Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 51
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 09. maí 13. maí gefurMorgunblaðið út sérblaðið HEIMILI & HÖNNUN • Innlit á heimili • Viðtöl við hönnuði og arkitekta. • Heitustu trendin á heimilinu 2016 • Hvernig á að skipuleggja lítil rými • Mottur /teppi og parket. • Eldhústískan 2016. • Smekkleg baðherbergi. • Gluggatjöld sem prýða rýmið. • Barnaherbergið. • Málning, litir og veggfóður. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili, hönnun og lífsstíl –– Meira fyrir lesendur Núna er ég með sjálfshjálp- arbækur á náttborðinu, Mínímal- ískan lífsstíl eftir Ás- laugu Guðrúnardóttur og Þriðja miðið eftir Ari- önnu Huffington. Ég er langt komin með Mínímalíska lífsstílinn og finn innblástur í henni. Þegar maður á mikið af gömlu dóti þá er kominn tími til að grynnka á því. Áslaug segir reyndar að maður eigi að eiga hluti ef þeir vekja upp ein- hverjar skemmtilegar eða notalegar kenndir en þetta verður minna vandamál með aldr- inum því ég kaupi orðið allaf eins þannig að þegar maður er með fjögur pör af eins skóm er ekki mikið mál að láta þrjú fara. Ég er búin að lesa minna af Þriðja miðinu. Hún fjallar um nú- vitund, íhugun og góðum svefni. Ég er svolítið svefnstygg og mér finnst for- vitnilegt hvað hún leggur mikla áherslu á svefn. Svo er skáldsaga á borðinu, Endurkoman hans Ólafs Jóhanns. Mér finnst maður eigi að lesa helstu bækur eftir íslenska höf- unda sem eru að koma út. Inga Jóna Halldórsdóttir Rómönsku-Ameríku og eins frá Evrópu, en málið hlýtur að vandast þegar röðin kemur að Afríku og As- íu. „Við þurfum eðlilega að finna ein- hverja sem geta þýtt úr Asíumálum. Það er væntanlega hægt að finna einhverja sem geta þýtt úr japönsku og eins kínversku og svo verðum við bara að sjá til með hin málin eins og víetnömsku og kóresku, til dæmis. Það verður sennilega að þýða eitt- hvað úr millimálum. Ef það er góð saga finnst mér það alveg þess virði að þýða úr ensku, þýsku, eða spænsku. Þjóðverjar hafa til dæmis verið mjög iðnir við að þýða sögur frá Asíu og fleiri heimsálfum. Það verður þó ekki vandamál að finna efni í bindin, við erum eig- inlega komin með efni í þau öll, það verður aðallega vinna við að raða í bækurnar. Við reynum að halda okkur við nútímaleg viðmið eins og til dæmis að það séu tiltölulega jöfn eða eðlileg kynjahlutföll og eins að ákveðnir þjóðfélagshópar eigi sína fulltrúa og svo að þetta dreifist ein- hvern veginn nokkuð jafnt yfir öld- ina, þannig að það getur verið snúið að velja í bækurnar. Svo finnst manni að það þurfi að vera ákveðin heild á hverri bók og það er það flóknasta við þetta, við erum að búa til nýja heild með hverju safni og setja saman ákveðna sögu eftir því hvernig við röðum þessu saman í hverja bók, Í Norður-Ameríku- safninu ákváðum við að raða sög- unum í tímaröð eftir útgáfuári en elsta sagan er frá 1919, eftir Sherwood Anderson, og sú yngsta frá 2006 eftir Alice Munro. Fyrir vikið getur maður hugsanlega lesið einhverja þróun út úr þessu bindi eins og það er sett saman.“ Ótrúlega mikill munur á sagnagerðinni Rúnar segir að stundum þurfi að sleppa einhverri sögu og taka aðra í staðinn af því að hún passi betur í samhengið, „en við settum okkur þennan ramma og það er ekki víst að hann haldi betur í næsta bindi því landslagið er svo gjörólíkt í þessum álfum. Maður sér það fljótt því við- fangsefnið og fagurfræðin er ólík bara á milli Rómönsku- og Norður- Ameríku, það er ótrúlega mikill munur á sagnagerðinni, nánast að öllu leyti, bæði í tilfinningunni fyrir forminu og hvernig það er stundað. Viðfangsefni þjóðanna koma líka snemma í gegn, til dæmis ef maður tekur sögur frá Karíbahafi þá er mjög algengt viðfangsefni þar fá- tækt og samskiptin við Bandaríkin þegar fólk er alltaf að fara þangað eða reyna að komast þangað og aðr- ir að senda peninga heim þaðan og svo eru það öll þessi valdarán og einræðisherrar í Rómönsku- Ameríku.“ - Þannig að sögurnar endurspegla þá menningu sem þær eru sprottnar úr? „Já,“ segir Rúnar og hlær við, „það má segja að þetta sanni þá kenningu, þannig að ég held það megi lesa auðveldlega í gegnum smásögur heimsins hvað fólk er að hugsa í hverju landi fyrir sig, hvað það er að fara í gegnum, hvað hrjáir það.“ Flannery O’Connor Raymond Carver Rúnar Helgi Vignisson Sherwood Anderson Susan Sontag Ernest Hemingway Jhumpa Lahiri Alice Munro Willam Faulkner Joyce Carol Oats Ralph Ellison Amy Tan Philip Roth Sherman Alexie ’Ég held það megi lesaauðveldlega í gegnumsmásögur heimsins hvaðfólk er að hugsa í hverju landi fyrir sig, hvað það er að fara í gegnum, hvað hrjáir það. BÓKSALA 20.-26.APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 2 IrénePierre Lemaitre 3 JárnblóðLiza Marklund 4 Taktu til í lífi þínuMarie Kondo 5 Frygð og fornar hetjurÓttar Guðmundsson 6 VonarstjarnaNora Roberts 7 Kryddjurtarækt fyrirbyrjendur Auður Rafnsdóttir 8 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin 9 Meira blóðJo Nesbø 10 Smásögur heimsinsNorður-Ameríka Ýmsir höfundar 1 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 2 Von be don - Magnús og Malaika leysa málin Bergljót Baldursdóttir/ Brynhildur Jenný Bjarnadóttir 3 Kuggur 14 - Hoppað í París Sigrún Eldjárn 4 Kuggur 15 - Rassaköst í Róm Sigrún Eldjárn 5 PúkablístranNjörður P. Njarðvík 6 Freyja og Fróði geta ekki sofnað Kristjana Friðbjörnsdóttir 7 Zootropolis þrautabókWalt Disney 8 Vísnagull Bók og geisladiskur Helga Rut Guðmundsdóttir 9 Dundað í fríinuKirsten Robson 10 Freyja og Fróði í klippinguKristjana Friðbjörnsdóttir Allar bækur Barnabækur MIG LANGAR AÐ LESA Arthur C. Clarke- verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1987. Þau hafa nafn sitt frá breska vísinda- sagnahöfundinum Arthur Charles Clarke, sem gaf fé til verð- launanna, og snúast um ævintýrabækur og vís- indaskáldsögur. Stutt- listi verðlaunana var kynntur á dögunum og meðal þeirar bóka sem tilnefndar er bók sem er jafnframt gefin út sem smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur. Tilnefndar til verð- launanna að þessu sinni eru skáldsögurnar Arcadia eftir Iain Pe- ars, The Long Way to a Small, Angry Planet eftir Becky Chambers, Way Down Dark eftir J.P. Smythe The Book of Phoenix eftir Nnedi Okorafor, Europe at Midnight eftir Dave Hutchinson og Children of Time eftir Adrian Tchaikovsky. Smáforritið sem geymir bók Pearce er aðeins fáanlegt fyrir iOS-tæki, iPhone, iPad eða iPod Touch. Hægt er að lesa bókina alla í forritinu á ýmsa vegu, fylgja söguþæði hverrar persónu í henni eða lesa hana eins og hverja aðra bók. Einnig er ýmislegt aukaefni í forritinu, hlutar bókarinnar sem ekki komust á prent, og því gefur það fyllri mynd af sögunni. Skjáskot úr Arcadia smáforritinu eftir Ian Pearce. Bókin er (líka) forrit ARTHUR C. CLARKE-VERÐLAUNIN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.