Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 25

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 við gætum unnið þó lokamín- úturnar væru óumflýjanlegar fyrr en maður vildi. Við nánari kynni upplifði ég kraftinn og lausnarmiðaðan málflutning þessa stóra og föngulega manns, sem ekki fór troðnar slóðir í lífinu og var stefnufast- ur í málflutningi, útsjónarsamur og tillögugóður. Ragnar Örn var fylginn sér og enginn já-maður í samskiptum. Ég kunni vel við hreinskiptar skoðanir hans sem hann setti fram á kjarnmikinn og sannfærandi hátt og lét ekki skammtíma vinsældir þvælast fyrir sér. Áhugaverðar umræð- ur á skrifstofu hans og Stefáns Bjarkasonar voru oft heitar þegar rætt var um íþróttalífið í Reykjanesbæ eða Ljósanótt, sem var oftar en ekki viðfangs- efni okkar félaga þann góða tíma sem við unnum saman. Það fór ekki framhjá neinum manni þegar Ragnar Örn var á ferð- inni. Þessi stóri og stæðilegi maður, dökkur á brún og brá og þessi stóra rödd var punkturinn yfir i-ið þegar ég velti hollning- unni á Ragnari Erni fyrir mér. Hann gat gengið ákveðið fram og fastur fyrir þegar klára þurfti mál, eiginleiki sem for- ystumaður í félagasamtökum þarf að búa yfir og ég kunni vel við þann eiginleika hans. Þegar vinnufélaginn varð vinur kom í ljós hlýr og góður maður sem stóð með sínum, elskaði fjöl- skyldu sína og fylgdist vel með gengi barna sinna og barna- barna. Þar var hann hlekkurinn á milli kynslóðanna sem aldrei brást og nú stendur fjölskyldan saman sem aldrei fyrr. Nú er tími til að næra kærleikann um góðar minningar með því að hugsa um fallegar myndir sam- verunnar og hvílast með þeim. Ég hugsa um ferð okkar hjóna á Þjóðhátíð í Eyjum með góðum vinum fyrir nokkrum árum en þar kynntist ég annarri hlið á Ragnari Erni og Siggu sem ég geymi á góðum vöxtum í minn- ingabókinni okkar, sem er full af glettni og trausti sem fylgdi vináttu okkar. Samstarfið á pólitískum vettvangi var líka skemmtilegt enda sló í brjósti hans sterkt hjarta sjálfstæðis- mannsins sem fór alltaf alla leið í baráttunni. Erfiður sjúkdómur hefur á skömmum tíma unnið það mein sem aldrei varð bætt. Röddin hvetjandi og sterk náði ekki þrátt fyrir mikinn vilja að tala þunga stöðu í erfiðum sjúk- dómi til sigurs. Lífsleik Ragn- ars Arnar lauk langt fyrir eðli- legan leiktíma og eftir sitja ljúfu minningarnar um góðan dreng. Ég áttaði mig á því að hann kunni að lesa leikinn og vissi stöðuna þegar við áttum notalega stund saman skömmu fyrir andlátið. Ragnar Örn hafði með sinni sterku og miklu rödd fengið heila þjóð til að trúa á sigur í vonlausri stöðu en í hans eigin lífsleik brast röddin fyrir stöðunni. Votta Siggu, börnum þeirra og barnabörnum og allri fjölskyldunni djúpa samúð. Ásmundur Friðriksson. Það var mikil gæfa fyrir unga stúlku, sem var að feta sín fyrstu spor í fjölmiðlum, að lenda í læri hjá Ragnari Erni. Hann sem hafði fína reynslu eftir störf hjá Ríkisútvarpinu, hafði þá þolinmæði sem þurfti gagnvart lærlingnum mér. Sam- starf okkar var skemmtilegt og farsælt og leiddi til góðrar reynslu í fréttatengdum viðtals- þáttum sem mér fannst það allra skemmtilegast við vinnu í útvarpi, Síðdegi á Suðurnesjum. Ágreiningur var lítill og kenndi sú unga miðaldurskvillum um. Á endanum fékk Ragnar Örn viðurnefnið Miðaldurskvillinn en mig kallaði hann aldrei ann- að en Svei. Bæði fædd undir merki nauts umbárum við hrekki hvors annars og þetta var allt á léttu nótunum, enda skapgerðin þannig. Vinnan hjá útvarpi Bros og Suðurnesjafréttum var líka ein sú skemmtilegasta sem hægt var að hugsa sér og hefur verið rifjuð upp ótal sinnum sl. 20 ár, meðal annars í matsal Ráðhúss Reykjanesbæjar þar sem við störfuðum aftur saman frá sumri 2013, þó á ólíkum vett- vangi væri. Þegar Ragnar hætti störfum á síðasta ári fannst honum alveg koma til greina að fara að starfa aftur hjá fjölmiðli. Hann hafði greinilega enn ástríðu fyrir því starfi og enn bar samvinnu okk- ur á góma. En því miður urðu verkefnin önnur, veikindi sem hann þurfti á endanum að lúta í lægra haldi fyrir. Hafðu þökk, Ragnar Örn, fyrir góð viðkynni og skemmtilega samvinnu. Ástvinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur, Svanhildur Eiríksdóttir. Fallinn er frá góður drengur – Ragnar Örn Pétursson. Stórt skarð er skilið eftir í hópi okkar sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ þar sem Ragnar Örn hefur gegnt trúnaðarstörfum um áratuga skeið. Ragnar var allt í öllu, ekki bara í flokks- starfinu heldur alls staðar þar sem hann tók þátt. Það var gott að vinna með honum, hann var húmoristi sem var lunkinn að leiða saman ólík sjónarmið. Tryggur og traustur félagi sem sárt verður saknað. Á þessum degi er mér efst í huga þakklæti til Ragnars Arn- ar – fyrir framlag hans til flokksstarfsins, fyrir samstarfið og fyrir góða vináttu. Við Guðjón sendum Sigríði og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ragnars Arnar Pét- urssonar. Ragnheiður Elín Árnadóttir. Minn kæri vinur og félagi, Ragnar Örn Pétursson, er fall- inn frá eftir stutt og erfið veik- indi. Leiðir okkar Ragnars lágu saman í starfi Kiwanisklúbbsins Keilis. Ragnar var mjög hug- myndaríkur og úrræðagóður fé- lagi og barðist fyrir kiwanishug- sjóninni, var með stórt Kiwanishjarta. Ragnar Örn gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna árið 1991 og hafði því verið starfandi í hreyfingunni í 25 ár. Hann hafði gegnt flestum embættum í Keili og frá 1999 má segja að hann hafi verið viðloðandi umdæm- isstjórn með nokkrum hléum. Hann var formaður þingnefndar 1999-2000, ritstjóri Kiwanis- frétta, upplýsinga- og blaða- fulltrúi, svæðisstjóri Ægissvæð- is og umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar 2011-2012 og sat í Evrópustjórn á sama tíma. Á þessu starfsári var hann for- maður Kynningar og markaðs- nefndar. Ragnar þekkti því vel til innviða hreyfingarinnar. Eft- ir að hann veiktist í desember sl. gat hann ekki sótt fundi hjá okkur en í tíðum heimsóknum mínum til hans var ávallt rætt um málefni klúbbsins og hreyf- ingarinnar. Ragnar var mikill félagas- málamaður og lét til sín taka á hinum ýmsum sviðum sam- félagsins. Ragnar og Sigga voru samhent hjón, hann var mikill fjölskyldumaður og var stoltur af sínu fólki. Vinátta okkar styrktist með árunum og áttum við ánægju- legar samverustundir bæði hér heima og erlendis. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Það er stórt skarð höggvið í klúbbinn okkar við fráfall öflugs félaga, við þökkum Ragnari Erni Péturssyni það mikla starf sem hann hefur unnið fyrir Kiwanishreyfinguna. Við Keilis- félagar höldum ótrauðir áfram og höldum merkjum Ragnars Arnar Péturssonar á lofti um ókomna tíð. Við sendum Siggu og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Andrés K. Hjaltason, forseti Kiwanisklúbbsins Keilis. Kveðja frá KSÍ Knattspyrnuhreyfingin sér á eftir góðum starfskrafti þegar Ragnar Örn Pétursson er kvaddur. Ungur hóf Ragnar Örn knattspyrnuiðkun hjá Val og lék þar upp alla yngri flokka. Ragnar Örn valdi sér starf sem veitingamaður og starfinu fylgdi vaktavinna sem fór ekki vel saman við að æfa knattspyrnu af fullum krafti. Ragnar Örn skildi þó ekki við knattspyrnuna, heldur tók hann knattspyrnudómarapróf og varð fljótt einn af kunnustu dómur- um landsins. Hann varð dómari í 1. deild árið 1983 og var einn af afkastamestu dómurum landsins á árunum 1983-1985, eða þar til að hann fluttist til Keflavíkur. Þó Ragnar Örn hafi ákveðið að hvíla flautuna var knatt- spyrnan honum alltaf hugleikin. Hann varð fljótlega mikill íþróttafrömuður í Keflavík og var til dæmis formaður Íþrótta- bandalags Keflavíkur í sjö ár, 1988-1995. Hann hélt alla tíð tryggð við Knattspyrnusam- band Íslands og vini sína dóm- arana og starfaði lengi vel sem eftirlitsmaður á leikjum, eða allt þar til hann kvaddi völlinn fyrir fullt og allt hinn 29. apríl sl. Ragnar Örn var einnig þekktur sem fréttamaður og starfaði sem afleysingamaður á Vísi og sem umsjónarmaður íþrótta á Tímanum 1980-1982. Þá starfaði hann einnig við hlið Hermanns heitins Gunnarsson- ar á Ríkisútvarpinu 1983-1985. Eftir að hann flutti til Keflavík- ur var hann fréttamaður RÚV á Suðurnesjum í 15 ár og var um tíma útvarpsstjóri BROS í Keflavík. Knattspyrnuhreyfingin þakk- ar Ragnari Erni fyrir vináttu og góð störf. Eiginkonu hans og fjölskyldu eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Hinsta kveðja frá Einherjum Þegar okkur barst andláts- fregn félaga okkar og samherja, Ragnars Arnar Péturssonar, kom fregnin í sjálfu sér ekki á óvart, hafandi fylgst með harðri baráttu Ragnars við illvígan sjúkdóm. Eðlilega staldraði maður þó við, minningarnar helltust yfir. Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar sér á bak góð- um dreng. Ragnar Örn var Kiwanis- félagi eins og við viljum hafa þá. Hugsjónamaður með stórt Kiw- anishjarta, þrautseigur talsmað- ur þeirra hugsjóna sem hreyf- ingin stendur fyrir. Reyndur félagsmálamaður, ósérhlífinn í Kiwanisstarfi sínu, fylginn sér og gaf sig allan í verkefni líð- andi stundar, alltaf boðinn og búinn til að veita góð ráð eða hjálparhönd. Hreyfingin kallaði að sjálfsögðu eftir auknum starfskröftum öflugs félaga og gegndi Ragnar margvíslegum ábyrgðarstörfum fyrir svæði og umdæmi. Ekki kom á óvart að hann var í fyllingu tímans valinn til æðstu trúnaðarstarfa fyrir hreyfinguna innan lands og ut- an. Ragnar var einlægur Keilis- félagi og sem slíkur varð hann umdæmisstjóri Kiwanisumdæm- isins Ísland-Færeyjar starfsárið 2011-12. Kjörorð Ragnars sem um- dæmisstjóra var „Gaman sam- an“. Þessi orð hafa meitlað sig í starf hreyfingarinnar og heyr- ast oft í ræðum eða ritum félag- anna. Leiðarljós hans sem um- dæmisstjóra var því eðlilega mikil áhersla á eflingu innra starfs klúbbanna og að maður sé manns gaman. Ragnar horfði líka til framtíðar. Stefnumótun, markaðs- og kynningarmál voru honum hugleikin og þar naut framsýni og hugmyndaauðgi Kiwanisfélagans sín einkar vel og á þeim vettvangi ætlaði hann sér verk að vinna, en örlögin gripu í taumana. Einherjar, félagsskapur fyrr- verandi umdæmisstjóra Kiwan- is, kveður góðan félaga. Hann hefur háð sína síðustu orrustu á Vígríðarvöllum og gleðst ei lengur saman með oss í Val- höllu. Skarð er fyrir skildi, en eftir lifir minningin um það sem var og hefði getað orðið. Einherjar færa Siggu og fjöl- skyldu Ragnars, ástvinum hans og Keilisfélögum hugheilar og innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Einherja, Óskar Guðjónsson goði. Kveðja frá Sunddeild Ármanns Í dag kveðjum við góðan og virkan félaga, Ragnar Örn Pét- ursson. Það má segja að hann hafi fetað í fótspor föður síns og bróður. Ragnar iðkaði sundk- nattleik í tæp 20 ár og vann með liði sínu alla titla sem í boði voru þá. Hann var formaður Sunddeildarinnar á árunum 1974-1978 og reif hann upp deildina sem var í smá lægð á þeim tíma með frumlegum fjár- öflunarleiðum eins og honum var einum lagið, t.d. fékk hann lánaðan landskika á Blikastöð- um, hann síðan plægður og ræktaðar kartöflur og kál. Þess má til gamans geta að þeir feðg- ar spiluðu síðast sundknattleik saman á öldungamóti 1987. Sunddeild Ármanns kveður góðan dreng, sem fór frá okkur allt of snemma og sendir að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Sunddeildar Ár- manns, Pétur Pétursson. Fallinn er frá, langt um aldur fram, félagi okkar Ragnar Örn. Hann var um árabil stjórnar- maður í BSRB og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hönd bandalagsins. Við sem áttum samleið með honum á þeim vettvangi vorum svo heppin að fá að kynnast hæfileikum hans sem nýttust vel í okkar störfum. Hlýtt viðmót, rík réttlætis- kennd og hæfileikar til að setja sig í spor annarra einkenndu hann öðru fremur. Ragnar hafði einstakt lag á að varpa nýju ljósi á hlutina og þannig dýpk- aði hann umræðuna og fékk aðra til að skoða málið frá öllum hliðum. Mest einkennandi fyrir Ragnar var þó án efa húmorinn, óháð því hversu krefjandi um- ræða eða verkefni gátu orðið þá hafði hann einstakt lag á að létta brúnir og andrúmsloft meðal samstarfsfélaga. Þessir kostir hans voru grunnurinn að gæfuríki starfi hans að málefnum launafólks, hvort heldur sem var sem for- maður Starfsmannafélags Suð- urnesja eða ýmsum trúnaðar- störfum á vettvangi BSRB. Með þessum orðum þökkum við fyrir samfylgdina og kveðj- um Ragnar Örn með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir störf hans. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd BSRB, Elín Björg Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, HAFSTEINS ÁGÚSTSSONAR frá Varmahlíð, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og hlýjan hug. . Sara Hafsteinsdóttir Þórólfur Guðnason Svava Hafsteinsdóttir Ólafur H. Sigurjónsson Aðalheiður Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Ólafsson Ágústa Hafsteinsdóttir Ástþór Jónsson Lára Hafsteinsdóttir Einar Birgisson Örn Hafsteinsson Árni Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar yndislegu mömmu okkar, ERLU KRISTJÁNSDÓTTUR, Grundargili, Reykjadal. . Ingólfur Ingólfsson Óskar Óli Jónsson Erla Sigurðardóttir Kristján Jónsson BingCui Qi Lilja Sigríður Jónsdóttir Gísli Sverrisson Guðný Jónsdóttir Kári Ragnarsson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN KARLSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund síðastliðinn sunnudag. . Karl Stefán Hannesson, Emilía Kjærnested, Ásthildur Hannesdóttir, Baldur Ellertsson, Lilja Hannesdóttir, Stefán Þorleifsson, María Sigrún Hannesdóttir, Gunnar Þór Hannesson, Hannes Alfreð Hannesson. Systir okkar, mágkona og frænka, HELGA SIGURLÍNA KARLSDÓTTIR, Lækjartúni 16, Akureyri, lést þann 29. apríl á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. maí klukkan 13.30. . Erna T. Karlsdóttir, Ragnheiður S. Karlsdóttir, Jón Emil Karlsson, Svala Karlsdóttir, Sveinn Karlsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.