Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 81

Morgunblaðið - 03.06.2016, Page 81
DÆGRADVÖL 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samræður við vini, ekki síst vinkonur, veita þér ánægju í dag. Að hika er sama og tapa og þú þarft ekki frekari undirbúning. Hafðu þetta hugfast þegar þú ráðstafar tíma þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er óvenjumikil viðkvæmni í loftinu í dag og því hætt við deilum og sárindum. Þú ættir að skjótast í frí. Ef þú vilt ekki gera það upp á grín, gerðu það þá til að hugsa vel og vandlega um sjálfan þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt það sé freistandi að flýja vandamálin græðirðu lítið á því sé til lengri tíma litið. Farðu eftir hugboðinu um innri endurskoðun því að sterkari sjálfsmynd hjáp- ar þér á öllum sviðum lífsins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Haltu áfram að fara í gegnum eigur þínar, fatnað og húsbúnað. Gættu þess bara að vera sjálfri/sjálfum þér samkvæm/ur. Ekkert er eins þreytandi og stöðugur og endalaus misskilningur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hef- ur verið trúað fyrir fyllstu virðingu og geymdu þau hjá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert hetja í augum ástvinar. Yfir- gengilegir vinir eru uppspretta bestu hug- myndanna. Láttu ekki gömul sár hindra þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu að taka fljótfærnislegar ákvarð- anir í fjölskyldumálunum í dag. Láttu vera að ergja þig á því, þú færð að heyra það sem þú þarft að vita. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í rómantísku skapi. Sumir ná bara ekki sambandi við það sem þú ert að reyna að miðla. Vertu rólegur, þú þarft ekkert að vita alla hluti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn hentar vel til samskipta við yfirvöld. Láttu samt ekki biðina eftir viður- kenningu halda aftur af þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinnufélagirnir beita þig þrýstingi til að breyta um verklag en það er þér á móti skapi. Stingdu við fótum og gefðu þér tíma til þess að líta yfir sviðið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað fallegt og spennandi mun gerast á heimilinu eða innan fjölskyldnnar í dag. Þú ert álitinn stuðboltinn í hópnum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Veltu breytingum á starfshögum eða búferlaflutningum gaumgæfilega fyrir þér. Drífðu í því þannig að þú getir snúið þér að öðru. Ífyrradag birtist hér í Vísnahornispjall Ólafs Stefánssonar á Leirn- um um æviminningar Böðvars á Laugarvatni. Ólafur heldur síðan áfram: Þegar Böðvar bjó á Laug- arvatni(1907-1935) var mikil gest- anauð á vissum bæjum við þjóðbraut- ina til Reykjavíkur. Lyngdalsheiðarmegin voru það, auk Laugarvatns, Heiðarbær í Þingvalla- sveit og Miðdalur í Mosfellssveit. Ef Hellisheiði var farin voru það Kot- strönd í Ölfusi, Kolviðarhóll og Lækj- arbotnar. Heimafólk á þessum bæj- um gekk oft úr rúmi fyrir hröktu og þurfandi ferðafólki og sjaldan var spurt um greiðslu. Svo bar einnig til að menn dveld- ust lengri tíma hjá Böðvari vegna starfa sinna, eins og Einar E. Sæ- mundsen skógarvörður sem varð mikill aufúsugestur á Laugarvatni, sem annars staðar þar sem hann kom og fyllti bæinn af söng og gleði. En dapurlegar eru lýsingar Böðv- ars á þeim aðstæðum sem frum- kvöðlum í skógrækt voru búin á fyrstu áratugum síðustu aldar. Vantrúin og nánasarskapurinn hjá ráðamönnum yfirþyrmandi. Til er þó ein bjartsýnisvísa um hrísið sem gera átti verðmætt. Birkihrísið binda sveinar, bráðum verður pyngjan full. Í vissum skilningi er hann Einar eiginlega að klippa gull. Einar Sæm. var hestamaður og enginn bindindismaður. Í þekktustu vísu sinni tvinnar hann þetta saman. Brestur vín og brotnar gler, bregðast vinir kærir, en á Blesa eru mér allir vegir færir. Um hestana sína orti hann mikið hvern fyrir sig en þessa vísu um þá saman. Hefur tíðum heimsins kló harma vakið sára, en lífið finnst mér fegra þó fyrir þessa klára. Í svaðilförum, við hrísfleytingar á helköldum ám eða við girðingar- þrældóm í Þingvallahrauni, var ekki nema von að menn óskuðu sér brjóstbirtu. Ég við mína sálu sver, síst skal undan hopa. Glaður ég til fjandans fer fyrir wisky-dropa. Svo látum við vin Einars, Þorstein Erlingsson, hafa síðasta orðið en hann orti um hann ungan: Eftir vökur eftir þjór, yrkir hann hress og glaður. Svona er hann í öllu stór hann Einar skógarmaður.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Böðvari á Laugarvatni og Einari skógarverði Í klípu „EHH, GLEYMDU ÞESSU – ÉG HEF MISST MATARLYSTINA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT MEÐ ALLA FREMSTU RÖÐINA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita allt sem hún vill og vill ekki. MÉR ER KALT JÓN?! GÆTIRÐU VINSAMLEGAST SKRÚFAÐ FYRIR VETURINN? HELGA FANN TÍU ÁRA GAMLA VISKÍIÐ MITT OG HELLTI ÞVÍ NIÐUR! ÉG GERÐI ÞAÐ SEM HVER STRÍÐSMAÐUR VÍKINGA MYNDI GERA … ÉG GRÉT SÆNGURDEILD Það er segin saga að þegar íslensk-ir flugumferðarstjórar standa í kjaradeilu eru stöðugar fréttir af veikindum þeirra með tilheyrandi seinkunum og töfum á flugi. Flug- umferðarstjórar virðast alltaf vera í kjaradeilum og heilsufar þeirra því ekki til að hrópa húrra yfir. Við þeim vanda verður að bregðast áður en í algjört óefni verður komið. x x x Víkverji reynir að lifa áhyggju-lausu lífi en hann verður að segja það að hann hefur töluverðar áhyggjur af heilsufari íslenskra flug- umferðarstjóra. Fram hefur komið að þeir eru ekki beint á sultar- launum og líklega eru þessi háu laun að sliga þá. Þessir kyrrsetumenn geta greinilega ekki borið upphæð- irnar sem um ræðir og standa alls ekki undir þeim. Það er því misskiln- ingur hjá þeim að krefjast marg- faldra launa, því að eftir því sem laun þeirra hækka verða kröfurnar meiri, deilurnar hatrammari og heilsan verri. x x x Það hefur sýnt sig að flugumferð-arstjórar geta ekki sinnt vinnunni vegna heilsubrests. Þessir menn eru útkeyrðir og mál að linni. Isavia á að koma til móts við þá, leysa þá tafarlaust frá störfum og aðstoða þá við að fá störf við hæfi. x x x Á meðan verið er að finna störfhanda þessum mönnum er nauðsynlegt að þeir séu undir stöð- ugu eftirliti lækna. Hugsanlega hringja þeir inn veikindi í svefni og þegar þeir vakna og sjá að þeir eru ekki í vinnunni telja þeir sjálfum sér trú um að þeir séu veikir, snúa sér á hina hliðina og telja milljónir, þar til þeir sofna á ný. Það getur ekki verið hollt og alls ekki gott fyrir heilsuna. x x x Víkverji gerir ekki lítið úr starfiflugumferðarstjóra, langt því frá. Það er mikilvægur liður í því að skapa öryggi í flugi og krefst óskertrar athygli starfsmanna. En ljóst er að heilsulaust fólk getur ekki sinnt þessu starfi og því þarf að finna fullhrausta einstaklinga sem fyrst. víkverji@mbl.is Víkverji Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. (Sálm. 17:5)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.