Morgunblaðið - 04.05.2016, Side 13
Morgunblaðið/Eggert
Þroskandi starf Kristín Helga Magnúsdóttir og Helga Sjöfn Hrólfsdóttir hafa frá unglingsaldri unnið umönnunar-
störf; á leikskólum og öldrunarheimilum sem og sambýlum og skammtímavistun fyrir fólk með þroskhömlun.
Gefandi starf
Helga Sjöfn og Kristín
Helga hafa frá unglingsaldri
unnið umönnunarstörf; á
leikskólum og öldrunarheim-
ilum sem og sambýlum og
skammtímavistun fyrir fólk
með þroskahömlun, Helga
Sjöfn framan af í heimabæ
sínum, Egilsstöðum, og Krist-
ín Helga í Reykjavík. Hjá
hvorugri kom annað til greina
en að mennta sig á því sviði.
„Það er mikil fegurð í því fólgin
að vinna með fólki með þroskahöml-
un og ekki síður þroskandi fyrir
mann sjálfan,“ segja þær. „Kannski
er það bara sjálfselska að velja sér
þennan starfsvettvang,“ bætir
Helga Sjöfn við og örlar á kald-
hæðni. Enda hafa þær á stundum
orðið varar við að umönnunarstörf
njóti ekki sérstakrar virðingar í
samfélaginu. „Sumir botna ekkert í
okkur og hafa engan skilning á
því hversu gefandi starfið er,“
segja þær.
Draumurinn
Spurðar hvort á döfinni sé að
uppfæra vefsíðuna reglulega segjast
þær einfaldlega ekki vera komnar
svo langt, hugsunin nái ekki lengra
en til skiladags verkefnisins. Þær
eru þó með ýmsar hugmyndir í koll-
inum, enda segja þær bæklinginn
ekki tæmandi í núverandi mynd.
„Draumurinn er að þróa verkefnið
áfram en þá þurfum líklega við að
sækja um styrk. Okkur langar til að
birta fleiri hagnýtar upplýsingar um
heilsuna og ýmsar hversdagslegar
athafnir sem geta vafist fyrir fólki
með þroskahömlun; hvernig það ber
sig að við að panta og fara í
heyrnarmælingu, brjóstaskoðun, til
tannlæknis og þvíumlíkt. Einnig
mætti gefa ráð um líkamsæfingar
og dæmi um hollt mataræði.“
Að viku liðinni skiljast leiðir. Í
bili að minnsta kosti. Kristín Helga
fer í fullt starf á sambýli á höfuð-
borgarsvæðinu og Helga Sjöfn
fékk sumarstarf á sambýli á Egils-
stöðum en ætlar að flytjast til
Akureyrar með haustinu og fá þar
vinnu við sitt fag.
Félagsfærnisaga
Leiðbeiningar um ferða-
lag á heilsugæslustöðina.
„Við vorum
sammála um að
hér vantaði
fræðslu um
heilsu og mikil-
vægi heilsu-
samlegs líf-
ernis fyrir
þennan hóp,
sem þarf ekki
síður en aðrir á
henni að
halda.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is
Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is
Hreinsunardagar hjá þér?
Sorppokarnir fást hjá okkur
Glærir
50 stk. Svartir
50 stk.
Svartir
25 stk.Svartir
10 stk.
Lykil- o
g korth
afar Ol
ís fá
10% BÓNORÐ
GÓÐIR DAGAR FYRIR
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
15
2
73
2
Það virtist enginn mánudagur vera í
stjörnunum sem mættu í sínu fínasta
pússi á galakvöld á vegum Costume
Institute í Metropolitan-safninu í New
York í fyrradag. Galakvöldið var haldið
við upphaf sýningar safnsins. Þetta er
einn helsti viðburður ársins í tískuheim-
inum þar vestra og haldinn við upphaf
árlegrar tískusýningar í safninu. Yf-
irskrift sýningarinnar er
Manus x Machina og
þemað tískan á tækni-
öld. Eins og aðrir
gestir vönduðu Ma-
donna, Beyoncé og
hjónin Kim Kardashi-
an og Kanye West sig
virkilega við val á
fatnaði af þessu
fína tilefni.
Galakvöld á vegum Costume Institute í Metropolitan-safninu
Tískan á tækniöld
AFP
Kim Kardashian og Kanye West
Beyoncé
Madonna í bak og fyrir.