Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
GLÆSILEGT
KJÓLAÚRVAL
STÆRÐIR 36-52
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Leicester City vann Englandsmeistaratitilinn í
fótbolta á mánudagskvöldið. Afrekið verður ef-
laust seint leikið eftir, en á síðasta tímabili björg-
uðu Refirnir, eins og liðið er kallað, sér frá falli úr
ensku úrvalsdeildinni á ævintýralegan hátt. Lík-
urnar á að þeir myndu fagna titlinum í maí voru
einn á móti 5.000 að mati enskra veðbanka.
Flestir Íslendingar eiga sér ensk lið til að halda
með. Stærstu aðdáendahóparnir fylgja stórveld-
unum Manchester United, Liverpool og Arsenal
en minni liðin eiga sér einnig stuðningsmenn hér á
landi, þar á meðal Leicester City. Einn þeirra er
Guðni Sigurðsson úr Vestmannaeyjum, en hann
byrjaði að halda með Leicester fyrir um 40 árum.
„Ég hreifst af markmönnum í gamla daga og
bæði Gordon Banks og Peter Shilton spiluðu með
þessu liði. Þá hef ég alltaf stutt lítilmagnann og
valdi því lið til að styðja á skjön við alla aðra.“
Guðni fylgdist að vonum grannt með liðinu í
vetur, bjóst ekki við miklu í byrjun en eftir því
sem leið á tímabilið lyftist brúnin. „Veturinn hefur
liðið hratt. Ég hef alveg verið eins og hinir og
haldið að þetta væri að taka einhvern endi en
öskubuskuævintýrið hélt alltaf áfram. Þetta er
búið að vera eintóm skemmtun.
Gunnþór Sigurðsson er grjótharður stuðnings-
maður Leicester. „Ég byrjaði að halda með því í
kringum 1970. Með fyrstu leikjunum sem voru
sýndir í sjónvarpinu hér á landi var leikur með
Leicester. Þá voru Frank Worthington og fleiri
kallar í liðinu, sem var mjög gott og ég límdist við
það.“
Gunnþór og félagar ætla að skella sér í píla-
grímsferð á King Power-völlinn í Leicester og sjá
leik næsta sumar. „Við erum að fara nokkrir,
þessir allra hörðustu,“ segir hann. „Sigur Leicest-
er í deildinni er frábær tíðindi fyrir fótboltann. Að
lítið lið geti unnið ensku deildina er ótrúlegt afrek.
En ég sá að þetta gat gerst þegar Leicester vann
Manchester City; leikmenn Leicester kosta sam-
tals jafn mikið og gaurinn sem sér um handklæðin
hjá City.“
Ljósmynd/Úr einkasafni
Hátíð í bæ Jón Ingi, Gunnþór Sigurðsson og barnabarn hans og nafni. Gunn-
þór hefur haldið með Leicester síðan 1970. Hann stefnir á að sjá liðið í sumar.
Ljósmynd/Sigurður Sigurðsson
Vel skreytt Guðni Sigurðsson hengdi upp keppnistreyju Leicester og gekk
um vinnuna sína í Nethamri með bláa Leicester-slaufu í tilefni titilsins.
Blá sigurhátíð um allan heim
Stuðningsmenn Leicester hér á landi fögnuðu Englandsmeistaratitlinum
Margir samgleðjast Rótgrónir stuðningsmenn stefna á pílagrímsferð
Mæðradagsblóm
Menntunarsjóðs
Mæðrastyrks-
nefndar Reykja-
víkur fer í sölu í
dag, miðvikudag-
inn 4. maí. Mark-
mið átaksins er
að afla sjóðnum
tekna með sölu á
Mæðradagsblóm-
inu í tengslum við
mæðradaginn, 8. maí næstkomandi.
Allur ágóði af sölunni rennur í
Menntunarsjóð Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn
styrkir tekjulágar konur til mennt-
unar svo að þær eigi betri möguleika
á góðu framtíðarstarfi. Frá stofnun
sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir
um 100 styrkir til um 70 kvenna.
Í ár hefur Tulipop hannað fjölnota
poka með mynd af Mæðradagsblóm-
inu. Myndin er af blóminu sem hann-
að var á lyklakippu fyrir átakið í
fyrra. Þá hafði Tulipop einnig um-
sjón með allri framleiðslu á pok-
unum. Eins og í fyrra gefa hönnuðir
Tulipop alla vinnu sína við verk-
efnið.
Pokarnir verða seldir um allt land
og er sölutímabilið tvær vikur, frá 4.
til 18. maí.
Sala á Mæðradags-
blóminu hefst í dag
Mæðradagsblómið
á fjölnota poka
Kári Eiríksson listmál-
ari er látinn, 81 árs að
aldri. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Ísafirði
1. maí síðastliðinn.
Kári fæddist á Þing-
eyri í Dýrafirði þann 13.
febrúar 1935. For-
eldrar hans voru Eirík-
ur Þorsteinsson, kaup-
félagsstjóri og
alþingismaður, og Anna
Guðmundsdóttir hús-
móðir.
Kári stundaði nám í
Myndlistar- og hand-
íðaskóla Íslands 1953-54, Listahá-
skólanum í Kaupmannahöfn 1957,
Listaakademíunni í Flórens 1957-59
og í Róm 1960-61.
Kári hélt fyrstu einkasýningu sína
í Casa di Dante í Flórens 1958 og var
fyrsta einkasýning hér heima í Lista-
mannaskálanum 1959.
Frá þeim tíma hefur
hann haldið fjölda-
margar stórar einka-
sýningar hérlendis og
erlendis, en þær um-
fangsmestu voru 1973,
1979 og 1986 á Kjar-
valsstöðum.
Kári vann að ýmsum
sérverkefnum erlendis,
m.a. stórri veggmynd í
aðdraganda Ólympíu-
leikanna í Mexíkóborg,
en þangað fluttist hann
með fjölskylduna 1967-
1968. Margar sýningar Kára hlutu
mikla athygli almennings og oftar en
ekki seldust sýningarverk hans upp.
Fyrrverandi eiginkona Kára er
Sigurbjörg Stefánsdóttir, f. 1935, og
sonur þeirra er Kári Kárason, f.
1965.
Andlát
Kári Eiríksson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í fundargerð Heilbrigðiseftirlits
Kópavogs og Hafnarfjarðar kemur
fram að ákveðið hafi verið að fara í
„nákvæma skoðun á starfseminni“ í
ljósi forsenda í úrskurði úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála
sem ógilti ákvörðun eftirlitsins um
að senda hundinn Neró ekki til eig-
anda síns heldur ráðstafa honum á
nýtt heimili. Forsaga málsins er sú
að upp komst að
Neró var óskráð-
ur þegar hann var
handsamaður í
Kópavogi eftir að
hafa sloppið af
heimili sínu.
Láðst hafði að
skrá hundinn
þegar eigenda-
skipti áttu sér
stað innan fjöl-
skyldunnar. Eigandi kærði niður-
stöðuna um að ráðstafa hundinum til
nýrra eigenda til úrskurðarnefndar-
innar sem ógilti ákvörðun heil-
brigðiseftirlitsins. Í framhaldinu fór
Neró á ný til fyrri eiganda.
Leita utanaðkomandi ráðgjafar
Guðmundur H. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri eftirlitsins, segir að í
ljósi niðurstöðunnar hafi verið tekin
ákvörðun um að skoða verklag
betur.
„Alltaf þegar svona úrskurðir
koma þá verðum við að reyna að
endurskoða vinnubrögðin hjá okk-
ur,“ segir Guðmundur.
Hann segir ekki ljóst með hvaða
hætti vinnubrögðin verði endurskoð-
uð á þessari stundu þar sem einungis
séu tvær vikur síðan úrskurðurinn
féll og því sé þessi skoðun í ferli eins
og sakir standa.
„Við munum leita okkur utanað-
komandi ráðgjafar þó við vitum ekki
á þessari stundu hver muni veita
hana,“ segir Guðmundur.
Nýjar línur lagðar vegna Neró
Heilbrigðiseftirlitið endurskoðar vinnubrögð vegna úrskurðar um hund
Guðmundur H.
Einarsson
Breyting hefur verið gerð á bygg-
ingarreglugerð með það að mark-
miði að lækka byggingarkostnað
íbúðarhúsnæðis. Með breytingun-
um getur lágmarksstærð íbúðar
sem er eitt herbergi minnkað veru-
lega og orðið um 20 fermetrar fyrir
utan sameign. Lágmarksstærð
íbúðar með einu svefnherbergi get-
ur minnkað samsvarandi.
Lágmarksstærð
íbúða 20 fermetrar