Orð og tunga - 01.06.2002, Side 31

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 31
Guðrún Kvaran: Úr fórum Björns M. Ólsens 21 gargan ‘óhræsi, ljóturmaður’. B1 merkirorðið Vf. og Nl. ÁBIM gefur merkinguna ‘skrifli, lélegt hljóðfæri; e-ð gróft og stórgert; ófríð manneskja’(1989:231) og hefur elst dæmi frá 19. öld. Af hans upplýsingum er ekki unnt að sjá hvort merkingin ‘ófríð manneskja’ er staðbundin og hvorki fundust dæmi í Rm né Tm um þá merkingu. gari ‘ofstopamaður’ (+Df.) Aðeins neðar á síðunni er gari aftur flettiorð og stendur þar ‘stormur í Df’. B1 merkir orðið Vf. Það er ekki merkt staðbundið hjá ÁBIM, merkingin sögð ‘(kulda)stormur, rostafenginn maður’ og hann hefur elst dæmi frá 17. öld. Fjögur dæmi fundust í Rm, öll úr kveðskap frá 17. öld, og fjögur í TM. Öll voru þau um veðráttuna. Merkingin ‘ofstopamaður’ er því hugsanlega vestfirsk. Hana er að finna í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 undir flettunni gaur ‘vir insolens’ (1999:57). garri ‘umhleypingar’. B1 merkir orðið ekki sem staðbundið og gefur merkinguna ‘raakold blæst’. Hjá ÁBIM er merkingarskýringin ‘rosti, frekja; frekur og hávær maður; kaldur strekkingsvindur’ (1989:231). Hann hefur elst dæmi frá 17. öld. í Rm er elst dæmi frá miðri 19. öld og bendir hvorki það né önnur til staðbundinnar notkunar. gelmingur (+Df.) Við orðið er engin skýring. B1 merkir það Vf. og hjá ÁBIM stendur „staðbundin frb.mynd af gemlingur“ (1989:239). Ekkert dæmi fannst í Rm en dæmin í Tm benda öll til Vestfjarða. í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni lík- lega 1770-1780 stendur: „gelmíngur, gemlingur (videtur ex gimbur, qvasi gimblingur, qvare rectius mihi videtur gemlingur)“ (BA XX:284). Gelminguv er skráð í orðasafni Steingríms Jónssonar biskups (sjá bokka): „gelmingur gemlingur, ex. gimbur“ (BA XXXIX: 151). Þessi orðmynd kemur einnig fram í vísu sem Þorvaldur Thoroddsen tek- ur upp í minningabók sinni sem dæmi um vestfirskt málfar: Margvíslegt er málfæreð / mönnum vestra lagið, / þeir ganga neðan gelming með, / á gráum peys mitt hræið“ (II 1923:104). Þarna eru nefnd fjögur orð sem BMÓ hafði skráð hjá sér: gelmingur, neðan, peys og hræ. Þá er dæmi um gelming í orðalista Brynjólfs Oddssonar (sjá dornikur). gissir ‘stórhöfðingi sem lætur mikið yfir sér (helst haft í skopi)’. B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM setur orðin gissari og gissir í merkingunni ‘gortari’ saman í flettu, merkir „nísl.“ og telur þau staðbundin. Gissir hefði þó verið hægt að merkja 19. öld. Engin dæmi eru til um það í Rm og Tm en orðið gæti verið vestfirskt. Fleiri dæma er þörf til þess að ganga úr skugga um það. glang ‘viðhöfn, skraut’, glank ‘leikur, glys’. B1 merkir fyrra orðið Vf. en hefurekki síðari myndina. ÁBIM setur glang og glank í sömu flettugrein í merkingunni ‘gaman, gleði; skraut, glingur’ (1989:252-253) og styðst þar að öllum líkindum við BMÓ. Hvorug myndin fannst í Rm og dæmi fundust ekki heldur í Tm. Ekki er unnt að segja til um útbreiðslu vegna dæmafæðar þar sem vasabókin virðist eina heimildin. glorri ‘æringi’. B1 merkir orðið Arnf. og hefur það án efa úr vasabókinni. ÁBIM skráir við flettuna „nísl.“ en hefði getað merkt það 19. öld. Hann virðist ekki telja það staðbundið. Engin dæmi fundust í Rm en dæmin í Tm benda nær öll til Vestfjarða. Á einum seðli stendur þó að glorri sé algengt orð í Hrútafirði. Það má því telja staðbundið á norðvestanverðu landinu. glundr ‘ómeti, sull’ (+Df.). B1 inerkir orðið ekki staðbundið og sama er að segja um ÁBIM sem hefur elst dæmi frá 17. öld. Dæmi í Rm benda ekki til þess að orðið sé staðbundið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.