Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 35
Guðrún Kvaran: Úr fórum Björns M. Ólsens
25
kauli ‘boli’ (+Df.). B1 merkirorðið Vf. ÁBIM þekkirelst dæmi um það frá 17. öld
og er það án efa úrÁrmannsrímum Jóns Guðmundssonar lærða: „Þú skalt reyna þig við
leikinn kaula (IV:68).“ í Rm var eitt dæmi til viðbótar úr þjóðsögum Guðna Jónssonar,
og er merkt við það 18. öld: „Þú hirðir hægt um kaula./ Heykorn skal ég maula“
(VII 1:66). Dæmið er fengið úr þulu sem eignuð er Jóni Jónssyni í Gröf við Þorskafjörð.
I Tm voru til tíu dæmi, fjögur af Vestfjörðum, önnur fjögur merkt Skagafirði og tvö
af austanverðu Norðurlandi. Engin dæmi fundust úr öðrum landshlutum. Orðið er því
ekki bundið við Vestfirði eina.
keppa ‘stór hnífur’. Orðið er hvorki merkt staðbundið í B1 né hjá ÁBIM. Sá síð-
arnefndi hefur elst dæmi frá 18. öld sem að öllum líkindum er úr Nucleus latinitatis
Jóns Árnasonar (1994:158) en Jón ólst upp fyrir vestan. Þrjú önnur dæmi voru í Rm.
Eitt þeirra var úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings: „Skidda. fiskisax V.M. =
keppa“. V.M. merkir hjá Scheving „vestanmál“. Annað var úr Islenskum sjávarháttum
Lúðvíks Kristjánssonar (IV:285) en ekki kom fram hvar orðið er notað. Hið síðasta
er úr Árbók Sögufélags ísfirðinga (1978:75). Orðið kemur fyrir á orðalista Brynjólfs
Oddssonar (sjá domikur); „keppa flatnings hnífur“ (BA XXXIX: 157). Þessi dæmi
gætu öll bent til staðbundinnar notkunar en dæmin í TM voru víðs vegar að af land-
inu.
kjaptíska ‘kjaftæði’. Heimildin úr vasabókinni er hin eina sem ég hef fundið um
þetta orð.
kjör ‘kjörveður á sjó, íðilkjör, ægikjör’. B1 merkir orðið Vf. og Snæf. Dæmi í Rm
og Tm benda ekki til staðbundinnar notkunar.
kontrófrey ‘mynd’. Hér mun vera um afbökun á erlendu orði að ræða. Sögn-
in contrefaire merkir í frönsku ‘(skop)stæla; afmynda.’ 1 þýsku er notað nafnorðið
Konteifei ‘mynd’, í dönsku konterfej(e). Ekkert bendir til að notkunin sé sér vestfirsk.
króla ‘sjóða,þaðkrólará katli ‘suðakemurupp ákatli’ = krauma’. B1 merkirorðið
Arnf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 19. öld og er það líklegast úr vasabókinni þar sem engar
heimildir fundust í Rm og Tm. Það er þó ekki merkt staðbundið. Vegna dæmafæðar er
erfitt að segja til um útbreiðslu.
kutti ‘vettlingur’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. Hjá ÁBIM er orðið merkt „nísl.“ og
sagt merkja Títill og kútslegur vettlingur’. Þarna hefði hann vel getað sett 19. öld. Það
er ekki merkt staðbundið. Ekkert dæmi fannst í Rm en dæmin í Tm voru sjö. Þau eru
ýmist merkt Vf„ Barðastrandarsýslum eða Vestur-ísafjarðarsýslu og benda því til að
orðið sé notað á takmörkuðu svæði.
kúlda ‘steinbítshaus’ (+Df.). Orðið er ekki merkt staðbundið í Bl. ÁBIM gefur
merkinguna ‘önugleiki, deyfð; steinbítshaus’ og hefur elst dæmi frá 17. öld. Hann
merkir orðið ekki staðbundið. Eina dæmið í Rm er úr Islenskum sjávarháttum Lúðvíks
Kristjánsssonar: „Kinnfiskurinn - kúldan - steinbítskúldan var víða rifin til átu úr
hörðum hausnum" (IV:346) sem hann hefur eftir manni á Rauðasandi. Eina dæmið í
Tm var frá Rauðasandi og sagði heimildarmaður orðið notað um „kinnar og kjálka af
steinbítshaus“. Heimildir gætu bent til vestfirskrar notkunar.
kúlduleitur ‘búlduleitur’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. Það er ekki fletta hjá ÁBIM.
Eina dæmið í Rm er úr Nucleus latinitatis, orðabók Jóns Árnasonar biskups, frá 1738.
Jón var fæddur og upp alinn í Dýrafirði. Ekkert dæmi var í Tm. Vegna dæmafæðar er