Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 46
46 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evrópusam-bandiðákvað í
fyrradag að senda
frá sér formlega
viðvörun til stjórnvalda í Pól-
landi vegna fyrirhugaðra
breytinga á stjórnlagadómstól
landsins. Breytingarnar snú-
ast í stuttu máli um það að
samkvæmt hinum nýju lögum
þurfa að minnsta kosti 13 af 15
dómurum að dæma í hverju
máli fyrir sig, og munu þeir
þurfa aukinn meirihluta vilji
þeir nema lög úr gildi.
Segja gagnrýnendur að
breytingarnar muni gera dóm-
stólnum erfiðara fyrir að ná
saman um mál, og þannig
veikja réttarríkið í Póllandi.
Þetta mál er einungis hluti
af stærri deilum sem staðið
hafa um stjórnlagadómstólinn
og skipan hans, en fráfarandi
ríkisstjórn ákvað að skipa
fimm nýja dómara stuttu fyrir
kosningar, jafnvel þó að kann-
anir bentu til þess að þær yrðu
stjórninni óhagstæðar. Neitaði
Andrzej Duda Póllandsforseti
að staðfesta skipan þeirra, og
hefur síðan verið nokkurs kon-
ar reiptog á milli fylkinga um
málið.
Þær breytingar sem orðið
hafa í Póllandi eru nokkurt
áhyggjuefni. Stjórnvöld þar
hafa í kjölfar kosninganna
freistast til að herða tök ríkis-
valdsins á mikilvægum stofn-
unum í samfélaginu, og er
dæmið um stjórnlagadómstól-
inn einungis eitt af
mörgum. Það er
full ástæða til þess
að hafa varann á,
þegar þessi þróun
er vegin og metin.
Á hinn bóginn er það tals-
vert álitaefni hvort það sé hlut-
verk Evrópusambandsins að
setja ofan í við réttkjörin
stjórnvöld í fullvalda ríki, jafn-
vel þó að stefna þess sé emb-
ættismannakerfinu ekki að
skapi. Ríkisstjórn Póllands
komst til valda í kjölfar lýð-
ræðislegra kosninga og hefur
umboð til starfa næstu þrjú ár-
in og liðlega það. Í ofanálag er
engan veginn víst að stjórnin
muni halda út kjörtímabilið
vegna sinna umdeildu áforma.
Fjöldamótmæli hafa verið
haldin í Varsjá vegna stjórn-
lagadómstólsins og meirihlut-
inn er tæpur.
Með viðvöruninni er hafið
ferli, sem gæti lokið með því að
Pólland verði svipt atkvæðis-
rétti sínum innan Evrópusam-
bandsins, en Pólland er sjötta
stærsta hagkerfið innan þess.
Deilurnar um stjórnlagadóm-
stólinn eru innanríkismál, sem
Pólverjar sjálfir ættu að geta
leyst sín á milli án utan að-
komandi inngripa. Umboð for-
svarsmanna Evrópusam-
bandsins kemur ekki úr
kjörkössum. Þeir ættu að velta
vandlega fyrir sér hvað rétt-
læti jafnalvarlega hótun og
viðvörunina til Póllands í
fyrradag.
Deila Pólverja og
ESB harðnar}Hvar liggja mörkin?
RíkisstjórnirSvíþjóðar og
Danmerkur sam-
þykktu í fyrradag
að framlengja eft-
irlit með landa-
mærum sínum
fram í nóvember,
en það var tekið upp að nýju í
lok síðasta árs. Þótti það veru-
legur áfangi, þar sem í nærri
sextíu ár á undan hafði ekki
þurft vegabréf til að ferðast á
milli þessara tveggja ríkja.
Ástæðan fyrir framlenging-
unni er sögð sú að ytri landa-
mæri Evrópu og Schengen-
svæðisins séu enn ekki talin
örugg. Er lokuninni því ætlað
að stemma stigu við straumi
flóttamanna og annarra til
ríkjanna, en árið í fyrra reynd-
ist metár í báðum þessum ríkj-
um hvað varðar fjölda hælis-
leitenda, þó einkum í Svíþjóð.
Samkvæmt reglum Scheng-
en-svæðisins mega aðildarríki
þess taka upp tímabundið eft-
irlit á innri landamærum sín-
um í allt að tvö ár á sérstakri
undanþágu. Ekkert bendir til
annars en að sú
undanþága verði
fullnýtt hjá flest-
um þeim ríkjum
sem neyðst hafa til
þess að loka landa-
mærum sínum á
ný. Hvað þá tekur
við er á huldu.
Það var væntanlega ekki
ætlun þeirra sem stóðu að
Schengen-samkomulaginu að
framkvæmd þess yrði til þess
að loka landamærum frekar en
að opna þau. Sú er þó sann-
arlega raunin. Það að slæleg
landamæravarsla á suður-
landamærum svæðisins hafi
náð að binda enda – í það
minnsta tímabundið – á eitt
farsælasta landamæra-
samstarf sem um getur í Evr-
ópu, verður að teljast einn
helsti áfellisdómurinn yfir
samstarfinu. Þá er sú spurn-
ing áleitin hvort Íslendingar
þurfi ekki að bregðast við,
þegar okkar helstu frænd-
þjóðir meta stöðuna svo að
ytri landamærin séu ekki
örugg?
Framkvæmd
Schengen-
sáttmálans lokar
landamærum sem
fyrir voru opin}
Eftirlitið framlengt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
H
afi eitthvað einkennt umræðuna
í Bretlandi um veru landsins í
Evrópusambandinu eru það lík-
lega linnulausar dómsdagsspár
forsætisráðherrans Davids
Cameron og annarra stuðingsmanna þess að
Bretar verði áfram innan sambandsins. Came-
ron hefur gengið svo langt að halda því fram að
gangi Bretland úr Evrópusambandinu gæti
það leitt til nýrrar styrjaldar í Evrópu. Er svo
komið að orðin er talsverð leitun á hörmungum
sem forsætisráðherrann og samherjar hans í
þessu máli hafa ekki tjáð brezkum kjósendum
að eigi eftir að dynja yfir greiði meirihluti
þeirra atkvæði með frelsinu.
Reyndar er það svo að sjaldnast hefur verið
fullyrt í þessum efnum. Iðulega hefur orðalagið
verið á þá leið að þessar dómsdagsspár gætu
átt sér stað. Vitanlega verður að gera ráð fyrir und-
ankomuleið þegar dómsdagsspárnar ganga ekki eftir. Það
er auðvitað ekkert nýtt undir sólinni. Við Íslendingar
þekkjum dómsdagsspárnar sem settar voru fram í
tengslum við Icesave-málið af þeim sem vildu að við tækj-
um á okkur að ósekju skuldir einkabanka. Ísland átti að
verða Kúba norðursins og hér átti svo gott sem allt að fara
norður og niður ef þjóðin samþykkti ekki Icesave-
samningana.
Hliðstæða sögu má til að mynda segja frá Svíþjóð í að-
draganda þjóðaratkvæðisins þar í landi um evruna haustið
2003. Þegar skoðanakannanir fóru að benda til þess að
meirihluti sænskra kjósenda ætlaði að hafna
því að taka hana upp fór ríkisstjórn Görans
Persson, þáverandi forsætisráðherra landsins,
að setja fram hverja dómsdagsspána á fætur
annarri. Hverja annarri dekkri. Svo fór að Sví-
ar létu ekki slá sig út af laginu og höfnuðu evr-
unni og enn er yfirgnæfandi meirihluti þar í
landi gegn þeim ráðahag samkvæmt skoð-
anakönnunum. Dómsdagsspárnar gengu enda
vitanlega ekki eftir.
Bretar fengu líka að heyra dómsdagsspár á
sínum tíma í tengslum við evruna. Tækju þeir
hana ekki upp í stað brezka pundsins færi illa
fyrir þeim. Svo fór þó alls ekki frekar en í til-
felli Svía. Margir af þeim sem eru fremstir í
flokki stuðningsmanna áframhaldandi veru
Bretlands í Evrópusambandinu nú eru þeir
hinir sömu og stóðu fyrir hliðstæðum dóms-
dagsspám vegna evrunnar á sínum tíma. Forystumenn
Evrópusambandsins sjálfs hafa að sama skapi hótað Bret-
um öllu illu verði niðurstaða þjóðaratkvæðisins í Bretlandi
23. júní sú að ganga úr sambandinu. Nú síðast Angela
Merkel, kanzlari Þýzkalands. Þeir gætu ekki átt von á
góðu ef þeir segðu skiið við sambandið.
Margir hafa orðið til að benda á það að hótanir og dóms-
dagsspár úr ranni Evrópusambandsins og stuðnings-
manna þess væru sjálfstæð röksemd fyrir því að segja
skilið við það. Enda væri slíkt varla nauðsynlegt ef sam-
bandið væri raunverulega það sæluríki sem haldið hefði
verið fram að það væri. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Dómsdagsspár og hótanir
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Veruleg tengsl eru á millikannabisneyslu og sjálf-skaðandi hegðunar ogeru þau sterkari hjá
stúlkum en piltum. 19% íslenskra
stúlkna og 12% pilta í framhalds-
skólum hafa skaðað sjálf sig einu
sinni eða oftar. Ungmenni sem
stunda íþróttir
eru ólíklegri til
að skaða sjálf
sig.
Þetta sýnir
rannsókn Rann-
sókna & grein-
ingar sem gerð
var meðal ís-
lenskra fram-
haldsskólanem-
enda. Ekki er
ólíklegt að vand-
inn sé enn meiri hjá ungmennum
sem ekki eru í skóla og mestur
hjá þeim sem hvorki eru í skóla
né vinnu. Þetta segir Inga Dóra
Sigfúsdóttir, prófessor við Há-
skólann í Reykjavík og einn rann-
sakendanna.
Meðal þess sem kemur fram í
niðurstöðum rannsóknanna, sem
náð hafa yfir mörg ár, er að sterk
tengsl eru á milli sjálfsskaðandi
hegðunar ungmenna og erfiðra
heimilisaðstæðna eins og t.d. of-
beldis á heimilum. „Það er ekki
þar með sagt að öll ungmenni
sem skaða sjálf sig búi við slíkar
aðstæður, heldur komu í ljós
sterk tengsl þarna á milli. Ástæð-
urnar fyrir því að ungmenni
skaða sjálf sig geta verið margar
en þetta er alltaf birtingarmynd
vanlíðunar í einhverju formi,“
segir Inga Dóra. Ekki var spurt í
rannsókninni hvernig ungmennin
sköðuðu sig, en algeng aðferð við
það er að skera sig eða brenna.
Mörg hugleiða að skaða sig
Fyrr í vikunni fjallaði Morg-
unblaðið um sjálfsskaðandi hegð-
un barna og ungmenna og var
þar m.a. vitnað í nýja danska
rannsókn, sem sýndi að 22% nem-
enda í 9. bekk í Danmörku sköð-
uðu sig.
Rannsókn Rannsóknar & grein-
ingar sýnir að rúm 42% stúlkna
og 29% pilta sem stunda nám í
framhaldsskólum hafa einu sinni
eða oftar hugleitt sjálfsskaðandi
hegðun og 17% stúlkna og 10%
pilta hafa íhugað það fimm sinum
eða oftar. Þá kom fram að 7,3%
íslenskra framhaldsskólastúlkn-
astúlkna höfðu skaðað sig fimm
sinnum eða oftar og það sama á
við um 3,9% pilta. Spurð um
ástæðu þessa kynjamunar segir
Inga Dóra að það geti m.a. verið
vegna þess að stúlkurnar mælist
með meira þunglyndi og kvíða en
lægra sjálfsmat en piltarnir, en
sterk tengsl séu á milli þunglynd-
is og sjálfsskaða.
Tengsl á milli sjálfsskaðandi
hegðunar og kannabisneyslu eru
veruleg, að sögn Ingu Dóru, og
eftir því sem ungmenni neyta
meira magns kannabisefna aukast
líkurnar á sjálfsskaðandi hegðun.
„Tengslin við áfengisneyslu eru
aftur á móti talsvert minni,“ segir
Inga Dóra.
Skólinn er lykilvettvangur
Að sögn hennar stendur til að
gera aðra áþekka rannsókn í
haust sem ekki mun einskorðast
við nemendur framhaldsskólanna,
heldur verður þar einnig könnuð
líðan og hegðun ungmenna sem
ekki eru í skóla. „Við höfum séð í
fyrri rannsóknum að ýmis vanda-
mál eru meiri hjá þeim sem
standa utan skóla og enn meiri
hjá þeim sem hvorki eru í skóla
né vinnu. Það sýnir skýrt fram á
að skólinn er lykilvettvangur í að
halda utan um krakkana okkar og
hve miklu máli skiptir að leita
allra leiða til að draga úr brott-
falli.“
Einn fimmti hluti
stúlkna skaðar sig
Unglingar í íslenskum framhaldsskólum
Tengsl á milli sjálfsskaðandi hegðunar og
kannabisneyslu eru veruleg, að sögn Ingu Dóru,
og eftir því sem ungmenni neyta meira magns
kannabisefna aukast líkurnar á sjálfsskaðandi
hegðun. „Tengslin við áfengisneyslu eru aftur á
móti talsvert minni,“ segir Inga Dóra.
42%
stúlkna
hafa íhugað
sjálfsskaða
einu sinni
eða oftar
29%
pilta
hafa íhugað
sjálfsskaða
einu sinni
eða oftar
19%
stúlkna hafa
skaðað sig
12%
pilta hafa
skaðað sig
7,3%
stúlkna hafa
skaðað sig fimm
sinnum eða oftar
3,9%
pilta hafa
skaðað sig fimm
sinnum eða oftar
Inga Dóra
Sigfúsdóttir