Morgunblaðið - 04.05.2016, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
✝ Guðbjörg Ár-sælsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. júní 1939. Hún
lést 24. apríl 2016 á
líknardeild LSH í
Kópavogi.
Foreldrar Guð-
bjargar voru Lilja
Vilhjálmsdóttir frá
Miðhúsum í Grinda-
vík, f. 16. desember
1909, d. 30. apríl
2000, og Ársæll Valdimar Svein-
björnsson frá á Eiði, Gerðahr.,
Gull., f. 16. september 1910, d.
26. júlí 1974. Systkini Guð-
bjargar voru 1) Sigurbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 18. júní 1930, d. 17.
apríl 2012, 2) Bára Þórarins-
dóttir, f. 2. júlí 1934 (sammæðra),
3) Halldór Reynir Ársælsson, f.
17. júní 1936, d. 16. nóvember
2006 (samfeðra), og 4) Svein-
björn Ársælsson, f. 1. febrúar
1941, d. 26. júlí 1974 (alsystkin).
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
bjargar er Magnús Theodór
Magnússon (Teddi), f. 8. janúar
1935. Börn þeirra eru 1) Ársæll
Magnússon, f. 27. ágúst 1956.
sjoppu, við skúringar og fleira.
Árið 1974 fór hún í vetrarlangt
nám í verslunar- og skrifstofu-
störfum. Árið 1975 hóf hún störf
hjá Ferðamálaráði. Árið 1982
hóf hún störf sem ritari í sam-
gönguráðuneytinu og var skipuð
deildarstjóri þar árið 1985 þar
sem hún starfaði þar til hún lét
af störfum árið 2006.
Símenntun af ýmsu tagi var
Guðbjörgu mikilvæg, hún sótti
m.a. enskunámskeið í Englandi
1979 og sænskunámskeið í Sví-
þjóð 1983 auk fjölda annarra
námskeiða.
Félagsstörf voru Guðbjörgu
afar hugleikin, ekki síst þau sem
tengdust störfum hennar. Hún
tók þátt í að stofna Eldliljurnar,
félag eiginkvenna brunavarða,
og síðar lét hún til sín taka í
EUMA (European Management
Assistants). Hún heimsótti ráð-
stefnur samtakanna erlendis og
fór í kynnisferðir í tengslum við
þær.
Hún var einnig virk í Netinu
(samskiptaneti kvenna á vinnu-
markaði) frá 1987. Leikfimin var
hennar helsta áhugamál sem
hún stundaði af kappi í tæp 55
ár. Guðbjörg sýndi leikfimi á
fjölmörgum fimleikamótum
bæði hérlendis og erlendis.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 4. maí 2016, klukk-
an 11.
Eiginkona hans var
Sandra Remigis.
Þau skildu. Börn
þeirra eru Andri
Edward, f. 1985,
Atli Magnús, f.
1987, og Daði Evan,
f. 1995. 2) Magnús
Ingi Magnússon.
Eiginkona hans er
Analisa Monticello,
f. 1972. 3) Dóra
Magnúsdóttir, f.
1965. Eiginmaður hennar er
Guðmundur Jón Guðjónsson, f.
1962. Börn þeirra eru: Kári, f.
1992, Lilja, f. 1997, Lára Guð-
björg, f. 2007, Theodór, f. 2007,
og Hjalti, f. 2009.
Guðbjörg lauk gagnfræða-
skólaprófi frá Skógaskóla árið
1954. Hún flutti 16 ára til
Reykjavíkur og hóf störf í eld-
húsinu á Landspítalanum. Hún
kynntist tilvonandi eiginmanni
sínum árið 1955 og varð þunguð
af fyrsta barni þeirra. Þau
gengu í hjónaband 15. desember
1956 og hefðu því fagnað 60 ára
brúðkaupsafmæli síðar á árinu.
Hún vann hlutastörf svo sem í
Sorgin er svo kjánalega sjálf-
hverf. Í veikindum mömmu skrif-
aði ég margar minningagreinar
þegar ég hjólaði til hennar eða
frá, vitandi að leiðarlok hennar
færðust sífellt nær. Minningarn-
ar hrönnuðust upp; ég og mamma
þegar ég var barn, þegar ég ung-
lingur, þegar ég var ung kona á
ferðalögum, þegar ég varð
mamma sjálf, ég og mamma sem
minn helsti ráðgjafi um allt,
mamma sem kletturinn minn
gegnum lífið. Mamma var alltaf
nálæg; alltaf hluti var lífsmynd
minni. Er enn og verður alltaf.
Í veikindunum kynntist ég
nýrri hlið á mömmu. Það kom
mér ekki á óvart að hún tæki
fregnum um yfirvofandi andlát af
æðruleysi. Hún var þannig týpa,
sá lógíkina í hlutunum og setti þá
upp í skiljanlegt samhengi. Sjálf
hafði hún misst litla bróður sinn
þegar hann var aðeins 43 ára
gamall, en hann lést frá þremur
ungum sonum. Ég man að hún
sagði upphátt að hún hefði átt að
fara, ekki Svenni bróðir, því
hennar börn voru uppkomin og
hann var með svo ung börn. Ég
var þá orðin tvítug og man hvað
mér brá við þessi orð hennar því
ég taldi mig bara alls ekki mega
við því að missa hana. En hún
hugsaði ekki þannig og með þenn-
an samanburð við bróður sinn
taldi hún sig heppna að hafa náð
75 ára aldri, sjá börnin sín verða
fullorðin og hluta barnabarna að
auki, að hafa verið aktív og geta
sinnt mörgum af sínum helstu
hugðarefnum allt fram til loka
seinasta árs þrátt fyrir veikindi.
Hún kenndi okkur margt um
æðruleysi. Ég hef oft heyrt sam-
ferðafólk hennar bera henni vel
söguna en í veikindunum kom enn
betur í ljós hversu vel hún hafði
reynst fólki og hve mikils það mat
hana. Því hún var einstök. Ég vil
koma innilegum þökkum á fram-
færi til allra sem heimsóttu hana
og kvöddu seinustu vikurnar á
dánarbeði. Hún mat þessar heim-
sóknir mikils.
Við hjónin eignuðumst tvíbura
árið eftir að mamma hætti að
vinna. Ég grínaðist með að tíma-
setningin hefði verið þaulskipu-
lögð því hún kom inn á heimilið
nánast eins og þriðja foreldrið og
var börnunum mínum öllum afar
mikilvæg. Ég sagði stundum að jú
jú, vissulega væri þetta svolítið
erfitt en að við vorum svo mörg að
sinna ungunum að þetta gengi
alltaf upp. Þar sem ég gerði mér
skýra grein fyrir því mikla vinnu-
framlagi sem mamma lagði til
gerðum við með okkur óformleg-
an samning. Kannski meira í gríni
en alvöru, og þó. Af því mamma
var svona hjálpleg þá ætlaði ég að
vera henni sama stoðin og styttan
þegar hún yrði gömul. En hún
varð bara aldrei gömul og ég get
ekki staðið við minn hluta samn-
ingsins. Mér finnst það svo órétt-
látt.
Við erum fleiri sem kveðjum
hetjuna úr lífi okkar. Bræður
mínir og mágkonur, barnabörnin
syrgja ömmu sem var alltaf tilbú-
in að horfa á þau koma fram, sýna
listir eða segja henni sögur. Vin-
konur mömmu missa góðan fé-
laga sem gat hlustað og var alltaf
til í eitthvað skemmtilegt. Missir
föður míns er þó mestur. Eftir
rúm 60 ár minntu þau á Yin og
Yang. Þessar mögnuðu andstæð-
ur sem halda hvor annarri saman.
Nú kveður hann hinn helminginn
af heildinni en yljar sér við kær-
leiksríkt ljós minninganna. Minn-
ingarinnar um einstaka konu.
Dóra Magnúsdóttir.
Gauja mágkona og traust vin-
kona hefur kvatt. Hún var sterk
og kjarkmikil, ofurdugleg og
vandvirk, örlát og hjálpsöm.
Já, þannig var hún. Við vorum
svo sem ekki alltaf sammála, en
það breytti engu um vináttu okk-
ar. Garðinn sinn ræktaði hún vel.
Vegferð okkar saman er orðin
löng, eða 55 ár. Hún vildi enga
meðferð sem hún vissi að skilaði
engu. Hún kvartaði aldrei. Gauja
skilur eftir sig margar góðar
minningar frá stundum sem við
höfum átt með fjölskyldunni og
frá mörgum ferðalögum, jafnt
innanlands sem utan. Gleðistund-
ir koma í hugann, meðal annars
úr yndislegum hópi leikfimi-
kvennanna sem alltaf hafa staðið
saman sem ein. Mörg handverk á
ég eftir hana sem munu minna
mig á hana. Ég kveð hana með
miklu þakklæti og söknuði. Vertu
Guði falin elsku Gauja. Samúðar-
kveðjur til Tedda og fjölskyld-
unnar. Missir þeirra er mikill.
Eva Valgeirsdóttir.
Á stigapalli þriðju hæðar í
Eskihlíð 18a stóð eitt sinn feiminn
fimm ára gestur og bankaði.
Þangað hafði nýlega flutt fjöl-
skylda og bárust spurnir upp á
fjórðu hæð að einn fjölskyldu-
meðlimur væri á svipuðu reki og
feimni gesturinn. Til dyra kom
vingjarnleg kona í litskrúðugum
fötum, berfætt með blíðan svip og
heilsaði hinum smávaxna ná-
granna glaðlega: „Sæl elskan,
ertu komin til að leika við Dóru?
Komdu endilega inn.“
Þetta var árið 1969 og konan í
litskrúðugu fötunum var Guð-
björg, móðir Dóru, æskuvinkonu
minnar. Á þessar dyr átti ég oft
eftir að banka næstu árin. Heimili
Gauju og Tedda stóð mér ætíð op-
ið og alltaf mætti mér sama vel-
vildin. Það var vissulega hentugt
að geta stokkið niður á næstu
hæð til að leika við besta vin sinn
enda samgangur milli hæða mik-
ill. Á þriðju hæð fengum við stöll-
ur mikið frelsi til athafna enda
regluverkið þar með frjálslegra
sniði en á þeirri fjórðu. Það kunni
ég vel að meta og hrósaði happi að
hafa fengið svona skemmtilega
nágranna sem fóru helst ekki í
sund eða bíltúr til ömmu í Garði
öðruvísi en að bjóða mér með.
Gauja hafði alveg einstakt lag á
að láta gestum líða vel á sínu
notalega heimili og skapa afslapp-
að andrúmsloft. Þangað var gott
að koma, setjast í grænan sófa,
horfa á sjónvarp og spjalla, ekki
síst á unglingsárunum þegar
vinahópurinn fjölmennti til Dóru.
Gauja var höfðingi heim að sækja
og kom til dyranna eins og hún
var klædd, glaðleg í viðmóti og
sýndi fólki einlægan áhuga og
virðingu en var laus við hroka og
dómhörku.
Ég skynjaði ákveðna jarðteng-
ingu og öryggi í nærveru þessar-
ar sterku og traustu konu sunnan
úr Garði. Hún vandaði til allra
verka, var nákvæm og atorkusöm
og hvíldi svo vel í því sem hún tók
sér fyrir hendur hvort heldur að
leggja kapal við eldhúsborðið
meðan hún beið eftir þvottavél-
inni, synda og sóla sig í Vestur-
bæjarlauginni eða ganga rösk-
lega niður Eskihlíðina í rauðri
kápu á leið til starfa sinna í ráðu-
neytinu.
Það gustaði sannarlega af
Gauju þar sem hún birtist í sterk-
um litum sem hún var óhrædd að
klæðast, með rauðan varalit, sól-
gleraugu og stóra skartgripi sem
hún bar svo vel.
Að leiðarlokum þakka ég
Gauju minni þá miklu gestrisni,
hlýju og vináttu sem ég og mín
fjölskylda áttum ætíð vísa hjá
henni og votta elsku Dóru,
Gumma og börnum, Tedda og
bræðrunum einlæga samúð mína.
Takk elsku Gauja, fyrir að hafa
opnað fyrir mér og gefið mér
hlutdeild í þínu lífi.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Hrefna Clausen.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu okkar og tryggan félaga,
hana Guðbjörgu, sem er látin eft-
ir erfið veikindi.
Það var fyrir ári síðan á aðal-
fundi EUMA félagsins að Guð-
björg sagði okkur frá veikindum
sínum og því sem væri framund-
an hjá henni. Í fámennu félagi
eins og okkar verður vináttan
sterk og sló það okkur mikið að
heyra þessar fréttir.
Guðbjörg var traustur félagi
og það heyrði til undantekninga
ef hún kom ekki á fundi. Því hélt
hún áfram eins lengi og heilsan
leyfði og alltaf var hún bjartsýn
og jákvæð. Hún sótti árlegar ráð-
stefnur EUMA jafnt innanlands
sem utan. Hér heima fór hún til
dæmis sem fulltrúi stjórnar með
stóran hóp erlendra félaga í
hringferð um landið. Það var gott
að leita aðstoðar hennar í stóru
sem smáu og allt var leyst af
hendi með ánægju og til fyrir-
myndar.
Við minnumst Guðbjargar með
hlýhug og þakklæti og sendum
eftirlifandi eiginmanni og fjöl-
skyldu hugheilar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd EUMA á Íslandi,
Guðrún Erla Leifsdóttir
formaður.
Í dag kveðjum við okkar góðu
vinkonu Guðbjörgu með söknuð í
huga eða Gauju eins og hún var
alltaf kölluð. Kynni okkar hófust í
Héraðsskólanum að Skógum vet-
urinn 1954-55 þar sem við fimm
vinkonurnar deildum saman í
herbergi sem hét Hlíðarendi.
Ekki minnumst við þess að ósætti
hafi nokkurn tíma gætt okkar í
milli og þar eignuðumst við dýr-
mæta vináttu sem entist alla ævi.
Seinna þegar við vorum allar
fluttar á suðvesturhornið kallaði
Gauja okkur saman og síðan höf-
um við reglulega hist og rifjað
upp æskuárin og átt saman
skemmtilegar og gleðiríkar sam-
verustundir.
Góðir eiginleikar gerðu Gauju
vinkonu okkar að einstakri mann-
eskju. Hún var félagslynd,
greind, kraftmikil og hláturmild.
Þá var hún líka mjög traust og
umburðarlynd og átti auðvelt
með að umgangast fólk.
Í erfiðum veikindum sínum
sýndi hún mikið æðruleysi og ein-
stakan styrk sem við dáðumst að.
Síðasta ferð okkar saman fyrir
réttu ári, var auðvitað að frum-
kvæði Gauju. Fórum við saman í
Garðinn þar sem hún fæddist og
ólst upp. Hún sagði okkur frá
kennileitum og fólkinu sínu á sinn
hrífandi og skemmtilega hátt og
eyddum við vinkonurnar þessum
yndislega degi saman á æskuslóð-
um hennar, fórum á söfn og feng-
um okkur síðan kvöldverð saman.
Þessi ferð var farin að hennar ósk
áður en hún færi í meðferð við
krabbameininu sem hrjáði hana.
Síðar hittumst við vinkonurnar
aftur á heimili þeirra hjóna,
Tedda og Gauju, þar sem hún
sagði okkur í hvað stefndi og
skýrði okkur jafnframt frá
ákvörðun sinni, á sinn persónu-
lega hreinskilna hátt, um að hafna
frekari meðferð við krabbamein-
inu sem hafði tekið sig upp aftur.
Hún vissi nákvæmlega í hvað
stefndi og þegar við kvöddumst
sagði hún „þið haldið svo áfram að
hittast – stelpur“.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa átt Gauju að vinkonu í öll
þessi ár. Biðjum Guð að blessa og
styrkja eiginmann hennar og fjöl-
skyldu.
Megi fagrar og góðar minning-
ar um Gauju vinkonu lifa með
okkur öllum um ókomin ár.
Bára Erna, Halldóra Sal-
óme, Harpa og Sigrún.
Nú er hún elsku Guðbjörg far-
in frá okkur og langar okkur til að
segja lítillega frá þeim sporum
sem hún setti á lífsveg okkar.
Við kynntumst henni árið 1987
þegar ég, Hulda, gekk í Netið
sem er samskiptanet kvenna á
vinnumarkaði, en þar var hún
einn af stofnendum. Síðan gekk
ég í félagið EAPS, nú EUMA sem
er European Management Ass-
istants, og var hún þar líka og í
ferðalögum á ráðstefnur EUMA
erlendis og skemmtunum hér
heima voru þeir Eiki og Teddi
líka oft með og tengdust vina-
böndum.
Guðbjörg var alveg einstak-
lega skapgóð, einlæg og dugleg
og góð manneskja. Brosmild og
falleg, áreiðanleg og röggsöm.
Hún var mikill gleðigjafi og hafði
gaman af að segja skemmtilegar
sögur og eru þær margar sem við
geymum.
Eina sögu langar okkur til að
segja, en hún gerðist þegar við
fórum fimm saman til Ísraels og
Egyptalands frá Kýpur þar sem
EUMA-ráðstefna var haldin
1995. Það vorum við hjónin og svo
Guðbjörg, Áslaug Á. og Guðrún
S. sem fórum með skemmtiferða-
skipi í þriggja daga siglinguna.
Meðal annars skoðuðum við píra-
mídana í Giza og bauðst ferð nið-
ur í holrými Khufu-píramídans til
að skoða steinkistu konungs.
Guðbjörg var sú eina úr hópnum
sem hafði áhuga á að fara niður
og þegar hún kom upp aftur, kóf-
sveitt og másandi, sagði hún
þessa sögu: „Ég var komin hálfa
leiðina upp aftur í þessum hræði-
lega hita og þrengslum og var þá
þar fyrir maður sem virtist vera
að rukka eða biðja um einhvers
konar framlag, en mér var svo
heitt og þráði að komast sem
fyrst út svo ég sagði bara „My
husband will pay“ og benti aftur
fyrir mig.
Hélt svo áfram en leit þó við
fljótlega og sá þá að það voru um
hundrað litlir Japanir fyrir aftan
mig.“ Svo fékk hún hláturskast.
Óeigingjarnt starf hennar í
þessum félögum okkar er
ómetanlegt. Alltaf var hún tilbúin
til verka eða reddinga af ein-
hverju tagi. Hún var ein af þeim
manneskjum sem manni fannst
færa birtu inn í herbergið þegar
hún kom þar inn.
Hún hafði mörg áhugamál en
trúlega var fjölskyldan hennar
helsta því þegar hún talaði um
hana var alltaf mín eða minn á eft-
ir heitum þeirra sem hún ræddi
um í það skiptið. Hún var í leik-
fimihópi í áratugi og fór í margar
sýningarferðir með honum og
sagði okkur frá þeim ferðum á
sinn glaðlega máta. Svo gekk hún
í vinnuna úr Eskihlíðinni niður í
samgönguráðuneyti með við-
komu í Sundhöllinni í mörg ár og
hugsaði vel um heilsuna þrátt fyr-
ir gigtina sem hrjáði hana. Dáð-
umst við að henni fyrir það að láta
ekki verkina hefta sig í hreyfing-
unni.
Það var mikið áfall þegar hún
greindist með lungnakrabba-
mein, sem varð banamein hennar,
og sagði hún okkur félögunum í
Netinu frá sjúkdómssögu sinni
sem hófst í afmælisferð Tedda til
Kanaríeyja og fylgdumst við með
henni og héldum að tekist hefði í
haust að komast fyrir meinið. Sú
varð ekki raunin og nú kveðjum
við góðan og skemmtilegan félaga
og sendum Tedda og ykkur öllum
í fjölskyldunni okkar einlægustu
samúðarkveðjur og vonum að
ljúfar minningar um þessa frá-
bæru konu hjálpi ykkur í sorg-
inni.
Hulda og Eiríkur.
Nú er hún Guðbjörg okkar fall-
in frá eftir erfiða baráttu við
vægðalausan sjúkdóm. Hennar
verður sárt saknað. Allar góðu
minningarnar getur enginn tekið
frá okkur og með þeim verður
hún áfram með okkur.
Fyrstu kynni okkar af Guð-
björgu voru í ágústmánuð 1981
þegar við 15 Íslendingar flugum
saman til Norður-Svíþjóðar. Þar
eyddum við tveimur vikum ásamt
45 Finnum, sem komu til Piteå í
sama tilgangi og við, til að læra
sænsku. Þarna kynntumst við
kjarnakonunni Guðbjörgu. Hún
var hrókur alls fagnaðar og
komst enginn hjá því að verða
snortinn af þessum gleðigjafa.
Eftirminnilegt er ferðalagið í lok
námskeiðsins sem var til finnska
Lapplands. Þar var gist í sum-
arbústöðum í finnskum skógi við
eitt af þúsund vötnum Finnlands.
Um kvöldið var að sjálfsögðu
grillað og farið í „sauna“. Við
gleymum aldrei þeirri sýn þegar
Guðbjörg skellti sér til sunds og
stillti sér svo upp á steini eins og
hafmeyjan við Löngulínu í Kaup-
mannahöfn. Það var fögur sjón.
Við eigum Guðbjörgu margt að
þakka. Eitt af því góða sem hún
gerði fyrir okkur var hversu dug-
leg hún var að halda hópnum
saman. Oftast var að hennar
frumkvæði látið boð út ganga um
að hittast og hafa gaman saman.
Það var eins og hún hefði lítið
annað að gera en hugsa um að
halda okkar hóp saman. En hún
átti marga vinahópa og alls staðar
var hún jafn framtakssöm og vel
liðin.
Það er svo dýrmætt að eignast
svona vini. Hún var svo ærleg og
hreinskiptin og heil í öllu því sem
hún tók sér fyrir hendur. Ekki er
hægt annað en bera mikla virð-
ingu fyrir slíkri manneskju sem
Guðbjörg var.
Við söknum hennar sárlega nú
þegar. En sem betur fer eigum
við allar minningarnar um þær
góðu og skemmtilegu stundir sem
við höfum átt saman.
Guðbjörg
Ársælsdóttir
Elsku Mummi.
Ég er þakklát fyrir
að hafa átt þig sem
frænda. Þegar ég
var lítil vissi ég
ekki um neinn sem mér fannst
syngja eins fallega og Mummi
frændi. Heima hjá mér var líka
borðstofuborð sem Mummi
smíðaði. Öll voru systkinin ein-
staklega hjatahlýjar, gjafmildar
manneskjur sem vildu gefa öll-
um allt. Annað sem var sameig-
inlegt var að þau voru öll gift al-
Guðmundur
Guðjónsson
✝ GuðmundurGuðjónsson
fæddist 3. mars
1922. Hann lést 11.
apríl 2016. Útför
Guðmundar fór
fram 20. apríl 2016.
gjörum englum sem
voru jafn gjafmildir
og hlýir. Elsku
Stína, það var
sjaldan talað um
Mumma öðruvísi en
nefna þig í leiðinni.
Ef maður var svo
heppinn að rekast á
Mumma og Stínu
var alltaf sama
hlýjan og fallega
brosið.
Elsku Stína, Guðrún, Grétar,
Hafsteinn, Helga, Erna, Krist-
ján og fjölskylda, börn og
barnabörn. Um leið og ég sendi
mínar innilegustu samúðar-
kveðju þá sendi ég einnig þakk-
læti til ykkar allra. Þið eruð jafn
hjartahlý og pabbi ykkar.
Ásta Kristbergsdóttir.