Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 26

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Hólmgeir Sæv-ar Óskarsson húsasmíðameistari fæddist á Siglufirði 26. desember 1945. Hann lést á hjúkr- unardeild Ljós- heima á Selfossi 18. apríl 2016. Foreldrar hans voru hjónin Anney Ólfjörð Jónsdóttir, f. 20. júní 1912, d. 28. nóvember 1975, og Óskar Garibaldason, f. 1. ágúst 1908, d. 2. ágúst 1984. Systkini Hólm- geirs eru: Hörður Sævar, f. 1932, íþróttakennari; Erla, f. 1936, hjúkrunarfræðingur; Hlynur Sævar, f. 1942, tónlistar- kennari; Hallvarður Sævar, f. 1944, málarameistari og Sig- urður Helgi, f. 1950, d. 1961. Hólmgeir giftist 26. desember 1967 Ólínu Sigríði Björnsdóttur, f. 11. ágúst 1946. Börn þeirra eru: 1) Heimir, f. 7. júlí 1964, húsasmiður og grafískur hönn- uður; sambýliskona hans er Huldu Birnu, f. 29. maí 1966. Börn hennar eru: a) Grétar Þór, f. 18. september 1984, b) Gunn- hildur, f. 12. mars 1989, c) Birk- ir, f. 13. október 1994. Hólmgeir ólst upp í foreldra- húsum á Siglufirði. Á Siglufirði lauk hann grunnskólanámi auk þess að stunda nám við Tón- skóla Siglufjarðar. Árið 1964 fluttist hann á Sel- foss þar sem hann stundaði nám í húsasmíði hjá Sigurði Guð- mundssyni húsasmíðameistara. Hólmgeir lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1968 og varð húsasmíðameistari árið 1972. Árið 1977 stofnaði hann byggingafyrirtækið Dynjanda í félagi við Gunnar Hallgrímsson húsasmíðameistara og 1994 stofnaði hann auglýsinga- og skiltagerðina Fagform ásamt sonum sínum. Drýgstan hluta starfsævinnar vann Hólmgeir við húsasmíði og aðrar smíðar. Hólmgeir sat í bygginganefnd Selfosshrepps eitt kjörtímabil, 1974-1978. Hann lék lengi með Lúðrasveit Selfoss og söng með Karlakór Selfoss í nokkur ár. Hólmgeir og Ólína hafa búið á Selfossi frá árinu 1966. Útför Hólmgeirs fer fram frá Selfosskirkju í dag, 4. maí 2016, klukkan 13.30. Louise Aagaard; barn þeirra er Andreas, f. 2. apríl 2011. Heimir á tvö börn frá fyrri sam- búð. Þau eru a) Salka, f. 2. júní 1998, og b) Jóel, f. 5. júní 2000. 2) Hilmar, f. 18. júní 1967, fram- kvæmdastjóri; eiginkona hans er Elín Magnúsdóttir, f. 20. sept- ember 1972; barn þeirra er Ól- ína Sif, f. 15. nóvember 2001. Börn Hilmars frá fyrri sam- böndum eru Pétur Andri, f. 21. september 1992, og Aron Örn, f. 27. desember 1993. Elín á Magn- ús, f. 22. janúar 1999. 3) Stefán Þór, f. 3. nóvember 1971, húsa- smiður; sambýliskona hans er Karolína Helga Eggertsdóttir. Stefán á frá fyrra sambandi a) Evu, f. 19. desember 2005, og b) Freyju, f. 22. desember 2007. Karolína á Smára Karl, f. 23. apríl 2008. Hólmgeir eignaðist Elsku pabbi. Með sárum söknuði kveðjum við þig í dag. Þú varst og verður alltaf mín fyrirmynd, svo hjálp- samur, duglegur, myndarlegur og heiðarlegur maður, bara al- gjör sjarmör. Ég er ekki hissa á því að hún mamma hafi alla tíð verið alveg vitlaus í þig. Þú vildir alltaf allt fyrir mann gera, og í minningunni var gott að alast upp hjá þér og mömmu. Mörg voru ferðalögin norður á Siglu- fjörð á þínar æskuslóðir og sagðir þú okkur margar skemmtilegar sögur af hljómsveitarbrölti, veiði- skap og skíðamennsku, enda kenndir þú mér að veiða og á skíði, svo studdir þú vel við bakið á mér í íþróttum og hélst tónlist- inni ávallt að okkur bræðrum. Það var gott að vera í Sigtúninu sem ungur drengur, þangað voru allir velkomnir. Þú tókst á móti öllum með þinni hlýju og góðu nærveru. Þegar að við vinirnir komum heim í Sigtún þreyttir eftir æfingu eða leik, var alltaf eitthvað til handa öllum, þó að- allega mjólkurkex og mjólk eða brauð með rúllupylsu sem þú elskaðir. Það var aldrei lognmolla í kringum þig, enda með háværa rödd með norðlenskum hreim og þú talaðir tæpitungulaust um menn og málefni. Já, það var oft fjör við eldhúsborðið, ég tala nú ekki um hlátrasköllin í þér sem voru nú ótt og títt, enda mikill húmoristi. Ég lærði hjá þér tré- smíði og unnum við lengi saman við þá iðju og svo síðar í auglýs- inga- og skiltagerð, sá tími var frábær og lærdómsríkur sem gaf mér mikið, þú varst frábær kenn- ari og enn betri yfirmaður, skipu- lagður og ósérhlífinn, tilbúinn að hlusta, ræða málin og komast að niðurstöðu. Svo fóru barnabörnin að koma, þá sá maður strax hvað þessi yndislegi afi var umhyggjusamur og áhugasamur um allt sem þau voru að fást við. Elsku pabbi, í þínum miklu veikindum sem þú áttir í varstu alltaf eins og hetja og kveinkaður þér aldrei og mað- ur skynjaði í rauninni ekki hvað þú varst orðinn mikið veikur und- ir það síðasta, alltaf svo æðru- laus. Þú varst bara yfirleitt með þitt skemmtilega glott, svo hafðir þú bara meiri áhyggjur af heilsu- fari annarra. Það bar því skjótt að þegar kallið kom, en kvöldinu áður varstu brattur og farinn að skipuleggja sumarið, glaður að sjá mann og þakklátur fyrir heimsóknina. Hugurinn hjá þér að allt myndi fara vel og hug- rekkið var alltaf til staðar. Það er óendanlega sárt að hitta þig ekki framar og heyra í þér hljóðið í þessu jarðneska lífi, hvatningin, dugnaðurinn og lífs- gleðin eru minningar sem þú skil- ur eftir í hjörtum okkar. Tónarnir sem þú spilaðir fyrir mig í 40 ára afmælinu mínu voru sennilega þeir síðustu sem þú blést í tromp- etinn, þeir tónar minna mig alltaf jafn mikið á þig , þetta var lagið þitt, My Way. Elsku pabbi, það er komið sumar og þú ert kominn á annað tilverustig, klárlega farinn að láta að þér kveða. Við öll sem þekkt- um þig eigum eftir að sakna þín. Minning um einstakan mann mun lifa um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þinn Stefán. „Strákar, ef þið ætlið að taka mynd, hafið það þá hasar.“ Þessi setning er ein af þeim ljúfu sem maður á svo margar í minning- unni um pabba. Svo horfðum við saman í litla herberginu í Sigtúni á hverja spennumyndina á fætur annarri og ef ekki var spenna þá var það Mr. Bean eða Chaplin og hlátrasköllin þvílík í pabba að það glumdi í veggjum. Þannig tók pabbi þátt í öllu með okkur og oft var margt um manninn í Sig- túninu. Húsið stóð öllum okkar vinum opið. Pabbi og mamma veittu okkur bræðrum mikið svigrúm til áhugamála. Stofan var lögð undir hljómsveitaræf- ingar og þegar tækin voru orðin fullfyrirferðamikil innréttaði pabbi bílskúrinn svo hægt væri að æfa áfram og jafnvel stundum halda tónleika. Þannig hafði hann endalausa þolinmæði til að sitja yfir manni við píanónámið og þó maður jafnvel gréti af pirringi að ná ekki því sem maður var að læra, þá vottaði ekki fyrir óþol- inmæði hjá þeim gamla. Þannig fylgdist hann líka vel með okkur bræðrum í íþróttum, kom út á völl og hvatti okkur til dáða. Þolinmæði hans var einstök. Ég fór snemma að vinna með pabba í byggingavinnu og þar var ég nú tiltölulega fljótur að fara segja honum til hvernig fram- kvæma ætti verkin. Alltaf hlust- aði hann jákvæður og áhugasam- ur á öll góð ráð þó oft væri þetta tóm vitleysa og þvæla sem ég var að stinga upp á. Eftir að við bræður stofnuðum hljómsveit og fórum að spila á böllum komum við oft heim um miðjar nætur og áttum við það til að fá okkur í svanginn. Þá kom pabbi jafnan fram og fékk sér tvær kæfubrauðsneiðar með okk- ur og forvitnaðist um hvernig gengið hefði á dansleiknum og hvort ekki væri allt í lagi með okkur drengina. „Eru ekki allir í keyinu,“ sagði hann alltaf. Upp úr tvítugsaldri ákvað ég að gerast kaupmaður í Reykjavík og tók pabbi nú svona sæmilega í þá hugmynd eins og svo margar hugmyndir sem ég hafði fengið árin þar á undan. Engu að síður studdi hann mig til allra verka og hvatti mig áfram. Það er einstakt að hugsa til þess að ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tímann átt í deilum við nokkurn mann og ég minnist þess ekki að hafa nokk- urn tímann séð hann reiðan eða pirraðan. Mamma og pabbi áttu alla tíð gott samband og voru alla tíð mjög góð hvort við annað. Það var mjög verðmæt reynsla og dýrmætt veganesti inn í lífið. Fyrir þremur árum veiktist pabbi. Í stuttu máli var ferð hans í gegnum veikindin og hvernig hann tókst á við þau stórum stöf- um aðdáunarverð. Mig langar að þakka þér, pabbi, fyrir að vera besti pabbi ungs drengs, besti pabbi ung- lings og besti pabbi fullorðins manns. Þú ert mér fyrirmynd og ég vildi óska þess að ég hefði alla þá eiginleika sem þú bjóst yfir. Hilmar. Látinn er kær vinur okkar og samferðamaður, Hólmgeir S. Óskarsson. Það er mér minnis- stætt þegar bróðir hans, Hörður, kynnti hann fyrir okkur í Tryggvaskála fyrir rúmum fimm- tíu árum síðan. Kominn var til leiks ungur og fjölhæfur piltur frá Siglufirði sem var tilbúinn að samlagast staðnum. Það gerði hann svo sannarlega, Hólmgeir fór strax í trésmíðanám, lék í Lúðrasveit Selfoss og söng í Karlakór Selfoss í áratugi. Hólm- geir var einstaklega tónnæmur maður enda sagði hann frá því þegar hann var að læra á hljóð- færi að ekkert nema fullkominn tónn kæmi til greina. Kom það fram í þátttöku hans bæði með lúðrasveitinni og karlakórnum. Leiðir okkar fóru að eflast og verða nánari þegar drengirnir okkar fóru að vaxa úr grasi, en þeir urðu nánir vinir með sameig- inleg áhugamál. Fyrst var það fótboltinn og síðar þátttaka þeirra í hljómsveit ásamt öðrum félögum þeirra. Hólmgeir var mikill áhuga- maður um fótbolta, hafði sjálfur leikið knattspyrnu með K.S. á Siglufirði á sínum yngri árum. Stuðningur Hólmgeirs við dreng- ina sína í starfi og leik var alltaf fyrirliggjandi. Í byrjun snérist áhuginn um knattspyrnuíþrótt- ina, hann hjálpaði þeim og tók þátt í starfi knattspyrnudeildar eftir þörfum. Menn muna vel hvað hann lagði á sig þegar gangstéttasteypuverkefnið stóð yfir hjá knattspyrnudeildinni sem fjáröflun. Það var alltaf gam- an að vera á vellinum samhliða Hólmgeiri og fylgjast með hon- um, hann lifði sig ávallt vel inn í leikina og lét stundum einhver orð falla á góðri norðlensku. Hjálpsemi og góðvild Hólm- geirs lýsti sér einnig þegar drengirnir fóru að æfa saman í danshljómsveit. Þá var ekkert sjálfsagðara en að æfa í bílskúrn- um hjá honum og smíðaði hann svið fyrir hljómsveitina til að full- komna verkið. Nú, hljómsveitin varð vinsæl, en þegar heim var komið eftir böllin stóð heimilið þeim ávallt opið og drengjunum gefið að borða að vild, þó klukkan væri orðin nokkuð margt. Það var drengjunum ómetanlegt og sýndi best hvað heimili þeirra hjóna Hólmgeirs og Línu bjó yfir ríkum skilningi og velvild í þeirra garð. Skemmtilegar stundir átt- um við saman á heimilum hvor annars þar sem tekið var í spil, borðaður góður matur og dansað. Þegar Hólmgeir kom á mitt heimili settum við plötur á fóninn eins og Herb Alperts og James Last sem var í miklu dálæti hjá honum. En á heimili hans hlust- uðum við á hljómsveitina Gauta og Karlakórinn Vísi frá Siglufirði að sjálfsögðu. Ég og mín fjölskylda erum af- skaplega þakklát fyrir hafa feng- ið að kynnast þér og þínu fólki. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, kæri vinur, þú barðist hetjulega til síðasta dags í erfiðum veikindum. Við vottum allri fjölskyldunni innilega samúð á þessum erfiðu tímum og vonum að minningin um góðan mann, Hólmgeir, lifi með okkur öllum. Guð styrki þig og varðveiti, Lína mín. Björn Ingi Gíslason. Fregnin um andlát vinar okk- ar, Hólmgeirs Óskarssonar, var sár en þurfti ekki að koma á óvart. Heilsu hans hafði hrakað mikið undanfarin ár, hvert áfallið hafði rekið annað, áföll sem hefðu sennilega orðið venjulegu fólki um megn en hugmaðurinn Hólm- geir sigraðist á. En þetta var þrátt fyrir allt barátta sem endar aðeins á eina lund. Hann var kominn af norð- lenskum görpum, fæddur og upp- alinn á Siglufirði á þeim árum þegar Siglufjörður var með stærri kaupstöðum á Íslandi. Á unglingsárum Hólmgeirs var Tónskóli Siglufjarðar stofnaður með þeim ásetningi að alþýða manna þyrfti að eiga þess kost að þroska tónlistargáfur sínar, það væri jafn sjálfsagður hlutur eins og að læra að lesa og skrifa. Starfaði skólinn af menningar- legri reisn þannig að athygli vakti um allt land enda engir aukvisar fengnir til að veita honum for- stöðu. Þar fóru í fyrstu hugsjónamað- urinn Sigursveinn D. Kristinsson og síðar Geirharður Valtýsson, Gerhard Schmidt. Hólmgeiri gafst kostur á að spreyta sig í skólanum og notaði hann tækifærið vel. Það kom snemma í ljós að maðurinn var með afbrigðum músíkalskur. Hann lærði á blásturshljóðfæri og náði fljótt eftirtektarverðum tökum á trompetleik og raunar vafðist saxófónninn ekki heldur fyrir honum. Um tíma spilaði hann í danshljómsveit með trompetsnillingnum Geirharði, sem hefur örugglega verið hvetj- andi og lærdómsríkt fyrir jafn næman tónlistarmann. Eftir að Hólmgeir fluttist suður naut Lúðrasveit Selfoss tónlistarhæfi- leika hans um árabil. Það munaði um jafnteknískan blásara sem spilaði af öryggi allt sem fyrir hann var lagt, og með þessum líka hreina tón. Þegar ljóst var að Hólmgeir ætlaði að læra húsasmíði var hann beittur nokkrum þrýstingi til að leggja tónlistina fyrir sig með þeim rökum að húsasmíði í landinu væri ekki á flæðiskeri stödd en góðir trompetleikarar væru hins vegar ekki á hverju strái. Það var að vonum að manni með tónlistaruppeldið að norðan þætti ekkert annað koma til greina en að synir hans lærðu á hljóðfæri og fyndist honum þeir slá slöku við stóð hann yfir þeim við æfingar og hvatti. Og ekki munaði þá feðga um að slá upp tónleikum heima í Sigtúni. Hólmgeir hafði skarpar gáfur og var fljótur að átta sig á aðal- atriðum mála. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ærlegar skoðanir, var hreinn og beinn, var original. Honum var gefinn meiri raddstyrkur en títt er um fólk og var honum tamara að beita röddinni en að hvísla. Þegar hann hóf upp raust sína fór það ekki framhjá neinum og ekki frítt við að fólki, sem hafði vanist venjulegum raddstyrk, brygði við það hljóðmagn. Hann var stór í sniðum og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Því stærri sem verkefnin voru, því meir svall honum móður. Þá var ein heimanfylgja Hólm- geirs sú að hann mátti ekkert aumt sjá án þess að láta til sín taka og bar löngum meir fyrir brjósti hlutskipti annarra en sjálf sín. Það er með trega að við kveðj- um þennan ærlega vin okkar. Línu og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Ásthildur Bjarnadóttir, Ásm. Sverrir Pálsson. Ég kynntist Hólmgeiri fyrst um 1980 í gegnum Hilmar son hans og æskufélaga minn. Við áttum samleið í fótboltanum og síðar í hljómsveitabransanum og þessum samskiptum okkar strák- anna voru þau hjónin Ólína og Hólmgeir samofin þar sem heim- ili þeirra á Sigtúnum stóð okkur alltaf opið. Við nokkrir félagar stofnuðum hljómsveitina Lótus á Selfossi haustið 1982 og eftir það urðu samskiptin æ meiri enda bíl- skúrinn hjá Hólmgeiri nýttur til æfinga og geymslu fyrir græjur. Það var ekki sjálfgefið að fá að vera inni á heimilinu í tíma og ótíma, hvað þá að fá að æfa og vera með hávaða fram eftir á kvöldin. Tveir elstu synir Hólm- geirs og Línu, þeir Heimir og Hilmar, voru í grúppunni og því var samgangur við heimilið mikill og búrið hjá Línu óspart nýtt fyr- ir svanga félagana. Ég undraði mig á því að Þjóðviljinn var blaðið sem Hómmi las og hafði ég nokkrar athugasemdir við það og tókum við gjarnan laufléttar snerrur um pólitíkina. Ég er Hólmgeiri þakklátur og við félag- arnir fyrir einstakan stuðning þeirra hjóna við okkur strákana á hljómsveitarárunum og þótt stundum hvessti í var alltaf stutt í glettnina og umhyggjan fyrir vel- ferð okkar strákanna skein í gegn. Vináttan hefur varað alla tíð og aldrei borið skugga á. Enn frekar styrktist svo vinátta okkar Hólmgeirs þegar leið okkar lá síðar saman í söng með Karlakór Selfoss þar sem Hómmi söng annan bassa af sinni einskæru fagmennsku, enda var hann með einstaklega næmt tóneyra sem nýttist honum í söngnum og fé- lögum hans öllum í öðrum bassa. Hólmgeir lék líka í mörg ár með Lúðrasveit Selfoss og þaðan kom taktfestan hans, sem svo aftur nýttist í söngnum og við lestur nótna. Margs er að minnast en upp úr standa heilindi, heiðar- leiki og góðvild. Einstakur vinur er kvaddur og verður sárt sakn- að. Elsku Lína og fjölskylda, ég færi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Björnsson. Hólmgeir Sævar Óskarsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR JÓHÖNNU BERGVINSDÓTTUR félagsliða, Ársölum 1, Kópavogi. . Sveinn Símonarson Sólveig G. Sveinsdóttir Ragnar Bogi Pedersen Arnbjörg Ó. Sveinsdóttir Símon G. Sveinsson Helena Sif Kristinsdóttir Bergvin J. Sveinsson Hanna G. Brynjarsdóttir Soffía Anna Sveinsdóttir barnabörn Ástkær faðir okkar, ODDUR G. JÓNSSON rafvirkjameistari, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 2. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. maí klukkan 13. . Jóna Guðrún Oddsdóttir, Gunnar Örn Oddsson, Elín Jakobína Oddsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSDÍS ERLA GUNNARSDÓTTIR KAABER, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 30. apríl 2016. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 6. maí klukkan 15. . Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.