Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Fararstjóri: Edda Lyberth Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Grænland–saga&menning Hér kynnumst við stórkostulegu náttúrufari Grænlands, íbúum þess og menningu að fornu og nýju.Við upplifum m.a. ósnortið landslag, heiðalönd, firði og fjörur og siglum á milli tignarlegra ísjaka. Skoðum m.a. gamla þingstaðinn í Görðum og bæinn Bröttuhlíð. Forvitnileg ferð um einstakt land! Verð: 237.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 20. - 23. ágúst Ör fá s æt i la us FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hugsanleg innganga Íslands í Evr- ópusambandið hefur síður en svo verið á dagskrá hér á landi að undan- förnu. Lítið hefur heyrst um slík áform Samfylkingar, sem hafði það mál sem aðalmál á dagskrá í mörg ár. Nýstofnaður stjórnmálaflokkur, Viðreisn, minntist ekki á stefnu sína um aðild Íslands að ESB í frétta- tilkynningu eftir flokksstofnun, og yfir höfuð virðist enginn vera að boða að Ísland eigi að ganga í ESB um þessar mundir. Dagana 6. til 9. maí kannaði MMR afstöðu almennings gagnvart því að Ísland gengi í Evrópusambandið (ESB). Yfir helmingur svarenda (51,4%) kvaðst andvígur eða mjög andvígur því að Ísland gengi í Evr- ópusambandið en rétt rúmlega fjórð- ungur (27,1%) svarenda sagðist hlynntur eða mjög hlynntur því að Ísland gengi í Evrópusambandið. Annað hljóð í strokknum Það er því engin furða að meðal ákveðinna forsetaframbjóðenda nú sé annað hljóð í strokknum en var fyrir einhverjum misserum og árum. Guðni Th. Jóhannesson, sem nýtur mest fylgis samkvæmt skoðanakönn- unum, segist mundu segja nei „eins og sakir standa“ ef kosið væri um að- ild nú; Halla Tómasdóttir, sem eitt sinn var eindreginn talsmaður að- ildar að ESB, segir: „Ég er þeirrar skoðunar að ég myndi kjósa nei í dag,“ og Andri Snær Magnason seg- ir: „Ég get ekki svarað þessu fyrir mig persónulega fyrr en ég hef séð djúpa og ígrundaða umræðu í sam- félaginu um þetta mál.“ Það er stundum erfitt að henda reiður á því hverjar eru skoðanir for- setaframbjóðenda í einstökum mál- um. Þannig hefur afstaða þriggja af fjórum frambjóðendum, sem njóta mests fylgis samkvæmt skoðana- könnunum, gagnvart Evrópusam- bandinu og hugsanlegri aðild Íslands að því, vafist fyrir ýmsum. Hér er átt við þau Guðna Th. Jóhannesson, Andra Snæ Magnason og Höllu Tómasdóttur. Afstaða Davíðs Oddssonar vefst ekki fyrir nokkrum manni, Hann var og er á móti aðild að Evrópusam- bandinu, eins og margoft hefur kom- ið fram í ræðu og riti Davíðs á undan- förnum árum. Davíð hefur alla tíð verið andvígur því að ganga í Evrópusambandið. Af- staða hans kom skýrt fram þegar Ís- land gerði EES-samninginn, en þá taldi Davíð að Íslendingar fengju að- gang að innri markaði Evrópu og þar með yrði friður um það að vera utan Evrópusambandsins. Hélt ég væri einn á móti Davíð Oddsson sagði í umræðu- þætti forsetaframbjóðendanna fjög- urra á Stöð 2 þann 26. maí sl. þegar Þorbjörn Þórðarson spurði hann hver væri hans skoðun á aðild Ís- lands að ESB: „Ég hélt nú reyndar að ég væri eini andstæðingur Evrópusambandsins hérna. Svona miðað við það sem maður hefur heyrt, eða aðildar að því, en það virð- ist ekki vera og það er ágætt að menn séu að hlaupa til annarrar átt- ar, ég held að það sé skynsamlegt. Það er rétt hjá Jóni Baldvin að menn eiga ekki að fara inn í brennandi hús.“ Áður hafði Halla Tómasdóttir svarað sömu spurningu með þessum orðum: „Varðandi Evrópusambandið þá er ég og hef verið þeirrar skoð- unar að þetta sé stórt mál sem varð- ar langtímahagsmuni þjóðarinnar og það sé bara rétt að leyfa þjóðinni að kjósa um það mál. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þjóðin myndi hafna því, tel miklar líkur á því. Ég er þeirrar skoðunar að ég myndi kjósa nei í dag, gegn því, og ég held að meirihluti þjóðarinnar myndi gera það. En ég er þeirrar skoðunar að það sé betra að þetta mál sé klár- að og við séum ekki að rífast um þetta endalaust eins og við erum búin að vera að gera í mjög langan tíma.“ Halla var framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands 2006-2007 og var þá eindreginn talsmaður aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu, rétt eins og Viðskiptaráð. Eins og sakir standa Svar Guðna Th. Jóhannessonar við spurningu þáttastjórnandans var: „Eins og sakir standa núna þá myndi ég taka undir með Jóni Baldvin og Davíð Oddssyni að það væri ekki skynsamlegt. Evrópusambandið er á miklu umbrotaskeiði núna Já, eins og sakir standa er ég á móti aðild.“ Að fara inn í brennandi hús Í frétt í Morgunblaðinu þann 27. maí sl., daginn eftir umræðuþáttinn á Stöð 2, sagði m.a.: „Halla Tómasdótt- ir sagði að kjósa ætti um framhald málsins, þegar hún var spurð um af- stöðu til aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu. Hún teldi að þjóðin myndi hafna því og sjálf myndi hún greiða atkvæði gegn því. Davíð Oddsson sagðist hafa talið sig vera eina andstæðing Evrópusambands- aðildar á meðal frambjóðenda og fagnaði því að þeir væru fleiri. Hann sagðist sammála Jóni Baldvini Hannibalssyni um að ekki væri ráð- legt að fara inn í brennandi hús. Guðni Th. Jóhannesson sagðist styðja þjóðaratkvæði um framhald málsins. Hann myndi sjálfur vilja sjá niðurstöður mögulegs samnings við ESB. Spurður beint hvort hann styddi inngöngu sagði hann að eins og sakir stæðu væri hann sammála Davíð og Jóni Baldvini og myndi segja nei. Ef hreyfa ætti við málinu þyrfti að vera ríkisstjórn í landinu sem styddi málið heilshugar og hefði umboð frá þjóðinni til þess að fara áfram með það. Andri Snær Magna- son sagðist vilja að þjóðin kysi um málið en sagðist ekki hafa tekið af- stöðu til þess sjálfur.“ Í þættinum Eyjunni á Stöð tvö þann 29. maí sl. sagði Guðni um Evr- ópusambandsmálin: „Þjóðin á að eiga fyrsta orðið og þjóðin á að eiga síð- asta orðið. Forseti Íslands mótar ekki Evrópustefnu á Íslandi. Það gerir ríkisstjórn, þingmeirihluti og fólkið í landinu.“ Andri Snær Magnason byrjaði svar sitt á því að segja að hann teldi að leiðtogar Íslands hefðu talað Evr- ópu niður á síðustu árum. Hann hefði sagt við embættismenn í Brussel: „Gefðu mér töfrapilluna þannig að ég verði bara, já, ég vil ganga í sam- bandið,“ og lauk svari sínu með orð- unum: „En það hefur engum tekist að gefa mér töfrapilluna, þannig að ég get ekki svarað þessu fyrir mig persónulega fyrr en ég hef séð djúpa og ígrundaða umræðu í samfélaginu um þetta mál.“ Áttu að kynna kosti og galla Í hnotskurn virðist því afstaða for- setaframbjóðendanna fjögurra til að- ildar Íslands að Evrópusambandinu vera þessi: Davíð Oddsson er og var á móti að- ild. Guðni Th. Jóhannesson, sem sat í samráðshópi á vegum utanríkisráðu- neytisins í tíð Össurar Skarphéðins- sonar frá 2011, sem átti að kynna kosti og galla aðildar Íslands að ESB fyrir almenningi, var jákvæður gagn- vart aðild á þeim tíma og áður, en hann segir í dag: „Eins og sakir standa, er ég á móti aðild.“ Guðni sagði í samtali á Útvarp Sögu þann 9. maí sl.: „Fari svo að ný ríkisstjórn óski þess að endurlífga aðildarumsóknina þá er það mín bjargfasta sannfæring að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði að fara fram áður en þær viðræður hefjast ...... Svo segir það sig að sjálfsögðu sjálft, að landið gengur aldrei í Evrópusam- bandið eftir samningaviðræður og eftir að hugsanlegur aðildarsamn- ingur liggur fyrir án þess að um það verði greitt atkvæði.“ Afstaða Höllu Tómasdóttur er svipuð og Guðna í dag þótt hún hafi verið önnur áður: „Ég er þeirrar skoðunar að ég myndi kjósa nei í dag, gegn því.“ Andri Snær Magnason er sá eini af frambjóðendunum fjórum sem gefur ekki upp afstöðu sína til aðildar Ís- lands að Evrópusambandinu: „Ég get ekki svarað þessu fyrir mig per- sónulega fyrr en ég hef séð djúpa og ígrundaða umræðu í samfélaginu um þetta mál.“ Enginn frambjóðendanna fjögurra boðar aðild að Evrópusambandinu  Forsetaframbjóðendur eru misjafnlega afdráttarlausir í afstöðu sinni til ESB aðildar Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir Afstaða þeirra fjögurra frambjóðenda til forseta sem mests fylgis njóta samkvæmt skoðanakönnunum til ESB er talsvert mismunandi. Davíð Oddsson Var og er á móti aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Halla Tómasdóttir „Ég er þeirrar skoðunar að ég myndi kjósa nei í dag.“ Andri Snær Magnason Gefur ekki upp afstöðu sína til aðildar Íslands að ESB. Guðni Th. Jóhannesson „Já, eins og sak- ir standa er ég á móti aðild.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.