Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Einar Snorri Ein-
arsson hjá Landsneti
svaraði nýlega grein
minni sem birtist í
Morgunblaðinu þann
31.3. 2016. Það gerir
hann fyrir hönd þeirra
Nils Gústavssonar og
Sverris Jan Norðfjörð
sem bera ábyrgð á
verkefninu sem um er
fjallað. Þetta gerir
hann þó án þess að
svara spurningunum sem settar eru
fram og eru mjög skýrar. Ég vísa hér
í greinina sjálfa sem ber nafnið
„Þungstíga ballerínan“.
Einar Snorri Einarsson hefði átt
að kynna sér betur það sem yfirmenn
hans hjá Landsneti þó láta frá sér í
þessum efnum. Tökum dæmi úr
skrifum Einars Snorra: „Þrátt fyrir
að upplýsingar um hið gagnstæða
liggi fyrir gefur greinarhöfundur
[undirritaður] sér að þessi nýja gerð
mastra muni leysa eldri gerðir af
hólmi um land allt.“ Af hverju skyldi
ég gera það, skoðum málið. Á haust-
dögum 2015 þann 23. október kynnir
forstjóri Landsnets, Guðmundur
Ingi Ásmundsson, nákvæmlega
sömu mastursgerð í tímaritinu Sókn-
arfæri þar sem þess er sérstaklega
getið að umrætt mastur komi til
greina í fyrirhugaða hálendislínu.
Þess er einnig getið í sömu grein að
þessi nýja mastursgerð komi til
greina fyrir Sprengisandsleið. Þetta
er frekar skýrt, en til að kóróna þetta
með enn skýrari hætti – og útiloka
allan mögulegan misskilning – þá
hefur nákvæmlega sama mastur
fengið sinn fasta stað í skýrslunni
„Tillaga að matsáætlun fyrir
Sprengisandslínu“. Af þessu má ljóst
vera að Einar Snorri Einarsson hef-
ur ekki kynnt sér þessi mál nægilega
vel og dregur því sjálfur rangar
ályktanir. Nema hann vísvitandi af-
vegaleiði lesendur.
Annað dæmi úr skrifum Einars
Snorra: „Meintur þungi mastursins
og kolefnisspor þess er greinarhöf-
undi [undirrituðum] hugleikið. Hið
rétta er að mastrið er sambærilegt
að þyngd og hefðbundin frístandandi
möstur og kolefnissporið sömuleiðis
sambærilegt.“ Þetta stenst ekki
skoðun, einfaldlega útilokað. Jafnvel
bara undirstöður gera út um þennan
samanburð. Nema það sé ætlunin að
hártoga hlutina, þyrla upp ryki og
blekkja. Munurinn er meira að segja
mikill. Það er ekki gott sem afrakst-
ur margra ára nýsköpunar og þróun-
arvinnu sem kostaði okkur mikla
fjármuni. Ekki gott fyrir umhverfið,
ekki gott fyrir hagkvæmni.
En sé þetta niðurstaðan í kolefnis-
greiningunni sem Ein-
ar Snorri vísar í, þá
hefur eitthvað farið úr-
skeiðis. Það er mjög
einfalt að sýna fram á
það. Hér fer því Einar
Snorri Einarsson aftur
með rangt mál. Ann-
aðhvort hefur hann
verið blekktur af ráð-
gjöfum sínum eða hann
ekki aflað sér réttra
upplýsinga hjá ábyrg-
um hlutlausum aðilum.
En sé vilji til þess að
taka af allan vafa um
þetta og ekki ávallt leggja sig fram
við að flækja málin eða veita ekki
þær upplýsingar sem almenningur á
rétt á að fá, þá væri auðvitað einfald-
ast að birta tölurnar sem Einar
Snorri vísar í – sundurliðaðar. Um
þær var beðið í síðustu grein minni,
Einar Snorri valdi að birta þær ekki.
Það er ekki viðleitni til sáttar gagn-
vart fólki sem er annt um umhverfi
sitt og vill stuðla að umhverf-
isvænum lausnum á þessu sviði sem
öðrum. Það er heldur ekki ásætt-
anlegt gagnvart skattgreiðendum,
fjarri því.
Ef Landsnet stundar sömu vinnu-
brögð á öðrum sviðum sínum er
ástæða til þess að hafa verulegar
áhyggjur. Hvað er á bakvið 100
milljarðana? Hér skortir tilfinnan-
lega gagnsæi.
Þá er athyglisvert hvernig Einar
Snorri Einarsson talar með lotningu
um nýsköpun erlendis líkt og þeir
Nils Gústavsson og Sverrir Jan
Norðfjörð gerðu í annarri grein, þar
sem augljóslega og vísvitandi er litið
fram hjá íslenskri nýsköpun á veg-
um Línudans ehf. (www.facebook.-
com/greengrids). Það er í anda þess
sem Landsnet hefur gert öll árin
átta sem Línudans hefur starfað,
þ.e. útilokað þetta íslenska nýsköp-
unarfyrirtæki í einu og öllu, í við-
leitni til að verja þröngan hags-
munahóp. Ekki einu sinni glufa á
hurðinni. Fyrir því stóð Þórður Guð-
mundsson, fyrrverandi forstjóri,
ásamt aðstoðarmanni sínum. Þess
má geta að Þórður Guðmundsson
þessi situr nú skyndilega hinum
megin við borðið í nýju fyrirtæki
vegna sama stórverkefnis og semur
ásamt vinum sínum við núverandi
forstjóra, fyrrverandi aðstoðarmann
sinn. Þannig hefur hann einhvern
veginn valið sig sjálfan og vini sína
til að færa íslensku þjóðinni „nýja
kynslóð háspennumastra“, eins og
forstjórinn núverandi orðaði það; án
útboðs eða nokkurrar samkeppni.
Hvað kallast það? Er það fyrir-
myndarhegðun stjórnenda hins nýja
Íslands eða eru það leifar af starfs-
háttum sem einmitt leiddu til
stærsta gjaldþrots Íslandssögunn-
ar? Ég spyr því ég skil ekki af hverju
svona lagað viðgengst.
Ef starfsmenn Landsnets telja
þetta vera fyrirtækinu eða samfélag-
inu til framdráttar, þá er það einnig
mikill misskilningur. Og það er ekki
annað hægt en að vera stórundrandi
yfir því hvernig Landsvirkjun, sem
aðaleigandi Landsnets, lætur þetta
viðgangast þegar 100 milljarða fjár-
festingar eru annars vegar.
Hver ber ábyrgð á þessu?
Raforkuflutningskerfi: Rang-
færslur Landsnets leiðréttar
Eftir Magnús
Rannver Rafnsson »En sé vilji til þess að
taka af allan vafa um
þetta væri auðvitað ein-
faldast að birta tölurnar
sem Einar Snorri Ein-
arsson vísar í.
Magnús Rannver
Rafnsson
Höfundur er verkfræðingur og starf-
ar að nýsköpun á sviði raforkuflutn-
ingskerfa.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Dagur og Kristján í essinu
sínu síðasta spilakvöldið
Dagur Ingimundarson og Kristján
Pálsson sigruðu með miklum yfir-
burðum á síðasta spilakvöldi vetar-
ins hjá bridsfélgunum á Suðurnesj-
um en spilaður var eins kvölds
tvímenningur.
Lokastaðan (% skor):
Kristján - Dagur 69,8
Svavar Jenssen -
Jóhannes Sigurðsson 55,2
Sigurjón Ingibergss. - Lárus Óskarss. 54,2
Enn eitt risaskorið
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 28. apríl.Úrslit
í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 242
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 198
Hermann Guðmss. -
Magnús Marteinss. 179
Ragnh. Gunnarsd. -
Sveinn Sigurjónss. 174
A/V
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 209
Skúli Sigurðsson - Sævar Hauksson 194
Jón I. Ragnarss. -
Sæmundur Árnason 194
Auðunn Guðmss. - Björn Árnason 179
Skor þeirra Guðlaugs og Péturs er
ríflega 72%.
Félag eldri
borgara Reykjavík
Mánudaginn 25. apríl mættu 29
pör í tvímenning hjá bridsdeild Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Sigurður Ólafsson – Skafti Ottesen 392
Logi Þormóðss. – Kristinn Sölvason 358
Örn Isebarn – Hallgrímur Jónsson 343
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 332
A/V
Bjarni Guðnason –
Guðm. K. Steinbach 385
Björn E. Péturss. –
Höskuldur Jónsson 380
Sigurður Kristjánss. –
Jörgen Halldórss. 380
Friðrik Jónss. –
Jóhannes Guðmannss. 368
Fimmtudaginn 28. apríl var spilað
á 15 borðum.
Efstu pör í N/S
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 375
Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 349
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 337
Hulda Hjálmarsd. – Hrafnh. Skúlad. 330
A/V
Halla Bergþórsd. – Ester Jakobsd. 371
Sigurður Þórhalls. – Sigr. Benediktsd. 369
Sigtryggur Jónss. – Höskuldur Jónss. 351
Sturla Snæbjss. –
Ormarr Snæbjörnss. 342
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI
Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 616 2120 mail: info@ballet.is
INNRITUN ER HAFIN Í KLASSÍSKA LISTDANSSKÓLANUM
KENNSLA HEFST 29. ÁGÚST UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING
Á HEIMASÍÐU SKÓLANS WWW.BALLET.IS