Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 32

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 32
22 Orð og tunga glundroði ‘ruglingur’, glundra ‘rugla (alm.)’. B1 merkir orðin ekki sem staðbundin. ABIM hefur þau undir flettunni glundur og merkir þau ekki heldur sem staðbundin. Dæmi í Rm um glundroða og sögnina glundra benda ekki til staðbundinnar notkunar. glytja ‘móða í lofti’. B1 merkir orðið Vf. Merkingin hjá honum er mun rækilegri en hjá BMO: ‘uroligt Vejr, naar der over Landet blæser Fralandsvind, medens en Paalandsvind blæser ude paa Havet, og sædvanlig med Stille ved Kysten’. ÁBIM gefur merkinguna ‘óráðið, óstillt veður; blika í lofti; hlaup, glundur’ (1989:260) en merkir það ekki sem staðbundið. Aðeins eitt dæmi fannst í Rm í annarri merkingu. í Tm var aðeins eitt dæmi í merkingunni ‘móða í lofti’ en landshluti var ekki ljós. gons ‘mont’, gonsa ‘monta’, gonsari (við orðið er engin merkingarskýring). B1 merkir þau öll Arnf. og hefur þau sjálfsagt úr vasabókinni. ÁBIM skráir þau „nísl.“ en merkir þau ekki sem staðbundin. Ekkert þeirra fannst í Rm. í Tm voru fimm seðlar um gons, allir frá Vestfjörðum, sex um sögnina gonsa, einnig með vestfirskum heimildum, og tvö um gonsari, merkt Vf. og N-Is. Allt bendir því til staðbundinnar notkunar. gorrosti ‘ofstopamaður’. B1 merkir orðið Vf. en ÁBIM hefur það ekki í sinni bók. Ekkert dæmi fannst í Rm eða Tm og er óvíst um útbreiðslu. grallari ‘koli’ er ómerkt í B1 þannig að gera má ráð fyrir að hann hafi haft dæmi utan Vestfjarða. Hjá ÁBIM er ‘skarkoli’ meðal fleiri merkingaorðsins. I Rm erdæmi úr Fjall- konunni um þessa merkingu. „ „rauðspretta“ er afbökun af danska nafninu Ródspætte (rauðdrafna); ísl. nafnið er skarkoli eða grallari“ (1900:35-3). Bjarni Sæmundsson hef- ur þetta heiti ásamt fleirum í Fiskunum og merkir Suðvesturlandi (1926:316). Lúðvík Kristjánsson hefur dæmi um grallara frá Vestfjörðum (IV:362-363). Önnur dæmi í Rm benda ekki til að orðið sé bundið Vestfjörðum. groms, grons ‘kaffikorgur’. B1 merkir groms ekki sem staðbundið en grons merkir hann Arnf. ÁBIM merkir hvorugt sem staðbundið en bæði sem „nísl.“ þótt hægt hefði verið að skrá þau á 19. öld. Dæmin um groms í Rm benda ekki til staðbundinnar notkunar, ekkert dæmi fannst um grons. gægsni ‘pervisalegurmaður’. Það er í B1 merkt Nl. og Vf. ÁBIM gefur merkinguna ‘gæs, stelputrippi, einfeldningur, vesældarleg manneskja’, merkirorðið 19. öld og styðst þar líklegast við dæmi úr ritsafni Benedikts Gröndals: „hún var miklu eldri en hann og gægsni“ (IV:362). Dæmi í Rm voru annars fjögur, hin þrjú öll úr verkum eftir Kristmann Guðmundsson. Kristmann fæddist í Lundareykjadal en ólst upp á Snæfellsnesi. í Tm benda dæmi í merkingu BMÓ til norðanverðs Vesturlands og Vestfjarða en eru svo fá að enga ályktun er hægt að draga um útbreiðslu. habbmatur ‘spónamatur' (+Df.). B1 merkir orðið Vf. og VSkaft. ÁBIM telur haf- matur staðbundið orð og hefur elst dæmi um það frá 16. öld. Þar á hann sjálfsagt við dæmi úr norðlensku bréfi frá 1555 í Islensku fombréfasafhi: „taladi suodan ordum vid folket. at þat mætti neyta hafmatarins“ (XIII, 27). Auk þessa dæmis eru átta önnur í Rm. Þau elstu eru úr Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar, Búalögum og Riti Hins ís- lenska lærdómslistafélags. Þá er Rasmus Rask með dæmi í orðasafni sínu: „hafmatr, in. spónamatr, modsat átmatr tör Mad (B.H.)“ (BA XX:292). B.H. hjá Rask er tilvís- un til orðabókar Björns Halldórssonar þar sem orðið er skýrt ‘alle Slags Spbemad’ (1992:174). I orðabókarhandriti Hallgríms Schevings er orðið merkt V.M., þ.e. „vest- anrnál". Þar stendur: „Hab-matr e. Haf-matr = hvíta.“ JÓlGrv þekkir orðið en nefnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.