Morgunblaðið - 04.05.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW520D XDRIVE F10
nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, lúxuspakki.
TILBOÐSVERÐ 7.990.000 kr. Raðnr.254156
M.BENZ C 220 BLUETEC
nýskr. 07/2014, ekinn 15 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra,
glertoppur ofl.Verð 6.990.000 kr. Raðnr.254983
AUDI A7 QUATTRO
nýskr. 05/2011, ekinn 111 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, leður, 19“ álfelgur.
Tilboðsverð 7.990.000kr. Raðnr.230144
LANDROVERFREELANDER2S
nýskr. 04/2008, ekinn 168 Þ.km, diesel,
sjálfskiptur, leður ofl.Verð 2.490.000 kr.
Raðnr.254843 áwww.BILO.is
BMW520DTOURING F11
nýskr. 03/2011, ekinn 175 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur. Verð 4.777.000 kr.
Raðnr.254001
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum
Þeim rökum er
beitt fyrir að grafa
upp og fjarlægja bein
úr kirkjugarði við
Kirkjustræti í
Reykjavík að þegar sé
búið að raska svo
miklu í garðinum að
lítið mál sé að fjar-
lægja það sem eftir
sé. Þetta eru ónýt
rök, bæði af því að
fyrri mistök afsaka ekki að gerð
séu ný og eins vegna hins að flest
bendir til að fyrri röskun hafi
einkum verið á yfirborði. Þá eru
undanskildir grunnar húsa sem
risið hafa í hinum gamla garði Vík-
urkirkju, þar sem eru Landsíma-
húsin við Austurvöll og e.t.v. var
einhverju raskað þegar byggt var í
Aðalstræti 9 og 11. Við uppgröft-
inn, sem núna fer fram við Kirkju-
stræti, hafa að sögn verið teknar
upp frá 1. febrúar a.m.k. 32 heilar
beinagrindur og mun fleiri óheilar
og vera má að þarna og annars
staðar þar sem framkvæmdir
standa fyrir dyrum í Víkurgarði
leynist enn meira af jarðneskum
leifum Reykvíkinga. Hafa verður í
huga að um tveir metrar eru víða
niður á malargrunn (óhreyft) á
umræddu svæði.
Annað sjónarmið er það að upp-
gröfturinn í Kirkjustræti sé mikil-
vægur, jafnvel brýnn, til að varpa
ljósi á sögu Reykjavíkur. Í þessum
röksemdum með uppgrefti er
sneitt hjá því að nefna að þeir sem
knýja á um gröftinn eru fjárfestar
sem vilja reisa stórt hótel á sögu-
legum stað til þess að hagnast.
Það rekur annars engar nauður til
að grafa þarna í Kirkjustræti,
nægar ættu að vera lóðir annars
staðar fyrir hótel og fræðileg rök
fyrir uppgreftinum eru engin.
Vönduð vinnubrögð og
vísindaleg nálgun
Á fyrri tíð gengu menn ekki allt-
af úr skugga um hvort væru minj-
ar í jörðu þar sem framkvæmdir
skyldu hafnar en fullyrt er að
tvisvar sinnum hafi þó verið hætt
við áform um stækkun Landsíma-
hússins vegna þess að líklegt þótti
að verið hefði kirkju-
garður þar sem skyldi
byggt. Á seinustu
tveimur áratugum
hefur verið reynt að
vanda vinnubrögð
frekar en áður með
fornleifaskráningu út
frá yfirborðskönnun
og könnun ritheimilda
og sagna. Þegar grun-
ur leikur á að leifar
séu í jörðu ber að
kanna staðinn með
varúð fyrst, svo sem
með könnunarskurðum, og taka
síðan ákvarðanir um framhaldið.
Eitthvað hefur farið í handaskol-
um, árið 2016 er gengið lengra í
spjöllum í Víkurgarði en mun hafa
verið gert nokkurn tíma fyrr.
Hvað varð um forkönnun og var-
úð? Hvað varð um ný viðhorf og
betri vinnubrögð?
Meginviðmið gildir innan forn-
leifafræði á þá leið að ekki skuli
fjarlægja fornleifar, eins og beinin
við Kirkjustræti, nema mjög brýn-
ar ástæður beri til. Slíkar ástæður
geta verið vísindalegs eðlis en þá
er valið á rannsóknarstað og af-
mörkun hans líka gerð á vísinda-
legum forsendum. Það á auðsæi-
lega ekki við á Landsímareitnum.
Ástæðan fyrir uppgreftinum er
einungis sú að þarna á að byggja
hótel. Engar aðkallandi rannsókn-
arspurningar leiddu til þess að
kirkjugarðurinn er grafinn upp.
Væru slíkar rannsóknarspurningar
brýnar þættu aðrir staðir vafalaust
hentugri til þess konar uppgraftar.
Er forsvaranlegt að
grafa upp kirkjugarða?
Fornleifafræðingar grafa ósjald-
an upp mannabein og því má
spyrja hvar eðlilegt sé að gera það
og hvar ekki. Engum mun finnast
eðlilegt að grafa almennt upp bein
í kirkjugarðinum við Suðurgötu
þótt það gæti varpað ljósi á sögu
Reykjavíkur. Þetta er kannski
einkum af því að kirkjugarðurinn
við Suðurgötuna er ekki gamall,
miðað við það sem gerist um
kirkjugarða, nöfn þeirra sem þar
hvíla eru jafnan þekkt enda tók
þessi garður við af Víkurgarði eftir
1838. En sama máli gegnir að
mörgu leyti um Víkurgarð, ekki
síst reitinn við Kirkjustræti. Við
getum nafngreint fjölda manna
sem grafnir voru í garðinum. Þar
má nefna Geir Vídalín biskup, sem
nefndur var Geir góði (d. 1823), og
lifir enn í vitund margra. Enn
fremur Gunnlaug Oddsson dóm-
kirkjuprest (d. 1835) sem er þekkt-
ur fyrir Almenna landaskip-
unarfræði sína og orðabók sem var
endurútgefin 1991; legsteinn hans
er sagður hafa komið upp við rask.
Flestum mun þykja sjálfsagt að
þessir menn og margir aðrir,
þekktir í sögunni, fái að hvíla í
friði í gröfum sínum.
Stundum er leyft að grafið sé í
gleymdum kirkjugarði sem finnst
óvænt við framkvæmdir og reynist
frá miðöldum og kann þó að þykja
álitamál. En þá má líta til þess að
fólkið sem þar hvílir er jafnan með
öllu óþekkt og nafnlaust. Auk þess
skiptir máli að bornar séu fram
gildar rannsóknarspurningar. Eins
ef þekktur kirkjugarður spillist
eða skemmist af náttúrlegum
ástæðum, þá er ástæða til að grafa
upp beinin áður en þau verða eyð-
ingu að bráð. En sjaldgæft mun að
grafin séu upp bein þekktra
manna nema þá að það þjóni sér-
stökum tilgangi, oft réttar-
læknislegum. Og fáheyrt mun að
grafinn sé upp kirkjugarður með
beinum þekktra manna til þess
eins að rýma fyrir veraldlegri
byggingu, m.a.s. hóteli.
Við getum enn hætt við
Ef ekki ætti að reisa hótelbygg-
ingu í Kirkjustræti fengju beinin
þar að hvíla í friði. Engar fræði-
legar ástæður eru fyrir uppgreft-
inum. Honum ber að hætta þegar í
stað og koma beinagrindum fyrir
að nýju, með viðeigandi minning-
armörkum.
Að bera beinin
Eftir Helga
Þorláksson » Fáheyrt mun að
grafinn sé upp
kirkjugarður með bein-
um þekktra manna til
þess eins að rýma fyrir
veraldlegri byggingu,
m.a.s. hóteli.
Helgi Þorláksson
Höfundur er sagnfræðingur.
Lögþvingaður
sparnaður, sem er
eignaupptökuvarinn
samkvæmt lögum,
það eru lífeyrissjóðs-
greiðslur okkar.
Samt eru þær há-
skattaðar, miðað við
annan sparnað og
með keðjuverkandi
skerðingum, skertar
yfir 100%.
Mest hafa lífeyr-
issjóðsgreiðslur mínar verið skatt-
aðar og skertar af ríkinu í mínus
5%. Það var um 10 þúsund króna
tap af lífeyrissjóðsgreiðslum mín-
um á mánuði í um tvö ár.
Öryrkjar sem voru á lágum
launum fyrir veikindi eða slys
halda eftir um 0-20% af greiðslum
frá lífeyrissjóðnum eftir skatta og
skerðingar. 50 þúsund króna líf-
eyrissjóðsgreiðslur eru skattaðar
og skertar 100%, eða í núll, og
skila öryrkjanum bara 185 þúsund
króna lífeyri frá TR, eða lámarks-
lífeyri. 100 þúsund króna lífeyr-
islaun skila 20 þúsund krónum,
eða bara 205 þúsund krónum eftir
skatt og skerðingar.
Áætlaður kostnaður ríkis og líf-
eyrissjóða vegna örorkubyrðar á
árinu 2015 er 55 milljarðar króna
og hefur tvöfaldast á föstu verð-
lagi á undanförnum 15 árum, segja
Samtök atvinnulífsins.
Þetta segja samtök þar sem
meðallaun 20 hæstu stjórnenda
fyrirtækja eru um þrjár milljónir á
mánuði og meðallaun stjórn-
armanna ekki undir 300.000 krón-
um á mánuði og stjórnarformanna
600.000 krónur.
Er það ekki siðblinda að upp-
nefna veikt og slasað fólk „ör-
orkubyrði“? Hvað á þá að nefna þá
sem eru í Samtökum atvinnulífsins
og verklýðshreyfingunni ? Til
dæmis „sjálftökubyrði“ og/eða
„græðgibyrði“ á þjóðfélaginu?
Hvað er það há tala sem ríkið
fær í skatta og skerðingar á lífeyri
aldraðra og öryrkja? Er það ekki
vel yfir 55 milljarðar króna, sem
er skatta- og skerðingabyrðin á
öryrkjum og öldruðum ?
Fjármálaeftirlitið og Lands-
samtök lífeyrissjóða gerðu skýrslu
árið 2014 um nægjanleika
lífeyrissparnaðar. Til að fegra líf-
eyriskerfið og ná láglaunaþegum
11% upp fyrir fátæktarmörk, sem
eru 60% af miðgildi ráðstöf-
unartekna, voru heimili þar sem
annar eða báðir einstaklingar
fengu örorkulífeyri undanskilin.
Þetta stafar af mjög flóknum
tekjutengingum eða þaki á slíkan
lífeyri eftir núgildandi reglum,
segir þar. Samkvæmt þessu á eng-
inn að þurfa að sæta „algjörri fá-
tækt“ og hátekjufólk fær mun
hærri lífeyri en lágtekjufólkið,
segir einnig í skýrslunni.
Það þarf að henda öryrkjum út
úr skýrslunni hjá Fjármálaeftirlit-
inu og Landssamtök lífeyrissjóða
til að falsa lífeyrisgreiðslur lág-
launafólks upp fyrir fátækt-
armörk. Enginn á að þurfa að
sæta „algjörri fátækt“ við lífeyr-
istöku. Erum við því ekki í „al-
gjörri fátækt“ í dag í boði Verka-
lýðshreyfingarinnar, Samtaka
atvinnulífsins og rík-
isins?
Um tíu þúsund á
börn Íslandi líða skort
í formi næringar, hú-
næðis, klæðnaðar,
menntunar og afþrey-
ingar. Þar af eru 6.100
börn í „algjörri fá-
tækt“. Það vantar 150
milljarða í heilbrigðis-
og félagsmál til að
vera til jafns á við
Norðurlöndin. 130
þúsund krónur á mán-
uði sem vantar að lágmarki fyrir
eldri borgara og öryrkja til að ná
sömu kjörum og á Norðurlönd-
unum.
Mesta hækkun allra tíma frá TR
um síðustu áramót í boði forsætis-
ráðherra var upp á heilar 12.000
krónur frá TR handa mér. Eftir
skatt eru þetta um 7.000 krónur
sem ég fékk.
Forsætisráðherra fékk sjálfur
118.000 krónu hækkun eða 70.000
eftir skatt sem er tíu sinnum
hærra en ég fékk. Þá fékk hann
einnig rúmlega 1 milljón króna í
afturvirka eingreiðslu á sama
tíma, en við ekki krónu.
Þingmenn fengu 60 þúsund
króna hækkun og eingreiðslu upp
á um 550 þúsund krónur. Við feng-
um ekki krónu í afturvirka ein-
greiðslu og hvað þá rétta hækkun.
Já, þessi ofurhækkun allra tíma
hjá ráðherrunum eru heilar 7.000
krónur eftir skatta og dugar ekki
fyrir hækkunum á húnæð-
isgjöldum. Hvað þá fyrir öllum
öðrum hækkunum á t.d. mat,
læknisþjónustu, lyfjum.
Græðgin er góð, segja þeir hjá
Verklýðshreyfingunni og Sam-
tökum atvinnulífsins og krefjast
hækkunar upp á 3,5% í viðbót í líf-
eyrissjóðsgreiðslur, eða úr 12% í
15,5%. Með séreignarsparnaði er
þetta 21,5% af launum, eða um
65.000 krónur af 300.000 króna
mánaðarlaunum. 780.000 krónur á
ári af lægstu launum í lífeyrissjóð-
ina og ungt fólk lendir í fátækt í
dag vegna lágra launa, hárra
greiðslna í lífeyrissjóði, hárra
skatta og þá einnig eftir 40 ár þeg-
ar og ef það fær borgað úr lífeyr-
issjóðnum.
Hvað segir þetta okkur? Jú, að
græðgi er ekki góð. Græðgi sem
meiðir aðra er aldrei réttlætanleg
og þá sérstaklega ekki fyrir
lífeyrissjóðina okkar. Græðgi skil-
ar engum árangri. Græðgi sem fel-
ur í sér að við höfnum allri samúð
og hjálpsemi og skilur börn og
veikt fólk eftir í „algjörri fátækt“
er aldrei réttlætanleg. Ætlum við
að sætta okkur við þetta?
Ég segi nei.
Fátækt og græðgi
Eftir Guðmund
Inga Kristinsson
Guðmundur Ingi
Kristinsson
»Um tíu þúsund börn
á Íslandi líða skort í
formi næringar, hús-
næðis, klæðnaðar,
menntunar og afþrey-
ingar. Þar af eru 6.100
börn í „algjörri fá-
tækt“.
Höfundur er öryrki, formaður BÓTar
og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/