Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
✝ Friðrik Ingi-mar Jónsson
fæddist á Gjögri í
Árneshreppi á
Ströndum 12. októ-
ber 1922. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 20. maí
2016.
Foreldrar Ingi-
mars voru Benónía
Bjarnveig Friðriks-
dóttir, f. 3. júní
1897, d. 10. apríl 1976, og Jón
Magnússon sjómaður, Fögru-
brekku á Gjögri, f. 11. desem-
ber 1886, d. 5. júní 1946. Ingi-
mar var þriðji í röðinni af 12
systkinum. Þau eru: Fjóla, f.
1918, látin, Magnús, f. 1920,
látinn, Guðbjörn Gunnar, f.
1926, látinn, Margrét Jóna, f.
1928, látin, Lilja, f. 1930, Krist-
ín, f. 1932, Guðrún, f. 1933,
Gísli, f. 1935, Guðríður Hall-
fríður, f. 1936, Ingibjörg Jak-
obína, f. 1938, og Guðmundur
Þ., f. 1939.
Eftirfarandi eiginkona Ingi-
mars er Halldóra Ingunn Guð-
mundsdóttir, f. 16. október
1927, frá Hlíð í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðmundur Bergmann Guð-
Guðrún Ingunn, f. 20. júlí 1954.
Maður hennar er Kristinn G.
Ólafsson. Börn þeirra: Kolbrún,
f. 1975, Atli Rúnar, f. 1990, og
Ingunn Erla, f. 1993. Barna-
börn Ingunnar og Kristins eru
fjögur. 5) Halldóra, f. 15. júlí
1956. Maður hennar er Pétur
M. Sigurðsson. Sonur Halldóru
er Guðmundur Bergmann Páls-
son, f. 1978. Dóttir Péturs er
Olga, f. 1980. Börn Halldóru og
Péturs eru Pétur Valur, f.
1988, og Friðrik Þór, f. 1991.
Barnabörn Halldóru og Péturs
eru átta, sjö eru á lífi. 6) Berg-
dóra Vigdís, f. 15. júlí 1957.
Maður hennar er Einar Th.
Jónsson. Börn þeirra eru: Guð-
rún Margrét, f. 1983, og Jón, f.
1987. Barnabörn Bergþóru og
Einars eru þrjú. 7) Jón, f. 1963.
Kona hans er María Ósk Stein-
þórsdóttir. Börn þeirra eru:
Þengill, f. 1993, og Sara Glóð,
f. 1994.
Ingimar kynntist snemma
öllum almennum störfum til
sjós og lands. Hann byrjaði
ungur að vinna við síldarverk-
smiðjuna á Djúpavík á Strönd-
um. Nam rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík, tók
sveinspróf 1953. Meistararétt-
indi 1959. Starfaði hjá Johan
Rönning, síðan hjá Ljósvirki og
hjá Pósti og síma frá 1974 til
ársloka 1992.
Útför Ingimars fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3.
júní 2016, klukkan 13.
mundsson, eld-
smiður, f. 1897, d.
1977, og Þórunn
Matthildur
Þorsteinsdóttir, f.
1896, d. 1934, í
Hlíð. Bræður Hall-
dóru eru Gunnar,
f. 1925, og Þor-
steinn, f. 1931.
Ingimar og Hall-
dóra kynntust á
Djúpavík 1947 og
gengu í hjónaband 31. desem-
ber 1949. Þau bjuggu lengst af
á Tunguvegi 74 í Reykjavík og
síðar í Naustahlein 18 í Garða-
bæ. Börn þeirra eru 1) Þórunn
Matthildur, f. 6. janúar 1949.
Börn hennar eru Ingimar Frið-
rik Jóhannsson, f. 1967, Kristín
Hraundal, f. 1974, og Pálína
Ósk Hraundal, f. 1982. Barna-
börn Þórunnar eru fjögur, þrjú
eru á lífi. Hún á eitt
barnabarnabarn. 2) Bjarnveig,
f. 25. janúar 1952, d. 2. apríl
1952. 3) Bjarnveig, f. 4. mars
1953. Maður hennar er Magnús
Agnarsson, börn þeirra: Agnar,
f. 1971, Halldóra Ingunn, f.
1976, Anna Guðný, f. 1977, og
Jón, f. 1984. Barnabörn Bjarn-
veigar og Magnúsar eru níu. 4)
Elsku afi okkar.
Við syskinin vorum með
yngstu barnabörnum þínum og
vorum við mjög náin þér. Við
fengum að brasa ýmislegt með
þér þessi rúm 20 ár sem við
fengum að hafa þig hjá okkur.
Eitt af því var að fá þann heið-
ur að fara með ykkur ömmu
hvert einasta ár í Fögrubrekku
á Ströndum.
Þú kenndir okkur ýmislegt
þar og margt sem mun nýtast
okkur alla ævi. Eitt af mörgu
var að meðhöndla og verka fisk,
alveg frá því hann var veiddur
og þangað til hann var tilbúin á
matarborðinu.
Alltaf varstu jafn þolinmóður
og hjálpsamur, skapið breyttist
aldrei sama hvað dundi á.
Við vorum mjög ung þegar
þið fluttuð af Tunguveginum
svo það eru fáar minningar það-
an en Naustahleinin var okkar
staður. Það voru alltaf heitar
vöfflur hjá ykkur ömmu og þið
klikkuðuð aldrei á ísnum sem
var alltaf til í frystinum. Snjó-
karlarnir og snjóhúsin hjá okk-
ur voru ófá og fengum við alltaf
kerti og eldhúsáhöld til að hafa
þetta heimilislegra úti í nýja
snjóhúsinu okkar.
Seinustu árin ykkar í
Naustahleininni gátum við loks-
ins endurgreitt ykkur smá part
af því sem þið hafið gert fyrir
okkur. Sara sá t.d um að þrífa
og skúra hjá ykkur einu sinni í
viku og Þengill sá t.d. alltaf um
að slá.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur og hlustaðir alltaf jafn
áhugasamur á það sem við höfð-
um að segja þér frá. Þú studdir
okkur í gegnum súrt og sætt og
misstir aldrei trúna á okkur,
sama hvað á dundi, þó við hefð-
um ekki hugmynd um hvað við
værum búin að koma okkur út í.
Alltaf jafn stoltur og ánægð-
ur af okkur.
Guð geymi þig,
Sara og Þengill.
Ég var líklega 13 eða 14 ára
þegar ég var spurður af eldri
húsfreyju norður í Árneshreppi
hvort ég væri barnabarn Inga í
Fögrubrekku.
Ég svaraði: „Jú, það er rétt.“
Eitthvað skolaðist þó til í ætt-
fræðinni því blessuð gamla kon-
an sagði: „Grunaði mig ekki, þú
ert svo líkur honum pabba þín-
um!“
Það fannst mér gott að heyra
og alltaf síðan og brá ekki hið
minnsta í kaupfélaginu eða ann-
ars staðar þegar ég var spurð-
ur:
„Hvað er að frétta af honum
pabba þínum?“ „Bara fínt, jú,
mjög gott,“ svaraði ég enda var
ég alltaf í svo góðu sambandi
við afa minn að ég var alltaf
með nýjustu fréttirnar og vissi
um hagi hans, t.d. hvenær hann
kæmi norður og fleira.
Nákvæmni, afi eða pabbi, var
óþörf enda var hann gagnvart
mér oft hvort tveggja. Mér lík-
aði þetta alls ekki illa og
kannski hef ég notið afa míns í
gestrisni, hlýju viðmóti og meiri
þolinmæði vegna endalausra
spurninga um liðna tíma, af
gömlum sveitungum hans.
Það var ákaflega gaman og
eftirsóknarvert að fá að fara
með afa og ömmu norður á
Strandir.
Indælt var að dvelja með
þeim í Fögrubrekku, æsku-
heimili hans sem hann átti með
systkinum sínum og þau gerðu
upp í sameiningu.
Í góðu veðri er útsýn fögur
og stórbrotin af bæjarhlaðinu,
t.d. Byrgisvíkurfjallið og Kamb-
urinn, sérstakt og formfagurt
fjall handan Reykjarfjarðarins
með sínar steinnálar og tinda.
Og þá hafið, matarkistan sjálf,
síbreytilegt á lit og lögun. Ör-
stutt er sjávargatan, Brands-
víkin með sandfjöru rétt neðan
við húsið.
Þar var báturinn settur og
hafði afi mikla ánægju af að
fara á sjó og sækja sér og sín-
um í soðið.
Umstang við bátinn og það
sem að sjóferðum laut veitti
honum mikla ánægju.
Afi minn og nafni, sá góði
maður, þriðji elstur af systk-
inunum frá Fögrubrekku, átti
langa og gæfuríka ævi.
Hann tók öllu sem fyrir bar
með einstöku jafnaðargeði og
fátt raskaði ró hans.
Hann var það sem kallað er
geðprýðismaður þótt alls ekki
væri hann skaplaus. Hann
kunni að stilla geð sitt en beita
ef vildi eða varð. Hann var á
allan hátt huga sínum sjálfur
ráðandi. Hann bjó að kjarngóðu
uppeldi í fallegri en harðbýlli
sveit, vinnusemi og miklum
áhuga á velferð annarra í fjöl-
skyldunni, þó að ekki færi alltaf
hátt.
Hann kunni einnig þá kúnst
að geta og vilja létta andrúms-
loft með vel völdum orðum þeg-
ar við átti. Hann var Stranda-
maður í húð og hár og hafði
ákaflega gaman af því að fá
fréttir úr sveitinni sinni og
ræða um mannlífið þar. Gömlu
heimaslóðirnar voru honum allt-
af ofarlega í huga og lyftist á
honum brúnin er talið barst að
þeim.
Áratuga búseta og starfsvett-
vangur á höfuðborgarsvæðinu
breytti aldrei neinu þar um.
Ég á afa mínum og ömmu
mikið að þakka. Var ég mikið
hjá þeim sem barn og unglingur
á Tunguveginum og bjó hjá
þeim um tíma. Þar var gott að
vera og á ég margar góðar
minningar frá þeim árum.
Heimilið var mannmargt, gest-
kvæmt og klettur stórfjölskyld-
unnar.
Ég minnist afa míns með
gleði, mikilli virðingu og þakk-
læti fyrir allt sem hann gerði
fyrir mig á nærri 50 ára samleið
okkar.
Elsku ömmu Halldóru sendi
ég innilegar samúðarkveðjur og
bið góðan guð um að vernda
hana og blessa.
Ingimar Friðrik
Jóhannsson.
Friðrik Ingimar
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi, það var
alltaf gaman að heimsækja
þig og ömmu í Naustahlein,
t.d. þegar við vorum að
vinna í garðinum og feng-
um vöfflur með rjóma hjá
ömmu. Eins fannst mér
gaman að hjálpa ykkur við
flutningana upp á fjórðu
hæð á Hrafnistu þegar þið
fenguð íbúðina þar. Það var
alltaf svo notalegt að
spjalla við þig, afi minn.
Guð geymi þig, þinn,
Lúðvík (8 ára).
✝ Örn RagnarMotzfeldt bif-
vélavirki fæddist í
Reykjavík 28. októ-
ber 1954. Hann lést
á heimilinu sínu í
Trige í Danmörku
24. apríl 2016.
Foreldar hans
voru Ásdís Ísleifs-
dóttir, f. 9. desem-
ber 1928, d. 14.
október 2002, og
Ragnar Alfreðsson, f. 3. júní
1930, d. 12. maí 1986. Örn giftist
Önnu Kristínu Guðmannsdóttur
sjúkraliða, f. 17. apríl 1955. Þau
skildu. Börn þeirra eru: 1) María
Guðrún, f. 23. nóvember 1976,
maki Bergþór Arnar Óttósson,
f. 6. apríl 1972. Börn þeirra eru
Tinna Bjarndís, Þórður Elí,
Anna María og Ottó Már. 2) Ás-
dís Ýr, f. 27. apríl 1981, maki
Jón Kristófer Sigmarsson, f. 16.
mars 1972. Börn þeirra eru
Helga Dögg, María Rún, María
Sigrún, Kristófer Bjarnar og
Kristrún Ýr. Örn giftist Evu
og Styrmir. Hálfsystir Arnar er
Kristín Snæfells Arnþórsdóttir,
f. 4. október 1950. Börn hennar
eru Ásdís, Jóhanna og Guðbjörg
Elísa.
Örn lauk sveinsprófi í bifvéla-
virkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík. Hann ólst upp í
Reykjavík og bjó lengst af þar.
Örn stundaði nám í Hlíðaskóla
og bjó öll sín unglingsár í Hlíð-
unum. Fram að þrítugsaldri
vann hann meðal annars í Cit-
röen-umboðinu hjá föðurbróður
sínum, Erlingi, sem lést ungur
af slysförum. Á 9. áratugnum
bjó Örn á Blönduósi, þar sem
hann var virkur félagi í hesta-
mannafélaginu Neista. Örn
vann þar hjá Vélsmiðju Kaup-
félags Austur-Húnvetninga, RA-
RIK og sem lögreglumaður.
Þess utan var Örn liðtækur við
viðgerðir á vélum í sveitum hér-
aðsins. Þegar Örn flutti aftur til
Reykjavíkur starfaði hann með-
al annars við bílaviðgerðir, sem
leigubílstjóri og við þjónustu-
störf. Tónlist átti alltaf stóran
þátt í lífi Arnar, en hann spilaði
á gítar. Síðastliðin 12 ár var Örn
búsettur í Danmörku, fyrst í
Árósum og síðast í Trige.
Útför Arnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 3. júní
2016, klukkan 13.
Barböru Valdi-
marsdóttur meina-
tækni, f. 12. ágúst
1956. Þau skildu.
Barn Arnar og Evu
er Martin Örn, f.
22. febrúar 1995.
Örn giftist síðar
Mariu Motzfeldt.
Þau skildu.
Systkini Arnar í
aldursröð eru: 1)
Theodóra, f. 19.
apríl 1951, maki Frank Richard
Hansen. Börn hennar eru Ró-
bert Ragnar, Ásdís Mercedes og
Giovanna Soffía Gabriella. 2)
Atli Ísleifur, f. 2. september
1953, maki Ágústa Guðríður
Hermannsdóttir. Börn hans eru
Arngrímur, látinn, Ragnar
Theódór, Unnur Perla og Atli
Kolbeinn. 3) Soffía, f. 18. maí
1956, maki Loftur Þorsteinsson.
Börn þeirra eru Theodóra
Björg, Kristín Ragna og Anna
Katrín. 5) Hildur Sólveig, f. 30.
mars 1970. Börn hennar eru
Ragnar Freyr, Kristján Ágúst
Elsku pabbi, þá er komið að
því að kveðja. Minningarnar eru
margar, ég man eftir því að hafa
fylgst með þér út um búrglugg-
ann á Vindhæli og þú varst á
Skjóna þínum, hann prjónaði
með þig og mér fannst þú svo
flottur, eins og alvöru kúreki.
Ég man líka eftir því þegar þú
keyptir handa mér pony-hest
þegar Maja systir var að halda
upp á afmælið sitt. Barnshug-
urinn er svo sérstakur, mér
þótti alltaf góð lykt af höndun-
um þínum.
Ég man líka eftir því þegar
þér leið illa, og að hafa séð þig
gráta.
Það er virkilega erfitt fyrir
barn að meðtaka og skilja. Eftir
því sem ég varð eldri urðu erf-
iðleikarnir meiri, veikindin og
síðar fíknin, náðu yfirhöndinni.
Okkar bestu ár voru fyrstu
árin þín í Þverholtinu, ég kom
oft til þín og við sátum og spjöll-
uðum.
Þú eldaðir góðan mat fyrir
okkur og dyttaðir að bílunum
mínum. Á þessum tíma hófst
líka erfiðasta og sárasta tímabil-
ið í lífi okkar.
Undanfarin ár höfum við ver-
ið í litlu en góðu sambandi.
Heilsan var léleg og þegar þú
veiktist í upphafi þessa árs fann
ég að ég vildi hitta þig. Þegar
við komum til þín komstu út á
stétt og tókst á móti okkur, það
var svo notalegt.
Ég hafði ekki áttað mig á því
hversu mikill sjúklingur þú
varst orðinn. Þú áttir erfitt með
flest, húmorinn var samt enn á
sínum stað og töffarinn líka. Þú
passaðir að hafa gel í hárinu,
skoða skvísurnar og lykta vel.
Það var eitthvað svo öðruvísi að
tala við þig, gamli pabbi var
kominn.
Þú varst hræddur og fullur af
eftirsjá. Fortíðin var lítið rædd
og við vorum öll á því að eiga
góðan tíma saman.
Við veltum því fyrir okkur
hvort við hefðum átt að koma
fyrr í heimsókn en ég var ekki
tilbúin fyrr, og ég held að þú
hafir ekki verið tilbúin heldur.
Allt sem á undan hafði gengið
var skilið eftir. Við ætluðum að
byrja upp á nýtt.
Ég held að þú hafir oft verið
einmana. Stundum var Bakkus
þinn besti vinur og helsti óvinur.
Þú reyndir oft að standa þig en
oft reyndist það þér um megn.
Ég er reyndar alveg viss um að
ýmislegt í uppvextinum og ein-
staka atburðir hafi haft mjög
mikil áhrif á líf þitt og hvernig
þér tókst að spila úr því.
Það var svo skrítið að kveðja
þig í myrkrinu fyrir utan hjá
þér, í fyrsta skipti í langan tíma
fann ég fyrir gamla pabba sem
mig langaði að eiga meiri sam-
skipti við.
Ég hlakkaði til að koma aftur
í sumar. Sú hugsun flögraði um
huga minn að kannski myndum
við ekki hittast aftur en ég ýtti
henni frá. Við ákváðum það við
eldhúsborðið hjá þér að við
skyldum bæta sambandið okkar
á milli.
Ég held að þú hafir vitað í
hvað stefndi þegar þú hringdir í
mig til að óska mér til hamingju
með afmælið, nokkrum dögum
of snemma.
Við hlógum að þessu og
kvöddumst með þeim orðum að
við myndum heyrast aftur á
miðvikudaginn, þetta var á
föstudegi.
Á sunnudeginum hins vegar
fékk ég símtalið um að þú værir
látinn, á miðvikudeginum fórum
við systur til Danmerkur, ásamt
mömmu, að kveðja þig í hinsta
sinn. Þú hafðir bæði óskað mér
til hamingju með daginn og gef-
ið mér afmælisgjöf, löngu fyrir
afmælið mitt. Við kvöddum sátt,
það var fyrir mestu. Elska þig.
Ásdís Ýr Arnardóttir.
Elsku pabbi, lífið er stundum
svo ósanngjarnt. Loksins þegar
við vorum sameinuð á ný og
sáum fram á bjarta og gleðilega
tíma ert þú tekinn frá okkur. Ég
verð að eilífu þakklát fyrir dag-
ana sem við áttum saman í mars.
Þegar ég hugsa til þín seint að
kvöldi raula ég í huganum sálm-
inn sem þú söngst fyrir mig sem
barn, hann veitir mér alltaf vell-
líðan og tengingu við þig.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Hjarta mitt brast þegar ég
fékk símhringinguna um að þú
værir dáinn. Líf þitt hefur oft
verið erfitt en þú varst loksins
búinn að finna frið og farið að
líða betur.
Það hefur mikið verið á þig
lagt í gegnum tíðina og þú áttir
erfitt með að vinna þig úr þeim
þrautum og sumar fylgdu þér
allt til loka. Ég minnist helst
æsku minnar á Blönduósi og ár-
anna sem ég átti með þér þar í
hestamenskunni.
Það skemmtilegasta sem ég
gerði var að ríða út með þér, og
mér fannst ég alltaf svo örugg.
Þú gafst mér hann Brúnka þeg-
ar þú og mamma skilduð og
þann hest hafði ég í hávegum,
hef ekki séð fallegri hest fyrr né
síðar. Hann var minn besti vinur
og reyndist mér svo vel í mörg
ár.
Hann var orðinn mjög fullorð-
inn þegar hann fór en þótt hann
væri gamall og með söðulbak
fannst mér hann alltaf fallegasti
hesturinn í húsinu. Hann var svo
andlistfríður og með yndislegan
karakter.
Þú veiktist þegar ég var um
átta ára og veikindi þín eru stór
hluti af æskuminningum mínum.
Þú fórst reglulega til læknis í
Reykjavík og þurftir oft að
dvelja þar vikum saman, það
voru erfiðir tímar fyrir okkur
öll.
Þú varðst fyrir miklu áfalli
um 20 ára aldur, þegar þú
varðst vitni af skelfilegu slysi,
sem hafði mjög djúpstæð áhrif á
þig og draugar þess fylgdu þér
alla tíð.
Þú varst aldrei samur, segja
þeir sem þekktu þig.
Samskipti okkar hafa oft ver-
ið sár og erfið en nú sáum við
fram á bjarta og betri tíma sam-
an.
Þú varst svo yndislegur þegar
við systurnar komum að heim-
sækja þig í mars og ég fann
breytinguna sem hafði orðið
innra með þér.
Við hlökkuðum svo til að
koma til þín í sumar. Ég er
þakklát fyrir tækifærið sem við
fengum til að upplifa gleðistund-
ir saman en átti alls ekki von á
því að þær væru okkar síðustu.
Ég verð að trúa því að nú sért
þú loksins búin að finna hinn
fullkomna frið og öll þín sár gró-
in, það er eina huggun mín.
Þín dóttir,
María.
Okkur langar til að kveðja
bróður okkar Örn með ljóðinu
Harmagrátur eftir Örn Árna-
son. Ljóðið lýsir að einhverju
leyti lífshlaupi hans.
Gekk ég að heiman
með nesti og nýja skó
í leit að æskuóskinni,
sem út í geiminn fló.
Gekk ég af mér sokka,
gekk ég af mér skó,
gekk á beru blóðinu,
en fann hana ekki þó.
Blæddi mér úr hælunum,
blæddi mér úr tám.
Á klakanum og grjótinu
Gekk ég mig að knjám.
Langt hef ég gengið.
Glögg er mín slóð,
því með hverju fótmáli
draup mitt hjartablóð.
Leggðu aftur augun,
ef þú ferð þá slóð.
Engin vil ég sjái
mitt hjartablóð.
Hvíldu í friði elsku bróðir.
Hildur Sólveig Ragn-
arsdóttir, Atli
Ísleifur Ragnarsson.
Örn Ragnar
Motzfeldt