Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 40

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sumarið er tími vettvangsrannsókna íslenskra fornleifafræðinga. Það er tími uppgrafta og sýnatöku. Þá eru þeir sýnilegir almenningi um land allt. Vetrarmánuðina dvelja þeir innan dyra og vinna úr efniviðnum sem þeir hafa fengið í hendur, skrifa skýrslur, skoða, greina, flokka og láta forverja forngripina. Þegar hafa verið veitt leyfi til níu vísindarannsókna sem ýmist eru hafn- ar eða að hefjast og þriggja fram- kvæmdarannsókna. Á fjórum stöðum verða fornleifafræðingar við eftirlit með framkvæmdum og er líklegt að sex leyfi til vísindarannsókna muni bætast við á næstu dögum eða vikum, en það eru allt verkefni sem hlutu styrk úr fornminjasjóði í vor. Kortlagning klausturminja Það er Minjastofnun sem veitir leyfi til fornleifarannsókna. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Bergsteins- sonar, fornleifafræðings hjá stofn- uninni, eru sex af þeim níu leyfum sem veitt hafa verið til vísindarannsókna í sumar vegna kortlagningar Stein- unnar Kristjánsdóttur og samstarfs- manna hennar á íslenskum klaust- urminjum. Hópurinn tekur sýni úr prufuskurðum á Keldum á Rang- árvöllum, Helgafelli í Helgafellssveit, í Hítardal, á Möðruvöllum í Hörgárdal, Þingeyrum og Munkaþverá í Eyja- firði. Á næsta ári eru síðan áformaðar miklar rannsóknir á klausturminjum á Þingeyrum í framhaldi af þeirri könn- un sem þar fer fram í sumar. Aðrar vísindarannsóknir sem fengið hafa leyfi eru rannsókn nema í forn- leifafræði á minjum um býlin Móakot og Nes á Seltjarnarnesi, rannsókn Ke- vins Martin á flaki skipsins Melkmeid í Flateyjarhöfn og uppgröftur á meint- um kirkjugarði á Gautastöðum í Fljót- um á vegum Guðnýjar Zoëga forn- leifafræðings og Byggðasafns Skagfirðinga.. Þrjú leyfi hafa verið veitt til fram- kvæmdarannsókna. Slíkar rannsóknir eru annars eðlis en hreinar vísinda- rannsóknir, þar sem kveikjan að þeim er fyrirhugaðar framkvæmdir á stöð- um sem sterkar líkur eru á að geymi fornleifar. Um er að ræða Skarðssel í Land- sveit, Víkurkirkjugarð í Reykjavík (sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu) og könnunarskurði vegna Örlygshafnarvegar í Patreksfirði. Þá verða fornleifafræðingar við eftirlit með framkvæmdum á fjórum stöðum og geta gripið inn í ef þörf krefur. 45 milljónir úr fornminjasjóði Í byrjun apríl veitti fornminja- sjóður styrki til 26 verkefna á sviði fornleifafræði, samtals að upphæð 45 milljónir króna. Sigurður Berg- steinsson hjá Minjastofnun segir að í sex þeirra sé gert ráð fyrir uppgreftri eða borkjarnatöku. Þegar þetta er skrifað hefur aðeins borist umsókn um uppgröft vegna einnar þeirra, eyðibýlarannsóknar í Skagafirði, en líklegt er að hinar berist innan tíðar. Hæstu styrkina í ár, fjórar millj- ónir króna, hlutu Háskóli Íslands til úrvinnslu fornleifarannsóknar í Skál- holti og Bjarni Einarsson á Fornleifa- fræðistofunni til að rannsaka land- námsbýli á Stöð í Stöðvarfirði. Minjarnar í Stöðvarfirði fundust fyrir tilviljun í nóvember í fyrra þegar ver- ið var að leggja ljósleiðara um fjörð- inn. Þær rannsóknir sem hlutu styrki og kalla á uppgröft eða sýnatöku eru, fyrir utan Stöðvarfjörð og eyðibýlin í Skagafirði, í kirkjugarði í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði, kirkjugarði á Hofsstöðum í Mývatnssveit, á strand- minjum við vestanverðan Skagafjörð og kolagröfum í Kolgrafarvík í Árnes- hreppi á Ströndum. Frekar gott hljóð er í fornleifa- fræðingum um þessar mundir, enda nóg að gera og fjárveitingar hafa auk- ist. Er það mikil breyting frá árunum eftir hrun þegar allar fjárveitingar til slíkra rannsókna voru skornar niður. Árið 2014 úthlutaði fornminjasjóður rétt rúmlega 27 milljónum króna en í fyrra hækkaði sú upphæð í 40 millj- ónir króna og er núna 45 milljónir sem fyrr segir. Að auki eru dæmi um að rannsóknir hafi notið styrkja úr öðrum innlendum sjóðum og að utan. Annir hjá fornleifafræðingum  Fornleifarannsóknir víða um land í sumar  Veitt hafa verið leyfi til níu vísindarannsókna og sex gætu bæst við  Leitað klausturminja, grafið í fornum kirkjugörðum og skipsflak við Flatey kannað Fornleifar Uppgröfturinn á lóð Íslandsbanka við Lækjargötu í fyrrasumar vakti mikla athygli. Þar fundust minjar frá upphafi byggðar í Reykjavík. Fornleifarannsóknir 2016 – leyfi veitt 31. maí Flatey á Breiðafirði Rannsókn á flaki skipsins Melkmeid. Grunnkort/Loftmyndir ehf. Heimild: Minjastofnun Íslands Keldur á Rangárvöllum Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Helgafell í Helgafellssveit Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Hítardalur í Mýrasýslu Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Möðruvellir í Hörgárdal Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Skarðssel í Landsveit Framkvæmdarannsókn. Þingeyrar, Húnaþingi Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Móakot, Nes, Seltjarnarnesi Rannsókn nema í fornleifafræði. Örlygshafnarvegur í Patreksfirði Könnunarskurðir. Framkvæmdarannsókn. Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit Liður í rannsókninni Kortlagning klaustra. Gautastaðakirkja, Gautastöðum í Fljótum. Uppgröftur á meintum kirkjugarði. Víkurkirkjugarður, Reykjavík Framkvæmdarannsókn. Fyrr á árum voru það eingöngu fornleifa- fræðingar á Þjóðminja- safninu sem önnuðust fornleifa- rannsóknir hér á landi. Nú er búið að breyta skipulag- inu á þessu sviði og sjálfstætt starfandi fornleifafræðingar, sumir tengdir Háskólanum eða öðrum stofnunum, annast flest- ar rannsóknirnar. Undanfarin ár hefur einna mest farið fyrir hinni einkareknu Fornleifa- stofnun Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga, Fornleifa- fræðistofu Bjarna Einarssonar og Steinunni Kristjánsdóttur og samstarfsfólki hennar. Minja- stofnun Íslands veitir leyfi til rannsókna, sem þurfa að upp- fylla margvísleg skilyrði til að verða samþykkt. Sjálfstætt starfandi MARGIR VIÐ RANNSÓKNIR Fornleifauppgröftur á Landsímalóðinni við Austurvöll Um land allt Minjastofnun hefur veitt leyfi til 12 fornleifarannsókna í sumar en þær gætu orðið allt að 20. Um upp- gröft og sýnatöku er að ræða. Frekar gott hljóð er í fornleifafræðingum sem segja fjárveitingar nú hafa aukist. EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.