Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Barnastígvél Flott frá Náttúrulegt gúmmí Stærðir 20–36 Wildflower Lollypop print Háaleitisbraut 68 Hólmaslóð 2 Woodypop Woodypop Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ekkert lát er á blíðviðrinu á Austurlandi og eins og sjá má er gaman að ærslast í sundlauginni á Egilsstöðum þegar veðrið leikur við mann. Í gær mældist hit- inn líkt og undanfarna daga yfir 20 stig víða á Austurlandi og ef tekið er mið af veðurspá dagsins í dag má gera ráð fyrir því að hitinn fari yfir 20 stig um aust- anvert landið. Áfram má búast við mildu veðri á landinu um helgina en eftir helgi mega íbúar Austurlands búast við öllu kaldara veðri en verið hefur. Skelltu sér í salíbunuröð í sól og sumri Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hiti mældist yfir 20 stig á Austurlandi í gær Skúli Halldórsson Helgi Bjarnason Frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um almennar íbúðir var samþykkt á Alþingi í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mikla ánægju inn- an raða sambandsins vegna þessa. „Okkur er nú ekkert að vanbún- aði, við höfum lýst því yfir í tengslum við hundrað ára afmæli sambandsins að við ætlum að standa fyrir stofnun félags í samræmi við lögin, í sam- starfi við BSRB,“ segir Gylfi og bæt- ir við að samkomulag sé til staðar við borgina um úthlutun lóða. Gert er ráð fyrir að 2.300 íbúðir muni rísa á næstu fjórum árum en Gylfi telur að tvö ár þurfi að líða þar til fyrstu íbúðirnar verði komnar í gagnið. „Það er ekki skynsamlegt að fara að rjúka til með miklum hraða. Steypan þarf einfaldlega að ná að þorna.“ Ráða ekki við aðstæðurnar Við áformin segir Gylfi að horft hafi verið til norrænu landanna en einnig víðar, til dæmis til Bretlands og Hollands. „Í þessum löndum er gjarnan fimmtungur eða fjórðungur íbúða í einhvers konar félagslegu formi. Neðri fjórðungur tekna á Íslandi, það eru tekjur undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði, það er ljóst að slíkir einstaklingar ráða ekki við markaðslegar aðstæður eins og þær eru í dag.“ Mikil húsnæðisekla er í nokkrum bæjum á landsbyggðinni þar sem atvinnulíf hefur byggst upp í kjölfar langvarandi stöðnunar. Stendur það mörgum sveitarfélögum fyrir þrifum. „Þetta opnar fleiri möguleika á aðkomu sveitarfélagsins,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, en á Húsavík er unnið að húsnæðisáætlun sem kynnt verður á næstunni. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir að mál- ið verði skoðað vel. Hún tekur þó fram að takmörk séu fyrir því hversu mikið sé hægt að skuldsetja bæjarfélagið og því erfitt að fara í mikla uppbyggingu á þessum grunni. Fagna lögum um almennar íbúðir  ASÍ gerir ráð fyrir 2.300 íbúðum á næstu fjórum árum  Opnar fleiri möguleika, segir sveitarstjóri Norðurþings Þingsályktunar- tillaga um rann- sókn á erlendri þátttöku í kaup- um á 46,8% hlut í Búnaðarbank- anum var sam- þykkt á Alþingi í gær með 52 at- kvæðum. Í ræðu sinni um tillöguna sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins, að gögnin sem Umboðsmaður Alþingis hefði undir höndum væru „dylgjur huldu- manns úti í bæ“. Sagðist hún þó styðja tillöguna, en með þá von í brjósti að brátt væri hægt að hefja rannsókn á þeirri einkavæðingu bankanna sem átti sér stað í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í samtali við Morgunblaðið segist Vigdís ekki bjartsýn á að tillaga sín um þá rannsókn verði samþykkt á yfirstandandi þingi. „Ég sakna svolítið stuðnings Pí- ratanna, sem jafnan segjast vilja hafa allt uppi á borðinu,“ segir Vig- dís. Tillagan er nú á borði stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar. Rannsaka erlenda þátttöku Vigdís Hauksdóttir  Samþykktu þings- ályktunartillögu Auk nýrra laga um almennar íbúðir voru samþykkt frumvörp Eyglóar um húsnæðisbætur og húsaleigu- lög á Alþingi í gær. Áður hafði Al- þingi samþykkt frumvarp ráð- herrans til laga um húsnæðis- samvinnufélög. Þá voru samþykkt lög um útboð vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju, en í þeim lögum felst að Vegagerð- inni er heimilt að bjóða út smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyja- ferju, sem leysa á Herjólf af hólmi. Auk þessa voru samþykkt ný lög um málefni útlendinga, en í at- hugasemdum segir að þau feli í sér heildarendurskoðun á lögum um útlendinga frá árinu 2002. Að lokum var samþykkt frum- varp til laga um breytingu á ýms- um lagaákvæðum um skatta og gjöld. Í því felst meðal annars lækkun á almennu tryggingagjaldi um 0,5 prósentustig. Tekjur ríkissjóðs munu lækka við það um sex milljarða króna ár- lega, að því er fram kemur í at- hugasemdum. Þá segir í samþykkta frumvarp- inu að hjónum og sambýlisfólki verði áfram heimiluð samsköttun milli tveggja skattþrepa. Ný ferja leysi ófremdarástand FJÖLDI FRUMVARPA SAMÞYKKTUR Á LOKASPRETTINUM Til stóð í gærkvöldi að Alþingi sam- þykkti frumvarp Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra um breyt- ingar á lögum um gjaldeyrismál, lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjár- málafyrirtæki. Breytingunum er ætlað að draga úr þeirri áhættu sem verulegt fjár- magnsinnstreymi getur skapað og styðja við aðra þætti innlendrar hag- stjórnar, að því er fram kemur í til- kynningu frá fjármálaráðuneytinu. Með frumvarpinu er Seðlabankan- um veitt heimild til að setja reglur sem kveða á um bindingu reiðufjár vegna tiltekins nýs innstreymis nýs gjaldeyris. „Þessi stjórntæki eru aldrei eins og ein- hver töfrasproti. Það eru aðrir þættir sem ráða þar miklu meira um, til dæmis hvernig haldið er á opinberum fjár- málum, fram- kvæmd peninga- stefnu og samtal þar á milli,“ sagði Bjarni í ræðustól í gærkvöldi, um áhrif frumvarpsins á stöðugleika. „Hér er einkum um að ræða inn- streymi vegna kaupa á skuldabréf- um og víxlum og vegna nýrra banka- innstæðna, þar sem fjárfestar horfa til skammtímaávinnings vegna vaxtamunar á milli Íslands og ann- arra landa og gengisbreytinga,“ seg- ir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að með þessu geti bankinn sett almenn stjórnvaldsfyr- irmæli sem fela í sér skyldu til að binda reiðufé, sem nemur allt að 75% af viðskiptunum, á reikningi hjá inn- lánsstofnun til allt að fimm ára. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hversu knappur tími var gefinn til að kynna sér frumvarpið og hversu lítið samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna varðandi frumvarpið sem og fyrri haftafrum- vörp. ash@mbl.is sh@mbl.is Dragi úr áhættu vegna fjármagnsinnstreymis  Stjórntækin eru aldrei eins og töfrasproti, segir ráðherra Bjarni Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.