Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 49

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 49
Jón Axel Harðarson: Fáránn ræingur mælti rán og regin 39 sem óþjóðalýð, menn sem ekki sinna heiðvirðum störfum, heldur eru öðrum til óþurftar. Orðið rceingr, rœingi virðist hér einna helzt hafa merkinguna ‘sá er ekkert skynsamlegt hefur fyrir stafni, slæpingi’.20 Annar textinn lýsir manni, Auðuni að nafni, sem sendur var að Hólum, eftir að Tumi Sighvatsson hafði setzt þar að, en Guðmundur biskup hrökklazt burt og búizt fyrir í Málmey. Skyldi Auðunn minna sofa um nætur en um daga og kanna hýbýlaháttu og hvflur manna. Svo virðist sem Auðunn sé sendur í gervi flækings eða vesalings, sem enginn gaumur er gefinn. í sögunni er tekið fram að Tumi sé „góður viðtakna" milli jóla og föstu, en á þeim tíma skyldi Auðunn „dvelja sem lengstum á Hólastað". Viðurnefni Auðunar, þ.e. handi, bendir til að eitthvað hafi verið bogið við aðra hönd hans eða báðar. E.t.v. hefur hann verið öryrki.21 Ekki er alveg ljóst, hvað átt er við með því að Auðunn hafi verið „nær hálfræingi". Eðlilegast er þó að líta á þessi orð sem hluta af líkamsvaxtarlýsingu Auðunar: „Hann var lítill maðr og nær hálfræingi“. Því er ekki ólíklegt að orðið hálfrœingr merki hér ‘hálfdvergur’.22 Þriðji textinn greinir frá afdrifum víkinga á Englandi, er bornir höfðu verið ofurliði af heimamönnum. Flestir þeirra voru drepnir, en nokkrir sendir aftur til að vara við gripdeildum og hernaði á Englandi. Hér mynda þeir menn er „dugandi voru“ andstæðu við „ræingja“. Það er því rökrétt að túlka orðið ræingi sem eins konar andheiti dugn- aðarmanns. Þar sem um víkinga eða förunauta þeirra er að ræða, má ennfremur leggja þann skilning í orðið rœingi hér að það sé notað um menn sem ekki dugðu til hernaðar. Gætu það t.d. hafa verið matsveinar víkinga. Þannig bendir allt til þess að á umræddum stað hafi orðið rœingi merkinguna ‘væskill’ eða ‘liðleskja, ónytjungur’.23 Nú skal vikið að formi og merkingarþróun orðanna ræingr, ræingi og hálfræingr. Um form þess síðastnefnda nægir að geta þess að það er myndað af ræingr með forliðn- um hálf-.24 Orðið ræingr, sem endurspeglar gamalt ifingr,25 getur formlega séð verið 20Orðið rœing(i)asveit, sem er óupprunaleg eða óekta samsetning með sjálfstæðri orðmynd (ef. flt.) sem fyrri lið, hefur verið skýrt á þessa lund: ‘hópur slæpingja’ (Sturl. 1946: I 548), ‘flokkur iðjuleysingja’ (Sturl. 1988: III 356; í þessu verki gætir þess misræmis að í texta sögunnar stendur „ræingasveit" (I 116), en í orðaskýringum „ræingjasveit" (III 356)). 21Kahle (1910: 172-173) gerir sér í hugarlund að liandi merki 'eine Hand gross’, þ.e. ‘álíka stór og hönd’; þó bætir hann við að e.t.v. sé átt við arminn ásamt hendinni. Jafnvel með bezta vilja fæ ég ekki séð neina skynsemi í þessari hugmynd. 22Sbr. merkingarskýringu ÍO: 220 ‘hálfgerður dvergur (að vexti)’. - í flestum orðabókum er orðið hálfrceingr tilfært í myndinni hálfrœingi (sbr. Fritzner 1886-96: I 706, De Vries 1962: 204, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 300). Þó hefur umræddur texti greinilega þágufallsmynd sem stýrist af atviksorðinu nœr (sbr. Cleasby-Vigfusson-Craigie 1957: 242 (,,hálf-reingr“), E. Noreen 1916-1918: 48). Sambærilegt dæmi er Kolbeinn var þá nœr sjautögum manni erhann andaðisk (Sturl. 1878: II 77). 23Sbr. eftirfarandi merkingarskýringar: ‘a vagabond, a rover’ (Guðbrandur Vigfússon 1887: 42 nmgr. 2), ‘a rover’ (Cleasby-Vigfusson-Craigie 1957: 506), ‘pusling, person som ikke duer til noget’ (Fritzner 1886-96: III 144), ‘nichtsnutz, feigling’ (De Vries 1962: 456), ‘liðleskja’ e.þ.h. (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 785). 24Athugull lesandi tekur eftir því að í textaútgáfum og orðabókum er orðslofninn hálf- ýmist stafsettur með a eða á. Það skýrist af því að miðað er við mismunandi málstig. Á ofanverðri 12. öld tóku bakmælt sérhljóð að lengjast í stöðu á undan / + varamæltu hljóði, gómhljóði eða s. 25Varðandi rithátt orðsins í þessari grein skal eftirfarandi tekið fram: Um miðja 13. öld tók gamalt ó [0:] að afkringjast og falla saman við gamalt q [e:]. Samfallshljóðið er hér táknað með œ. Myndimar rpngr og rœingr eiga því við tímann fyrir og eftir umrædda breytingu. - Sökum þess að elztu heimildir orðsins em
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.