Þeim er vel við hjólreiðamenn, og bílakerlingar og -karlar töldu að auki víst að hagur sinn vænkaðist er fram- kvæmdum lyki. Gangandi fólk var líka fegið, því að það taldi víst að þá myndu hjólreiðaferðir á ofsahraða á göngustígnum með ströndinni loks leggjast af. En það skrítna gerðist að hjólreiðamenn eru ófáan- legir til þess að nota rándýra hjólreiðastígana og hjóla áfram eftir götunni, iðulega 2-3 hjól samsíða, sennilega fyrir selskapinn. Bílalestirnar koma á líkfylgdarhraða á eftir með tilheyrandi aukinni mengun. Bílstjórana dauðlangar til að smella bílnum sínum upp á auðar hjólabrautirnar, svo eitthvert gagn hljótist af þeim, en eru af gamla skólanum, kjarklausir eða yfir sig löghlýðnir. Hvorki Gunn- laugur Þórðarson dr. jur. né Ragnar í Smára hefði hikað í eina sekúndu. Búið er að taka niður skiltin sem heimiluðu að hjól- að væri á gangstígnum meðfram ströndinni, en það gerir enginn neitt með það. Þar hjóla menn enn á bíl- hraða, sem ekki er gert á fyrrnefndum umferðar- götum. Og þar sem enginn á von á slíku er stutt í slæm slys á þessum slóðum. Það eykur enn líkurnar að göngumenn virðast flestir vera með hlustunar- græjur í eyrunum, sjálfsagt til að komast hjá því að heyra í lóunni, tjaldinum, hrossagauknum og öðrum hljóðmengunarvöldum. En það þýðir um leið að þeir heyra ekki heldur hvininn í kappreiðunum fyrr en um seinan. Á síðustu árum hefur borgin gert margt til að auðvelda gangandi, akandi og hjólandi fólki sambúðina í borginni. Ekki hefur alltaf tekist nægi- lega vel til, en viðleitnin er þakkarefni. En kostnaðarsömum breytingum þarf að fylgja eftir með upplýsingum og merkingum í anda Svejks: Það verður að vera agi í hernum. Kim kom Hagspekingar, sem að jafnaði skjöplast oftar en öðr- um stéttum, töldu lengi að forsenda þess að hótel bæru sig á Íslandi væri sú að þau færu þrisvar á höf- uðið, með viðeigandi afskrift skulda. Þessi virta regla var stundum byggð inn í áætlun um nýtt hótel. En oftast var engin áætlun gerð og látið nægja að telja gjaldþrot á puttunum og þegar þrjú voru komin taldi Ferðamálasjóður að nú glitti í „rekstrargrundvöll“ og lánaði í fjórða sinn. Íslendingar eru þannig innréttaðir að komi gat á lukkupottinn þegar hann er staddur yfir Íslandi og óvænt dreitlar úr honum á innfædda er óðar lagst í aðgerðir sem taka mið af því að lukkupotturinn sé hvorki reikistjarna né stjörnuhrap, heldur nýr fastur punktur á hagfelldum stað á himninum. Síld, kol- munni, langhali og jafnvel makríll koma í hugann. En landinn hefur smám saman lært, þó hægar en brennd börn að forðast eld. Þannig er okkur orðið ljóst að þótt Kim Kardashi- an og stórfjölskyldan birtist í Bláa lóninu sé ekki endilega víst að sá elskulegi Íslandsvinur mæti aftur á morgun og allar þær vikur sem fara í hönd. Sér- fræðingur sagði í útvarpi að ómögulegt væri að meta áhrifin af heimsókn Kardashian-ættarinnar til Ís- lands. Það þótti meira að segja óvita liggja í augum uppi, en eins og setningin var sögð þýddi ómöguleik- inn að hliðaráhrifin af Kim væru svo mögnuð að ómögulegt væri að sjá út yfir þau, eins og sumt ann- að sem einkennir fólk af þessari ætt. En þótt vera megi að Kim og þær hinar muni auka ferðamannastrauminn til Íslands er það ekki sama fagnaðarefnið nú og það hefði verið þegar hvert hót- el þurfti að fara reglubundið á höfuðið til að eiga von. Fyrir fáeinum áratugum var það ótvírætt merki um að maður hefði „meikað það“ að híbýli hans og skrifstofur væru þiljuð með palisander. Stórgróser- inn í Kristnihaldi undir Jökli sagðist eiga svo mikinn palisander að hann gæti gubbað. En Palli Sander er hrokkinn af stalli og menn ná að gubba án hans. Og vel má vera að Kim frjósemisgyðja sé allt eins að fylgja ferðamannastraumnum hingað og að stofna til hans. Nú eru þeir til sem fá sömu viðbrögð og gró- serinn þegar þeir heyra að ferðamannastraumur muni enn aukast. Þótt við Íslendingar séum aftur að verða bestir og mestir í öllu eftir að hafa pústað stundarkorn gildir það um fleiri. Það eru ýmsir komnir með upp í kok af ferðamönnum. Þarf nýtt viðmið? Í því góða tímariti Spectator birtist nýlega grein með eftirfarandi fyrirsögn og undirfyrirsögn (í lausl. þýðingu) „FÖST Í FERÐAMANNAGILDRUNNI. Við erum á góðri leið með að eyðileggja sérhvern fullkominn blett – nema að við verndum þá og tökum þá frá fyrir örfáa lukkunnar pamfíla.“ Þegar lesandinn rak augu í fyrirsögnina hugsaði hann: Ah! Umfjöllun um Ísland. Sjálfhverfi Íslend- ingurinn kom upp um sig, en átti ekki kollgátuna. Greinarhöfundurinn Sean Thomas var staddur í Bút- an í eystri Himalajafjallgarði. Sagði hann staðinn einn þann fegursta í víðri veröld og hefur því aug- ljóslega ekki komið í Hvolhrepp. Hann lýsir Bútan og Punakha-dal sérstaklega og er bæði upphafinn og hugfanginn og bætir svo við að það helgi alla þessa fegurð að þarna séu fáir ferðamenn. Og það sé engin tilviljun. Þvert á móti.Yfirveguð stefna stjórnvald- anna tryggi þá stöðu. Fyrir rúmum 30 árum hafi svo sem 25 ferðalangar sótt þennan stað heim árlega. Stjórnendur Konung- dæmis hins öskrandi dreka skotruðu augum til þess sem þá var að gerast í Asíu, hvort sem það var Nepal eða Taíland, Indland eða Seychelles-eyjar. Þeim leist Bútansaumur eða stappað svað? Reykjavíkurbréf29.04.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.