Morgunblaðið - 04.05.2016, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Hrein samviska í 25 ár
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|s
ía
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú mátt ekki vanmeta vinsældir þínar
en mátt heldur ekki misnota þér velvild ann-
arra. Þú þarft að hnýta lausa enda. Til þess
að þú getir það er skipulagningar þörf.
20. apríl - 20. maí
Naut Einbeittu þér að þeim verkefnum sem
þú þegar hefur og láttu ógert að skima eftir
fleirum á meðan þau endast. Byrjaðu á lík-
amanum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Viðurkenndu fyrir þér hversu vel þú
hefur unnið og afrekað mikið. Gættu þess
bara að láta ekki letina ná tökum á þér því þá
er verr af stað farið en heima setið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ferð næstum yfir strikið á því sem
telst þér sæmandi. Veltu því fyrir þér hver
það er sem vill lokka þig og hverju viðkom-
andi er á höttunum eftir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur mikla löngun til að ferðast og
skoða heiminn í kringum þig. Einhver kemur
með uppástungu sem vert væri að skoða því
þar gæti leynst gott tækifæri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ígrundaðu á hvern hátt þú getur bætt
samskipti þín við ættingja og fjölskyldu.
Njóttu þess að vera með öðrum í starfi og
leik því félagsskapurinn mun endurnæra þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mikið gæti gengið á í ástarsambandi í
dag. Ef það er valdabarátta á milli framans og
vinanna, leyfðu þá vinunum að vinna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst vera gjá á milli þín og
annarra í dag. Hlustaðu á hina, en í lýðræði er
það nú meirihlutinn sem ræður. Reyndu að
gefa frá þér eins nákvæm skilaboð og þér er
unnt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vinur þinn gæti hvatt þig til að
taka þátt i einhverju. Hann gefst upp þegar
hann sér að orð hans hrína ekki á þér. Mikið
er undir lausn þess komið svo þú skalt leggja
þig fram.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst það ekki skipta neinu úr
því sem komið er en reyndu samt að leggja
mál þitt fyrir einu sinni enn. Kapp er best
með forsjá.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver lofar þér öllu fögru í dag,
taktu því sem sagt er með fyrirvara. Láttu
ekki einhver smáatriði vefjast fyrir þér, heldur
taktu tækifærinu opnum huga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er auðveldara að gleyma en fyrir-
gefa en í dag reynist hvort tveggja vanda-
samt. En leitt að þetta gengur ekki upp.
Ég datt í limrur um helgina –tíndi eina bók á eftir annarri
út úr bókaskápum og þessi varð af-
raksturinn. Ég byrjaði á Vísnafýsn
Þórarins Eldjárn, Maskúlín-
istaguðfræði heitir limran:
Síst mega prelátar pota
í píur og traust þeirra nota
til að þukla og kjá,
já og þreifa og gá
hvort unnt sé að ota í þær tota.
Og hinum megin á opnunni var
Femínistaguðfræði:
Eftir lokaspöl lífsbrautarinnar
loks nýt ég kvenhylli minnar.
Á himnum í stuði
hjá henni Guði
eða á djúpslóðum Djöfullarinnar.
Gormánuður heitir þessi limra
eftir Pál Jónasson í Hlíð:
„Mér er illa við andskotans vorið,“
sagði krummi og kafaði slorið,
„nei, haustið er best
og hátíðin mest,
þá kemst ég í göngur og gorið“.
Í „Fyrstu Davíðsbók“ er þessi
limra eftir Davíð Hjálmar Haralds-
son:
Gunnar var glaður í bragði,
gott hann til málanna lagði.
Var tíðum á fundum
og talaði stundum
og mest var að mark‘ann ef þagði.
Hjálmar Freysteinsson yrkir „Í
Eyjafirði“:
Sjálfsagt leggst það nú létt í þig
en laginu út af það setti mig,
þegar ég fann
hér í firðinum mann
sem fríkkaði þegar hann gretti sig.
Þorstein Valdimarsson má ekki
vanta:
Þess verður getið, sem gert er,
sagði Goethe og skrifaði Werther –
lét hann ganga út á hlað
og gera það
sem gert er oftar en vert er.
Kristján Karlsson orti:
Ef dytti ég niður dauður
einn dag eins og hver annar sauður,
þó illt sé að kveðjast
hlyti einhver að gleðjast
sem á eftir mér sæi oní hauður.
Sturla Friðriksson orti:
Sú þversögn er alltaf að þjaka mig
og þjáningin er alveg svakaleg.
Ég karpa við segg
um keisarans skegg
þótt karlinn sé búinn að raka sig.
Og að lokum eftir Jóhann S.
Hannesson:
Að uppruna erum við norsk,
að innræti meinleg og sposk,
en langt fram í ættir
minna útlit og hættir
á ýsu og steinbít og þorsk.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limra kallar á limru
Í klípu
„TIL AÐ BYRJA MEÐ, ÞÁ ERUM VIÐ
AÐ LEITA AÐ SÉRFRÆÐINGI Í
AÐLEIÐSLU, EKKI ÆTTLEIÐSLU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LÆKNIRINN GETUR EKKI HITT ÞIG
FYRR EN Á FÖSTUDAGINN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera við hlið þér,
sama hvaða leið við
förum.
SJÁÐU,
STJÖRNU-
HRAP!!
ÉG VONA AÐ
ÓSKIN ÞÍN
RÆTIST!
ÓSKAÐIR
ÞÚ ÞÉR
EINHVERS?
HÚN HEFUR
GERT ÞAÐ
NÚ ÞEGAR!
JÁ! ÉG ÓSKAÐI ÞESS
AÐ HÚN MYNDI EKKI
HRAPA Á MIG!
VINGJARNLEIKI ODDA ER
HANS VERSTI KOSTURÞegar Víkverji kemur á nýja staðier hann yfirleitt fullur forvitni
og gerir sér far um að kanna þá
sem mest hann má, hvort sem það
eru erlendar stórborgir eða íslensk
sjávarpláss. Hann er hins vegar
ekki jafnduglegur við að fara í
könnunarleiðangra um Reykjavík,
sennilega vegna þess að hann hefur
búið of lengi í höfuðborginni. Hann
hefur þó stundum velt því fyrir sér
eftir að hafa aðallega hitt útlend-
inga á vappi í borginni að eitthvað
hljóti að draga þá á þessar slóðir og
kannski væri stundum ráð að
bregða sér í ham ferðamanns í
garðinum heima.
x x x
Víkverji ákvað 1. maí að líta við íListasafni ASÍ við Freyjugötu.
Ástæðan var ekki að hann hafði séð
að húsið væri til sölu, heldur langaði
hann að sjá samsýningu tveggja af
uppáhaldsmálurum sínum, Eggerts
Péturssonar og Helga Þorgils.
Fannst honum við hæfi að fara í
safn ASÍ á þessum degi en kíkti á
heimasíðu safnsins til fullvissa sig
um að það væri opið. Þar kom ekk-
ert fram um lokanir en vitaskuld
kom hann að luktum dyrum.
x x x
Víkverji vildi ekki fara fýluferð ogsem betur fer rættist úr.
Skammt frá Listasafni ASÍ, sem
var heimili og vinnustofa Ásmundar
Sveinssonar, nánar tiltekið við
Bergstaðastræti, er Safn Ásgríms
Jónssonar. Þangað hafði Víkverji
aldrei komið, þótt skömm sé frá að
segja, en nú gafst tækifæri til að
bæta úr því. Safnið var heimili og
vinnustofa Ásgríms. Þarna er ýmsa
muni að finna, gamalt píanó, skáp,
sem Einar Jónsson skar út, og búta-
saumsteppi eftir Theodóru Thor-
arensen. Í safninu eru nú til sýnis
myndir frá æskuslóðum Ásgríms og
nágrenni þeirra málaðar á árunum
1909 til 1928. Ásgrímur var frábær
málari og eru vatnslitamyndir hans
á sýningunni magnaðar. Víkverji og
förunautur hans voru sennilega einu
gestir safnsins þann daginn. Safn
Ásgríms er falin perla í Reykjavík
og færði Víkverja heim sanninn um
að hann getur enn látið borgina
koma sér á óvart þótt hann hafi bú-
ið í henni lengi. víkverji@mbl.is
Víkverji
því að miskunn þín nær til himna
og trúfesti þín til skýjanna.
(Sálm. 57:11)