Morgunblaðið - 04.05.2016, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
„Það kemur bara í ljós þegar ég sest
við hljóðfærið. Það er svo mikið af
fyrir fram ákveðnum tónlistarflutn-
ingi í samfélaginu að ég ákvað að taka
þetta að mér, sjá um hið óræða. Bæði
til að gera áhorfendur órólega og líka
mig. Á góðan hátt,“ segir Davíð Þór
Jónsson tónlistarmaður, en hann
kemur fram einn síns liðs á Blikk-
trommunni í Hörpu í kvöld kl. 20.
Inntur eftir því hvort hann sé ekki
órólegur yfir því að vera ekki búinn
að ákveða neitt á efnisskrá tón-
leikanna segir hann ekki svo vera.
„Maður verður að halda áfram
með hugrekki að vopni“
„Það verður að sigla inn í óvissuna
með vissu,“ segir hann kíminn.
Davíð Þór hefur notað þessa nálg-
un í tónlistarsköpun sinni um nokkurt
skeið. „Ég byrja með einhvern út-
gangspunkt, t.d. músíklegan, ein-
hvers konar áferð eða kraft. Þegar
maður fer af stað kemur eitthvað til
manns ef maður er heppinn og fer í
einhverjar áttir. Stundum staldrar
maður við á þekktum stöðum og fer
að tengja saman. Þetta er rannsókn í
allar áttir. Maður verður að halda
áfram með hugrekki að vopni,“ segir
Davíð Þór til útskýringar nánar á
sköpunarferlinu. Hann notaði þessa
aðferð við seinni sólóplötu sína,
Improvised Piano Works, sem kom
út árið 2012.
Hann bendir á að það skipti einnig
máli hverjir mæti á tónleikana og
hvernig stemning verði. „Það getur
alltaf ýtt við einhverjum punktum hjá
manni.“
Að þessu sögðu er hann snöggur að
taka fram að hann sé hvort tveggja
þakklátur í sínu „siglfirska drengs-
hjarta“ fyrir að vera boðið að koma
fram á Blikktrommunni og einnig ef
einhverjir vilji mæta á tónleikana.
Davíð Þór segir Blikktrommuna
vera einstaklega góðan vettvang þar
sem tónlistinni sé leyft að tala, sama
hvað hún kallist.
Davíð Þór er vægast sagt fjölhæfur
tónlistarmaður, jafnvígur á píanóleik,
tónsmíðar, spuna og hljómsveitar-
stjórn auk þess sem hann leikur á
ógrynni hljóðfæra. Hann hefur upp á
síðkastið verið áberandi í hlutverki
sínu í hljómsveitinni ADHD og í sam-
starfi við myndlistamanninum Ragn-
ar Kjartansson. Davíð Þór hefur leik-
ið með fjölda hljómsveita, þar á meðal
djasstríóinu FLÍS. Hann hefur leikið
með Jóel Pálssyni, Tómasi R. Ein-
arssyni og mörgum góðum tónlistar-
mönnum frá öllum geirum tónlistar.
Hann hefur leikið á Jazzhátíð
Reykjavíkur svo og hátíðum í Þýska-
landi, Frakklandi, Færeyjum, Sví-
þjóð, Danmörku, Noregi og Finn-
landi.
Uppfinningasemi og spuni
Spuna og uppfinningasemi hefur
hann í fyrirrúmi, þar sem allt er leyfi-
legt og hvergi eru svo há grindverk
að ekki sé hægt að skjótast örlítið út-
fyrir og sækja hið óræða.
Blikktromman er tónleikaröð sem
hóf göngu sína í haust. Tónleikarnir
eru haldnir fyrsta miðvikudag í hverj-
um mánuði. Markmiðið er að bjóða
upp á tónleika með nokkrum fremstu
tónlistarmönnum þjóðarinnar í
Hörpu, besta tónlistarhúsi þjóð-
arinnar. Að Blikktrommunni standa
Borgar Magnason og Eva Ein-
arsdóttir. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Spuni „Það kemur bara í ljós þegar ég sest við hljóðfærið,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Þór um efnisskrá tónleikanna.
„Verður að sigla inn
í óvissuna með vissu“
Davíð Þór Jónsson kemur fram á Blikktrommunni í kvöld
„Útgangspunktur sýningarinnar er
rannsóknarferð sem ég fór í til Búlg-
aríu,“ segir myndlistarkonan Ther-
esa Himmer um verkin á sýningu
hennar, Recollection, sem verður
opnuð í Gallerí
Gróttu á Eið-
istorgi í dag, mið-
vikudag klukkan
17. Theresa, sem
nam myndlist við
Whitney Museum
Independent
Study Program
og School of Vis-
ual Arts í New
York og arkitekt-
úr við arkitektaskólann í Árósum,
hefur búið og unnið að list sinni hér á
landi um árabil.
Á þessari sýningu hennar gefur að
líta nýja verkaheild sem sam-
anstendur af ritverki samnefndu
sýningunni og tveimur ljós-
myndaseríum sem tengjast inn-
byrðis. Saman mynda þessir þrír
hlutar verksins eins konar tilraun
um ferðalagið til Búlgaríu, þar sem
listakonan vinnur með minningar
þar sem arkitektónískt rými og
myndrými mætast. Hún segir að í
aðferðum tengdum því að mætast,
deila, skilja að og gleyma finni verk-
in jafnvægi á milli tilrauna með
strúktúr og ljóðræna endurspeglun.
Bókverkið er kjarninn
Theresa hélt í rannsóknarferð til
Búlgaríu í fyrravor í boði Ruse Art
Gallery í borginni Ruse og vann í
kjölfarið í samvinnu við Arnar Frey
Guðmundsson, grafískan hönnuð,
ritverkið sem sýnt er og gefið út í
250 eintökum. Er útgáfan studd af
Statens Kunstfond í Danmörku.
„Ferðin til Búlgaríu er útgangs-
punkturinn en á sýningunni breiðist
hún út í víðari pælingar um rými,
staðsetningu og minningar,“ segir
Theresa.
„Bókverkið er kjarninn. Það
fjallar um ákveðinn stað í Búlgaríu,
ákveðna menningu og ákveðið pólit-
ískt landslag, mjög ólíku okkar
skandinavíska umhverfi., Jafnframt
vona ég að hægt sé að skilja verkið í
víðara samhengi.
Textinn í bókinni er bæði á ensku
og búlgörsku og byggir á samtölum
sem ég tók við fólk sem tengdist á
ýmsan hátt safninu sam bauð mér til
landsins. Ég bauð fólki að deila með
mér minningum og sögum um safn-
ið; það var leið fyrir mig til að byrja
að skilja staðinn sem ég var komin á,
en líka tilraun til að búa til portrett
af sýningarstaðnum sem félagsleg-
um strúktúr, félagslegu rými sem
verður til vegna notkunarinnar.“
Ólík sjónarhorn og raddir
Theresa segir afar ólíkt fólk koma
að þessu safni og það endurspeglast
í samtölunum sem birtast í bókinni.
„Þetta voru til dæmis skólakrakkar
sem komu í safnið vegna námskeiðs í
skólanum, starfsfólk safnsins, fyrr-
verandi ræstingakonur sögðu sínar
sögur, og gegnum þessi ólíku sjón-
arhorn, ólíku raddir, verður til mjög
fjölbreytt mynd af staðnum og því-
sögulega samhengi sem hefur mótað
hann.“
Theresa hljóðritaði samtöl og frá-
sagnir og naut aðstoðar sýning-
arstjóra búlgarska safnsins.
„Sumir vildu segja mér sögur,
aðrir eiga samtal, þar birtist líka
mikill fjölbreytileiki,“ segir hún.
„Síðan voru upptökurnar allar
skrifaðar niður og þýddar á ensku af
þýðanda í Sofiu sem ég vann með,
orð fyrir orð, og ég vann endanlegt
verk úr því. Ég vona að fólk upplifi
ritverkið sem áhugavert í sjálfu sér
en mér fannst mjög gaman að vinna
að því, og mér þótti mjög vænt um
það hvað fókið var hreinskilið og
reiðubúið að deila með mér reynslu
sinni, sögum og upplifun.“
Tvær ljósmyndaraðir
Ljósmyndaraðirnar tvær sem
Theresa sýnir einnig byggja á ljós-
myndum sem hún tók í ferðinni til
Búlgaríu og hefur unnið úr áfram.
„Önnur serían byrjaði á að fjalla
um safnið en varð meira abstrakt,
um rýmið og tengingar milli arkit-
ektónísks strúktúrs og strúktúrsins
í ljósmyndapappírnum,“ segir hún.
„Í hinni seríunni er hreyfing út frá
galleríinu, út í borgina og náttúruna
í kringum safnið og borgina.“ Hún
segir þessar myndir kunni að virðast
samklipp við fyrstu sýn, en séu aftur
á móti ómeðhöndlaðar ljósmyndir en
glerið yfir þeim í römmunum hafi
verið sandblásið og mött form mótuð
í það að hluta. „Þannig myndast ólík
lög í myndinni og innrömmun rýmis
og minninga tekur einnig á sig form
og strúktúr.“
Verk Theresu hafa verið sýnd víða
hér og erlendis, meðal annars í
Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arborg, Westfälische Kunstverein í
Þýskalandi og í Soloway Gallery og
Art in General í New York. Hún hef-
ur hlotið ýmis verðlaun og styrki,
m.a. frá Myndlistarsjóði Íslands,
Statens Kunstfond og The Americ-
an-Scandinavian Foundation.
efi@mbl.is
Skapaði verk til
að skilja staðinn
Theresa Himmer sýnir í Gallerí Gróttu
Glerform Í annarri ljósmyndaröð Theresu frá Ruse í Búlgaríu hefur glerið
yfir myndunum verið sandblásið og mött form mótuð í það að hluta.
Theresa Himmer
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn
Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn
Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn
Sýningum lýkur í vor!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30
Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Play (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 19:30
Listahátíð í Reykjavík
AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Mið 4/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 14:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00
Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00
Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00
Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00
Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00
Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00
Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00
Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00
Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 6/5 kl. 20:00
Síðasta sýning
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Persóna (Nýja sviðið)
Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00
Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda
Hamlet litli (Litla sviðið)
Mið 4/5 kl. 10:00 Mán 9/5 kl. 10:00
Fös 6/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00