Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 54
FORSETAKOSNINGAR 201654 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is D avíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, segir að forsetinn verði að vera ýmsum kostum búinn til þess að gegna embættinu, bæði eins og það sé skilgreint samkvæmt lögum og stjórnarskrá og eins til þess að sinna hinum óformlegri völdum sem embættinu fylgja. „Forsetinn hefur það sem ég hef kallað áhrifavald og hann getur beitt því að vild, en þó með þeim takmörkum að hann sé ekki að skyggja á önnur stjórnvöld í landinu eða skaða starfsemi þeirra á nokkra lund,“ segir Davíð. „En hann getur beitt því valdi sínu, hafi hann til þess persónu, hafi hann til þess reynslu, vilja, þekkingu og getu í mörgum efnum.“ Engu að síður eigi forsetinn að fara mjög varlega í að beita sér í þeim málum sem efst eru á baugi á þingi eða í almanna- umræðu. Mál á þingi geti oft tekið miklum breytingum í meðförum þess og þýðingar- mikið sé að forsetinn sé ekki að trufla það ferli of snemma. „Hann getur engu að síður, bæði hljótt og með meira áberandi hætti ef hann telur það henta, látið í ljós athuga- semdir við efni og þróun máls. Það verður þó auðvitað að gera þannig, að þeir sem í hlut eiga sætti sig sæmilega við það.“ Túlkunarmál hafa sjaldan komið upp Davíð telur ekki að neitt sérstakt kalli á breytingar á hlutverki forsetans eins og það sé skilgreint í stjórnarskránni. „Stjórnar- skráin kallar í sjálfu sér ekki á breytingar þó að menn hafi talað með þeim hætti,“ seg- ir Davíð. Þó geti alveg verið inni í myndinni að menn vilji breyta henni til þess að koma að nýjum aðferðum og nýjum háttum. Davíð nefnir sem dæmi að nú sé í tísku að vilja fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og auka vægi þeirra. „En það er ekki mikið rætt til hvers það getur leitt, því að allir slíkir hlut- ir hafa bæði sína kosti og galla,“ segir Davíð. Þá séu menn ekki á eitt sáttir um það hvaða breytingar þurfi að gera á hlutverki forsetans. Davíð bendir á að á þeim liðlega sjötíu árum sem liðin séu frá lýðveldis- stofnun hafi sárasjaldan komið upp túlk- unarmál um þann ramma, raunar hafi það aðeins gerst í tíð Ólafs Ragnars, en þó ekki í stórum stíl. „Kannski er þetta því gervi- vandamál, og það er ekki endilega víst að menn eigi að leysa slík vandamál.“ Davíð segir að stjórnarskráin fái sérstöðu sína vegna þess að hún vilji í raun ekki láta breyta sér, það sé innbyggt í hana að flókið sé að gera breytingar á henni. „Og af því að það er flókið eru sumir mjög ákafir í að fá að gera breytingar á henni,“ segir hann og nefnir að hann sé sá eini af frambjóðend- unum sem hafi komið að stjórnarskrár- breytingum. „Ég greiddi atkvæði með því að láta þingið renna saman í eina sameig- inlega deild, það var mikil breyting. Ég greiddi atkvæði með því að þingmenn héldu umboði sínu til kjördags, það var mikil breyting. Ég stóð fyrir breytingum á kjör- dæmaskipuninni þar sem atkvæðavægi var jafnað og þess gætt að það gæti aldrei rask- ast aftur, það var mikil breyting. Önnur rík- isstjórn mín stóð fyrir því að mannréttinda- kaflanum var bætt inn í stjórnarskrána. Samanlagt eru þetta mjög miklar breyt- ingar á stjórnarskrá, því að þeim er breytt hægt og seint, annars væru þær ekki stjórnarskrár.“ Icesave-málið gefur vísbendingu Þegar Davíð er inntur eftir þeim skil- yrðum sem þyrftu að vera uppfyllt fyrir beitingu synjunarvaldsins segir hann enga leið að gera slíkt fyrirfram. „Synjunarvald- inu hefur bara verið beitt tvívegis þannig að vit sé í, varðandi Icesave-samningana. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir því að það eigi að vera tiltekinn fjöldi undirskrifta sem dugi sem skilyrði, líkt og Ólafur Ragn- ar hélt fram, enda féll hann frá því þegar voru komnar 55.000 undirskriftir vegna makríls, reyndar áður en það frumvarp var fullbúið.“ Hann bætir við að það sé orðið auðveldara en áður að safna undirskriftum með tilkomu netsins, menn þurfi varla að hugsa sig um áður en þeir skrifi undir. Davíð tekur þó fram að Icesave-málið gefi góða vísbendingu um það hvernig nálgast eigi synjunarvaldið. „Þar voru þeir hags- munir sem uppi voru mikilvægir, annars vegar að málið skipti þjóðarhag og almenn- ing miklu, og svo hitt sem er kannski mikil- vægara, að það varð ekki aftur tekið. Ný ríkisstjórn eftir kosningar hefði ekki átt kost á breytingum því búið væri að binda þjóðina á klafa með samningum við erlenda aðila. Þetta eru vísbendingar um fordæmi varðandi synjunarvaldið, en eina allsherjar- reglu er ekki hægt að gefa.“ Atbeini forsetans einkum formlegs eðlis Talið berst að stjórnarmyndunum og hlut- verki forsetans þar. „Forsetar hafa hingað til litið þannig á að oft séu aðstæður þannig að atbeini þeirra séu aðeins formlegs eðlis,“ segir Davíð. „Það er ekkert að því, ef kosn- ingar eru skýrar. Sé aðdragandi kosninga þannig að tiltekin sjónarmið hafi fengið meirihluta og samstaða meirihluta þing- manna um þau þá rennur slík stjórn saman nema upp komi óvænt ágreiningsefni. Allan þann tíma sem ég myndaði ríkisstjórn þurfti engan atbeina forseta,“ segir Davíð, en sín- ar stjórnir hafi verið myndaðar á skömmum tíma. Forsetinn eigi því almennt ekki að trufla gangverk stjórnmálanna og síst þegar hlutir liggja beint fyrir. „Hins vegar ef málið er flóknara þá getur miklu skipt hverjum hann felur stjórnarmyndunarumboð og þá ákvörð- un tekur hann án afstöðu til manna og mál- efna. Hann horfir til þess hvaða leið sé lík- legust til að tryggja stjórnarmyndun og farsæla meirihlutastjórn út kjörtímabilið.“ Gangi það ekki eftir er staðan orðin erfiðari, og þá eðlilegt að forsetinn beiti sér frekar í málinu. Þrjóti öll úrræði gæti hann skipað utanþingsstjórn eða beitt sér fyrir þjóð- stjórn í undantekningartilvikum. Hefur liðið vel í öllum sínum störfum Davíð hefur komið víða við á ferli sínum, en gerir ekki upp á milli starfa sinna, sem spanna vítt svið. „Mér hefur hvarvetna liðið vel. Ég er þeirrar náttúru að vera jafnan sáttur við það sem ég fæst við hverju sinni. Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson réðu mér báðir að gegna borgarstjóraemb- ættinu eins lengi og ég gæti, því það yrði skemmtilegasta starfið sem ég myndi gegna. Mér þótti það skemmtilegt, en ekki endilega það skemmtilegasta,“ segir Davíð. „Mér fannst gaman að vera forsætisráðherra allan minn tíma, þótt það væri stundum flókið verkefni að vera bæði formaður stærsta flokksins eins og hann var þá, og forsætis- ráðherra í hverri ríkisstjórninni á fætur ann- arri. Sjálfsagt hafa andstæðingar mínir verið orðnir þreyttir á mér, eins og gerist og geng- ur og sést hefur.“ Davíð segir að hann hafi einnig notið sín í starfi seðlabankastjóra þótt sá tími hafi verið skammur „Hann var erfiður en gefandi. Ég tel að við þrír sem þá störfuðum saman get- um horft stoltir til okkar verka, þótt þau hafi verið afflutt með ómerkilegum hætti.“ Davíð segist hafa látið eftir sér samhliða þessu að sinna ritstörfum og hefur hann skrifað fjölmörg leikrit, smásagnasöfn, söngva, ljóð og sálma. „Sennilega hef ég skrifað meira en margur sem ævilangt helg- aði sig ritlistinni.“ Listin er ofarlega í huga Davíðs, en hann ætlaði sér ungur að verða leikari, eins og al- kunna er. „En lífið lagði fyrir mig aðra braut,“ segir Davíð. Hann ætti þó ýmislegt leiklistinni að þakka. „Auðvitað hefur þessi hlið hjálpað mér og gert mér auðveldara að koma fram. Mér þykir gaman að hitta fólk, er gjarn á að segja sögur og nýt þess að um- gangast samferðamenn mína hvar sem er.“ Davíð segist eiga auðvelt með að eiga samskipti við fólk og eigi skap með flestum. „Mér er stundum lýst þannig að ég sé harð- ur í horn að taka. Ég veit ekki hvers vegna sú mynd birtist, vera má að það sé þar sem ég þurfti bæði sem borgarstjóri og forsætis- ráðherra að fylgja málefnum borgar og ríkis fast eftir,“ segir Davíð. Hann blæs á það tal að hann sé of um- deildur til þess að gegna embætti forseta. „Ég hef ekki enn kynnst stjórnmálamanni sem veigur er í sem er óumdeildur. Forset- arnir hafa allir verið kosnir sem umdeildir menn og aðeins einu sinni hefur sá sem vann fengið hreinan meirihluta í sínum fyrstu kosningum. Ég sé ekki að það hafi neinu breytt um getu manna til að gegna embættinu og sameina þjóðina um sig. Það eru því ýmsar haldlitlar kenningar á flögri.“ Opinn fyrir nýjungum í baráttunni Aðspurður hvort hann hafi saknað þess að standa í kosningabaráttu segir Davíð svo ekki vera, hann hafi aldrei litið um öxl. Hann segist þó hafa haft mjög gaman af baráttunni hingað til. Hann hafi verið hvað virkastur frambjóðenda, komið fram víða og verið áberandi á netinu. „Ég hef skemmt mér vel í baráttunni, og þeir sem annast kosningastarfið hafa ekki lagt áherslu á að fela mig, eins og sumir aðrir virðast hafa gert.“ Framboð hans hafi verið að opnast fyrir nýjungum í kosningabaráttu, ekki síst í net- heimum. „Ekki er það þó mér að þakka, því að síst er ég töframaður í tölvuveröldinni.“ Hann hafi þegið góð ráð annarra og þannig átt kost á því að ná sambandi við mikinn fjölda fólks. „Jafnframt hefur mér gefist færi á að kveða alls konar bábiljur í kútinn. Sá þáttur kosningabaráttunnar stendur eftir hver sem úrslit verða og er ég þakklátur fyrir það,“ segir Davíð. Davíð segir að alla starfsævi sína hafi hann lagt höfuðáherslu á að starfa af heil- indum. „Hafi ég lofað einhverju legg ég mig allan fram um að standa við það. Meira að segja þeir sem mest hafa rægt mig væna mig sjaldan um sviksemi eða að hafa brugð- ist trausti almennings. Hafi ég samið við menn um einstök atriði þá hefur það staðið og skiptir engu hvort samningur var skrif- legur eða munnlegur.“ En hver yrði þá arfleifð Davíðs Odds- sonar sem forseta lýðveldisins? „Ég kysi að forsetatíð mín yrði sú sem ég hefði lagt upp með, að ég hefði verið sannur í starfi, staðið við́ áform mín og fyrirheit og haldið þannig á málum að samhljómur gæti orðið um að mikið betur hefði ég ekki getað gert,“ segir Davíð að lokum. Fæðingardagur 17. janúar 1948 Fjölskylduhagir Kvæntur Ástríði Thoraren- sen. Þau eiga saman einn uppkominn son og tvö barnabörn. Menntun Lögfræðingur Starf Ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson Hef staðið við það sem ég hef lofað Morgunblaðið/Árni Sæberg Tjörnin „Ég hef mikla tengingu við Tjörnina. Ég starfaði í Iðnó, lét reisa Ráðhúsið og end- urreisa Tjarnarskóla.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.