Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 45
FRÉTTIR 45Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 Peking. AFP. | Sjálfboðaliðinn Liu Li lætur nefið ráða ferðinni þegar hann framfylgir banni við reyking- um á opinberum stöðum í Peking samkvæmt ströngustu tóbaksvarna- reglum sem hafa verið settar í Kína. Hann er á meðal þúsunda sjálf- boðaliða sem hafa tekið að sér að þefa uppi þá sem brjóta reykinga- bannið sem borgarstjórn Peking setti fyrir ári. „Við erum mjög lyktnæm. Við þurfum bara að nusa einu sinni til að nappa þá sem brjóta reykbann- ið,“ sagði Liu Li, 33 ára listfræði- prófessor, á meðal sjálfboðaliðanna. „Gangið hljóðlega,“ sagði hann við tvo félaga sína fyrir utan stigagang opinberrar byggingar í Peking. „Sumir reyna að hlaupa í burtu þeg- ar þeir heyra okkur koma.“ Framleiðendurnir áhrifamiklir Samkvæmt reglunum í Peking er hægt að sekta þá sem brjóta bann við reykingum á stöðum á borð við skrifstofur, veitingahús, hótel og sjúkrahús. Fyrirtæki sem eru stað- in að því að láta hjá líða að koma í veg fyrir brot á banninu þurfa að greiða allt að 10.000 júön, eða tæpar 200.000 krónur. Reykingamennirnir sjálfir eiga yfir höfði sér sekt að andvirði 200 júön, eða 4.000 krónur. Sektirnar sem greiddar voru á síð- asta ári vegna bannsins námu rúmri milljón júana, rúmum 20 milljónum króna, samkvæmt opinberum töl- um. Þegar reglurnar voru settar voru margir efins um að þær bæru tilætl- aðan árangur en sérfræðingar í bar- áttunni gegn reykingum segja að þær hafi gefist vel. Könnun heil- brigðisnefndar Pekingborgar bend- ir til þess að aðeins sé reykt á 4% opinberu staðanna sem bannið nær til, en hlutfallið var 12% árið áður. Þessi árangur er meðal annars rakinn til eftirlits 12.000 sjálf- boðaliða, allt frá grunnskólanem- endum til eftirlaunamanna. Þeir fara í almenningsgarða, veitinga- hús, strætisvagnabiðskýli, skrif- stofur og fleiri staði til að fram- fylgja banninu. Eftirlitið náði til alls 70.000 staða í borginni á síðasta ári. Sérfræðingar í baráttunni gegn reykingum hafa hvatt til þess að þingið í Kína setji lög sem byggist á tóbaksvarnareglunum í Peking. Tal- ið er að ein af ástæðum þess að slík lög hafa ekki enn verið sett sé sú að kínverskir tóbaksframleiðendur eru mjög áhrifamiklir í Kína. Þeir greiddu ríkinu alls 911 milljarða júana (18.100 milljarða kr.) í skatta og arðgreiðslur árið 2014. AFP Á móti tóbaki Börn í Hebei-héraði í Kína sýna hug sinn til reykinga. Þefa uppi brot á reykbanni  Tóbaksvarnir í Peking gefast vel Veldur milljón dauðsfalla » Talið er að um helmingur fullorðinna karlmanna og 28% allra fullorðinna íbúa Kína reyki reglulega. » Á ári hverju deyr um milljón manna í Kína af völdum sjúk- dóma sem eru raktir til reyk- inga. » Talið er að óbeinar reykingar valdi um 100.000 dauðsföllum á ári í landinu. Tekjur 92 fótboltafélaga í atvinnumanna- deildum Englands fóru í fyrsta skipti yfir fjóra milljarða punda (722 milljarða króna) á leiktíðinni 2014-15. Þar af námu tekjur ensku úrvalsdeildarinnar, Premier League, 3,3 milljörðum punda (595 milljörðum kr.) og jukust um 3% frá leiktíðinni sem lauk 2014. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Deloitte yfir tekjur fótboltafélaga og knattspyrnusam- banda í Evrópu. Þar segir enn fremur að tekjur félaganna í fimm stærstu deildunum í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Spánar, Ítal- íu og Frakklands) hafi aukist um sex prósent og farið í fyrsta skipti yfir tólf milljarða evra (1.670 milljarða króna). Tekjur félaga í ensku úrvalsdeildinni voru rúmlega tveimur millj- örðum evra meiri en í félaganna í næsttekju- hæstu deildinni, Bundesliga í Þýskalandi. Félögin í efstu deildum Englands og Þýskalands voru rekin með hagnaði þegar tekið var meðaltal af rekstri þeirra, að því er fram kemur í yfirliti Deloitte. Að meðaltali var hins vegar tap á rekstri félaganna í efstu deildum Ítalíu og Spánar. Ligue 1 í Frakk- landi er eina efsta deildin í löndunum fimm þar sem tekjur félaganna jukust ekki frá leik- tíðinni sem lauk 2014. Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri félaganna í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2013, þegar tekjur þeirra stórjukust vegna nýs samnings um réttinn til að sjónvarpa leikjum deildarinnar. Að meðaltali höfðu þá félögin í deildinni verið rekin með tapi í fjór- tán leiktíðir í röð. Á leiktíðinni sem lauk 2015 voru aðeins þrjú af tuttugu félögum deildarinnar rekin með tapi. Deloitte segir að enska úrvalsdeildin sé nú í fyrsta skipti tekjuhæst í öllum þremur helstu tekjustofnunum, þ.e. auglýsingum, miðasölu og sjónvarpsútsendingum. Gert er ráð fyrir að tekjur félaganna í deildinni haldi áfram að aukast næstu þrjú árin vegna meiri sjónvarpstekna og eru þau því álitin arðvæn- legur kostur fyrir fjárfesta. bogi@mbl.is Árstekjur á fótbolta- markaðnum í Evrópu 1 3 4 5 2 22,1 milljarður € 2014/2015 Tekjur félaga Premier League 2,7 2014/2015 Premier League (Englandi) Ligue 1 (Frakklandi) Bundesliga (Þýskalandi) Serie A (Ítalíu) La Liga (Spáni) Lok leiktíðar 2013 2014 2015 2016 2017 4,4 5,8 3,0 2,8 2,0 1,6 2,4 2,1 Í milljörðum € 4 5 6 Í milljörðum € 1 2 3 1 2 3 Vöxturinn í 5 stærstu atvinnumannadeildum Evrópu Launakostnaður Mikill völlur á fótboltanum í Evrópu Heimild : Deloitte Gengi: 1 € = 139,37 kr. 1,8 1,4 Serie A 1,29 La Liga 1,28 Bund. 1,25 L1 0,95 1 2 3 4 5 5 stærstu deildirnar Aðrar efstu deildir FIFA, UEFA, knattspyrnu- sambönd Evrópulanda Aðrar deildir í löndunum með stærstu deildirnar Annað 12,0 4,6 2,5 2,4 0,6 Enski boltinn í mikilli sókn  Úrvalsdeildarfélög arðvænleg fjárfesting Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Tyrklandi kölluðu sendi- herra sinn í Þýskalandi heim í gær og hótuðu að grípa til frekari aðgerða eftir að neðri deild þýska þingsins samþykkti ályktun þar sem fjölda- morðum á Armenum á árunum 1915- 17 er lýst sem þjóðarmorði. Þýsku stjórnarflokkarnir Kristi- legir demókratar og Sósíaldemó- krataflokkurinn lögðu ályktunartil- löguna fram ásamt Græningjum. Svo fór að aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn henni og einn sat hjá þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnvalda í Tyrklandi gegn atkvæðagreiðsl- unni. Stjórnvöld í Armeníu segja að allt að 1,5 milljónir Armena hafi verið drepnar 1915-17 þegar Tyrkjaveldi, eða Ottómanaveldið, var að líða undir lok. Stjórnvöld í Tyrklandi segja aft- ur á móti að um 300.000 til 500.000 Armenar og svipaður fjöldi Tyrkja hafi látið lífið í aðgerðum Tyrkjaveld- is og neita því að fjöldamorðin geti talist þjóðarmorð samkvæmt skil- greiningu sáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá árinu 1948 á hugtakinu. Meira en tuttugu ríki, þeirra á meðal Frakkland og Rússland, hafa viðurkennt fjöldamorðin sem þjóðar- morð. Sögð hafa alvarleg áhrif á tengsl ríkjanna Edward Nalbandian, utanríkisráð- herra Armeníu, fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þýska þing- inu. Hann sagði að þingsályktunin væri ekki aðeins mikilvæg fyrir bar- áttu Armena fyrir viðurkenningu á því að fjöldamorðin væru þjóðarmorð heldur einnig fyrir baráttu þeirra sem vilja koma í veg fyrir fleiri þjóð- armorð og glæpi gegn mannkyninu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælti þingsályktun- artillögunni og sagði að hún myndi hafa „alvarleg áhrif“ á tengsl lands- ins við Þýskaland. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna tveggja vegna gagnrýni þýskra stjórnvalda á mannréttindabrot í Tyrklandi og hún er talin geta orðið til þess að Tyrkir rifti samkomulagi við Evrópusambandið um lausn flóttamannavandans í álfunni. Tyrkir mótmæla viður- kenningu á þjóðarmorði  Þýska þingið fordæmir fjöldamorð á Armenum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.