Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 52
FORSETAKOSNINGAR 201652
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
N
afn Ástþórs Magnússonar birtist nú í
þriðja sinn á kjörseðli til forseta-
kosninga, en það gerðist fyrst árið
1996. Þetta er þó í fimmta sinn sem
hann býður sig fram, en framboð hans árin
2000 og 2012 voru dæmd ógild. Að sögn Ást-
þórs strikaðist fjöldi meðmælenda út eftir
skemmdarverk á meðmælendalistum árið
2000, og árið 2012 komu fram ásakanir á
starfsmann framboðsins um falsanir. Eftir
þriggja ára rannsókn lögreglu með rithand-
arsérfræðingum var málið fellt niður og þeg-
ar upp var staðið virðist ekki hafa verið
grundvöllur fyrir ógildingu framboðsins, seg-
ir Ástþór.
Ástþór lætur ekki mótvind stöðva sig og
mætti keikur til leiks í ár enda sýn hans á
hlutverk forseta Íslands skýr. „Forsetinn er
bæði forystuhugsuður og sá sem getur sam-
einað þjóðina um það sem er mikilvægast
hverju sinni. Um leið á hann að vera þessi
öryggisventill sem er mótvægið við þingið ef
eitthvað er verið að gera þar sem þjóðinni
ekki líkar,“ segir Ástþór.
Ég hitti hann á heimili hans í Seljahverfi í
Breiðholti og við ræðum saman í Friðar-
setrinu á neðri hæðinni þar sem skrifstofa
Friðar 2000 er. Starfsemi samtakanna er í
lágmarki eftir að Ástþór var handtekinn og
lögreglan ruddist inn í skrifstofurnar árið
2002 í kjölfar mótmæla hans við stuðning Ís-
lenskra stjórnvalda við innrásina í Írak, segir
Ástþór. Lögreglan hafði á brott með sér allar
tölvur og félagaskrár samtakanna og rústaði
þannig félagsstarfinu, en hugsjónin lifir að
sögn Ástþórs, sem var sýknaður bæði í Hér-
aðsdómi og Hæstarétti. Forsetakosningarnar
eiga líka hug hans og hjarta og hann sér fyr-
ir sér að ná í gegn með boðskap Friðar 2000
ef hann verður kosinn í forsetastólinn.
Ástþór talar fyrir beinu lýðræði og telur að
þjóðin eigi að koma meira að stærstu ákvarð-
anatökunum til að veita stjórnmálamönnum
aðhald. „Ég vil að það sé réttur þjóðarinnar,
samkvæmt stjórnarskrá eða lögum, að geta
sett einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslu en
þangað til það er komið finnst mér að forset-
inn eigi að vera með starfsreglur sem segja
það fyrir fram hvað þarf til þess að þessi
réttur sé nýttur, það má ekki vera undir
duttlungum eins manns komið. Um leið þarf
forsetinn að vera vakandi og ef eitthvað ger-
ist í skyndi á hann að geta staldrað við, vakið
athygli á og beðið þjóðina að skoða viðkom-
andi mál og koma með undirskriftir ef þjóð-
inni finnst að það eigi að fara í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Mér finnst að forsetinn eigi
ekki að lýsa afstöðu með einstökum málum,
þá er hann ekki lengur sameiningartákn, en
hann á að kalla eftir því að þjóðin geri það.“
Förum úr hernaði í þróunarhjálp
Það er Ástþóri mikilvægt að forsetinn
verði hlutlaus umboðsmaður allrar þjóðar-
innar, án tengingar við stjórnmálaflokka, og
leitist við að sameina fólk um þau málefni
sem skipta máli á hverjum tíma.
„Það er til dæmis knýjandi núna að þjóðin
sameinist gegn því að við styðjum aftur
styrjaldarbrölt. Við megum undir engum
kringumstæðum stilla okkur upp sem and-
stæðingum Rússa í þessum átökum sem fara
nú vaxandi í Evrópu. Menn tala um að stríð
sé að fara að brjótast út og það verði kjarn-
orkustyrjöld og við megum ekki stilla okkur
upp með öðrum aðilanum í svona málum, við
eigum að ganga út úr NATO-samstarfinu
hvað þetta varðar og lýsa Ísland friðarríki.
Við eigum að setja hér upp vettvang til
friðarumræðu og leitast eftir að kalla til
fundar. Nú á 30 ára afmæli leiðtogafundarins
sem var upphafið að lokum Kalda stríðsins
þurfum við að koma á friðarfundi til að
stöðva þetta heita stríð sem er verið að tala
um.
Mesta hernaðaruppbygging sem sést hefur
frá 1941 á sér stað núna í áttina að landa-
mærum Rússlands. Það er að gerast vegna
fjárhagslegra hagsmuna bandarískra vopna-
framleiðenda, þeir eru að vinna í því að koma
af stað styrjöld til að selja sína vöru. Fyrir
þeim er Evrópa bara fjarlægur staður, eins
og Mið-Austurlönd, þar sem þeir geta leikið
sér og grafið upp sitt blóðuga gull. Við erum
komin á hættulega braut sem þarf að stöðva
strax. Við höfum einu sinni áður lagt nafn
þjóðarinnar við stríð, styrjöldina í Írak, og
þeir sem stóðu fyrir því eru stríðsglæpamenn
að mínu mati. Ég vil ekki kenna nafn Íslands
við stríðsglæpi og ef við gerum það verður
Ísland skotmark,“ segir Ástþór og heldur
áfram;
„Stærsti atvinnuvegur okkar í dag er
ferðaþjónustan, sem er eins og brothætt glas
í þeim ólgusjó sem er núna. Það er talað um
að það séu komnir fimm þúsund skæruliðar
frá Mið-Austurlöndum inn í Evrópu sem bíði
eftir að granda vestrænni menningu. Þeir
hafa hótað að skjóta niður farþegaflug með
flugskeytum og ef það gerist er klárt að
ferðamenn fara ekki í flug til Íslands í frí.
Við þurfum að búa okkur undir að þessi
stærsti atvinnuvegur okkar geti hrunið á
einni nóttu. Það sem ég er að tala um er að
stofna nýjan atvinnuveg, að hér rísi friðar-
háskóli og þróunarmiðstöð friðar, mannrétt-
inda og lýðræðis ásamt starfsemi Sameinuðu
þjóðanna sem yrði boðin aðstaða hér. Ég sé
nýja alþjóðlega borg á vegum Sameinuðu
þjóðanna rísa á landinu á milli Hafnarfjarðar
og Keflavíkurflugvallar. Hugmyndafræði
Friðar 2000 er sú að við förum úr hernaði í
þróunarhjálp, að herir einstakra þjóðríkja
hverfi í framtíðinni og það verði lýðræðis-
hjálp undir nafni Sameinuðu þjóðanna.“
Vill koma með nýja hugmyndafræði
Ástþór fer á flug þegar rætt er um stríðs-
átök, þar liggur þekking hans og áhugi, og
það er ekki laust við að hann klökkni þegar
hörmungar heimsins og flóttamannavandann
í Evrópu ber á góma. Hann segir að þó að Ís-
lendingum þyki þessi umræða um frið
kannski fjarlæg sé hún það ekki fyrir mann
eins og hann, sem hafi komið á stríðssvæði,
þá átti fólk sig á því hversu raunverulegt
þetta sé.
Ástþór vill virkja Bessastaði til friðar- og
lýðræðisþróunar, að friður verði sameining-
artákn okkar og að forseti Íslands gerist boð-
beri friðar. „Ég vil koma fram með þennan
mikilvæga boðskap sem kom fram á Alþingi
árið 1000 þegar Þorgeir Ljósvetningagoði
kom undan feldinum með skilaboð um um-
burðarlyndi og sættir í sambandi við trúmál.
Þessi boðskapur er jafn mikilvægur og jóla-
guðspjallið að mínu viti. Það þarf að koma
undan feldinum með nýja hugmyndafræði.“
Í embætti forseta Íslands sér Ástþór kraft
til að geta boðað nýja hugmyndafræði í heim-
inum, allt tal um að leggja niður forsetaemb-
ættið sé eins og að ræða um að skrúfa fyrir
Gullfoss. „Mér finnst embættið ónýtt orka og
í því kraftur sem hægt er að virkja til að láta
gott af sér leiða og skapa þjóðartekjur og
velsæld.“
Þjóðin ætti þó ekki að fá að njóta krafta
hvers forseta lengur en í átta ár í einu að
mati Ástþórs, takmörkun ætti að setja á setu
hans. „Mér finnst nauðsynlegt að hann sitji
ekki of lengi, tvö kjörtímabil er hæfilegt. Það
mætti einnig skoða aðrar útfærslur á emb-
ættinu, eins og að hafa þriggja manna forset-
aráð sem skiptist á að koma fram fyrir hönd
þjóðarinnar. Á móti mætti þá fækka þing-
mönnum um allt að helming og láta beina
lýðræðið koma sem mótvægi. Forsetinn á að
vera einn af þjóðinni, hann á að koma tíma-
bundið inn í þetta embætti og fara svo inn í
þjóðfélagið aftur. Þessi heilagleiki eða kon-
unglegi blær sem er yfir embættinu er ekki
réttur. Forsetinn þarf að vera alþýðlegur en
staðfastur því það er mjög mikil pressa sem
getur myndast.“
Þarf að fara eftir stjórnarskránni
Ástþór telur ekki úr vegi að endurskoða
ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og
vald forsetans. „Mér sýnist vera svolitlar mót-
sagnir í stjórnarskránni eins og hún er og ekki
úr vegi að uppfæra hana til nútímans en mér
finnst ekki endilega þurfa að breyta stjórn-
arskránni bara til að breyta henni. Það sem
þarf númer eitt að gera er að fara eftir henni
og eftir lögunum í landinu og því finnst mér
hafa verið ábótavant. Meira að segja í þessum
forsetakosningum kristallast það mikið í fjöl-
miðlum hvernig hlutast er til með valdið og
hvernig er verið að keyra vissa frambjóðendur
og skoðanir áfram í fjölmiðlum, þetta er mjög
hættulegt lýðræðinu og þarf að taka fyrir með
lögum. Það er áhyggjuefni hvernig er verið að
spila með þjóðina eins og mér finnst verið að
gera núna, það er verið að skjóta einum fram-
bjóðanda á loft og það með ríkisfjölmiðli.
Ástæðan er sú að valdaklíka vill fá forseta inn
sem stimplar upp á það sem hún vill koma í
gegn.“
Þjóðin á að taka upplýsta ákvörðun
Spurður hvernig hann upplifi þessa kosn-
ingabaráttu miðað við þær fyrri svarar Ást-
þór að misnotkun fjölmiðla hafi alltaf verið
vandamálið. „Það þarf ekki annað en að horfa
á hvernig sitjandi forseti komst í embættið,
kosningastjóri hans var jafnframt fram-
kvæmdastjóri stærsta einkarekna fjölmiðla-
fyrirtækis landsins. Mér finnst sagan vera að
endurtaka sig núna, sem ég tel ekki hollt fyr-
ir lýðræðið og íslenska þjóð.“
Kosningabarátta Ástþórs er látlaus, hann
er ekki með neina stóra kosningavél á bak
við sig og þarf að nýta sér þau tækifæri sem
fjölmiðlar veita á jafnréttisgrundvelli til að
kynna sín málefni. „Ég þarf að höfða til
skynsemi þjóðarinnar, að hún láti ekki
stjórna sér og skoðunum sínum. Þjóðin á að
taka upplýsta ákvörðun og passa að falla ekki
fyrir þeim blekkingaleik sem hefur verið
undanfarið.“
Ástþór Magnússon
Boðberi friðar og umburðarlyndis
Morgunblaðið/Eggert
Höfði
30 ár eru liðin frá því að
leiðtogafundurinn í
Höfða var haldinn. Það
þarf að endurtaka hann
til að afstýra yfirvofandi
styrjöld við Rússa.
Fæðingardagur 4. ágúst 1953
Fjölskylduhagir Kvæntur Natalíu Wium. Á
eina dóttur frá fyrra hjónabandi og þrjú
barnabörn.
Menntun Með próf í auglýsingaljósmyndun
og markaðsfræðum.
Starf Sjálfstætt starfandi.