Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 18
FRÉTTASKÝRING
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Gríðarleg aukning hefur orð-ið á umferð á hringveg-inum í aprílmánuði eða um15% frá sama mánuði í
fyrra. Er þetta hlutfallslega mesta
aukning sem mælst hefur á milli apr-
ílmánaða frá því að Vegagerðin hóf að
taka saman mánaðarlegar tölur um-
ferðar árið 2005. Þetta kemur fram í
upplýsingum frá Vegagerðinni þar
sem birtar eru mælingar á umferð
um landið.
Umferðin á hringveginum í apríl
2016 taldist þannig 65.236 bílar að
meðaltali á dag yfir alla talningar-
staði en í apríl 2015 var um að ræða
57.000 bíla. Til samanburðar var sam-
anlögð umferð í apríl árið 2005 ein-
ungis 48.396 bílar.
Gert er ráð fyrir því að umferð á
hringveginum geti aukist um 8,5%
miðað við árið 2015. Verði það niður-
staðan er met slegið í aukningu um-
ferðar sem mest hefur aukist áður
um 6,8% milli áranna 2007 og 2008.
Umferð aukist um 16,3%
„Þegar hagkerfið vex þá eykst
umferðin,“ segir Friðleifur Ingi
Brynjarsson, verkefnastjóri hjá
Vegagerðinni, en Vegagerðin hefur
rannsakað fylgni þjóðarframleiðslu
og aukinnar umferðar og hefur hún
mælst um 98%.
„Þegar krafturinn í atvinnulífinu
eykst þá þarf til dæmis að flytja vörur
og fólk og annað í auknum mæli í takt
við það og er þetta alþekkt samband,“
segir Friðleifur.
Hann segir aprílmánuð hafa far-
ið fram úr öllum spám hvað varðar
aukningu umferðar en náttúruleg
fjölgun, þ.e. þegar þjóðinni fjölgar, er
aðeins um 1–2%. Því sé um að ræða
samspil margra þátta, þ.e. aukin
virkni í hagkerfinu, lágt bensínverð,
aukinn kaupmáttur og fjölgun ferða-
manna.
Mest aukning á sunnudögum
Það sem af er ári hefur umferðin
aukist um 16,3% en það er nýtt met
miðað við árstíma. Fram kemur í
mælingum Vegagerðarinnar að í
fyrra hafi umferðin aukist um 12,1% á
sama tíma miðað við árið þar á undan.
Ef horft er á daga vikunnar hef-
ur umferð aukist mest á sunnudögum
það sem af er ári, í samanburði við
sama tíma árið á undan, eða um
26,3%. Minnst hefur aukningin orðið
á föstudögum. Flest ökutæki eru á
ferðinni um landið á föstudögum en
fæst á þriðjudögum.
Fleiri erlendir ferðamenn
„Við höfum séð þessa töluverðu
aukningu í okkar vinnu síðustu ár og
mikið núna það sem af er þessu ári,“
segir Oddur Árnason, yfirlög-
regluþjónn á Suðurlandi, en mæl-
ingar Vegagerðarinnar sýna að ann-
an mánuðinn í röð eykst umferðin
hlutfallslega mest um teljara á Mýr-
dalssandi eða um tæp 33%.
Mýrdalssandurinn er í umdæmi
lögreglunnar á Suðurlandi og eru lík-
ur leiddar að því í upplýsingum frá
Vegagerðinni að aukinn fjöldi er-
lendra ferðamanna að Jökulsárlóni
geti verið meginorsök þessarar aukn-
ingar í umferð um svæðið.
Tekur Oddur undir þessar
vangaveltur og segir flesta þá sem
umferðardeild lögreglunnar á Suður-
landi hafi afskipti af á vegunum séu
erlendir ferðamenn sem keyri of
hratt. „Við höfum líka séð mikinn
fjölda slysa austan við Vík og það oft
alvarleg slys,“ bætir hann við. Telur
Oddur að auka þurfi eftirlit lögreglu á
svæðinu með þeim hætti að ferða-
menn verði við það varir.
„Við þyrftum meiri mannskap til
að stöðva fleiri ferðamenn og upplýsa
þá um hámarkshraða og öryggis-
beltanotkun. Fysískt eftirlit hreyfir
meira við mönnum og vekur umtal
þeirra á meðal,“ segir hann en um 90–
95% þeirra ferðamanna sem koma
hingað til lands ferðast austur fyrir
fjall í Árnes- og Rangárvallasýslu.
„Þegar hagkerfið vex
þá eykst umferðin“
Samanlögð umferð í apríl á Hringvegi
Heimild: Vegagerðin
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
48
.3
96
53
.9
15
58
.4
89
56
.8
08 58
.5
10
54
.8
60
51
.8
97
53
.0
11
50
.5
51
56
.6
72
56
.6
59
65
.2
36
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Spámennskagetur aldreiorðið ná-
kvæm vísindi,
hvort sem rýnt er
í kristalskúlur, te-
lauf eða tölur. Þá
er nokkuð líklegt að eftir því
sem lengra er horft fram í
tímann dragi úr nákvæmni.
Því getur verið vænlegt að slá
þann varnagla að spáin rætist
ekki nema hún gangi eftir. Al-
þýðusamband Íslands spáði í
fyrradag kraftmiklum hag-
vexti. Spáin er til tveggja ára.
Segir að þjóðarhagur muni
vænkast og horfur næstu
misserin séu góðar. Í spánni
er reyndar sagt fyrir um sam-
felldan hagvöxt hér á landi í
átta ár – gangi spáin eftir.
Þetta hlýtur að teljast nokkuð
sérstakt í því „umróti óvissu“
sem nú er.
Hagsældin blasir ekki bara
við í höfuðstöðvum ASÍ. Í
fjármálastefnu stjórnvalda,
sem sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, er stefnt að því
að heildarafkoma ríkis og
sveitarfélaga verði jákvæð
um 1% af landsframleiðslu hið
minnsta. Samkvæmt því er
gert ráð fyrir 170 milljarða
afgangi á afkomu hins op-
inbera næstu fimm árin.
Fjármálaáætluninni fylgir
listi yfir ný og stærri fjárfest-
ingarverkefni á næstu fimm
árum. Þar við bætist vöxtur
útgjalda á ýmsum sviðum
þjóðfélagsins, allt frá líf-
eyrisskuldbindingum ríkis-
starfsmanna til framhalds-
skólakerfisins. Ljóst er af
tölunum í áætluninni að gert
er ráð fyrir miklu svigrúmi.
Með þessu svigrúmi gefst
kostur á að hugsa ýmislegt að
nýju. Um helgina afhenti Kári
Stefánsson Sigurði Inga Jó-
hannssyni forsætisráðherra
undirskriftir 86.729 manna,
sem safnað var undir yfir-
skriftinni „Endurreisum heil-
brigðiskerfið“.
Þar hafa helstu vandamálin
auk þarfarinnar á nýju
sjúkrahúsi verið biðlistar og
skortur á rými fyrir sjúklinga
sem hafa lokið meðferð en
ekki er tímabært að senda
heim. Hafist hefur verið
handa við að leysa hvort
tveggja en það mætti ganga
hraðar fyrir sig. Gjaldtaka
skapar einnig vanda. Nú er
kostnaðarþátttaka almenn-
ings 18% af heildarkostnaði
við rekstur heilbrigðiskerf-
isins. Segja má að þetta sé
skattur sem er innheimtur af
þeim sem þurfa á þjónustunni
að halda.
Nú er stefnt að því að gera
breytingu á þessu kerfi. Með
henni verður sett
þak á útgjöld
þeirra sem glíma
við alvarlega,
langvinna sjúk-
dóma. Þessi
breyting var
löngu tímabær. Kostnaður við
læknisþjónustu á ekki að ýta
fólki á barm gjaldþrots.
Breytingunni fylgir hins veg-
ar sú ranghugsun að bein
kostnaðarþátttaka notenda
eigi að vera föst stærð. Til að
vega upp á móti þakinu á út-
gjöld langtímasjúklinga þurfi
að hækka gjöld þeirra sem
nota þjónustuna minna. Það
getur leitt til þess að þeir sem
minna hafa á milli handanna
veigri sér við að leita læknis
og fara í kostnaðarsamt eftir-
lit með heilsu sinni. Nær hefði
verið að setja þakið og láta
gjöldin að öðru leyti standa í
stað.
Svo er önnur spurning
hvort gjöld í heilbrigðiskerf-
inu eigi rétt á sér. Kári Stef-
ánsson lagði til þegar hann af-
henti undirskriftirnar að
kostnaðarþátttaka notenda
heilbrigðiskerfisins yrði
lækkuð um helming, úr 18% í
9%. Það má hæglega rök-
styðja það með því að betra sé
að borga fyrir heilbrigðis-
þjónustuna með sköttum þeg-
ar allt leikur í lyndi en að sitja
uppi með háa reikninga þegar
nóg er með önnur áföll, því að
staðreyndin er sú að þessir
peningar koma úr vösum
skattborgara með einum eða
öðrum hætti, beint eða óbeint.
Það er alltaf auðvelt að
predika um aukin útgjöld og
ávallt hefur það sem messað
er um það skiptið forgang um-
fram allt annað. Langt er frá
því að eining ríki um afskipti
og umsvif ríkisins en þó má
segja að sátt ríki um tvennt;
að skólakerfið og heilbrigð-
iskerfið skuli vera fyrir alla.
Nú er einstakt tækifæri til að
hætta að reka uppsafnaðan
vanda heilbrigðiskerfisins á
undan sér. Rósrauðar spár
um kraftmikinn hagvöxt og
áætlanir um 170 milljarða af-
gang á næstu fimm árum bera
því vitni. Tilhneiging er til
þess að morgundagurinn
verði með svipuðu sniði og
gærdagurinn, en staðreyndin
er sú að staða himintunglanna
hefur ekki oft verið jafn væn-
leg í efnahagsmálum og um
þessar mundir. Því ber að
nýta þetta tækifæri til að
koma heilbrigðiskerfinu í lag
á meðan það gefst, ekki
seinna þegar staðan gæti
verið orðin allt önnur. Það er
nefnilega ekki víst að allt
gangi eftir.
Nú er lag að
hætta að reka vanda
heilbrigðiskerfisins
á undan sér }
Einstakt tækifæri
Í
eina tíð var allt með betra sniði hér á
landi; allt var íslenskt á Íslandi, íslensk-
ir menn og íslenskar konur bjuggu í ís-
lenskum húsum úr íslensku torfi, gengu
í íslenskum fötum og átu íslenskan mat.
Allt var eins og það átti að vera, en eftir að fjöl-
menningin kom til sögunnar fór allt á verri veg.
Fjölmenningin stakk sér inn í íslenskt sam-
félag á ísmeygilegan hátt, laumaði sér inn í land-
ið með þúsund ára gamalli draugasögu frá Mið-
austurlöndum og þá var fjandinn laus. Hratt
seig á ógæfuhliðina, menn tóku að reisa óíslensk
(hlý) hús, bera klæði sem ofin voru úr öðru en
vaðmáli (jafnvel úr tvenns konar bandi) og borða
allskyns óþjóðlega fæðu; frá oblátum er nefni-
lega ekki svo löng leið í flatbökuna. (Mér er alltaf
minnisstætt þegar kokkur á togara sem ég var á
bauð upp á pasta í hádeginu – eitt hörkutólanna
tók bakkann og henti honum í gegnum lúguna inn í eldhús
og lét fylgja að hann vildi ekkert helvítis hænsnafóður.)
Það er fjölmenning að borða pasta og pizzu og tikka ma-
sala kjúkling. Já, og hamborgara. Það er líka fjölmenning
að hlusta á rokk og rapp og kántrýtónlist og djass. Og það
að keyra um á Honda og Hyundai og Hummer. Og æfa
júdó, taekwondo og box. Og spila fótbolta og fara í bíó. Við
lifum nefnilega í fjölmenningarsamfélagi og njótum þess
sem fjölmenningin hefur upp á að bjóða á hverjum degi og
í öllu sem við gerum, nema kannski að éta úldinn fisk á
Þorláksmessu og skemmt kjöt í þorrablótum – það er al-
íslenskt. Íslenska lopapeysan er meira að
segja fjölmenningarleg.
Í framúrskarandi ræðu þegar hún tók við
Íslensku þýðingaverðlaununum, benti Brynja
Cortes Andrésdóttir á að sagan sýndi okkur
að mestu blómaskeið menningar og lista
kæmu einmitt í kjölfar þess að menning mæt-
ir annarri menningu.
Það voru orð að sönnu og alltaf jafn an-
kannalegt þegar menn amast við fjölmenn-
ingu og í raun nánast óskiljanlegt; líf okkar
væri svo miklu fábreytilegra og leiðinlegra ef
ekki væri fyrir fjölmenninguna: „[Á] síðustu
áratugum hefur hér á Íslandi listalíf blómstr-
að eftir að einangrun okkar frá umheiminum
var rofin. Tónlistarlífið fór að blómstra eftir
að erlendir tónlistarmenn, margir hverjir
flóttamenn frá stríðshrjáðri Evrópu, komu
hingað til lands og höfðu með sér í farteskinu evrópskar
hefðir og amerískar jazzplötur.
Viljum við framleiða eitthvað nýtt þurfum við líka að
halda í ferðalag, út í óvissuna, bragða eitthvað framandi.
Annars er hætt við að við stöðnum, sitjum uppi með sama
gamla hunangið ár eftir ár.“
(Til gamans má svo geta þess að hvergi er samfélagið
fjölskrúðugra á Bretlandseyjum en í Leicester-borg í
hjarta Englands og óhætt að segja sögulegan sigur Leic-
ester í ensku úrvalsdeildinni sigur fjölmenningarinnar.)
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Fjárans fjölmenningin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Sala á nýjum fólksbílum frá 1.
janúar til 30. apríl sl. jókst um
63,6% miðað við sama tíma á
síðastliðnu ári, en nýskráðir
fólksbílar á þessu tímabili voru
5.878 á móti 3.594 á sama tíma
fyrir ári. Er það fjölgun um
2.284 bíla.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Bílgreinasambandinu.
„Góður gangur er í endurnýj-
un bílaflotans og er mikilvægt
að sú þróun haldi áfram þar
sem meðalaldur bíla er enn hár
hér á landi,“ segir í tilkynning-
unni, en nýir bílar eyða og
menga umtalsvert minna.
Alls voru skráðir 2.273 nýir
fólksbílar í apríl á þessu ári á
móti 1.305 bílum á síðasta ári.
Nýskráningum fólksbíla fjölgaði
því um 74,2% í apríl saman-
borið við fyrra ár.
Bílaflotinn
endurnýjaður
FLEIRI NÝSKRÁNINGAR
Nýtt Fjöldi nýrra bíla eykst milli ára.
Morgunblaðið/Ómar