Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 78

Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 78
68 Orð og tunga III Merking d. Báðar sagnirnar gátu merkt ‘hreinsa’ og verka merkir það enn. Engin dæmi eru um þá merkingu hjá virka eftir 1800. e. Báðar sagnirnar geta merkt ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’. Elsta örugga dæmi um þessa merkingu hjá verka er frá fyrri hluta 18. aldar, sbr. (17) Dæmi um virka í sömu merkingu eru frá 20. öld, sbr. (5)—(6). Elsta dæmi um verka + á í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ er frá upphafi 19. aldar, sbr. (16), en virka + á frá frá 20. öld, sbr. (5). f. Báðar sagnirnar geta merkt ‘rækja hlutverk, starfa’. Elsta örugga dæmi um að verka merki ‘rækja hlutverk, starfa’ er frá miðri 18. öld, sbr. (19). Dæmi um virka í sömu merkingu eru frá 20. öld, sbr. (7)-(8). Mörg dæmi eru þess að sögnin svínvirka sé notuð í merkingunni ‘rækja hlutverk, starfa’, sbr. (9). Engin dæmi eru hins vegar um *svínverka. g. Báðar sagnimar geta merkt ‘líta út fyrir að vera’. Elsta dæmið er hjá verka. Það er frá miðri 20. öld, sbr. (22). I lið d. er merkingin ‘hreinsa’ til umræðu og sagt að engin dæmi séu um þá merkingu í virka eftir 1800, sbr. einnig (3). Sú notkun gæti verið dæmi þess að virka (upp) sé notað í stað verka. Þess ber þó að geta að hér sem oftar veldur það miklum baga að engin dæmi eru um sögnina frá 19. öld.13 Merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ í verka, sbr. lið e., er frá fyrri hluta 18. aldar, sbr. (17). Athygli vekja dæmin um verka + á, sbr. (16). í ljósi merkingar dönsku sagnarinnar virke, sbr. (2), er vel hugsanlegt að merkingin sé tilkomin vegna áhrifa frá virka. I nútímamáli er fjöldi dæma um að virka + á og verka + á séu notaðar í sömu merkingu. Báðar sagnimar virka og verka merkja ‘rækja hlutverk, starfa’. Elsta dæmið er frá miðri 18. öld. Það er í verka, sbr. (19). Ef draga má ályktanir af fjölda dæma er merkingin miklu tíðari hjá virka, sbr. (8). Þau dæmi eru líka öll úr nútíðarmáli. Hér verður einnig að geta svínvirka, sbr. (9), sem notuð er í sömu merkingu og virka, örlítið sterkari þó. Það má gleggst sjá í lið b. í (9). Merkingin ‘líta út fyrir að vera’ er athyglisverð. Eins og kom fram í fyrsta kafla þá er hvergi í íslenskum orðabókum minnst á hana. Jafnframt kom frain að þetta er sama merkingin og sýnd er í lið 2 í (2). Elstu dæmin em frá miðri tuttugustu öld. Fjölmörg dæmi eru um virka í þessari merkingu en aðeins eitt dæmi er um verka, sbr. (22). í ljósi þeirrar skoðunar sem menn hafa haft á sögninni virka má e.t.v. túlka það dæmi þannig að um ofvöndun í málvöndurnarskyni sé að ræða, verka sé notað þar sem “allir” noti virka. Það á a.m.k. við um ástandið nú. 13Hér skal á það bent að verka hefur mjög vítt merkingarsvið, sbr. (13) og umræðu þar á eftir; það hefur þó ekki verið og verður ekki rætt sérstaklega eins og áður var tekið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.