Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
Reyktur
og grafinn
lax
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin.
• Í forréttinn
• Á veisluborðið
• Í smáréttinn
Alltaf við hæfi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þess var minnst á Alþingi á þriðju-
daginn að 25 ár voru liðin frá því að
Alþingi var gert að einni málstofu.
Stjórnarskipunarfrumvarp til breyt-
inga á stjórnarskrá um þetta efni var
til lokaafgreiðslu á Alþingi 31. maí
1991 og voru lögin staðfest af forseta
Íslands og birt í Stjórnartíðindum
þann sama dag.
Í ræðu sem Einar Kristinn Guð-
finnsson flutti af þessu tilefni kom
m.a. fram að með þessari breytingu
hefði sömu skipan komið á og hefði
verið við endurreisn Alþingis árið
1845, en þá starfaði þingið í einni
málstofu.
Konugskjörinn í efri deild
Sú skipan stóð til 1874 en með
setningu stjórnarskrár fyrir Ísland
það ár var ákveðið að skipta þinginu í
tvær deildir; efri deild þar sem helm-
ingur fulltrúa var konungkjörinn og
neðri deild þar sem fulltrúar voru
þjóðkjörnir. Jafnframt var gert ráð
fyrir sameiginlegum fundum, sam-
einuðu Alþingi, til að setja og slíta
þinginu og til að skera úr um ágrein-
ing milli deildanna þegar þær gætu
ekki komið sér saman um breytingar
á frumvarpi.
Fram kom í máli Einars að
snemma á síðustu öld var farið að
flytja verkefni frá deildunum til sam-
einaðs Alþingis og smátt og smátt
varð sameinað þing að sérstakri mál-
stofu, þriðju málstofunni, með eigið
skipulag, m.a. sérstöku nefndakerfi.
Skipting Alþingis í þrjár málstofur
var svo fest enn frekar í sessi árið
1934 þegar fjárlagaafgreiðslan var
flutt í sameinað Alþingi.
„Þegar líða tók á síðustu öld var
svo komið að einungis afgreiðsla
lagafrumvarpa fór fram í deildunum
en allt annað starf þingsins fór fram í
sameinuðu Alþingi, þar með talin
umfjöllun um fjárlög, þingsályktun-
artillögur, fyrirspurnir, skýrslur og
umræður utan dagskrár að mestu
leyti. Hugmyndir um afnám deilda-
skiptingar heyrðust því æ oftar,“
sagði Einar Kristinn.
Á þinginu 1990-1991 náðist víðtæk
pólitísk samstaða um að stíga skrefið
til fulls og flytja allt starf þingsins í
eina málstofu, sagði Einar Kristinn. Í
þessu sambandi var m.a. horft til
reynslu danska og sænska þingsins,
en afnám deildaskiptingarinnar í
Danmörku 1953 og í Svíþjóð 1971 var
talin hafa verið til mikilla bóta fyrir
störf þinganna. Norðmenn ákváðu
svo að fara sömu leið 2009, en þar
hafði þingið starfað í þremur mál-
stofum líkt og hér hafði tíðkast.
„Sú ákvörðun að gera Alþingi að
einni málstofu 1991 var heillarík og
löngu tímabær, enda hinar sögulegu
forsendur deildaskiptingarinnar
þegar brostnar 1915 með afnámi
konungkjörinna fulltrúa. Nú mun
fáum eða engum hugnast að snúa til
fyrra fyrirkomulags,“ sagði Einar
Kristinn þingforseti.
Þingið ein málstofa í aldarfjórðung
Alþingi varð að einni málstofu í maí 1991 Sama skipan og við endurreisn Alþingis árið 1845
Efri deild 1978 Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í ræðustól og forseti deildarinnar var Jón Helgason.
Eftir að Alþingi var gert að
einni málstofu 1991 hafa þing-
störfin farið fram í sal neðri
deildar, stærri þingsalnum í Al-
þingishúsinu.
Minni salnum, þar sem efri
deild fundaði, var breytt í
setustofu fyrir þingmenn. Að
sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, voru
þingbekkir og forsetastúka
fjarlægð og komið fyrir sófum
og stólum.
Þarna geta þingmenn sest
niður og spjallað og hefur
þetta fyrirkomulag reynst afar
vel, að sögn Helga. Þá eru í
salnum ýmsar gjafir sem þing-
ið hefur fengið á hátíðar-
stundum.
Í tilefni af tímamótunum
síðastliðinn þriðjudag voru
hengdar upp tvær myndir í
þinghúsinu. Eru myndirnar af
þingmönnum í efri og neðri
deild, teknar í garði Alþing-
ishússins að loknum síðustu
fundum í deildunum 31. maí
1991.
Var breytt í
setustofu
þingmanna
SALUR EFRI DEILDAR
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Bergþóra Kristjánsdóttir og maður
hennar Sæmundur Þór Sigurðsson
reka nokkuð sérstaka ferðaþjónustu
á Heiði í Mývatnssveit, þar sem þau
eru með sleðahunda og bjóða upp á
sleðaferðir um fannbreiður sveit-
arinnar, sem eru enn miklar – ekki
síst á hálendinu norður frá Kröflu þar
sem enn eru töluverður snjór.
„Við förum venjulega út frá Heiði
en þar er orðinn lítill snjór, þannig að
þegar ég ætla að þjálfa hundana þarf
ég að gera það á hjólum og get bara
tekið tvo til þrjá hunda í einu. Þá er
miklu skemmtilegra að rúlla upp í
Kröflu og rjúka af stað með allan hóp-
inn,“ segir Bergþóra, en Krafla er í
um 600 metra hæð yfir sjávarmáli.
Þau Bergþóra og Sæmundur stofn-
uðu árið 2010 fyrirtækið GeoTravel,
sem bauð upp á ferðaþjónustu í sveit-
inni. Í vetur fóru þau að bjóða upp á
hundasleðaferðir og gekk það vonum
framar. „Við eigum þrjú lítil börn og
það er alltaf mikil vertíð í ferðum í
Öskju á sumrin. Þetta lítur vel út með
hundana og við ákváðum að vera ekki
alltaf í vertíð þannig að við ákváðum
að sleppa GeoTravel og selja það til
ungra athafnamanna hér í sveitinni.
Við ákváðum að einbeita okkur að
hundunum.“
Got væntanlegt
Þau eru með 12 síberíu Husky
hunda á heimilinu eins og er og got
væntanlegt í mánuðinum hjá Múla
ræktun. Það er því nóg að gera á
stóra heimilinu. „Flestir hundarnir
koma úr Múla ræktun, frá tengdafor-
eldrum mínum Hjördísi Hilm-
arsdóttur og Steindórs Sigurjóns-
sonar, en þau hafa ræktað Síberíu
Husky í rúmlega 10 ár. Án þeirra
hjálpar hefði þetta ævintýri verið
óframkvæmanlegt og erum við þeim
óendanlega þakklát.“ Litla fyrirtækið
þeirra, Snowdogs, hefur fengið glimr-
andi dóma á ferðavefsíðunni vinsælu
TripAdvisor þrátt fyrir að vera varla
byrjað. „Það hefur gengið vel í vetur
og fólk sem hefur farið með okkur er í
skýjunum og nánast brosandi út að
eyrum. Samt erum við varla byrjuð.
Þetta gengur vel og viðskiptavinir
okkar eru mjög ánægðir, sem er já-
kvætt því þetta er hrikalega
skemmtilegt. Tvímælalaust skemmti-
legasta vinna sem ég hef verið í,“ seg-
ir Bergþóra og hlær. „Við ætlum að
vera með 20-25 hunda og getum þá
farið með fjóra til átta kúnna á dag,
eftir færð og veðri. Við erum með
kerru sem hægt er að setja sleða og
hundana í. Þannig getum við í raun
farið hvert sem við viljum.“
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Stuð í snjónum Bergþóra Kristjánsdóttir, með ferðamann á sleðanum upp í Kröflu fyrir skemmstu. Hún og mað-
urinn hennar Sæmundur Þór Sigurðsson, eru með marga Husky hunda og von er á enn fleirum í mánuðinum.
Hundar í ferðaþjón-
ustu í Mývatnssveit