Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Þú gerir ekki
*samkvæmt dekkjaprófun
haustið 2014
Ipike W419Winter i'cept
Korna-
dekk
– Síðan 1941 –
Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi
Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080
betri kaup!
Áberandi gott
skv. FÍB*
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Helga Sjöfn Hrólfsdóttirog Kristín HelgaMagnúsdóttir eru í óðaönn að skrifa grein-
argerð og ganga frá BA-verkefni
sínu í þroskaþjálfafræði á Mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands. Skila-
dagur er 10. maí og þann dag fer
hluti þess í loftið; vefsíðan
www.heilsanmin.info sem hefur að
geyma 16 síðna heilsuupplýsinga-
bækling og 8 síðna heilsuvegabréf,
hvort tveggja með þarfir fólks með
þroskahömlun í huga. Vegabréf af
þessu tagi er nýlunda hér á landi að
sögn þeirra en þekkist þó víða, t.d. í
Noregi og á Bretlandi.
„Hugmyndin kviknaði á öðru
ári í áfanganum Fötlun, heilsa,
heilsuefling. Þar sem við höfðum
hvor í sínu lagi ákveðið að fjalla um
heilsu fólks með þroskahömlun í
lokaverkefni okkar lá beinast við að
vinna það í sameiningu. Við vorum
sammála um að hér vantaði fræðslu
um heilsu og mikilvægi heilsu-
samlegs lífernis fyrir þennan hóp,
sem þarf ekki síður en aðrir á henni
að halda. Út frá þessum pælingum
gerðum við bækling með einföldum
og auðskildum upplýsingum, sem
meiningin er að verði aðgengilegar
á vefsíðunni,“ segja þær.
Þær fengu kærasta Helgu
Sjafnar til að setja vefsíðuna upp og
kunningjakonu sína til að teikna
táknræna mynd fyrir viðfangsefni
hverrar síðu, t.d. mataræði, svefn,
tennur, sjón og heyrn, kynlíf, of-
beldi og sitthvað fleira. Textinn er
mjög knappur, bara kjarni málsins,
engar vífilengjur: „Það getur verið
vont fyrir líkamann að vera of
þungur. Mikilvægt er að fylgjast
með blóðþrýstingnum og vigtinni.
Þú þarft að passa þig að hreyfa þig
og borða hollt,“ segir til að mynda
um ofþyngd.
Valdefling og ábyrgð
„Lykilorðið og leiðarstef okkar
var valdefling, sem felur í sér að
auka markhópi okkar, ef við getum
kallað hann svo, færni í sínu dag-
lega lífi og beina sjónum hans að
ýmsum þáttum sem lúta að heilsu-
farinu,“ útskýra Helga Sjöfn og
Kristín Helga.
Verkefnið blés svolítið út þegar
þeim stöllum hugkvæmdist að gera
heilsuvegabréf og félagsfærnisögur
einnig aðgengilegar á vefsíðunni.
Eftir að hafa ráðfært sig Gerði Aa-
got Árnadóttur heimilislækni voru
þær sannfærðar um að verkefnið
gæti komið mörgum til góða.
„Tilgangurinn er fyrst og
fremst að gera fólki með þroska-
hömlun kleift að taka ábyrgð á eigin
heilsu eins og framast er kostur og
auka um leið öryggi þess gagnvart
heilbrigðisþjónustunni. Niðurstöður
rannsókna benda til þess að fatlaðir
fái ekki alltaf þá heilbrigðisþjónustu
sem þeir þurfa og að aðstoðarfólk
geti ekki alltaf ráðið í þarfir þeirra.
Alls konar misskilningur getur
komið upp, sérstaklega þegar í hlut
á fólk sem getur illa tjáð sig eða tjá-
ir sig með óhefðbundnum leiðum.
Stundum er eins og heilbrigðis-
starfsfólk sé hrætt við að nálgast
það og beini frekar spurningum til
aðstoðarfólks, jafnvel þótt ljóst sé
að skjólstæðingur þess sé fullfær
um að tjá sig.“
Með passa í vasa til öryggis
Vegna ýmiss konar tjáskipta-
vanda kemur fólki með þroskahöml-
un vel að eiga sitt eigið heilsuvega-
bréf, sem hægt er að kippa með til
læknisins eða hafa einfaldlega alltaf
tiltækt í vasanum til öryggis. „Í
fyllingu tímans verður hægt að
nálgast vegabréfið á vefsíðunni og
skrá upplýsingar í þar til gert pláss.
Hver og einn hefur í hendi sér
hversu ítarlegar upplýsingar hann
gefur, en við gefum svigrúm fyrir
að í vegabréfinu komi meðal annars
fram helstu persónuupplýsingar,
nöfn tengiliða, sjúkdómsgreining,
lyf, ofnæmi og nokkuð sem okkur
finnst mjög mikilvægt; lýsing á því
hvernig viðkomandi tjáir sig – með
orðum, látbragði, hljóðum eða svip-
brigðum. Aftast í vegabréfinu er
eyðublað um breytingar sem verða
á lyfjum eða öðru sem tengist heils-
unni.“ Raunar eru báðar á því að
heilsuvegabréf í svipuðum dúr gæti
gagnast öllum til að tryggja að þeir
fái rétta umönnum lendi þeir í að-
stæðum þar sem þeir eru ekki í
standi til að tjá sig.
Heilsupassi fyrir fólk
með þroskahömlun
Heilsuupplýsingabæklingur og heilsuvegabréf sniðin að þörfum fólks með þroska-
hömlun verða aðgengileg á netinu um leið og Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Kristín
Helga Magnúsdóttir hafa skilað af sér sameiginlegu lokaverkefni til bakkalár-
gráðu í þroskaþjálfafræði í Háskóla Íslands.
Heilsan mín Framsetningin er einföld og textinn knappur og auðskilinn.
Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna
eru í essinu sínu í dag og fagna al-
þjóðlega Star Wars-deginum með
pompi og prakt um allan heim, marg-
ir hverjir í fullum skrúða. Fyrstu
skipulögðu hátíðahöldin í tilefni
dagsins voru haldin 2011 í kvik-
myndahúsi í Toronto í Kanada og síð-
an hefur dagurinn fest sig í sessi sem
hátíðsdagur. Til marks um víðtækan
áhuga má geta þess að á þessum
degi í fyrra horfðu geimfarar í Al-
þjóðlegu geimstöðinni á allar mynd-
irnar í tilefni dagsins.
Það er engin tilviljun að 4. maí
varð fyrir valinu sem hinn alþjóðlegi
Star Wars-dagur því eins og öllum
Stjörnustríðsaðdáendum er kunnugt
um vísar dagsetningin 4. maí (e. May
the Fourth) til þekktrar setningar í
myndunum, „May the Force be with
you“ (megi mátturinn vera með þér).
Örlítil afbökun þó á ferðinni.
Nexus lætur ekki sitt eftir liggja í
hátíðahöldunum því þar verða allar
Star Wars-vörur seldar með afslætti.
Enn fremur verður Búninga-
samfélagið 501 st. Icelandic Outpost
með kynningu í búningasalnum. Þá
ætla starfsmenn að kryfja myndirnar
sjö til mergjar fyrir viðskiptavini og
aðra áhugasama. Þó er bannað að
ræða um Star Wars Holiday Special.
Gleðilegan Star Wars-dag!
Alþjóðlega Star Wars-deginum fagnað víða um heim
Morgunblaðið/Golli
Svarthöfði Tilvalið tækifæri að bregða sér í líki eftirlætis Star Wars-hetjunnar.
Megi mátturinn vera með þér
Samtal um „sjálfsælusögu“ er yfir-
skrift bókakaffis kl. 20 í kvöld í Gerðu-
bergi. Hallgrímur Helgason fjallar um
sjálfsævisögu sína Sjóveikur í
München og ræðir við Gunnþórunni
Guðmundsdóttur bókmenntafræðing,
sem hefur sérhæft sig í æviskrifum af
þessu tagi.
„Að vera ófæddur listamaður er
eins og að vera inní skápnum en hafa
enga hugmynd um það hvað samkyn-
hneigð er. Þú veist að eitthvað býr
innra með þér en alls ekki hvað,“ segir
höfundurinn. Rætt verður við Hallgrím
um hans eigin tilurð, níu mánaða ein-
mana meðgöngu í kaldastríðskaldri
stórborg á meginlandinu, með tilheyr-
andi efasemdum, vanlíðan og sót-
svartri morgunógleði. Að auki verður
fjallað um þann eilífðarsjúkdóm sem
ungdómsárin eru og öll þau sjúkdóms-
einkenni sem fylgja. Er virkilega svona
vont að vera ungur? Var virkilegt
svona leiðinlegt að vera til árið 1981?
Og hvernig skrifar maður skemmtilega
bók um leiðinlega tíma?
Bókakaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi
„Sjálfsælusaga“ Hallgríms
Morgunblaðið/Eggert
Rithöfundur Hallgrímur Helgason
Gripur maímán-
aðar í Þjóð-
minjasafninu er
eftirlíking úr
blikki af loft-
skipi, sem Sigríð-
ur Björnsdóttir
Blöndal keypti handa
syni sínum í versluninni Thorn-
gren á Strikinu í Kaupmannahöfn ár-
ið 1910. Í skráningu á Sarpi segir
m.a.:
„Að forminu til er leikfangið sívalt í
laginu. Það er gult með litlum rauð-
um þyrlum, einni fremst og einni á
sitthvorri hlið. Hægt er að draga loft-
farið upp og snúast þá þyrlurnar,
bandspotti hangir neðan í og mátti
binda hann við eitthvað t.d. ljósa-
krónu og sigldi eða flaug þá loftfarið
um í hringi.
Leikfangið var framleitt af þýska
leikfangaframleiðandanum Ernst
Paul Lehmann Patentwerk.
Fyrstu loftskipin voru smíðuð af
þýska greifanum Ferdinand von Zep-
pelin í kringum aldamótin 1900 og
voru nýtt af Þjóðverjum til hernaðar í
fyrri heimsstyrjöldinni.
Loftskipið Graf Zeppelin var
stærsta loftskipið sem smíðað var,
en smíði þess lauk árið 1928. Það
flaug tvisvar til Íslands; 17. júlí 1930
og 1. júlí 1931.
Gripur maímánaðar í Þjóðminjasafninu
Leikfang Þýski greifinn von
Zeppelin smíðaði fyrstu
raunverulegu
loftskipin.
Eftirlíking úr blikki af loftskipi