Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Skattskylda Dor-
ritar Moussaieff,
eiginkonu Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar, forseta Ís-
lands, í Bretlandi
er takmörkuð
enda á hún aðal-
heimili sitt utan
landsins. Þetta
má skilja á um-
fjöllun breska
blaðsins The Guardian í gær. Skrif-
stofa forseta Íslands hefur alltaf
sagt Dorrit búsetta á Bretlandi og
greiða skatta þar, enda breskur
ríkisborgari.
Í umfjöllun um tengsl for-
setafrúarinnar við aflandsfélög
segir The Guardian að Dorrit beri
takmarkaða skattskyldu í Bretlandi
þar sem hún sé ekki með skattalega
heimilisfesti.
Það þýðir að forsetafrúin þarf
ekki að greiða skatta á Bretlandi af
tekjum eða hagnaði sem verður til
utan landsins ef hann er innan við
2.000 pund á ári og ekki fluttur til
Bretlands.
Skjöl frá HSBC-bankanum í Sviss
eru sögð sýna tengsl Dorritar við
aflandsfélög og sjóði sem skráðir
hafa verið utan Bretlands. Hún hafi
til að mynda verið ein þriggja í Mo-
ussaieff-fjölskyldunni sem voru
skráðir eigendur félags á Bresku
Jómfrúareyjum og hafi einnig notið
góðs af sjóði sem er í eigu fjöl-
skyldu sinnar.
Vafi uppi um
heimilisfesti
Dorritar
Ber takmarkaða
skattskyldu í Bretlandi
Dorrit
Moussaieff
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hörður Þórhallsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Stjórn-
stöðvar ferðamála frá því 1. nóv-
ember sl., hefur hætt störfum, en
sex mánaða verktakasamningi
sem gerður var við hann lauk þann
30. apríl sl.
Fram kom í Morgunblaðinu
þann 6. október í fyrra, þegar
greint var frá stofnun Stjórn-
stöðvar ferðamála, að fjórir ráð-
herrar og fjórir fulltrúar ferða-
þjónustunnar myndu eiga þar
sæti. Markmiðið væri að samhæfa
aðgerðir og fylgja eftir stefnu fyr-
ir ferðaþjónustuna.
„Það var gerður við mig sex
mánaða verktakasamningur í
haust, sem rann út núna í lok apr-
íl,“ sagði Hörður í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Farið að renna smurt
Spurður hvort aldrei hefði kom-
ið til greina að samningurinn yrði
framlengdur sagði Hörður: „Jú,
það gat komið til greina, en ég hef
ákveðið að hverfa til annarra
starfa.“
Hörður var
spurður hvort
þau verkefni
sem hann hefði
stýrt á vegum
Stjórnstöðvar
ferðamála væru
það vel á veg
komin að hann
gæti hætt: „Já,
ég tel það.
Nú er búið að
stofna stjórnstöðina og ráða inn
starfsfólk. Við erum búin að koma
mörgum verkefnum af stað og
starfsemin er farin að renna
smurt. Og þá tekur bara næsti við
stjórnvölnum,“ sagði Hörður.
Spurður hvað hann hygðist nú
taka sér fyrir hendur, en hann var
áður framkvæmdastjóri hjá Actav-
is, sagðist Hörður ekki geta tjáð
sig um það að svo stöddu. Hann
væri bundinn trúnaði en gæti þó
upplýst að næsta starf sitt yrði
ekki á sviði ferðamála.
Starfið brátt auglýst
Í fréttatilkynningu frá atvinnu-
vegaráðuneytinu í gær kemur
fram að ríkið og Samtök ferða-
þjónustunnar hafi í gær stofnað
formlega sérstakt sameignarfélag
utan um rekstur Stjórnstöðvar
ferðamála. Nafn þess er Rekstr-
arfélag Stjórnstöðvar ferðamála
og er það í 50% eigu ríkissjóðs og
50% eigu Samtaka ferðaþjónust-
unnar.
„Tilgangur hins nýstofnaða fé-
lags er að halda utan um starfs-
mannamál og almennan rekstur
Stjórnstöðvar ferðamála,“ segir
m.a. í fréttatilkynningunni.
Jafnframt kemur þar fram að
starf framkvæmdastjóra verði
auglýst laust til umsóknar á næst-
unni.
Hörður hættur hjá Stjórnstöð ferðamála
Hörður
Þórhallsson
Sex mánaða verktakasamningi framkvæmdastjórans lauk í apríllok Hverfur til annarra starfa
Dagur aldraðra
verður haldinn
hátíðlegur í fjöl-
mörgum kirkjum
á morgun 5. maí,
uppstigningar-
dag. Í Guðríðar-
kirkju í Grafar-
holti verður það
gert með hátíð-
legum hætti.
Biskup Íslands,
Agnes M Sigurðardóttir, mun heim-
sækja söfnuð Guðríðarkirkju og pre-
dikar þar við messu klukkan 11. Sr.
Karl V. Matthíasson, sr. Kristín
Pálsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson
þjóna fyrir altari. Vorboðarnir, kór
eldri borgara í Mosfellsbæ, syngja
við undirleik Arnhildar Valgarðs-
dóttur organista. Að lokinni messu
býður Guðríðarkirkja upp á kaffi og
veitingar og þar munu söngvararnir
Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stef-
ánsson syngja og fara með gaman-
mál. Allir eru velkomnir.
Biskup pred-
ikar í Guð-
ríðarkirkju
Agnes M.
Sigurðardóttir