Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 79

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 79
þaðan BA-prófi í grafískri hönnun 2003, stundaði síðan framhaldsnám við IED í Barcelona á Spáni og lauk þaðan MA-prófi í innanhúss- hönnun og arkitektúr 2005. Eva lék mikið í skólaleikritum í Melaskólanum og lék síðar í Línu langsokk með Gamanleikhúsinu. Þá lék hún í Svartfugli í Iðnó hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Vesal- ingunum í Þjóðleikhúsinu. Hún æfði ballet hjá Eddu Scheving frá fjögurra ára aldri og síðar í Þjóð- leikhúsinu fram að fermingu. Eva söng í skólakórnum í Mela- skóla, stundaði píanó- og orgelnám hjá Jónasi Þóri Jónassyni og síðan hjá Jóni Ólafssyni við Tónlistar- skóla FÍH. Hún hóf síðar söngnám við Tónlistarskóla FÍH hjá Björk Jónsdóttur og Jóhanni Linnet, var í einkatímum í söng í Barcelona í eitt ár og lauk burtfararprófi í söng frá Söngskóla Sigurðar De- mentz vorið 2013. Hún syngur nú með hljómsveitinni Kókos sem er mikið stuðband að hennar sögn. Að loknu MA-prófi á Spáni bjó Eva þar í eitt ár. Eftir að hún fluttist heim starfaði hún á auglýs- ingastofunni Grafíka. Hún stofnaði síðan Kríu hönnunarstofu í árs- byrjun 2008 og hefur rekið hana síðan. „Ég hef lítið sinnt innanhúss- hönnun að undanförnu en hef mik- ið að gera í grafískri hönnun á auglýsingum, bæklingum, blöðum, bókum og tímaritum. Þetta er stundum rútínerað starf en oft koma þó inn á borð hjá manni spennandi verkefni sem krefjast frumlegrar útfærslu.“ Þegar vinnunni sleppir er söng- urinn aðaláhugamál Evu: „Söng- urinn hefur alltaf höfðað til mín og tónlistin er auðvitað eitt aðal- kryddið í tilveruna. Auk þess hef ég gaman af að koma til framandi landa og hef sett mér það mark- mið að komast yfir allan heiminn áður en ég hverf á hærra tilveru- plan. En það verður nú vonandi mjög langt þangað til því mér finnst lífið rétt vera að hefjast og ég á eftir að koma mörgu í verk.“ Fjölskylda Eiginmaður Evu er Þór Vilhelm Jónatansson, f. 3.10. 1973, tölv- unarfræðingur. Hann er sonur Jónatans Gísla Aðalsteinssonar, f. 18.7. 1931, d. 4.12. 1991, sjómanns, og Önnu Sigurlásdóttur, f. 19.1. 1933, d. 2.1. 2010, verkstjóra. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum. Bróðir Evu er Guðmundur Guðnason, f. 10.6. 1969, sérfræð- ingur hjá Icelandair og maraþon- hlaupari, búsettur í Garðabæ, en kona hans er Alma María Rögn- valdsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þríþrautarkappi, og eru börn þeirra Marteinn, f. 1998, og Katrín, f. 2002. Foreldrar Evu eru Guðni Odds- son, f. 31.7. 1950, sérfræðingur hjá Símanum, og k.h., Katrín Guð- mundsdóttir, f. 17.10. 1951, hóp- stjóri hjá Sjúkratryggingum Ís- lands. Þau búa í Skerjafirði. Úr frændgarði Evu Hrannar Guðnadóttur Eva Hrönn Guðnadóttir Ólafía Sigurfinna Marteinsson húsfreyja í Baltimore og í Rvík Guðmundur Marteinsson rafmagnsverkfr. í Baltimore í Bandaríkjunum og í Rvík, og form. Skógræktarfélags Reyjavíkur Guðrún Marteinsson O´Leary hjúkrunarfr. í Bandaríkjunum og hjúkrunarforstj. á Landakoti Katrín Guðmundsdóttir hópstj. hjá Sjúkra- tryggingum Íslands Sigurþóra Oddsdóttir garðyrkjufr. í Garðabæ Ólafía Sigrún Oddsdóttir hárgreiðslum. í Rvík Óskar Jónsson vinnum. á Þúfu í Kjós Rannveig Jónsdóttir húsfr. á Þúfu og í Rvík Kristín Jónsdóttir húsfr. á Eyri í Kjós Svanborg E. Óskarsdóttir framkv.stj. og kennari Grímur Jón Gestsson b. á Grímsstöðum í Kjós, síðar í Rvík Ingibjörg Þórey Georgsdóttir húsfr. í Rvík Þórir Hermann Hermannsson rafeindav. í Garðabæ Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðh. Guðlaug Ósk Þórisdóttir ferðafr. í Rvík Hreiðar Grímsson b. á Grímsstöðum Sigurður Már Helgason húsgagnabólstrari, hönnuður og forstöðum. í Rvík HermannMár Þórisson flugumferðarstj. AðalsteinnGrímss. b. í Eilífsdal í Kjós Birgir Þorvaldsson niðursuðufræðingur Oddur Arnþór Jónsson óperusöngvari í Salzburg í Austurríki Valgarður Ragnar Halldórsson rafvirki í Noregi Páll Ásgrímur Jónsson aðdáandi Stjörnunnar í Garðabæ Oddur Arnar Halldórsson skipstj. hjá Landhelgisgæslunni Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri í Hrísey Finna Björk Halldórsdóttir garðyrkjufr. í Draumagörðum Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Brekku Georg Emil Pétursson form. á Brekku í Ytri-Njarðvík Petrea Rós Georgsdóttir húsfr. á Sandi og starfsm. hjá SS og Goða Oddur Jónsson fyrrv. b. á Sandi í Kjós Guðni Oddsson rafeindavirkjam. í Rvík Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Þúfu Gestur Bjarnason b. í Hjarðarholti í Kjós Jón Bjarnason b. á Þúfu í Kjós ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Páll Eggert fæddist á Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd 3.júní 1883. Foreldrar hans voru Óli Kristján Þorvarðsson, stein- smiður í Reykjavík, og Guðrún Jak- obína Eyjólfsdóttir. Páll var þríkvæntur og komust sjö börn hans á legg. Páll lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1905, cand.phil.-prófi 1906, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1918 og hlaut doktorsnafnbót við HÍ 1919 fyrir rit sitt um Jón biskup Arason. Jón skrifaði upp handrit fyrir Landsbókasafnið, vann að skrásetn- ingu prentaðra bóka þess 1913-22 og samdi handritaskrár þess í áratugi. Páll var prófessor í sögu við HÍ frá 1921, rektor HÍ 1923-24, aðal- bankastjóri Búnaðarbankans 1930- 32, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu frá 1932 en fékk lausn frá embætti 1939 á fullum launum fyrir samantekt á Íslenzkum æviskrám. Páll var forseti Hins ísl. þjóðvina- félags og Vísindafélags Íslendinga, formaður stjórnarnefndar bæj- arbókasafns Reykjavíkur, formaður Íslandsdeildar norræna embættis- mannafélagsins, sat í fulltrúaráði Hins ísl. fornleifafélags, í milliþinga- nefnd til þess að gera tillögur um ríkisrekstur á útvarpi frá 1927, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1930-33, sat í yfirskattanefnd Reykjavíkur frá 1930 og til æviloka, hafði umsjá með reikningshaldi Landsverzlunar 1933-39, sat í banka- ráði Útvegsbankans, var stjórn- arformaður happdrættisráðs HÍ, var heiðursfélagi Hins íslenska bók- menntafélags og Sögufélagsins og kommandör af ítölsku krúnuorðunni 1934. Ritverk Páls eru feikimikil að vöxtum og munar þar um ritaskrá Landsbókasafnsins og skrá yfir rit háskólakennara. Þá tók hann saman lögfræðingatal en er líklega þekkt- astur fyrir samantekt á Íslenzkum æviskrám. Auk þess má nefna Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Ís- landi I-IV, Upptök sálma og sálma- laga í lútherskum sið á Íslandi, Jón Sigurðsson I-V, og Sögu Íslendinga IV, V, og fyrri hluta VI bindis. Páll lést 10.október1949. Merkir Íslendingar Páll Eggert Ólason 95 ára Ragnheiður Hóseasdóttir Sigríður J. Fannberg 90 ára María Pétursdóttir 85 ára Anna Kristín Jónsdóttir Haukur Ísaksson Helga Þórhallsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Svavar Jónatansson 80 ára Anna Ágústsdóttir Ásbjörn Helgason Björnfríður Guðmundsdóttir Guðmann Sveinsson Sigurður H. Sigurðsson 75 ára Dagný Karlsdóttir Guðsteinn Jónsson Kristjana Vilhjálmsdóttir Margrét Ólafsdóttir Margrét Sigríður Pálsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Sigurður Helgason Sigurlaug Ólafsdóttir Þóra Sumarliðadóttir Ögmundur Magnússon 70 ára Birna Hólmdís Jónasdóttir Hrönn Þormóðsdóttir Hörður Ómar Guðjónsson Inga H. Ingvarsdóttir Jóhann Júlíus Hafstein Kristleifur Kolbeinsson Ólöf Haraldsdóttir Unnar Halldór Ottesen 60 ára Björg Guðlaugsdóttir Elín Bára Njálsdóttir Elísabet Ólafsdóttir Guðbergur D. Davíðsson Hallgrímur Þórarinsson Jens Arnljótsson Margrét S. de la Forest Ólafur Ellertsson Stanislaw Józef Gizak Vernharður Hafliðason 50 ára Bogdan Wierzbicki Fanney Magnúsdóttir Guðjón Gísli Gíslason Hörður Rúnar Úlfarsson Kristbjörg E. Alfreðsdóttir Krzysztof M. Denisewicz Margrét Helgadóttir Oddný Sæunn Teitsdóttir Ólöf Sigurgeirsdóttir Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttir Steinunn Thorlacius Yamila Hamadi Mimun 40 ára Anna K. Sigurpálsdóttir Ásta Björk Sigurðardóttir Daniel Romanowski Eva Hrönn Guðnadóttir Eysteinn H. Kristjánsson Freyja Andrea Davidsson Guðrún Rósa Björnsdóttir Hildur Stefánsdóttir Ólafur Hálfdánarson Stefanía Ó.A. Halldórsdóttir Sveinn Áki Sveinsson 30 ára Brynhildur G. Sævarsdóttir Brynjar M. Borghildarson Cecilia Elsa Línudóttir Daiane S. Dos Santos Grétar Þór Jóhannsson Guðjón Ívar Jónsson Guðmundur Hermannsson Inga Vala Gísladóttir Ómar Ingi Gylfason Til hamingju með daginn 30 ára Ólafur ólst upp í Hafnarfirði og í Svíþjóð, býr í Reykjavík, lauk prófi í læknisfræði frá HÍ og er læknir við LSH. Maki: Þórunn Eva Guðna- dóttir, f. 1988, þroska- þjálfi. Dóttir: Lilja Björg, f. 2010. Foreldrar: Páll Ólafsson, f. 1957, verkfræðingur, og Elínborg Guðmundsdóttir, f. 1960, augnlæknir. Þau búa í Hafnarfirði. Ólafur Pálsson 30 ára Matthildur ólst upp á Sauðárkróki, býr á Blönduósi, lauk prófi í hjúkrunarfræði við HA og er hjúkrunarfræðingur við HSN-Blönduósi. Maki: Ármann Ó. Birgis- son, f. 1983, smiður. Dætur: Fanndís Freyja, f. 2012, og Heiðdís Harpa, f. 2014. Foreldrar: Birgir Braga- son, f. 1964, og Svein- björg Ragnarsdóttir, f. 1966. Matthildur Birgisdóttir 30 ára María ólst upp í Kópavogi og stundar nám í miðlun og almanna- tengslum við Háskólann á Bifröst. Börn: Kolbrún, f. 2004, og Ísak Darri, f. 2013. Systkini: Nína Björg, f. 1979, Hannes, f. 1984, og Elín, f. 1991. Foreldrar: Inga Birna Davíðsdóttir, f. 1957, mat- ráðskona, og Magnús Jó- hannsson, f. 1959, húsa- smíðameistari. María Magnúsdóttir Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.