Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 74

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Elsku hjartans ljúfa, fallega gullið mitt. Lengi biðum við pabbi þinn eftir fæðingu þinni og hvílík hamingja sem við upp- lifðum þegar þú leist dagsins ljós. Litla, blíða, fallega skottið mitt, þú náðir að bora þig inn að hjartarótum flestra sem þér kynntust. Þú varst alltaf við- kvæmt barn, svo blíð, skemmti- leg og hugulsöm. Þú varst bara sex ára skott, nýbyrjuð í skóla þegar þú lentir í einelti sem engan enda ætlaði að taka. Þessi hræðilega lífsreynsla markaði djúp sár í sálu þinni og markaði líf þitt. Þú varst ótrúlega orðheppin og oft veltumst við um af hlátri. Þú elskaðir fiðluna þína og ljúf- ar voru stundirnar þegar þú spilaðir uppáhaldslögin mín fyrir mig, þú elskaðir að vera í sundi og unun var að fylgjast með hvað þú fórst hratt yfir í skriðsundi. Þú elskaðir börn og sakleysi þeirra. Oft var ég hrædd um þig og fylgdi þér eftir eins og skuggi til að reyna að tryggja öryggi þitt og hamingju. Síðasta árið sem þú fékkst að dvelja hjá okkur einkenndist af hamingju, gleði, áföngum, stolti og ást. Litlu nöfnuna þína, Regínu litlu, elskaðir þú svo mikið og sagðist stundum láta eins og hún væri barnið þitt þegar þið voruð að þvælast saman. Elsku hjartans blómið mitt, þráðurinn á milli okkur var svo sterkur og við elskuðum hvor aðra út yfir öll mörk. Ef ég spurði hvort þú nenntir út í búð fyrir mig svar- aðir þú stundum: „Ég nenni því ekki, en fyrir þig geri ég allt, mamma mín.“ Við vorum sam- an daglega og gerðum flesta hluti saman, ef við hittumst ekki í nokkrar klukkustundir þá gengu símtölin á milli okkar. Daglega sagðir þú mér að þú elskaðir mig og í hverjum mán- uði fórstu og keyptir handa mér blóm og gjafir, tjaldaðir öllu til, allt til að gleðja mömmu. Þú varst mín besta vinkona Regína Sif Marinósdóttir ✝ Regína Sif Mar-inósdóttir fædd- ist 26. febrúar 1992. Hún varð bráð- kvödd 22. maí 2016. Útför Regínu fór fram 1. júní 2016. og örlátasta, sterkasta og ljúf- asta manneskja sem ég hef kynnst og öllum góð. Þú máttir ekkert aumt sjá öðruvísi en að reyna að hjálpa og laga. Þú vildir helst gefa öllum allt þitt ef það gat hjálpað. Þú hófst fatasöfn- un fyrir skjólstæðinga Land- spítalans sem áttu kannski ekki föt til skiptanna. Jólin 2014 stofnaðir þú Jóla- hjálp sem vatt heldur betur upp á sig, þú gast ekki hugsað þér að aðrir ættu ekkert til skiptanna á jólunum, stundum fórstu sjálf og keyptir handa þeim sem ekki hafði náðst að safna fyrir. Kvöldið áður en þú lést fléttaði ég á þér hárið því þú ætlaðir í bröns með Erlu þinni næsta dag. Mitt síðasta verk um kvöldið þegar þú varst sofnuð var að breiða yfir þig, hjartagullið mitt. Ég veit ekki hvernig lífið á að geta haldið áfram án þín, ljúfan mín. Þakka þér, elsku hjartað mitt, fyrir alla gleðina, faðmlögin, ham- ingjuna og ástina sem þú færð- ir mér. Öll ferðalögin okkar, öll fallegu bréfin sem þú skrifaðir mér í gegnum árin og ræðuna sem þú samdir þegar ég varð fimmtug og orðheppni þín náði þar hæstu hæðum. Ég mun ætíð minnast þín, grátandi, syngjandi, hlæjandi, alltaf í huga mér. Alltaf góð og minn mesti stuðningur þegar ég átti erfitt. Ég elska þig, ástin mín, og verð alltaf hjá þér í huga mínum og hjarta. Ástarkveðja. Þín mamma, Guðbjörg. Ætlarðu ekki að líta á hana nöfnu þína, sagði pabbi þinn. Þú varst 4-5 klst. gömul og at- hygli mín hafði fyrst beinst að dóttur minni, móður þinni. Mér varð litið um öxl og þarna varstu og horfðir á mig stórum augum. Þetta var ást við fyrstu sýn og átti bara eftir að aukast eftir því sem árin liðu. Tveggja ára þurftir þú að fá gleraugu og oft var sagt „amma pússa“, þegar ekki sást út leng- ur. Ó hvað amma vildi að hún hefði getað pússað lífsleiðina þína og gert hana auðveldari. Þú ólst upp á einstaklega kærleiksríku heimili þar sem ekki skorti neitt og ást og um- hyggja í fyrirrúmi. Samband þitt við móður þína var svo ein- stakt að ég efast um að betra samband móður og dóttur sé til. Ástin mín, þrátt fyrir þitt ástríka heimili, þar sem allt var gert til að styðja þig, áttir þú erfið unglingsár, en foreldrar þínir véku aldrei frá þér, ég held að önnur eins ást og sam- heldni fyrirfinnist varla. En núna, síðustu tvö árin, var farið að birta svo mikið til, þú komin í skóla og stóðst þig vel og framtíðin virtist vera farin að blasa við þér og þú ljómaðir af lífsgleði, þá gerist þetta, af hverju, góði Guð? Af hverju? Þú varst einstök, ástrík, öll- um góð, ekki síst börnum og eldra fólki, þú áttir svo mikinn kærleika til að gefa. Það var dásamlegt að fylgj- ast með ást þinni á litlu nöfnu þinni, systurdóttur þinni, hún veitti þér óendanlega ánægju. Þú varst eftirsótt til að gæta barna, þau litlu fundu að hjá þér voru þau óhult. Við deildum sameiginlegu áhugamáli, en það var að fara á söngleiki og óperur og ekki skemmdi fyrir ef Garðar Thor Cortes var þar þátttakandi. Hver fer nú með ömmu? Við áttum yndislegar stundir sam- an sem ég geymi eins og perlur í minningunni, enginn getur tekið þær frá mér. Sorg foreldra þinna og systkina er ólýsanleg og okkar allra í fjölskyldunni. Ég veit að svo margt gott fólk eins og amma þín og afi taka á móti þér, elsku ástin mín, en við eigum bara svo erf- itt með að skilja almættið. Hvers vegna máttum við ekki njóta þín lengur? Minning þín mun aldrei fölna. Regína amma. Elsku Regína Sif. Nú ertu farin alltof snemma. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Ég átti því láni að fagna að kynnast þér nokkuð vel en þú komst oft í heimsókn til okkar. Þú varst alltaf til í að hjálpa, við máluðum, bökuðum, þrifum og hlógum að vitleysunni hvor í annarri. Þú varst myndvirk og með góða kímnigáfu. Stundum fór- um við í göngutúr og ræddum lífsins gleði og sorgir. Þú varst afar barngóð og það sýndi þinn innri mann. Ég hitti þig síðast í janúar og það var bjart yfir þér og þú varst glöð yfir því að tak- ast á við skólaverkefnin og spila á fiðluna þína. Að sjálf- sögðu var litla nafna þín og systurdóttir nálægt þér eins og börnum var tamt. Kæra Regína Sif, þakka þér fyrir allt og þakka þér fyrir englana sem þú gafst mér í jólagjöf. Ég mun sakna þín þar til við sjáumst næst. Ég kveð þig með ljóðlínu Tómasar Guðmundssonar: Nú stíga draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans og drottinn brosir hver bæn þín er orðin að blómum við fótskör hans. Þín frænka, Ragnheiður Erla Björnsdóttir frá Glæsibæ. Við systkinin vorum fjögur og ég nýt þeirra forréttinda að vera elstur og eini strákurinn. Ég og Regína urðum strax miklir vinir og náðum vel saman. Á fullorðinsárunum tengdumst við nánari böndum og stóð hún alltaf með bróður sínum gegnum þykkt og þunnt. Ég var foreldrum mínum oft erfiður en Regína talaði alltaf mínu máli og var það gagn- kvæmt hjá mér því hún var svo ljúf og góð og vildi allt fyrir alla gera. Þegar hún átti sem erfiðast var ég alltaf að reyna að hjálpa henni og hún vissi að stóri bróðir kæmi til bjargar. Þegar hún fæddist fannst mér fátt skemmtilegra en að fá að vera með þetta litla krútt og ég var og er svo stoltur af henni. Margt kemur í hugann á þessum erfiðu tímum, eins og þegar við Siggi vinur minn fengum leyfi til að fara með Regínu, þá tveggja ára, á snjó- þotu, sem þótti alls ekki sjálf- sagt þar sem ég er mjög ofvirk- ur og þótti fara hratt yfir. Hún skellihló og hafði gaman af því að fara hratt í hringi. Þegar ég kom loks heim stóð mamma úti og kallaði: „Jón, Jón, hvar er Regína Sif?“ Ég leit á þotuna og sá að Regína mín hafði dott- ið af sleðanum án þess að ég tæki eftir því. Mér brá svo mik- ið að ég fékk illt í magann en sem betur fer fór maður aldrei langt úr augsýn mömmu svo það var ekki langt að leita. Regína lá skellihlæjandi í skafli aðeins neðar í götunni, heil á húfi eftir sleðaferðina. En ég man að mamma var ekki sátt við mig né þessar aðfarir með litla barnið. Einstaka sinnum hef ég flutt heim tímabundið og þá gekk hún alltaf úr rúmi fyrir mig og tók ekki annað í mál, sagði að það þýddi ekki að ræða það og sagði: „Við stöndum alltaf sam- an, brósi minn, og ég vil að það fari vel um þig.“ Hún passaði þá alltaf að það væri til blá mjólk og kók í dós fyrir mig. Það er erfitt fyrir mig að sjá framtíðina fyrir mér án þín, elsku systir. Bið góðan Guð að geyma þig og styrkja okkur fjölskylduna þína og vini í sorg okkar. Þinn bróðir, Jón Ragnar. Elsku Regína mín, að skrifa minningarorð um þig er mjög erfitt, ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin í þitt langa ferðalag og við eigum ekki eftir að hittast, hlæja og grínast meira saman. Þetta er svo ósanngjarnt að þú, aðeins 24 ára gömul, hafir kvatt okkur svona skyndilega og eftir situm við með svo margar spurningar, af hverju og hvers vegna? Þegar ég var fimm ára göm- ul flutti ég í Lindasmárann. Þar þekkti ég engan en kynnt- ist fljótlega systrunum sem bjuggu í endanum á okkar rað- húsalengju, þeim Regínu sem þá fjögurra ára og Rebekku þriggja ára. Við urðum strax góðar og miklar vinkonur, þessi vinskap- ur hefur haldist óslitinn yfir 20 ár. Við ólumst upp saman og gerðum allt saman, bjuggum hlið við hlið og þeirra heimili var jafnt mitt og mitt þeirra. Foreldrar okkar urðu líka mikl- ir vinir og eru ennþá í dag. Ávallt á aðfangadag bankaði Regína upp á hjá okkur með jólapakkann til mín kl. 16, þá var hún tilbúin fyrir jólin og beið eftir að klukkan yrði 18 og færi í kirkjuna með pabba sín- um, sem þau gerðu alltaf. Á aðfangadagskvöld var allt- af mikill spenningur að hittast og bera saman gjafir, ég minn- ist þess að við fengum oftast eins pakka frá foreldrum okkar eins og Baby Born-dúkku, Apa- skott, Furby-fígúru og fleira og alltaf vorum við jafn hissa og ánægðar að við fengum alveg eins pakka. Við gerðum líka svo margt saman, fórum í skíðaferð, til Spánar, fjölmörg sumarnám- skeið sóttum við saman og svo voru margar Heklu-skemmtan- ir sem ég tók þátt í með fjöl- skyldunni o.fl. Ég gleymi því ekki á yngri árum þegar við vorum að laum- ast inn í herbergið hjá Tobbu til að máta hælaskóna hennar sem hún átti í svo mörgum lit- um og var það alveg pottþétt ekki í fyrsta skiptið sem þeir voru mátaðir því hún Regína var með labbið alveg á hreinu og kenndi hún mér að ganga á hælaskóm. Regínu þótti rosalega gaman þegar það var eitthvað að ger- ast þá gat hún verið í sínu fín- asta dressi með stóra eyrna- lokka og varalit, henni fannst allaf svo gaman að punta sig og gera sig fína. Regína var alltaf svo ánægð með allt sem hún fékk og henni þótti líka gaman að gleðja aðra. Regína var með stærsta og bjartasta persónuleika sem ég hef kynnst og klárlega með húmorinn á réttum stað. Hún vildi gera allt fyrir alla. Ég er svo heppin að hafa fengið að þekkja þig og vera vinkona þín, elsku Regína mín, í 20 ár. Minningarnar sem við eigum eru mér ómetanlegar og ég mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Þín vinkona alltaf, Ása Þórdís. Ljúf og góð er það fyrsta sem við hugsum, Regína Sif, samverustundir með þér og fjölskyldunni frá því að þú fæddist skilja eftir yndislegar minningar. Samband þitt við mömmu þína og pabba var ein- stakt, sem og ást og kærleikur systkina þinna, ömmu Regínu og margra ástvina þinna. Það er ekki hægt að lýsa þeim tilfinningum og trega við fráfall elsku frænku sem hefur skipað svo stóran sess í lífi fjöl- skyldunnar, oft á brattann að sækja en kærleikur og þakk- læti er það sem situr eftir. Ljúfar minningar um þig munu fylgja okkur alla ævi og við munum styðja fjölskylduna, mömmu þína og pabba í þessari miklu sorg. Dalla, Ingi Þór og fjölskylda. Elsku Regína mín, ég heyri ennþá rödd þína gera grín að tónlistarsmekknum mínum … og þrátt fyrir að eiga það ekki sameiginlegt þá áttum við samt eitthvað svo sérstakt. Mér fannst gott að finna fyr- ir trausti þínu og elskaði að fá að kynnast þér betur með hverjum deginum. Ég hef þekkt þig frá því að þú varst bara pínulítil en okkar tími í ár var alveg einstakur. Þú kenndir mér meira en þú munt nokkurn tíma vita. Í síðasta samtali okkar sagði þú mér að allir ættu sínu sögu og það eina sem væri í stöðunni væri að bera höfuðið hátt og halda fram á við. Þú þakkaðir fyrir að fá að vera partur af lífi sona okkar Lucasar og þú varst okkur svo dýrmæt. Ég get ekki þakkað þér nógu mikið fyrir þá aðstoð og ást sem þú gafst mér og strákunum. Ég er svo glöð að Sky fékk að vaka til að knúsa þig og segja þér sjálfur að hann elsk- aði þig bara tveimur dögum áð- ur en þú kvaddir okkur. En það lýsir þér einmitt svo vel, þótt þú hafir tekið þinn tíma í að læra að elska sjálfa þig þá áttir þú alltaf nóg til að gefa. Þú varst svo ótrúlega góðhjörtuð og falleg persóna. Við munum öll finna hlát- urinn á ný fyrir þig, elsku Reg- ína, því það var eitt af því sem skipti þig máli á þessari jörðu. Ég veit að þú munt halda áfram að vaka yfir okkur og börnum okkar eins og þér einni er lagið. Þú munt alltaf eiga sértakan stað í mínu hjarta. Guð geymi þig, elsku vin- kona. Okkar dýpstu samúðarkveðj- ur kæru vinir og fjölskylda. Íris Ann, Lucas Keller, Sky og Indigo. Það er með sorg í hjarta sem við skrifum orð um Regínu vin- konu okkar. Regína og per- sónutöfrar hennar heilluðu okk- ur mæðgurnar hratt og mynduðust góð tengsl strax. Ávallt var mikil gleði að njóta stunda með þér og er okkur efst í huga hversu ein- læg, góðhjarta, orðheppin og mikill húmoristi þú varst. Mik- ill söknuður verður í „Girls night out“, en eitt af mörgum minnisstæðum kvöldum er þeg- ar við fórum út að borða og í keilu. Þótt þú hafir ekki verið sú besta í keilunni og fá stig skor- uð, m.ö.o. alltaf í rennunni, voru taktarnir og hugarfarið gott eins og þér einni var lagið. Rúllaðir keilunni milli fótanna, sparkaðir og sirkustaktar not- aðir. Mikið var hlegið og æðisleg- ar minningar skapaðar. Ávallt þegar við hugsum til baka um minningar okkar sam- an kemur bros á vör og þín verður sárt saknað í framtíð- inni. Þú varst orðin stór hluti af fjölskyldunni, okkur leið alltaf vel með þér og þú gafst okkur svo mikið. Orð fá því ekki lýst hversu mikið við eigum eftir að sakna þín, elsku Regína. Takk fyrir dýrmætar stundir. Elsku Guðbjörg, Marinó og fjölskylda, megi Guð og gæfa styrkja ykkur í sorginni og vottum við ykkur innilega sam- úð. Þínar vinkonur, Auður, María Björk og Sandra Dögg. Elsku Regína mín, það er svo vont að hugsa til þess að ég fái aldrei að heyra rödd þína aftur, eða sjá þetta fallega bros þitt. Það er ótrúlega erfitt að skrifa þessa minningargrein, því ég er ennþá ekki að ná því að þú sért farin. Þú gekkst í gegnum svo margt og barðist fyrir lífi þínu, þú gast allt sem þú tókst þér fyrir hendur, alveg sama hvað það var. Ég er svo ótrúlega stolt af þeim árangri sem þú náðir og þú ert ein sterkasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst og ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér, yndis- lega manneskja. Ég á svo margar góðar minningar með þér, við gengum í gegnum svo margt saman. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku Regína mín. Ég vildi óska þess að árin hefðu orðið fleiri, en ég veit að við hittumst aftur. Guð verið með ykkur Guð- björg, Marinó, Tobba, Jón, Re- bekka og fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur innilega. Eitt fallegt kvæði til þín: Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíldu í friði, fallega vinkona mín. Þín vinkona, Guðrún. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SNÆBJÖRNS AÐALSTEINSSONAR, Barðastöðum 7, Reykjavík. . Kristín Lárusdóttir Steinunn Snæbjörnsdóttir Magnús Þórarinsson Aðalsteinn Snæbjörnsson Elsa S. Bergmundsdóttir Lára G. Snæbjörnsdóttir Magnús Þ. Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÚLÍUSDÓTTUR, Eyrarflöt 4, Akranesi. . Arnfinnur Scheving Arnfinnsson Margrét Arnfinnsdóttir Maren Lind Másdóttir Gunnar Harðarson Helena Másdóttir Ársæll Ottó Björnsson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.