Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 47

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 47
Jón Axel Harðarson: Fáránn ræingur mælti rán og regin 37 Formleg þróun orðsins í norrænu var á þá lund að stofnmyndin *rahð- varð að rá- og mynd nefnifalls eintölu *rahu (< *rahú < *rahð) að rg. I norðurlandamálunum, þar sem langt a (á) varð að [o:], féll stofnmynd saman við mynd nefnifalls eintölu. Útkoman í nýnorsku og sænsku er því eintölumyndin rá.3 Nú hefur því verið haldið fram að sæ. rá ‘vættur’ sé í raun sama orð og rád ‘ráð’, þ.e.a.s. víxlmynd þess með brottföllnu ð í bakstöðu (sbr. Lundgren 1878: 23-25, Kock 1896:205, A. Noreen 1905:139, Levander 1923).4 Það hafi m.a. táknað máttarvöld eins og fleirtala orðsins ráð í vestumorrænu (sbr. rgð gll ok regin í Hákonarmálum Eyvindar skáldaspillis, 18. v.),5 en síðar hafi það verið notað um vættir. Þeir sem hafa skýrt orðið á þennan hátt hafa ekki tekið nógu mikið tillit til heimilda utan Svíþjóðar. Að vísu mætti skýra sænska orðið eitt og sér þannig, en hvað um nno. rá og ffsl. rœingrl 6 í norsku væri þess ekki að vænta að ð hefði fallið brott í bakstöðu. Ennfremur væri sú ætlun vafasöm að um tökumynd úr sænsku sé að ræða. Til að skýra þetta nánar er rétt að líta til dreifingar orðanna rá og rád í Svíþjóð og rá í Noregi.7 Á fyrri hluta 20. aldar var rá mjög útbreitt í Svíþjóð;8 um rád (einnig með -ð og -r) mátti finna dæmi á eft- irfarandi landsvæðum: í Norðurbotni, norðurhluta Dalanna, Róðrarlögum (Roslagen), norðurhluta Gotlands og á vissum svæðum sænskumælandi manna í Finnlandi. Á sama tíma fundust dæmi um rá - og þar með vættatrúna sem tengist því orði - í Austur- Noregi (0stlandet), einkum í Upplöndum, en einnig norðan Fjalla, þ.e. í Þrándheimi og Norður-Noregi. Þetta yfirlit sýnir að nokkrir hlutar Noregs, þar sem ra-trúarinnar hefur gætt, liggja að sænskum landsvæðum, þar sem orðmyndin rád hefur verið notuð, þ.e.a.s. allnokkur hluti Upplanda liggur að Dölunum og stór hluti Norður-Noregs að Norðurbotni. Samt finnast engin norsk dæmi um myndina rád í merkingunni ‘vættur’. Þetta mælir að sjálfsögðu gegn því að nno. ra í þessari merkingu sé tökuorð úr sænsku. Forníslenzka hefur orðin rœingr, rœingi og hálfrœingr og eru heimildir þeirra sem hér greinir: í Guðmundar sögu Hólabiskups „hinni elztu“ koma fyrir myndimar rœ- ingia (ef. flt.) og hálfrœingi (þgf. et.): <réingia (sueit)> AM 399 4to (Resensbók)9 lOv; 3Nýnorska hefur flt. rœr í stað *rár (sbr. Aasen 1965: 140), en það er áhrifsmyndun til samræmis við tá, flt. tœr (= fsl. tá, flt. tœr)\ sænska hefur flt. rán (hk.), rár (samk.). 4Sbr. einnig skýringu Wesséns 1963: 352 („bildn. till ráda i bet. ‘ha makt, rá’). 5Í heild sinni hljóðar vísan svo (eftir Kringlu 1, AM 35 fol., en hér með samræmdri stafsetningu miðaðri við hljóðkerfið frá um 1300): Þá J>at kynndiz, hve sá konungr hafði vel um þyrmt véum, er Hákon báðu heilan koma ráð öll ok regin. 6E. Noreen (1916-1918) hefur sett fram þá kenningu að sæ. og nno. rá ‘vættur’ sé í raun sama orð og sæ. (máll.) og nno. rá ‘landamerki’ og sæ. og nno. rá ‘seglrá, stöng’. Hugmyndin er sú að stöng notuð sem landamerki hafi tekið að merkja vemdarvætti hennar, en merkingin síðar breytzt í ‘vættur er tengist ákveðnum stað’. Þá var Noreen þeirrar skoðunar að sæ. rád ‘vættur’ sé ekkert annað en rá með „fastgrónum" ákveðnum greini. Þessar skýringar Noreens hafa verið hraktar af Levander (1923) og verður ekki fjallað nánar um þær hér. 7Hér er stuðzt við rannsókn Levanders (1923). 8Í Bágahúsaléni (Bohuslan) og Dalslandi kemur fyrir mállýzkumyndin ro (sjá Levander 1923: 102-103). 9Frá 1330-1350 (sjá Stefán Karlsson 1983: XLI). í handritinu er <é> „lang-venjulegasta tákn fyrir ‘æ’ (eldra ‘æ’ og ‘œ’)“ (Stefán Karlsson s. st. XLIX).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.