Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 78

Morgunblaðið - 03.06.2016, Síða 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Kristbjörg Erla Alfreðsdóttir, sem á 50 ára afmæli í dag, er bú-sett í veðursældinni í Vopnafirði, nánar tiltekið á Ásbrands-stöðum í Hofsárdal . „Það var 23 stiga hiti hjá okkur í fyrra- dag. Sumir segja að sumarið byrji óþarflega fljótt og það verði því rigningar í heyskapnum, en það er merkilegt þegar maður horfir til baka að öll ár sem hafa endað á tölustafnum 6 hafa verið góð, 1976, 1986, 1996 og 2006 svo ég er bjartsýn á að sumarið verði gott.“ Erla er frá Torfastöðum í Vesturárdal og eiginmaður hennar, Har- aldur Jónsson, er frá Einarsstöðum, innst í Hofsárdal. „Hofsá hefur oft verið góð veiðiá, en er að fara nánast niður á botn. Menn eru eitt- hvað að kenna hitanum um, það minnkar líka svo fljótt í henni. Selá hefur staðið sig miklu betur, það er alltaf meira vatn í henni.“ Erla og Haraldur eru með blandaðan búskap á Ásbrandsstöðum auk þess að vera með ferðaþjónustu sem sonur þeirra, Jón, rekur. Sú fjórða á heimilinu er dóttirin Guðný Alma sem er 12 ára. Einnig býr á Ásbrandsstöðum móðursystir Erlu, Sigrún Runólfsdóttir. „Ég ætlaði að halda veglega upp á daginn en það standa miklar framkvæmdir yfir hérna á búinu og við náðum ekki að klára þær svo stefnan er sett á að halda upp á daginn á fimmtudaginn, þann 16., enda er þetta svo flott tala: 16.6.16. Eflaust vilja menn gefa mér eitt- hvað en ef menn eru í vafa þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort það væri nokkuð vitlaus hugmynd að þeir hinir sömu legðu í staðinn eitthvað smávegis til gróðursetningar við bústaðina.“ Fjölskyldan Jón, Guðný Alma, Erla og Haraldur á Ásbrandsstöðum. Sumarið byrjar vel í Vopnafirði Kristbjörg Erla Alfreðsdóttir er 50 ára í dag E va Hrönn fæddist í Reykjavík 3.6. 1976 og ólst þar upp í Skerjafirðinum: „Húsið sem ég ólst upp í, Kjörlundur, Bauganes 34, var ekta ættaróðal því ég ólst þar upp, mamma ólst þar upp og amma ólst þar líka upp. Byggðin hefur þést mikið í Skerjafirðinum frá því ég var barn. Þá voru þar tún úti um allar koppagrundir og mikið rými fyrir okkur krakkana. Við vorum alltaf með stóra áramótabrennu sem við krakkarnir söfnuðum í. Þarna var líka lítil bílaumferð og við lékum okkur mikið í fjörunni og á at- hafnasvæði Olíufélagsins. En auð- vitað var þó mest spennandi að stelast yfir á flugvallarsvæðið og þvælast þar um í flugskýlunum. Skerjaver var okkar hverfisbúð, nokkurs konar kaupfélag þessa vinalega þorps í borginni þar sem allir þekktu alla.“ Eva var í sveit á Tindsstöðum í Kjós tvö sumur þegar hún var sjö og átta ára. Hún var í Melaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan 1997. Hún stundaði síðan nám í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði og lauk þaðan prófi 1998. Eva starfaði síðan hjá Nýherja í hálft ár en þar starfaði hún í sjö ár alls, lengst af með námi. Hún hóf nám við Listaháskóla Íslands, lauk Eva Hrönn Guðnadóttir, eigandi Kríu hönnunarstofu – 40 ára Bros í Berlín Eva Hrönn og Þór með foreldrum hennar, Guðna og Katrínu, í óvissuferð, þegar Guðni var sextugur. Lífið er rétt að hefjast Í banastuði og sólskinsskapi Eva Hrönn syngur með hljómsveitinni Kókos. Bryndís Sigurjónsdóttir og Ragna Guðný Elvarsdóttir héldu tombólu í Neskaup- stað til styrktar Rauða krossinum. Þær náðu að safna 14.805 krónum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.