Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ekkert óskaplega mikið í því,
oft verið meira. Það hefur ekki náð
að fara upp á tún en ég hélt þó að
mér höndum með jarðvinnslu og
áburðardreifingu fyrir helgi,“ segir
Kolbeinn Kjartansson, bóndi í
Hraunkoti í Aðaldal. Tún hans eru á
bökkum Skjálfandafljóts. Vegna hlý-
inda á hálendinu eru töluverðar leys-
ingar og mikið í ám.
Hlýindin koma fram í uppistöðu-
lónum vatnsaflsvirkjana. Þannig
náðu helstu lón Landsvirkjunar lág-
marki í seinnihluta maímánaðar.
Þannig byrjaði að hækka í Hálslóni
Kárahnjúkavirkjunar 27. maí. Er
það á svipuðum tíma og meðatal síð-
ustu ára segir til um en nærri mán-
uði fyrr en á síðasta ári. Þá var kalt
vor sem skapaði erfiðleika við söfnun
vatnsforða hjá Landsvirkjun. Raun-
ar hafa erfiðleikar verið tvö síðustu
vatnsár og Landsvirkjun hefur í ein-
hverjum tilvikum skert afhendingu á
umframorku til stórnotenda.
Hálslón kemst yfirleitt á yfirfall í
ágúst eða byrjun september. Á síð-
asta ári náði það ekki að fyllast fyrr
en 9. október. Ört hækkar í Blöndu-
lóni og hefur gert frá því um miðjan
maí. Staðan er betri þar en í fyrra en
enn langt frá meðaltali. Svipaða sögu
má segja af Þórisvatni sem safnar
vatni fyrir virkjanir á Suðurlandi,
það er á svipuðum stað og fyrir ári,
langt frá meðaltali.
Býst við flóðum í dag
Aftur hlýnaði fyrir norðan og aust-
an í gær og spáð áframhaldandi hlý-
indum um allt land, meðal annars á
hálendinu. Það mun skila sér í flóð-
um í jökulám.
Kolbeinn í Hraunkoti segir öruggt
að hækka muni í Skjálfandafljóti í
dag. Hann treystir því þó að það
verði ekki svo mikið að tún verði í
hættu. Þess vegna var hann óhrædd-
ur við jarðvinnslu í gær. Ekki veitir
af því túnin koma illa kalin undan
snjó og svellum vetrarins. „Grösin í
sumum stykkjunum eru alveg dauð.
Mér sýnist að kalið sé að jafnaði um
60% á túnum hér neðan við hraunið.
Það þýðir að 30 hektarar eru ónýtir,“
segir Kolbeinn. Hann er meðal ann-
ars að vinna þau upp.
Fljótið ekki
náð upp á tún
Leysingar á hálendinu Safnast í lón
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þórisvatn Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er betri en meðaltal síðustu
ára segir til um. Byrjað er að hækka í lónunum vegna hlýinda síðustu daga.
Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi og framkvæmda-
stjóri, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ragnheiðar
Elína Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og hóf
hún störf í gær. Eva hefur síðustu tvö árin rekið ráð-
gjafarfyrirtækið Podium ehf. Áður starfaði hún m.a. í
framkvæmdastjórn Mílu ehf. og var forstöðumaður al-
mannatengsla og talsmaður Símans í nokkur ár auk þess
sem hún hefur sinnt blaðamennsku og kennslu.
Eva mun starfa við hlið Ingvars P. Guðbjörnssonar, sem
verið hefur aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar.
Ragnheiður Elín bætir við aðstoðarmanni
Eva Magnúsdóttir
Einn bátur kom að landi með 11 tonn
á strandveiðum í maímánuði, Þor-
björg ÞH, sem gerir út frá Húsavík.
Róið var 15 daga í mánuðinum og
meðalaflinn í róðri því 735 kíló. Beta
SU, var með 10,6 tonn í 13 róðrum,
Ásbjörn SF með 10,1 tonn í 12 róðr-
um og Hulda SF einnig með 10,1 tonn
í 12 róðrum, en eins og einum vænum
þorski minna. Í fimmta sæti er Jón
Pétur RE sem gerir út frá Grindavík
með 9,7 tonn í 11 róðrum og þar var
meðalaflinn 906 kíló.
Á fiskmörkuðum sveiflaðist verðið
nokkuð í maímánuði. Það fór lægst 13.
maí niður í 235 krónur fyrir kíló af
slægðum þorski, en var oft tæplega
300 krónur. Undir lok mánaðar
hækkaði það talsvert og fór hæst í 386
krónur 25. maí. Miðað við 300 krónur
fyrir kíló að meðaltali gæti brúttó-
verðmæti fyrir 11 tonn verið nálægt
3,3 milljónum króna.
579 leyfi gefin út
Á tveimur svæðum strandveiða
náðist viðmiðunarafli maímánaðar
ekki og aukast því heimildir í júní um
það sem út af stóð. Á svæði B frá
Norðurfirði að Grenivík vantaði 10%
upp á og 20% á svæði C frá Húsavík
til Djúpavogs. Á þessum svæðum var
því róið þá 16 daga í maí sem heimilt
var að stunda strandveiðar svo fremi
sem veður hamlaði ekki. Á A-svæði
frá Arnarstapa að Súðavík náðist við-
miðunaraflinn aftur á móti á 10 dög-
um og voru veiðar þá stöðvaðar, en á
D-svæði frá Hornafirði í Borgarnes
voru veiðar stöðvaðar eftir 12 daga.
Alls hafa 579 leyfi verið gefin út til
strandveiða og voru 545 þeirra í notk-
un í maí. Flestir eru komnir með leyfi
á A-svæði eða 218, en á hinum svæð-
unum er fjöldi leyfa 106-119.
Mestur meðalafli fékkst á D-svæði
eða 4,62 tonn í róðri og 4,47 tonn á A-
svæði. aij@mbl.is
Með 11 tonn á
strandveiðum
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Strandveiðar Aflabrögð voru yfir-
leitt góð í maí og lítið um frátafir.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að
hækka endurgreiðslur til sveitarfé-
laga vegna refaveiða um fimm pró-
sentustig á þessu ári. Hækkunin er
tímabundin. Ástæðan er sú að
endurgreiðslur fyrir refaveiðar árin
2014 og 2015 voru lægri en áætlanir
höfðu gert ráð fyrir.
Endurgreiðslurnar eru sam-
kvæmt samningi sem Umhverfis-
stofnun gerði við sveitarfélögin árið
2014 og gilti hann fyrir árin 2014 til
2016. Áætlun um refaveiðar á sama
tímabili var gerð í tengslum við
samninginn.
„Við fengum tiltekið fjármagn og
áætluðum að úthluta 26 milljónum
fyrsta árið, 2014, en úthlutuðum ekki
nema 22 milljónum það ár,“ sagði
Gunnlaug H. Einarsdóttir, sviðs-
stjóri Sviðs sjálfbærni hjá Umhverf-
isstofnun. Eftirstöðvunum frá 2014
var úthlutað til sveitarfélaganna
2015 og var endurgreiðsluhlutfallið
þá hækkað um tvö prósentustig.
„Við fengum alls 90 milljónir til
þriggja ára vegna þessa samnings,
30 milljónir á ári. Þetta er síðasta ár
samningsins og við erum að koma
því sem eftir er til sveitarfélaganna,“
sagði Gunnlaug. Til að gera það var
endurgreiðsluhlutfallið því hækkað
um fimm prósentustig á þessu ári.
Mishátt endurgreiðsluhlutfall
Endurgreiðsluhlutfall kostnaðar
sveitarfélaganna af refaveiðum er
mishátt eftir sveitarfélögum. Í gildi
eru fjórir flokkar og er endur-
greiðsluhlutfallið 33%, 30%, 20% og
10%.
Víðfeðm sveitarfélög með fáa íbúa,
það eru þau sem hafa fæsta íbúa á
hvern ferkílómetra, lenda í efsta
flokki en þau sem hafa flesta íbúa á
ferkílómetra fá hlutfallslega minnstu
endurgreiðslurnar. Grunnend-
urgreiðsluhlutfall Skútustaðahrepps
er til dæmis 33% en hlutfall Reykja-
víkurborgar er 10%. Vegna hækk-
unarinnar á þessu ári verða endur-
greiðsluhlutföllin því 38%, 35%, 25%
og 15%.
Árið 2014 var alls greitt fyrir veið-
ar á 5.117 refum. Heildarkostnaður-
inn var 88 milljónir og endur-
greiðslan 21,6 milljónir eða 24,5% að
meðaltali. Í fyrra var greitt fyrir
veiðar á 5.881 ref og kostuðu veið-
arnar alls 102 milljónir. Af þeim
fengu sveitarfélögin endurgreiddar
25,9 milljónir eða 25,4% kostnaðar-
ins að meðaltali. Þessi tvö ár var því
greitt fyrir veiðar á 10.998 refum.
Í samantekt Umhverfisstofnunar
frá í vetur kemur fram að greiðslur
til sveitarfélaga vegna refaveiða eru
mjög misháar og eins breytist á milli
ára hvað hvert sveitarfélag fær
endurgreitt.
Árið 2014 fékk t.d. Þingeyjarsveit
1,95 milljónir endurgreiddar vegna
refaveiða og var það hæsta endur-
greiðslan það ár en í fyrra fékk Þing-
eyjarsveit tæplega 1,2 milljónir end-
urgreiddar. Skútustaðahreppur fékk
1,96 milljónir í fyrra, sem var hæsta
endurgreiðslan það ár. Sveitar-
félagið fékk 1,76 milljónir árið 2014.
Sum sveitarfélög fengu ekkert og
önnur lægri upphæðir en þessar.
Endurgreiðslur vegna
refaveiða voru hækkaðar
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Erum á facebook
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar
þú vilt 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá eru hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir
fyrir hópa og fyrirtæki.
Verð frá 87.900 kr.
Sími 588 8900 | transatlantic.is
GLÆSILEGAR BORGIR Í
A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI
BUDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir
sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá
Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis
menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg
Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997.
Hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-
hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferða-
mannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn
líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Flogið er tvisvar í viku frá maí til október
Rannveig Guð-
mundsdóttir, fv.
þingmaður og
ráðherra, hefur
verið sæmd heið-
urspeningi Lett-
erstedtska sjóðs-
ins fyrir árið
2016 fyrir fram-
lag sitt til nor-
ræns samstarfs.
Sjóðurinn hef-
ur haft það að markmiði síðan árið
1875 að stuðla að samstarfi milli
norrænu ríkjanna á sviði vísinda,
lista og handverks. Á vegum sjóðs-
ins starfa landsdeildir í Danmörku,
Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Ís-
landi. Rannveigu verður afhentur
heiðurspeningurinn við athöfn í Al-
þingishúsinu næsta haust.
Rannveig fæddist á Ísafirði árið
1940. Hún starfaði í stjórnmálum í
rúm 30 ár, fyrst í Alþýðuflokknum
og síðar Samfylkingunni. Hún átti
sæti í bæjarstjórn Kópavogs og var
þar formaður í þrjú ár. Rannveig
var þingmaður frá 1989 til 2007 og
félagsmálaráðherra frá 1995 til
1996.
Hún var m.a. fulltrúi í Íslands-
deild Norðurlandaráðs og um tíma
forseti ráðsins. Þá hefur hún verið
fulltrúi forsætisnefndar Norð-
urlandaráðs í þingmannanefnd um
norðurskautsmál og í dómnefnd
umhverfisverðlauna Norðurlanda-
ráðs.
Rannveig
heiðruð
Rannveig
Guðmundsdóttir