Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is. Starfshópur á vegum Reykjavíkur- borgar um Elliðaárdalinn leggur til að Borgarsögusafni verði falið að gera húsakönnun á Toppstöðinni, stærsta húsinu í dalnum, til að skil- greina vandlega verndargildi þess. Starfshópurinn gerir ráð fyrir því að Toppstöðin verði ekki rifin, en segir að gera þurfi nauðsynlegar endur- bætur til að starfsemi í húsinu fari fram í öruggu umhverfi. Einkum þarf að tryggja að engin hætta stafi af asbesti, en nóg er af því í húsinu. Þá leggur starfshópurinn til að hald- in verði hugmyndasamkeppni um hvaða starfsemi gæti átt heima í Toppstöðinni og þannig höfðað til áhugasamra fjárfesta. Þetta kemur fram í skýrslu starfs- hópsins sem birt er á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Yfirskrift henn- ar er „Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur“. Toppstöðin var vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina, Elliðaárstöð- ina, og var tekin í notkun 1948. Toppstöðin var notuð sem slík fram á 8. áratug 20. aldar. Frum- kvöðlasetur (toppstodin.is) hefur verið rekið í húsinu frá árinu 2008. Listamenn af ýmsu tagi hafa not- fært sér aðstöðuna en einnig hafa verið haldnir þar viðburðir af ýmsu tagi. Talið er að ýmis fleiri tækifæri séu fyrir fjölbreyttari starfsemi í húsinu, m.a. möguleg þjónusta fyrir þá sem heimsækja Elliðaárdal. Þá telur starfshópurinn skynsamlegt að skoða hvort sýningarhald um sögu orkunýtingar og orkuframleiðslu eigi heima í Toppstöðinni. Gert var ráð fyrir að rífa húsið Fram kemur í skýrslunni að í nú- gildandi deiliskipulagi frá 1994 hafi verið gert ráð fyrir því að Topp- stöðin yrði rifin. Einnig kom fram í samkomulagi Reykjavíkurborgar við Landsvirkjun að húsið yrði rifið, en samkomulagið var gert árið 2008 þegar borgin tók yfir þrjár lóðir í El- liðaárdal, þar á meðal þá sem Topp- stöðin stendur á. Húsnæðið er ekki í góðu ástandi og er kominn tími á talsvert viðhald. Vandinn er sá að mikið asbest er í veggjaklæðningum útveggjanna og er varasamt að hrófla mikið við því vegna mengunarhættu. VSÓ Ráðgjöf áætlaði á þessu ári að heildarkostnaður við að rífa húsið ásamt kostnaði við að farga búnaði innanhúss sé 140–160 milljónir króna. Kostnaður við að fjarlægja aðeins asbestið, án þess að rífa hús- ið, er áætlaður 120–130 millljónir króna. Ekki er hægt að fjarlægja as- bestklæðninguna í útveggjum nema að stálklæðning sé fjarlægð um leið og endurnýjuð. Auk þess þyrfti að endurgera þak hússins og er kostn- aður við það metinn 60–80 milljónir króna. Einnig var metinn kostnaður við að loka asbestið inni. Það er lykilforsenda fyrir aukinni og lang- varandi starfsemi í Toppstöðinni. Kostnaður við það er metinn á 75–85 milljónir kr. auk kostnaðarins við endurgerð þaksins. Hægt að tryggja skaðleysi Aðgerðir til að tryggja skaðleysi asbestsins með því að mála það, án annars viðhalds á byggingunni, kosta 5–10 milljónir kr. samkvæmt áætlun. Starfshópurinn um Elliðaár- dal telur að slík aðgerð sé nauðsyn- leg og mögulega nægjanleg til að tryggja að núverandi starfsemi geti haldið áfram í Toppstöðinni í óbreyttri mynd. Aftur á móti þykir ljóst að meira viðhalds er þörf ef auka á starfsemina í húsinu. Áður en tillögur starfshópsins verða lagðar fyrir borgaryfirvöld til samþykktar á að kynna þær fyrir hagsmunaaðilum og almenningi. Öll- um er frjálst að skila umsögnum eða athugasemdum við skýrsluna. Um- sagnarfresturinn rennur út 27. maí næstkomandi. Kostnaðarsamt við- hald á Toppstöðinni  Stærsta húsið í Elliðaárdal er að stórum hluta úr asbesti Morgunblaðið/Golli Toppstöðin Í húsinu er enn töluvert mikill búnaður frá því það var notað til raforkuframleiðslu. Þar eru nú starfrækt m.a. frumkvöðlasetur og listiðja. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 SKRÁNING ER HAFIN Á BALLET.IS EÐA INFO@BALLET.IS KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN INNTÖKUPRÓF FYRIR SKÓLAÁR 2016-2017 Hnykkt er á ákvæðum um hags- munaárekstra í siðareglum fyrir ráð- herra sem núverandi ríkisstjórn samþykkti í gær. Í lögum um stjórnarráð Íslands er kveðið á um að ríkisstjórnin sam- þykki siðareglur fyrir ráðherra. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra gaf út slíkar reglur fyrir ráðherra sína í mars 2011. Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra gaf ekki út nýjar reglur fyrir sína ríkisstjórn en fram kom að hann liti svo á að siðareglur síðustu ríkis- stjórnar giltu. Um gildi þess var ágreiningur og fann umboðsmaður Alþingis að því að reglurnar væru ekki formlega staðfestar. Í reglunum sem Sigurður Ingi Jó- hannsson forsætisráðherra birti í gær eru hagsmunaárekstrar skil- greindir nánar en í fyrri reglum: Ráðherra forðast árekstra á milli al- mannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu hins vegar [...]. Hagsmunaárekstrar sem ber að forðast ná samkvæmt þessu til hagsmuna fjölskyldu ráðherrans, auk hans eigin. Þá er kveðið á um að takist ráðherra ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Fagnar nýjum reglum Fleiri orðalagsbreytingar eru gerðar á siðareglunum. Þannig er beinlínis tekið fram að ráðherra skuli fylla út eyðublað á vegum skrif- stofu Alþingis til þess að upplýsa um fjárhagsleg hagsmunatengsl. Sigurður Ingi Jóhannsson for- sætisráðherra fagnar því að ríkis- stjórnin hafi nú sett ráðherrum siða- reglur með formlegum hætti, að því er haft er eftir honum í fréttatil- kynningu ráðuneytisins um siðaregl- urnar. helgi@mbl.is Hnykkt á ákvæð- um um hagsmuni  Ríkisstjórnin setur ráðherrum siðareglur með formlegum hætti Morgunblaðið/Eggert Ráðherrar Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar með forseta. „Forkönnun sem fornleifafræð- ingar gerðu í fyrra bendir til að skammt norðan við bæjarhúsin á Þingeyrum séu miklar minjar. Rúst klaustur- kirkjunnar er fundin og virðist tiltölulega vel varðveitt enda er hún nokkuð djúpt í jörðu,“ segir Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, eigandi Þingeyra í Austur-Húnavatnssýslu. Í sumar hefjast fræðilegar rannsóknir á Þing- eyraklaustri, þar sem grafið verður í fornum rústum. Meira hangir þó á spýtunni í Þingeyraverkefninu, eins og það er kallað, til að mynda rann- sóknir á vistfræði staðarins og ná- grenni hans á miðöldum og loks at- huganir á handritamenningu miðalda, í samstarfi við Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði. Í vistfræðiþættinum verður horft til greininga á frjókornum og jarð- vegi. Með því á að varpa ljósi á vist- fræðilegar aðstæður í Húnaþingi á tíma klaustursins, sem rekið var frá 1133 til 1551, lengur en nokkurt ann- að á landinu. Þingeyrajörðin er í eigu Ingimund- ar og Valgerðar Valsdóttur, konu hans. Þau hafa verið áfram um rann- sóknir á staðnum og hafa í því efni notið stuðnings Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra. Leitað var til Þjóðminja- safnsins fyrir nokkrum árum um að koma rannsóknaverkefni á staðnum af stað, eins og nú er orðið. Þeir sem stýra rannsóknum á Þingeyrum og einstaka þáttum þeirra eru Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, Egill Erlendsson, lektor í landfræði við Háskóla Íslands, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu. Reynslan nýtist „Steinunn fornleifafræðingur sýndi þessu verkefni áhuga. Þegar hún kom að málinu var hún að ljúka rann- sóknum sínum á Skriðuklaustri og nýtist reynslan þaðan á Þingeyrum,“ segir Ingimundur. Hann segir að- markvissar rannsóknir, sem hefjist að ári, verði undirbúnar sumarið 2016. „Við væntum að þetta verkefni geti eflt atvinnulífið á svæðinu og rennt stoðum undir til dæmis vísindastarf og ferðaþjónustu hér um slóðir. Það sem er samt kjarni málsins nú, er að ekkert annað klaustur frá hinum kaþólska tíma Íslandssögunnar hefur verið rannsakað eins ítarlega og hér er áformað að gera,“ segir Ingimund- ur sem situr í stjórn Þingeyraverk- efnisins auk Guðrúnar Nordal, for- stöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Björns Bjarnasonar sem er formað- ur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húnaþing Það er við þessa flöt á Þingeyrum sem rannsóknir verða gerðar. Rannsaka rústir klaustursins forna  Þingeyraverkefnið hefst í sumar Ingimundur Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.