Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Strandveiðar og önnur þróun í út-
gerð og sjósókn kallar á að í starfi
sjóbjörgunarsveita Slysavarna-
félagsins Landsbjargar sé nýjum
aðstæðum mætt hringinn í kring-
um landið. Á vegum félagsins eru
gerð út alls
þrettán björg-
unarskip, sem
mörg eru komin
vel til ára sinna
svo að þörf er á
endurnýjun
þeirra. „Um
þessar mundir
erum við að end-
urmeta áherslur
í skipaútgerð-
inni, í tengslum við samning milli
félagsins og innanríkisráðuneyt-
isins um endurbætur á flotanum.
Einn af skilmálunum þar er að
skoða skuli hvort staðsetning og
heimahafnir skuli vera þær sömu
og verið hefur. Skýrsla um málið á
að liggja fyrir í haust og í fram-
haldi af því verða ákvarðanir tekn-
ar,“ segir Jón Svanberg Hjart-
arson, framkvæmdastjóri félagsins.
„Við erum að fara yfir staðsetn-
ingu skipanna og könnum jafn-
framt hvort þörf sé á stærri og öfl-
ugri skipum á fyrirframákveðnum
stöðum. Þetta erum við að skoða
núna í samvinnu við Landhelg-
isgæslu, Landssamband smábáta-
eigenda og Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi.“
Margir á vestursvæði
Að björgunarskip séu til staðar
og jafnan útkallshæf segir fram-
kvæmdastjóri að sé mjög mik-
ilvægt, en sums staðar sé þörfin
fyrir þau jafnvel meiri en annars
staðar. Í því sambandi megi til
dæmis nefna vestursvæðið, en þar
er jafnvel í meiri mæli en annars
staðar gerður út mikill fjöldi lítilla
báta sem sækja á Breiðafjarðarmið
og fiskislóðina úti af Snæfellsnesi
og Vestfjörðum. Á þessu svæði eru
gerð út þrjú björgunarskip, frá
Rifi, Patreksfirði og Ísafirði.
„Björgunarskipin og áhafnir
þeirra eru, eins og aðrir í okkar
starfi, til taks ef vá steðjar að.
Einnig sinna menn á bátunum
þjónustuverkefnum fyrir útgerðina
sem skapar aukatekjur, svo sem ef
skjótast þarf með varahluti í skip-
in, flytja mannskap og svo fram-
vegis,“ nefnir framkvæmdastjór-
inn.
Viðspyrna með bakvörðum
Það var upp úr 1990 og á næstu
árunum þar á eftir sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg fékk
björgunarskipin góðu, sem keypt
voru notuð frá systursamtökum í
Bretlandi og Þýskalandi. Þessi
skip hafa reynst vel en eru komast
á tíma því þau elstu nálgast nú 40
árin. Fyrir vikið getur viðhaldsþörf
skipanna verið meiri en ella og því
er horft til endurnýjunar. Það
verður hins vegar talsverður hjalli
að komast yfir, því að skip eins og
þessi kosta hundruð milljóna
króna, jafnvel þótt notuð séu.
Á síðustu árum hefur verið lagt
kapp á að fjölga svonefndum Bak-
vörðum Slysavarnafélagsins Land-
bjargar. Eru þeir nú orðnir alls um
13.000; fólk og fyrirtæki sem greið-
ir ákveðna fasta upphæð til félags-
ins mánaðarlega. „Þetta hefur
breytt miklu fyrir björgunar- og
slysavarnastarf í landinu og er orð-
ið mikilvæg stoð í allri fjáröflun.
Þessir peningar hafa hjálpað okkur
að ná nýrri viðspyrnu í starfsem-
inni. Mörg undanfarin ár þurfti
endurnýjun á tækjabúnaði, bílum,
bátum, vélsleðum og öðru að sitja á
hakanum. Bakverðirnir og framlag
þetta hafa gert þetta allt miklu við-
ráðanlegra,“ segir Jón Svanberg.
Björgunarskipin
í endurskoðun
Hugsanlega stærri skip og nýjar hafnir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snæfellsnes Björg hefur heimahöfn á Rifi og er útgerð þess þegar liðsinna þarf sjófarendum við Breiðafjörð.
Jón Svanberg
Hjartarson
„Blaðberalaunin fara óskert í
ferðasjóðinn og við stefnum á út-
lönd í haust,“ segir Halldóra Björk
Ragnarsdóttir. Hún hefur síðasta
árið eða þar um bil borið Morg-
unblaðið út til áskrifenda í Sunda-
hverfinu í Reykjavík. Sjálf býr hún
við Sæviðarsund og dreifir blaðinu
í þeirri götu og reyndar fleirum í
grenndinni. Er hún með mikið
undir um þessar mundir svo að
skammturinn nálgast 300 blöð.
Morgunblaðið kemur úr prent-
smiðjunni fyrri hluta nætur og er
þá dreift til blaðberanna, sem eiga
næsta leik. „Að undanförnu hef ég
farið á fætur um klukkan hálf
fjögur og lagt af stað með blöðin.
Oft er þetta um tveggja tíma
gangur en ég reyni að vera komin
aftur í hús fyrir klukkan sex til að
ná smá blundi áður en hefðbund-
inn vinnudagur tekur við,“ segir
Halldóra, sem er gamalreynd sem
blaðberi.
Eldhús í boði Árvakurs
Halldór er gamalreynd sem
blaðberi. Hún var í því starfi fyrir
tæpum áratug og söfnuðust þá
peningar sem dugðu til mikilla
endurbóta á heimili fjölskyldu
hennar.
„Já, við tókum eldhúsið allt í
gegn, sem var nokkurra milljóna
króna framkvæmd. Ég segi stund-
um að Mogginn hafi borgað brús-
ann; eldhúsið var í boði Árvakurs,“
segir Halldóra Björk, sem er gift
Birni Steingrímssyni og fara þau
oft saman í blaðburðinn. Aðal-
starfið er hins vegar formennska í
Kattavinafélagi Íslands, sem meðal
annars rekur Kattholt á Stangar-
höfðanum í Reykjavík, og þar
stendur okkar kona vaktina.
sbs@mbl.is
Kattakona með 300 Mogga
Blaðberi í Sæviðarsundi Safnar fyrir utanlandsferð og
endurbætti húsið Fer í tveggja tíma næturgöngu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með kisu Halldóra B. Ragnasdóttir er formaður í Kattavinafélagi Íslands.
Björgunarskipin eru 13 og stað-
sett þar sem slysahætta er talin
mest vegna sjósóknar. Áhafnir
eru mannaðar sjálfboðaliðum
en umsjónarmaður hvers skips
fær greitt fyrir hlutastarf. Er
hann ábyrgur fyrir því að björg-
unarskipið sé ávallt klárt í út-
kall. Áhafnir eru í nánu sam-
starfi við Vaktstöð siglinga, en
öll boðun til aðgerða á sjó kem-
ur þaðan. Viðbragðstími skip-
anna er 5-20 mínútur.
Þar sem hætt-
an er mest
ÁHAFNIR KLÁRAR
Sýningin um Ís-
landsgöngu
Reynis Péturs
Steinunnar-
sonar, áður Ingv-
arssonar, sem
sett var upp í til-
efni 30 ára
gönguafmælis
1985-2015, verð-
ur aftur uppi í
Íþróttahúsi Sól-
heima á Menningarveislu Sólheima
í sumar. Hefst sýningin á morgun
og stendur til 14. ágúst. Verður hún
opin frá kl. 12-18 alla daga.
Reynir Pétur gengur
aftur á Sólheimum
Reynir Pétur
Steinunnarson
Íslandsmótið í
kotru fer fram
um helgina í
húsakynnum
Skáksambands
Íslands í Faxa-
feni. Mótið hefst
kl. 18 í dag og
verður fram
haldið á morgun.
Tólf leikmenn
spila til úrslita,
sem komust úr undanúrslitum. Spil-
ið kotra á vaxandi vinsældum að
fagna en áhorfendur eru boðnir
velkomnir í Faxafenið.
Íslandsmótið í kotru
haldið um helgina
Íslandsmót Kotra
er spennandi spil.
Eldsmíðahátíð
fer fram á
Byggðasafninu í
Görðum á Akra-
nesi um helgina.
Þar munu nokkr-
ir af fremstu eld-
smiðum landsins
sýna listir sínar
og erlendir eld-
smiðir verða með
sýnikennslu og
þriggja tíma örnámskeið fyrir al-
menning.
Á sunnudeginum fer síðan fram
Íslandsmót í eldsmíði og hefst kl. 11.
Eldsmiðir landsins
keppa á Akranesi
Eldsmíði Með
mörg járn í eldinum.