Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 74
64
Orð og tunga
3 Um sögnina verka
I því sem hér fer á eftir verður fjallað um sögnina verka, merkingu hennar og notkun.
Skv. íslenskri orðabók (2000) merkir verka eftirfarandi (sleppt er lýsingunni á verkast):
(13) verka -aði
1 fornt/úrelt
vinna, starfa að, fremja
2 hafa áhrif, orka, valda verkun
lyfið verkaði fljótt og vel
3 tilreiða
verka hákarl
vel(illa) verkaður fiskur
4 hreinsa mestu óhreinindin
verka af sér óhreinindin
verka gólfið
5 óhreinka, gera á sig (einkum uin böm)
verka sig (út)
6 verka + á
verka á e-n, orka á e-n
7 verka + upp
verka upp hreinsa upp
í fornmálsorðabók Fritzners (1896) er merkingin sögð ‘vinna’ en aðeins með til: verka
(sér) til e-s. I viðbótarbindi (1972) er bætt við merkingunni ‘korna til leiðar, gera,
orsaka’. 1 bók Jóns Arnasonar (1994) frá 1738, sbr. (4), kemur verka alloft við sögu.
Þar má sjá að merkingin er nokkuð víð því að talað er um m.a. að verka hnerra (bls.
331; undir STERNUO) og verka e-m sore (bls. 116; undir Objicio); einnig er verka
notuð sem þýðing á COQVO ‘baka’ (bls. 42). Hjá Sigfúsi Blöndal (1920-1924) er
merkingu virka lýst á svipaðan hátt og Islensk orðabók gerir (13). Það sama gerir líka
Ásgeir Blöndal Magnússon (1989) í orðsifjabók sinni. Hann segir jafnframt að verka
í merkingunni ‘óhreinka’ sé frá 18. öld og hafi orðið til vegna þess að blandast hafi
saman sagnirnar verga(st) og verka. Merkinguna ‘óhreinka', sbr. einnig verka sig út, er
að finna hjá Birni Halldórssyni (1992) en bók hans kom fyrst út árið 1814. í íslensku
samheitaorðabókinni (1985) er in.a. vísað frá verka til starfa að (e-u), vinna og frá
verka + á til hafa áhrifá, áorka, hrífa á o.fl. I því sem fer hér á eftir verður ekkert
hugað að þeim merkingum sem nefndar eru í (13) nema lið 2 (og 6) enda er merkingin
‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ algengust í nútímamáli. Það má a.m.k. ráða af dæmum, 32
að tölu, úr textasafni Orðabókarinnar. Þau sýna að í 22 dæmum er sögnin verka notuð
með forsetningunni á í ofangreindri merkingu. Sem dæmi um þetta má nefna: