Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 30

Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Sigurður Niku-lás Einarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1955. Hann lést 14. apríl 2016. Hann var sonur Einars Nikulásson- ar rafvirkja, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2010, og Krist- ínar Þórarinsdóttur píanóleikara, f. 7. september 1922, d. 6. desember 2014. Systkini Nikulásar eru: Rósa, f. 17. mars 1945, Ragnar Már, f. 5. sept- ember 1947, og Þórhildur, f. 13. nóvember 1953. Anna Rósa, f. 4.1. 1988, fv. maki Magnús Jónsson, f. 3.11. 1988, saman eiga þau tvo syni, þá Jón Karel og Rúnar Elís. Núverandi maki Sigurður Snær Guðmunds- son. 4) Nikulás, f. 12.8. 1990. Nikulás ólst upp í Breiðagerði 25. Ungur að árum hóf hann störf í fjölskyldufyrirtækinu Lömpum s.f. Hann ákvað að feta í fótspor föður síns og nam raf- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík og starfaði Nikulás lengst af sjálfstætt eftir það. Nikulás byggði hús sitt í Vesturhúsum 9 í Grafarvogi. Nikulás var mikill tónlistarmaður og liggja eftir hann ógrynni af lögum og text- um. Nikulás var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 28. apríl 2016. Nikulás og Sig- rún Unnsteins- dóttir, f. 22. apríl 1957, voru í sam- búð í nokkur ár. Foreldrar hennar voru Unnsteinn Guðmundsson pípulagn- ingamaður, f. 7.9. 1931, d. 17.3. 1988, og Elín Björg Kristjánsdóttir saumakona, f. 28.7. 1933. Börn Nikulásar og Sigrúnar eru: 1) Einar, f. 13.8. 1982. 2) Ragnar Már, f. 21.1. 1985, kvæntur Kötlu Rós Völundardóttur. 3) Minn ástkæri bróðir og vinur, Nikki, var gæddur einstökum gáfum sem ég hef aldrei séð hjá neinum öðrum. Hann var hæfi- leikaríkur með eindæmum hvort sem það var á hljóðfæri, á bók- ina eða annað sem hann tók sér fyrir hendur. Á skólaárum gekk honum vel þar sem að hann þurfti ekki að lesa nema einu sinni yfir blaðsíðu og gat þá þul- ið hana upp án nokkurrar villu. Hæfileikar hans á hljóðfæri voru með eindæmum og var fátt sem hann gat ekki spilað á. Eftir hann liggja mörg hundruð lög þar sem hann samdi bæði lag og texta. Hógværðin ein hamlaði honum að gefa tónlistina út en hann var vel þekktur í tónlist- arheiminum fyrir snilligáfu sína. Oft var hann hvattur til að gefa efnið sitt út, okkur hinum til yndisauka, en allt kom fyrir ekki, tónlistin hans er enn óút- gefin. Ég efast ekki um að minn kæri bróðir hefði skotist upp á stjörnuhimin frægðarinnar ef hann hefði tekið skrefið í átt að tónlistarheiminum, en honum voruætluð önnur og mikilvægari hlutverk í lífinu. Fjölskyldan hafði ávallt for- gang í hans lífi og börnin fjögur nutu ástar og atlætis hans. Nikki gerði aldrei mannamun og fengu vinir hans sem og aðrir sem kynntust honum að njóta kærleika hans. Hann var sá hjálpsamasti í fjölskyldunni og lét aldrei sitt eftir liggja ef eitt- hvað bjátaði á. Ekkert aumt gat hann elsku bróðir minn séð án þess að taka til hendinni og hjálpa þeim sem þurftu. Hafsjór af minningum streymir fram og upp úr stendur fegurð persónuleika hans, kær- leikur og einskær vinátta, sem ég mun sakna og hlýja mér við þar til ég hitti hann á ný. Guð blessi þig, elsku bróðir. Þórhildur Einarsdóttir og fjölskylda. Nú er hann Nikki frændi far- inn og eftir stendur tóm í hjarta mínu. Nikki var með eindæmum frá- bær maður og vildi öllum gott. Hann var alltaf til í að hjálpa manni þegar eitthvað bjátaði á, hvort sem það var að gera eitt- hvað fyrir mann, lána manni eitthvað sem hann átti eða jafn- vel að lána mér pening ef ég var alveg blankur þó svo að hann hefði jafnvel úr litlu að moða. Ég gæti sagt ykkur endalaust frá því hve góður og hjartahlýr maður hann var en þeir sem hann þekktu vita allt um það. Þegar ég hugsa til hans koma minningar upp frá ferðalögum fjölskyldna okkar í Galtalæk þar ofarlega í huga þar sem var alltaf glaumur og gleði, sungið og spilað fram eftir öllum kvöld- um. Sem unglingur átti ég líka margar góðar helgar heima hjá Nikka og fjölskyldu hans þar sem við Einar og Ragnar Már synir hans lékum okkur í tölvum og fiktandi í einhverjum tækjum og græjum. Við vorum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt af okkur og má segja að það hafi verið heimili mitt að heiman um helgarnar. Ég mun muna lengi eftir kvöldunum sem við eyddum í kjallaranum í Breiðagerðinu að fá okkur nokkra, syngja, spila og spjalla um heima og geima. Nú ertu kominn á betri stað þar sem ljósið sem þú barst alltaf með þér fær að skína og lýsa okkur hinum leið. Ég mun sakna þín sárt en fagna því að hafa átt þig að og fengið að verja þetta miklum tíma í kringum þig. Sjáumst hinum megin. Þórarinn Árni (Dói). Það er með miklum trega að ég skrifa þessi minningaroð um elsku Nikka frænda. Nikki er ógleymanlegur öllum þeim sem honum kynntust. Ljúfmenni með stórt hjarta og létta lund sem einkenndi Nikka fremur öllu öðru. Að gleðja aðra og gleðjast var aðalmerki hans og ófáar eru minningarnar þar sem Nikki sameinaði fjölskylduna í söng og gleði. Hann var tónlistarmaður af Guðs náð og eftir hann liggja ófá lögin og textarnir, sem munu ylja okkur um ókomin ár. Hann var gamansamur og skemmti- legur og varð því vinamargur. Nikki var skoðanafastur maður og var hægt að ræða öll heims- ins mál við hann og alltaf kom hann með nýja sýn á málefnið. Hann var vel lesinn og fróður og oft sköpuðust fjörugar umræður um hin ýmsu mál líðandi stund- ar. Nikki stóð ávallt vörð um þá sem minna máttu sín og af hjartagæsku sinni eyddi hann ófáum stundum með þeim sem þörfnuðust hans. Hann fór ávallt sína eigin leið, sama hvort hún var með eða á móti straumnum. Afi var dug- legur að segja okkur sögur af þeim systkinum þegar þau voru yngri og er ein þeirra mér afar minnisstæð. Á bítlatímanum vildu strákar safna síðu hári og Nikki var þar engin undantekning. Afa þótti þetta nú heldur ófrýnileg hár- greiðsla og eftir mikið málþóf ákvað hann að taka málin í sínar hendur. Hann náði sér í skæri og nú skyldi hárið fá að fjúka. Upp hófst mikill eltingarleikur sem endaði uppi á háalofti í her- bergi Nikka og mömmu. Þar var lítill gluggi sem Nikki kaus sem útgönguleið. Hann stökk út um gluggann og stóð sigri hrósandi í blóma- beðinu hennar ömmu, og hárið fékk að vera. Sagan er lýsandi fyrir staðfestu og ákveðni hans í því sem honum fannst skipta máli og átti hug hans og hjarta, hann gaf ekkert eftir. Hver minning er dýrmæt perla sem við munum njóta þegar sökn- uðurinn ber að dyrum. Þín frænka, Rósa litla. Það er svo sárt að kveðja þennan góða mann. Það var ein- hvern veginn ekki hægt annað en að líka vel við hann. Hafði sinn eiginn smekk og skoðanir. Tók á flestum hlutum með húm- or og kæti. Kunni, vissi og gat flest. Við gátum rætt um allt milli himins og jarðar, pólitík, trúmál og heilbrigðiskerfið svo klukku- tímum skipti og verið sammála um að vera ósammála, ef því var að skipta. Það er erfitt að hugsa til þess að hann eigi ekki eftir að banka létt á eldhúsgluggann aftur. Að þekkja Nikka gerði mig að betri manneskju. Takk fyrir að vera vinur minn. Takk fyrir allt. Elsku Einar, Ragnar Már, Anna Rósa og Nikulás, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Huldrún Þorsteinsdóttir. Fallinn er frá Nikulás Ein- arsson. Við kynntumst Nikka á Austurvelli þar sem hann var tíður gestur og virkur þátttak- andi í baráttunni fyrir betra samfélagi. Þáttur Nikulásar í þeirri rimmu verður seint met- inn til fulls en hann tók sér gjarnan það hlutverk að skrá- setja hinar ýmsu viðburði mót- mælenda með myndavélinni sinni. Það er óskandi að sá arfur verði sagnfræðingum framtíðar- innar aðgengilegur. Sá hópur sem Nikulás tilheyrði var ótrú- lega frjór og uppátækjasamur og stundum hefði mátt ætla að um listviðburði væri að ræða fremur en mótmælastöður. Ýmis uppátæki þeirra Helgu Bjarkar eru ógleymanleg þeim sem voru svo heppnir að verða vitni að þeim, t.d. þegar stór hluti máva höfuðborgarsvæðisins virtist vera á þeirra valdi, fylgdi þeim um alla borg vikum saman og settust fuglarnir gjarna á hinar ýmsu byggingar stjórnsýslunnar sem mótmælendunum fannst þurfa tiltal hverju sinni. Við þökkum fyrir okkur og sendum aðstandendum Nikka samúðar- kveðjur. Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Þórður Björn Sigurðsson. Í dag kveð ég vin minn Niku- lás með hlýhug í hjarta, hann Nikulás var oft í því að reyna redda málum og hjálpa mönn- um. Nikulás hafði áhuga á ljós- myndun, bókmenntum og tón- list, auk þess sem hann spilaði á gítar. Þá fór Nikulás aldrei leynt með skoðanir sínar heldur tók þátt í mótmælum gegn Icesave, gegn ESB og auk þess sem hann studdi öryrkja og aldraða í þeirra mótmælum fyrir utan Al- þingi, Velferðarráðuneytið og Tryggingarstofnun. Hann Niku- lás hafði sterka réttlætiskennd og var frekar róttækur. Hann leyfði fólki að hafa sínar skoð- anir í friði, en stóð fastur á sín- um skoðunum. Eins og fleiri þá vildi Nikulás ekki borga Icesave, er menn vildu klína á almenning í landinu, hann furðaði sig mikið á þessari upphæð, og hvernig hægt væri að klína skuld einka- banka yfir á almenning. Það má segja að Nikulás væri umhugað um velferð og líðan fólks. Hann hafði gaman af því að ræða við fólk og átti það til að koma með brandara, og gera grín að öllu saman. Níkulás var mjög barn- góður, og ég og strákarnir mínir eigum eftir að sakna Nikulásar mikið. Ég og strákarnir minnir viljum hér votta fjölskyldu hans Nikulásar innilega samúð. Blessuð sé minning Nikulásar Einarssonar. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson. Í dag kveðjum við virkan bar- áttufélaga í BÓT. Sigurður Nikulás Einarsson var einn af stofnefndum BÓTar, aðgerðarhóps um bætt samfélag. Félagið var stofnað eftir banka- hrunið og var Nikulás strax ljós- myndari á mótmæla- og baráttu- fundum BÓTar. Eftir hann er mikið og gott safn mynda sem skrá sögu BÓT- ar frá stofnun félagsins. Nikulás var góður félagi og vinur sem var alltaf tilbúinn að mæta og taka myndir og aðstoða á allan hátt fyrir félagið. Það var alltaf gaman að hitta Nikka og spjalla við hann um baráttumálin og hans verður sárt saknað. En minningin um góðan vin og baráttufélaga lifir með okkur og myndir hans og barátta hans fyrir öryrkja verða minnisvari um góðan dreng hjá BÓT og í aðgerðarhópi Háttvirtra ör- yrkja. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum hans og öðr- um aðstandendum. Guðmundur Ingi Kristinsson. Allt frá mínum fyrstu bernskuminningum var Nikki til staðar í mínu lífi. Nikulás, eða Nikki eins og hann var alltaf kallaður, var léttur og skemmti- legur karakter, sem hafði ein- stakt lag á að létta lundu þeirra sem á vegi hans urðu. Nikka var margt til lista lagt, hann vann framan af við rafvirkjun og var auk þess sérlega laginn við að gera við allskyns hluti, allt frá smæstu raftækjum til bifreiða. Hann byggði einbýlishús fjöl- skyldunnar í Grafarvoginum og gerði þar allt sjálfur. Fyrir um ári síðan rakst ég á hann og Ragnar son hans að smíða þrí- víddarprentara úti í bílskúr. Eitt var það þó sem Nikki hafði meiri áhuga á en öðru, það var tónlist- in. Nikki samdi aragrúa laga og texta um ævina og skildi gít- arinn sjaldan við sig. Hann spil- aði á fjölda hljóðfæra og var lið- tækur söngvari og þegar vel tókst til fékk hann hörðustu kné til að kikna. Undir lokin var hann orðinn svo fær á gítarinn að þeir sem á hlýddu, sannfærð- ust fljótt um að þar væri snill- ingur á ferð. Þær eru endalausar sögurnar af Nikka, sem væru efni í heila bók, en verða ekki tíundaðar hér. Nikki fór ekki auðveldustu leiðina í lífinu, held- ur fór hann sína eigin leið og þróaðist sem frumlegur og áhugaverður karakter. Hann hafði sterkar skoðanir á mönn- um og málefnum og varð aldrei kjaftstopp. Barðist hann fyrir málefnum þeirra sem minna máttu sín, allt til dauðadags. Það er erfitt að sjá á eftir svo sterk- um persónuleika og verður hans sárt saknað. Vil ég votta nánustu ættingjum mína dýpstu samúð. Einar Þór Guðmundsson. Nikki, baráttufélagi minn og trygglyndi vinur, fór á undan okkur inn í eilífa sumarlandið til að undirbúa móttöku okkar hinna með stæl. Það var ekki við öðru að búast, þú varst alltaf feti framar en við hin. Tónlistin helgaði líf okkar. Kynni okkar hófust í Tónabæ þar sem við vorum tilnefnd tónlistarfulltrúar gagnfræðaskóla okkar, Nikulás fyrir Breiðagerðisskóla og undirrituð fyrir Laugarlækja- skóla. Ekki hefði mig órað fyrir að þar færi fram völlinn fyrsti ókrýndi konungur þungarokks- ins á Íslandi. Vegferð okkar hófst fyrir alvöru árið 2005, þar sem við sameinuðum krafta okk- ar í baráttunni gegn einelti og kynferðisáreiti. Við sóttum heim ráðuneyti og undirstofnanir þeirra og varð vel ágengt. Mál- þing var haldið á vegum Vinnu- eftirlits ríkisins 5. des. árið 2007. Bolun og valdníðsla datt úr tísku. Leiðbeiningaskylda stjórnvalda og andmælaréttur hafði verið fyrir borð borinn. En þú, Nikulás, lést kerfið hafa rækilega fyrir því að svara og líta ekki undan. Þú vissir að lagaákvæði sem takmarka mannréttindi verða að vera ótví- ræð. „Sé ekki svo ber að túlka þau einstaklingi í hag, því mann- réttindaákvæði eru sett til verndar einstaklingum en ekki stjórnvöldum.“ Nikulás átti veg og vanda að því að safna saman liðsmönnum gegn einelti á fjas- bókinni undir heitinu Sérsveit gegn einelti. Síðan náði mikilli útbreiðslu og lagði grunn að þverfaglegri samvinnu ráðu- neyta, undirstofnana, stéttar- félaga og félagasamtaka í öllum aldurshópum. Á degi gegn ein- elti hjá Reykjavíkurborg árið 2010 útbjó Nikki táknrænan gjörning sem fólst í því að setja á flot litla báta, sem sigldu með umkomulaus, nakin börn á öllum aldri á Tjörninni, sem náðu ekki landi. Sem tákn hins kalda veru- leika þess sem ofbeldið fæðir af sér. Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisáreiti á landsvísu var haldinn hátíðlegur 8. nóv- ember 2011. Bjöllum var hringt gegn einelti og kynferðisáreiti kl. 13 í sjö mínútur. Í tilefni dagsins var undirritaður þjóð- arsáttmáli um jákvæð samskipti. Saman reistum við friðarsúlu fá- tækra 8. nóvember 2013 til að vekja athygli á því að fátækt veldur mismunun. Allir íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á fæði, klæði, húsnæði og menntun við hæfi samkvæmt 76. gr. stjórn- arskrárinnar. Saman unnum við fullnaðarsigur á kerfinu með hjálp Persónuverndar. Eineltis- frír miðbær er siðbær. Nikulás var afburða hæfileikum búinn, sannkallaður þúsundþjalasmið- ur, sterkgreindur, rökfastur með mikla réttlætiskennd og samúð- arfullur svo menn og dýr löð- uðust að honum. Honum var í lófa lagið að kalla til sín herveldi himnanna með nokkrum brauð- molum. Tignarlegur með út- breidda vængi sveif flugherinn yfir Alþingishúsinu í hundraða vís í aðflugi sem lágflugi. Eins og hendi væri veifað laust mávahernum niður og festi þar rætur sem eldskots ský, á svipstundu allt til þess eins að ná í nokkra brauðmola sér til viðurværis. Og enn vakir hann yfir og allt um kring til aðgátar fyrir réttlætissakir í túnfætinum heima á Austurvelli. Þín ævar- andi vinkona, Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir. Meira: mbl.is/minningar Með þessum fáu orðum lang- ar mig að minnast æskuvinar míns Nikka. Brölluðum við mik- ið saman þegar við vorum ungir. Dálitlir grallarar. Var hann allt- af hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Var hann sagnamaður mikill eins og hann átti kyn til. Það var alltaf gaman að hlusta á hann lýsa atburðum sem við lentum í saman, hann gæddi þá þvílíku lífi að maður hlustaði agndofinn á lýsinguna sem gat orðið eins og besti reyfari. Hann var mjög músíkalskur og var alltaf gaman að hlusta á hann spila á gítarinn og þá sérstak- lega frumsamið efni. Hvíldu í friði, kæri vinur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Oddur T. Guðnason. Nikulás Einarsson Elsku Gunni frændi, nú er komið að kveðjustund og rétt er að segja að maður hafi aldrei nægan tíma. Mikið vildi ég óska þess að ég hefði knúsað þig meira seinustu vikuna og sagt þér hvað ég elska þig mikið og hvað þú varst mikilvægur partur af lífi mínu. En mikið óskaplega er ég samt þakklát fyrir það að hafa náð að eyða svona góðum tíma með þér áður en þú fórst frá okkur. Sannleikurinn er sá að þú varst með sannkallað ljónshjarta og gerðir allt sem þú gast fyrir alla, alveg sama hver það var eða hver greiðinn var. Þú hugsaðir um okkur systkinin eins og þín eigin börn og ég man hreinlega ekki eftir neinum stórum við- burðum í mínu lífi sem þú varst ekki stór partur af. Brúðkaupsdagurinn okkar Villa stendur upp úr og ég man að þér leið ekkert alltof vel vik- una fyrir brúðkaupið en talaðir um það að þetta hefði verið besti Hinrik Gunnar Hilmarsson ✝ Hinrik GunnarHilmarsson fæddist 28. júlí 1958. Hann lést 24. mars 2016. Minningarathöfn um Hinrik fór fram í Langholtskirkju 31. mars 2016. dagurinn í langan tíma. Það er aug- ljóst af myndunum frá þeim degi hvað þú varst orðinn veikur seinasta árið, við bara vildum ekki sjá það og lifð- um í blekkingunni um að þú yrðir betri fljótlega. Minningarnar eru ósköp ljúfar og ófáar, matarboðin standa upp úr og verður erfitt að fylgja þeim eftir enda varð maður ekki fyrir vonbrigðum með matinn sem þú eldaðir eða í seinni tíð stjórnaðir. Ég get þakkað fyrir það að allt sem ég kann um matreiðslu á kjötmeti og á humri kenndir þú mér og aðferðin sem var heilög fyrir verður enn heilagri enda klikkar leiðin hans Gunna frænda aldrei. Nú ertu kominn á betri stað, laus við verki og veikindi og án efa að spila golf á fallegustu golf- völlum sem hægt er að hugsa sér þar sem þú sérð áreiðanlega um að allir fari eftir settum reglum eins og alltaf. Takk fyrir allt, elsku besti Gunni minn, það er gott að vita að þú vakir yfir okkur enda er ekki hægt að ímynda sér betri verndarengil til að hafa. Brynhildur Ýr Ottósdóttir (Brynsa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.