Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Þórir Garðarsson sagði að ferða- þjónustufyrirtæki teldu það and- stætt hugmyndum um álagsstýr- ingu að aðeins væri möguleiki á sól- arhringsgjaldi á Þingvöllum. Öll önnur bílastæðakerfi sem hann þekkti til væru byggð á tímamæl- ingu, enda væri gjaldtaka hvarvetna hugsuð til að dreifa álagi. Hann sagði að fulltrúar fyrirtækjanna hefðu átt í viðræðum við þjóðgarðs- vörð um þessi mál um nokkurt skeið. „Þessar viðræður hafa gengið ágætlega og þjóðgarðsvörður verið afskaplega viðræðugóður. En það hefur engin niðurstaða fengist eins og við höfum verið að vonast eftir,“ sagði Þórir. eru á Þingvöllum allan ársins hring. Ákvörðun um gjaldtöku á bílastæð- um á Þingvöllum var tilkynnt í fyrrasumar. Kom fram að um þjón- ustugjald væri að ræða sem ætlað væri að standa undir kostnaði þjóð- garðsins við rekstur bílstæðanna. Þá var búist við því að gjaldtakan hæfist um haustið, en henni var síð- an frestað til 1. maí. Aðeins sólarhringsgjald Samkvæmt gjaldskránni verður gjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 750 krónur fyrir ferðamannajeppa, 1.500 krónur fyrir rútur með færri en 20 farþega og 3.000 krónur fyrir rútur með 20 farþega eða fleiri. Ekki stendur til að fella niður salernisgjöld á Þingvöllum um leið og innheimta bílastæðagjalda hefst. Þórir Garð- arsson hjá Gray Line segir að þetta komi á óvart þar sem Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar og um- hverfisráðherra, hafi lýst því afdráttarlaust yfir í viðtali við Visir.is 15. júlí í fyrra að gjaldið, sem nemur 200 kr., yrði fellt niður. Fram kom í viðtalinu við hana að inn- heimta salernisgjaldsins hefði ekki tekist eins og til var ætlast. Bæði hafi sumir reynt að koma sér undan því að borga og búnaðurinn hafi verið bilunargjarn. Þyngst vegi þó að kerfið hafi verið tafsamt. Þórir sagði að ferðaþjón- ustufyrirtækin hafi skilið það svo að þarna væri talað í nafni stjórnar þjóðgarðsins, en engu að síður eigi að halda áfram innheimtu salernis- gjaldsins. Salernisgjald innheimt áfram EKKI UNNIÐ EFTIR FYRIRHEITI FORMANNS ÞINGVALLANEFNDAR Sigrún Magnúsdóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Gjaldtöku sem hefjast átti á bíla- stæðum á Þingvöllum 1. maí hefur verið frestað um hálfan mánuð sam- kvæmt frétt á vefsíðu þjóðgarðsins. „Við sáum þetta fyrir tilviljun. Eng- in tilkynning hefur verið send til ferðaþjónustufyrirtækja,“ sagði Þórir Garðarsson hjá Gray Line í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta vekur þó bjartsýni um að til standi að gera breytingar á gjald- skránni í samræmi við óskir ferða- þjónustunnar í viðræðum við þjóð- garðsvörð að undanförnu.“ Ólafur Örn Haraldsson þjóð- garðsvörður er í fríi erlendis til 16. maí og náðist ekki í hann. Einar E.Á. Sæmundsen fræðslufulltrúi sagði að seinkunin væri vegna tafa á framkvæmdum við uppsetningu um- gjarðar um bílastæðin. Þau verða á þremur stöðum, við gestastofuna á Hakinu, við neðri enda Almannagjár og á gamla Valhallarplaninu. Á skrifstofu þjóðgarðsins var sagt að engin breyting hefði verið gerð á gjaldskránni fyrir bílastæðin sem kynnt var í fyrra og staðfest af Þingvallanefnd og forsætisráðherra. Er gjaldið áfram fyrir sólarhring í senn og er upphæðin mismunandi eftir farartækjum. Innheimt verður með sérhönnuðum búnaði sem fyrir- tækið Bergrisi setur upp. Fram kom í fyrrahaust að búnaðurinn myndi falla vel inn í landslagið þar sem hönnunin myndi líkjast stuðla- bergi og þola þau veðurskilyrði sem Morgunblaðið/RAX Þingvellir Gjaldtaka á þremur bílastæðum innan þjóðgarðsins hefst 16. maí. Gjaldið gildir í sólarhring í senn. Gjaldtöku á Þingvöll- um frestað til 16. maí  Ferðaþjónustufyrirtæki ósátt við sólarhringsgjald Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Eitt sett af þríburum hefur fæðst það sem af er árinu á Landspítalanum. Í fyrra var ein þríburafæðing en engin árið 2014, þrjár þríburafæðingar voru árið 2013 en þá höfðu ekki fæðst þríburar hér á landi síðan 2009, þeg- ar ein þríburafæðing átti sér stað. Frá janúar fram til mars 2016 hafa fæðst 710 börn á Landspítalanum, 29 færri en á sama tíma í fyrra. Þar af fæddust 692 eðlilega, 107 fæddust með keisaraskurði, það voru 16 tví- burafæðingar og ein þríburafæðing. Hlutfall fjölburafæðinga er 2,5% það sem af er árinu en eftir sama tímabil í fyrra var hlutfallið 1,9%, segir í starfsemisupplýsingum Landspítal- ans fyrir mars 2016. Einn fósturvísir í einu Hildur Harðardóttir, yfirlæknir fæðinga-, meðgöngu- og fósturgrein- ingardeildar Landspítalans, segir að hér á landi sé að meðaltali ein þrí- burafæðing annað hvert ár. „Með tilkomu tæknifrjóvgana og glasafrjóvgana á sínum tíma hækkaði mjög tíðni fjölbura en eftir að reglu- gerð um tæknifrjóvganir var breytt árið 2009, um hve marga fósturvísa sé leyfilegt að setja upp, lækkaði tíðni fjölbura. Tíðni tvíburafæðingar er nú sambærileg náttúrulegri tíðni og þeir þríburar sem nú líta dagsins ljós eru oftar en ekki sjálfkrafa þrí- buraþunganir,“ segir Hildur. Samkvæmt reglugerð um tækni- frjóvgun er óheimilt að setja upp fleiri en einn fósturvísi í senn nema aðstæður konunnar og læknisfræði- leg rök standi til þess að upp séu settir tveir fósturvísar til að auka lík- ur á þungun. Hildur segir að ein- Ein þríburafæðing annað hvert ár  Einir þríburar hafa fæðst það sem af er árinu  Flestir þríburar hér á landi koma undir á náttúru- legan hátt eftir að reglugerð um tæknifrjóvgun var breytt 2009  16 tvíburafæðingar frá janúar til mars staka þríburar sem fæðast séu tengdir glasafrjóvgun í kjölfar þess að tveir fósturvísir séu settir upp og annar skiptir sér. Þá hafa líkur á fjöl- burum aukist með tilkomu lyfja til örvunar á eggjastokkum þannig að móðir losar fleira en eitt egg í tíða- hring, t.d. eru eftir lyfið Clomiphene líkur á fjölburum 6-7% að sögn Hild- ar. Flestir þríburar verða fyrirburar; meðalmeðgöngulengd þríbura er um 33 vikur en venjuleg meðganga er um 40 vikur. Reuters Þríburar Fæðast annað hvert ár. Lára Halla Sigurðardóttir Ingveldur Geirsdóttir Alvarlega atvikið sem varð á Land- spítalanum um helgina hefur verið til- kynnt til lögreglu og embættis Land- læknis. Mikil áhersla verður lögð á að greina atburðarásina nákvæmlega. Þetta segir Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- alanum, við mbl.is. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að erlendur karlmaður hafi leitað á Landspítalann eftir fall í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þar var tal- ið að hann væri rifbeinsbrotinn og þar sem lítið er gert við því nema gefa verkjalyf var hann sendur heim. Líð- an hans er sögð hafa versnað og var hann sendur aftur á spítalann. Þá komu í ljós innvortis blæðingar og lést hann í aðgerð. Læknamistök ekki staðfest Mikið hefur verið fjallað um álagið sem er á spítalanum, sérstaklega bráðamóttökunni. Ólafur segir að of snemmt sé að segja til um hvort álag- ið eigi þátt í þessu atviki eða ekki, það verði skoðað alveg sérstaklega. Þetta er sjötta atvikið á þessu ári á spít- alanum þar sem sjúklingur hlýtur varanlegan miska eða lætur lífið. Í nýútkomnum starfsemisupplýsingum Landspítalans fyrir mars 2016 eru óvænt andlát á spítalanum skráð þrjú frá janúar til mars. Spurður hvort þau séu sambærileg því sem átti sér stað um liðna helgi svarar Ólafur ját- andi. Hann vill ekki segja til um hvort um læknamistök hafi verið að ræða í þessu tilviki. „Þegar alvarleg atvik koma upp á spítalanum þá leggjum við mikla áherslu á að greina nákvæm- lega hvað gerðist og það er mik- ilvægt að hrapa ekki að álykt- unum fyrr en að niðurstaða ítarlegrar rannsóknar liggur fyrir. Það er bæði okkar reynsla og alþjóðleg reynsla á sjúkra- húsum sem standa sig vel í gæða- málum að orsakir svona atvika eru langoftast margþættar og skýrast af röð ákveðinna atburða sem að lokum leiðir til þess að sjúklingur verður fyrir skaða. Það er gríðarlega brýnt að nýta slíkar niðurstöður til umbóta og það er það sem er fyrst og fremst okkar áhersla. Við vinnum svona mál á þennan hátt,“ segir Ólafur. - Í hverju felst ítarleg rannsókn? „Við förum eftir ákveðnum ferlum sem er alþjóðleg aðferð sem kallast rótargreining og er meðal annars notuð líka við rannsóknir á sam- gönguslysum og slíku. Sú að- ferðafræði og ferlar sem við notum eru samkvæmt fyrirmynd frá breska heilbrigðiskerfinu og við höfum feng- ið sérfræðinga þaðan til þess að kenna okkar starfsfólki þessa aðferð,“ segir Ólafur. - Er lögregla með þetta alvarlega atvik til rannsóknar? „Það er þannig að þetta mál sem þú vísar í hefur bæði verið tilkynnt til embættis Landlæknis og lögreglu.“ Andlát tilkynnt til lögreglunnar  Sjötta atvikið á LSH í ár þar sem sjúklingur lætur lífið eða hlýtur miska Ólafur Baldursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.