Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 42
42 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaIceland
Ný lífræn sturtusápa, upplifðu vellíðan í
sturtunni og njóttu ilmsins af frískandi Arniku
jurtinni eftir líkamlega áreynslu.
Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land
Gengisskráning 2. júní 2016
Kaup Sala Mið
DOLLARI 123,95 124,55 124,25
STERLINGSPUND 178,89 179,75 179,32
KANADADOLLARI 94,51 95,07 94,79
DÖNSK KRÓNA 18,653 18,763 18,708
NORSK KRÓNA 14,864 14,952 14,908
SÆNSK KRÓNA 14,923 15,011 14,967
SVISSN. FRANKI 125,55 126,25 125,9
JAPANSKT JEN 1,137 1,1436 1,1403
SDR 174,05 175,09 174,57
EVRA 138,76 139,54 139,15
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 172,9054
Heimild: Seðlabanki Íslands
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja
landsins eru almennt sammála um að
staðan í atvinnulífinu verði jafngóð eða
betri eftir sex mánuði, að því er fram
kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Sam-
tök atvinnulífsins. Yfirgnæfandi meiri-
hluti stjórnenda, eða 81%, telur að-
stæður í atvinnulífinu vera góðar, en
einungis 2% að þær séu slæmar. Þá
telja 44% að aðstæður batni eftir sex
mánuði, 48% að þær verði óbreyttar en
8% að þær versni. Vöntun á vinnuafli er
að aukast og telja 42% stjórnenda
skort vera á starfsfólki, en 31% taldi
svo vera fyrir aðeins þremur mánuðum.
Yfir 80% stjórnenda
telja aðstæður góðar
● Viðskiptajöfnuður á fyrsta ársfjórð-
ungi var hagstæður um 2,1 milljarð
króna, samanborið við 7,8 milljarða í
fjórðungnum á undan, að því er fram
kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka.
Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um
25,6 milljarða króna í fjórðungnum en
þjónustujöfnuður var hagstæður um
26,9 milljarða. Erlendar eignir þjóð-
arbúsins námu 4.215 milljörðum í lok
ársfjórðungsins og skuldir 4.347 millj-
örðum og var hrein staða við útlönd
neikvæð sem nemur 5,9% af vergri
landsframleiðslu.
Þjónustujöfnuður vegur
upp vöruskiptahalla
STUTTAR FRÉTTIR ...
„Staðreyndin er nefnilega sú að við
erum að selja stóriðjufyrirtækjum
80% af orkunni og viðfangsefnið þar
snýst fyrst og fremst um að tryggja
samkeppnisstöðu okkar á alþjóðleg-
um markaði. Við erum í raun ekki að
keppa á íslenskum markaði heldur
alþjóðlegum. Þar er samkeppnin við
fyrirtæki á borð við Statkraft í Nor-
egi, Vattenfall í Svíþjóð og Hydro-
Quebec í Kanada og í alþjóðlegum
samanburði er Landsvirkjun lítið
fyrirtæki.“
Hörður segir að ekki sé raunhæft
að selja raforku til stórnotenda í
gegnum raforkukauphöll. „Samning-
ar við stórnotendur byggja á fyrir-
sjáanleika og þess vegna eru gerðir
langtímasamningar. Í slíkum samn-
ingum taka báðir aðilar á sig miklar
fjárfestingar og skuldbindingar til
langs tíma. Kauphallarfyrirkomulag-
ið getur hins vegar komið sér vel fyr-
ir heimilin og smærri fyrirtæki og
það er sjálfsagt að skoða leiðir í þeim
efnum,“ segir Hörður. Almar bendir
hins vegar á að þó ekki sé krafa uppi
um að selja alla raforku í slíkri kaup-
höll, þá gæti tilkoma hennar haft
áhrif á verðmyndun á markaði fyrir
stórnotendur.
„Flest iðnfyrirtæki á Íslandi hefðu
mikið gagn af því að komið væri upp
kauphöll með raforku. Auðvitað eru
stórir notendur með fasta samninga
en pólska dæmið sem Lars bendir á
sýnir að það má setja tímabundinn
þrýsting á framleiðendur að tryggja
ákveðið magn af rafmagni inn á slík-
an markað. Þegar verðmyndun verð-
ur með þeim hætti þá fara samningar
við stórkaupendur að taka mið af
þeirri verðlagningu.“
Landsvirkjun og Landsnet
Í skýrslunni er einnig lögð rík
áhersla á að slitin verði fjárhagsleg
tengsl Landsvirkjunar og Lands-
nets. Almar segir að það sé mjög
mikilvægt að stíga skref í þá átt sem
fyrst.
„Landsvirkjun er stærsti eigandi
fyrirtækisins og stærsti lánveitandi
þess einnig. Þarna þarf að skilja á
milli til að hægt sé að hefja yfir allan
vafa að aðskilnaður sé milli verðlagn-
ingar á vörunni sem slíkri og svo
flutningnum á henni. Landsvirkjun
er heldur ekki lítill aðili heldur sá
langstærsti á markaðnum. Það má
ekki gleyma því í þessu sambandi,“
segir Almar.
Hörður segist ekki skilja hvert
verið sé að fara með fyrrnefndri til-
lögu. „Þetta er ákveðinn misskilning-
ur. Landsvirkjun hefur ekki komið
að fjármögnun fyrirtækisins frá
2005. Landsnet hefur verið að greiða
inn á lánið og fyrirtækið hefur verið
að fjármagna sig án nokkurrar að-
komu Landsvirkjunar og fyrirtækið
hefur ekki stýrt þeirri fjármögnun
með neinum hætti. Nú er Landsnet
farið að gera upp í dollurum og það
gefur mögulega til kynna að fyrir-
tækið ætli að sækja sér alþjóðlegt
fjármagn. Það hefur fyrirtækið
reyndar nú þegar gert, meðal annars
í gegnum Norræna fjárfestingabank-
ann.“
Stóriðjan myndi fagna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Orka Stærsta rekstrareining Landsvirkjunar er Fljótsdalsstöð á Austurlandi.
Forstjóri Landsvirkjunar varar við tillögum er lúta að uppskiptingu fyrirtækisins
Framkvæmdastjóri SI segir mikilvægt að auka gagnsæi á raforkumarkaði
Almar
Guðmundsson
Hörður
Arnarson
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Almar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að
skýrsla sú sem kynnt var í gær á
fundi á vegum samtakanna sé inn-
legg í umræðu um raforkumarkaðinn
á Íslandi og mikilvægi þess að auka
þar á gagnsæi og heilbrigða verð-
myndun.
„Stóra myndin í orkumálum síðan
raforkulögum var breytt árið 2003 er
sú að það hafa orðið mjög litlar breyt-
ingar í kerfinu. Meira hefur verið um
aðlaganir. Ef horft er á markmiðið þá
var það að fá meiri samkeppni í raf-
orkuframleiðslu og að það væri skýr
aðskilnaður milli framleiðslunnar og
flutningsins. Þá var einnig talið mik-
ilvægt að verðmyndun yrði með eins
gagnsæjum og skilvirkum hætti og
mögulegt er. Stjórnvöld mega ekki
missa sjónar á mikilvægi þess að
koma þessu til leiðar,“ segir Almar.
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir að það komi sér ekki
á óvart að tillaga í skýrslunni, sem
snýr að því að selja Landsvirkjun í
hlutum til einkaaðila, veki mikla at-
hygli. Hann segir þó að fyrirtækið
geri athugasemdir við röksemda-
færsluna að baki tillögunni, en höf-
undur skýrslunnar er hagfræðingur-
inn Lars Christensen.
„Landsvirkjun gerir athugasemd
við þá tillögu í skýrslunni þar sem
lagt er til að Landsvirkjun verði brot-
in upp í minni einingar. Í okkar huga
er alveg ljóst að slík aðgerð myndi
draga úr arðsemi íslensku þjóðarinn-
ar af orkuauðlindunum,“ segir Hörð-
ur.
Hann bendir á að með minni ein-
ingum yrði samningsstaða fram-
leiðslufyrirtækjanna verri en nú er.
„Áhættan í þjóðhagsspánni er frekar
upp á við. Menn hafa helst áhyggjur
af því að árangurinn verði betri en
þarna kemur fram. Jafnvel í líkingu
við það sem við höfum séð í mörgum
öðrum uppsveiflum,“ segir Ingólfur
Bender, forstöðumaður greiningar-
deildar Íslandsbanka, en bankinn
gaf út þjóðhagsspá sína fyrir 2016-
2018 í gær. Segir þar að yfirstand-
andi hagvaxtartímabil verði það
lengsta í yfir 70 ár.
Hagvexti í ár er spáð 5,4% og talið
að hann verði sá mesti meðal iðn-
ríkja þetta árið. Búist er við 4,0%
hagvexti 2017 og það ár er gert ráð
fyrir að hápunkti þenslunnar verði
náð. Eftir það muni hægja á hag-
vextinum og hann verði um 2,6% árið
2018.
Áfram hækkandi íbúðaverð
Því er spáð að verð íbúðarhúsnæð-
is haldi áfram að hækka og nemi
hækkun ársins 8,1% og 8,4% á því
næsta. Hraður vöxtur kaupmáttar
ráðstöfunartekna, bætt eiginfjár-
staða heimilanna, lítið framboð ný-
bygginga, fjölgun ferðamanna og
innflutningur vinnuafls muni þrýsta
verði upp.
Er því spáð að fjárfesting í íbúðar-
húsnæði muni vaxa um 5,7% í ár,
14,3% á næsta ári og rúmlega 8% ár-
ið 2018. Verði vöxturinn meðal ann-
ars knúinn af fyrirhuguðum aðgerð-
um stjórnvalda í byggingu leigu-
íbúða.
Gengið er út frá að kaupmáttur
launa vaxi um 9,1% í ár og 4,4% á því
næsta. Áfram dregur úr atvinnu-
leysi, úr 4% árið 2015 í 3,2% á þessu
ári og 2,8% á því næsta.
„Nú er framundan fleyting á krón-
unni og margir kraftar sem þá munu
toga í ólíkar áttir og valda óvissu. En
ef horft er á raungengi er full inni-
stæða fyrir að krónan eigi eftir að
hækka talsvert,“ segir Ingólfur
Bender jafnframt.
jonth@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Íslandsbanki Spáir lengsta sam-
fellda hagvaxtarskeiði í 70 ár.
Bjartar horfur í
þjóðarbúskapnum
Minnir um margt á fyrri uppsveiflur