Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 2

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi í gærkvöldi að tilkynna eftirlitsnefnd um fjármál sveitar- félaga að ekki hefði tekist að semja við lánardrottna sveitarfélagsins um skuldaskil. Það var gert þegar fyrir lá að lífeyrissjóðir sem eiga hluta krafn- anna voru ekki tilbúnir til að taka þátt í heildarsamningum um niðurfellingu hluta af skuldunum. Stjórnendur bæjarfélagsins hafa verið í viðræðum við lánardrottna í átján mánuði. Reykjanesbær og dótt- urfélög hans skulda rúmlega 40 millj- arða króna og náðist samkomulag við meirihluta kröfuhafa um niðurfell- ingu á rúmlega 6,3 milljarða kr. kröf- um, gegn því að allir kröfuhafar tækju þátt. Samflot 11 lífeyrissjóða sem eiga 25% krafnanna var ekki tilbúið til að ganga inn í þessa samninga. Það lá fyrir seint í fyrrakvöld og frjálsir samningar um skuldaskil því ekki í sjónmáli. Forystumenn meirihlutans í bæjarstjórn lögðu þá tillögu fyrir bæjarstjórn að þessi staða yrði til- kynnt til eftirlitsnefndar með fjármál- um sveitarfélaga því með því væri ljóst að bærinn gæti ekki gert áætlun um að uppfylla ákvæði sveitar- stjórnarlaga um að komast niður fyrir hámarks skuldaviðmið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í minnihluta, lýstu þeirri skoðun sinni á fundinum að halda ætti áfram samningum við kröfuhafa. Í höndum eftirlitsnefndar Samþykktin er mildari en tillaga sem lögð var fram af sama tilefni fyrir hálfum mánuði en var dregin til baka til að reyna samninga til þrautar. Þar var gert ráð fyrir að tilkynna eftirlits- nefndinni um að bærinn væri kominn í fjárþröng. Það leiðir að öðru jöfnu til þess að skipuð er fjárhaldsstjórn sem hefði æðsta vald í fjármálum sveitar- félagsins. Friðjón Einarsson, formaður bæj- arráðs, sagði eftir fundinn að fram- haldið væri í höndum eftirlitsnefnd- arinnar. Hann sagði að bærinn hefði hagrætt mikið í rekstri og vonaðist til að fá aðstoð eftirlitsnefndarinnar til að ljúka samningum við kröfuhafa. Ekki frjálsir samningar  Pattstaða er í samningum um skuldir Reykjanesbæjar  Leitað til yfirvalda um aðstoð við að ljúka samningum Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjanesbær er í fjár- þröng þrátt fyrir aðhald. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Með þessari samþykkt erum við að banna útleigu íbúðarhúsnæðis í skammtímaleigu,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdals- hrepps, í samtali við Morgunblaðið. Sveitarstjórn hefur ákveðið að verða ekki oftar við beiðnum um að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði. „Við viljum njóta þess sem ferða- þjónustan skilar til uppbyggingar og eflingar samfélagsins,“ sagði Ás- geir, „en viljum líka búa hér í venju- legu, hefðbundnu samfélagi, þar sem íbúarnir stunda vinnu á staðn- um og greiða sína skatta og skyldur. Það gagnast okkur lítið ef enginn býr í húsunum hér og aðeins eru greidd af þeim fasteignagjöld.“ Vík í Mýrdal er vinsæll viðkomu- staður ferðamanna, erlendra sem innlendra. Þar búa um 540 manns en gistirými á staðnum eru um 1.300. Hvergi á landinu eru jafn- mörg gistirými miðað við íbúafjölda. Mest af gistirýminu er á vegum hót- ela og ferðaþjónustu bænda en verulega hefur færst í vöxt að ein- staklingar leigi hús sín út. Einnig eru dæmi um stórtækir aðilar kaupi hús í þorpinu til útleigu og standi fyrir húsbyggingum í sama tilgangi. Lögum samkvæmt þurfa þeir sem vilja leigja húsnæði sitt út í skamman tíma í senn að fá til þess leyfi hjá sýslumanni. Hann leitar eftir umsögnum frá byggingarfull- trúa, heilbrigðiseftirliti og viðkom- andi sveitarstjórn áður en leyfið er veitt. „Sveitarstjórnin hér mun framvegis ekki veita slík leyfi, þann- ig að þetta tekur gildi strax,“ sagði Ásgeir. Þeir sem nú þegar hafa leyfi til skammtímaleigu í Mýrdalshreppi fá að hafa þau óbreytt áfram til ársins 2022 verði eftir því leitað. Banna skammtímaleigu íbúða í Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Þangað kemur mikill fjöldi ferðamanna allan ársins hring.  „Viljum hafa hér hefðbundið samfélag fólks sem borgar sína skatta og skyldur,“ segir sveitarstjórinn  1.300 gistirými í þorpi þar sem íbúar eru ekki nema 540  Vinsæll viðkomustaður ferðamanna Alls komu 3.047 tonn af kolmunna upp úr Beiti NK er skipið landaði á Seyðisfirði í síðustu viku. Skipið kom í gær með álíka farm til Seyð- isfjarðar og er reiknað með að löndun ljúki árdegis í dag. „Þetta eru án efa stærstu farmar sem ís- lenskt fiskiskip hefur komið með að landi,“ segir á heimasíðu Síldar- vinnslunnar. Í janúarmánuði landaði Venus NS 2.861 tonni og var það þá stærsti farmur íslensks skips. Hólmaborgin SU, nú Jón Kjartans- son, átti metið lengi vel, en skipið landaði um 2.730 tonnum af norsk- íslenskri síld um aldamótin. Íslensku skipin hafa undanfarið verið að kolmunnaveiðum í fær- eyskri lögsögu suðaustur af Fær- eyjum. Algengt er að skipin hafi fengið 300-500 tonn á sólarhring eftir að hafa dregið í 15-20 tíma. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir Tómasi Kárasyni, skip- stjóra á Beiti, að veiðar hafi gengið vel að undanförnu og 6–700 tonn fengist á sólarhring. aij@mbl.is Metfarmar Beitis NK af kolmunna  Yfir 3.000 tonnum landað úr skipinu Beitir NK Vel hefur gengið á kol- munnaveiðum að undanförnu. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Ásgeir Magnússon segir að sveitarstjórnin vilji að ásókn í skammtímaleigu íbúðar- húsnæðis í sveitarfélögum landsins verði rædd á vett- vangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það geti skert samkeppnisstöðu einstakra sveitarfélaga ef mikil brögð séu að því að íbúðarhúsnæði sé í skammtímaleigu og gefi ekki af sér hefðbundnar tekjur. Vill umræður VANDAMÁLIÐ ER VÍÐA Tveir jarðskjálftar hafa orðið við Bárðarbungu á Vatnajökli síðustu daga. Á sunnudagskvöld kom þar skjálfti, 3,4 á Richter, sem átti upp- tök sín við norðurjaðar öskjunnar. Í gærmorgun kom annar skjálfti sem var 3,3 að styrk. „Það er stöðug skjálftavirkni í Bárðarbungu. Þessir tveir síðustu kippir eru þó ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Sigurdís Björk Jónasdóttir, sérfræðingur við um- hverfisvá hjá Veðurstofu Íslands, við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Tveir jarðskjálftar við Bárðarbungu Mjög mikið vatnstjón varð í Alþýðu- húsinu á Akureyri í fyrrinótt þegar allt að 10-12 þúsund lítrar af vatni láku úr stórri uppþvottavél í eldhúsi samkomusalar á fjórðu hæð, eftir að slanga gaf sig. Fjögurra sentímetra vatnsborð var á fjórðu hæðinni þegar að var komið og allt var á floti á þriðju hæð þar sem nokkur verkalýðsfélög eru til húsa, sem og Vinnueftirlitið. Á skrifstofu þess var nýbúið að endur- nýja ýmislegt, m.a. gólfefni. Gólf, loftefni og innanstokksmunir eru mikið skemmdir. Tjónið hefur ekki verið metið en ljóst að það er gríðarlegt og frekari skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós „Það sprautaðist úr þessu í nokkra klukkutíma,“ sagði Jónas Baldur Hallsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, og taldi þetta einn allra mesta leka sem hann hefði orð- ið vitni að. Vatn lak meðal annars niður á tölvukerfi Íslandsbanka á neðstu hæð en skrifstofur verkalýðs- félagsins Einingar-Iðju á 2. hæð sluppu ótrúlega vel. skapti@mbl.is Talið að 10-12 þúsund lítrar vatns hafi lekið um Alþýðuhúsið á Akureyri Gríðarlegt vatnstjón um allt hús Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vatnstjón Slökkviliðsmenn að störfum í gær í Alþýðuhúsinu á Akureyri, þar sem mikill vatnsleki varð. Rekstrarjöfn- uður Reykjavík- urborgar á ár- unum 2013 til 2015 var nei- kvæður um 824 milljónir króna, samkvæmt endurskoðunar- skýrslu KPMG vegna ársreikn- inga 2015. Gangi fyrirliggjandi áætlanir eftir verður rekstrarjöfnuður A- og B-hluta sveitarfélagsins neikvæður næstu tvö árin en jákvæður árin þar á eft- ir. Í skýrslunni er vakin athygli á því að samkvæmt sveitarstjórnar- lögum er ekki heimilt að samanlögð heildarútgjöld séu á hverju þriggja ára tímabili hærri en nemur saman- lögðum tekjum. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vakti athygli á þessu á fundi borg- arstjórnar í gær og sagði að sífelld- ur taprekstur borgarinnar gæti verið brot á lögum. Spurður um viðbrögð yfirvalda taldi Halldór lík- legast að borgin fengi tiltal. Hallarekstur borg- arinnar lögbrot Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.