Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 78
68
Orð og tunga
III Merking
d. Báðar sagnirnar gátu merkt ‘hreinsa’ og verka merkir það enn.
Engin dæmi eru um þá merkingu hjá virka eftir 1800.
e. Báðar sagnirnar geta merkt ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’. Elsta
örugga dæmi um þessa merkingu hjá verka er frá fyrri hluta 18.
aldar, sbr. (17) Dæmi um virka í sömu merkingu eru frá 20. öld,
sbr. (5)—(6).
Elsta dæmi um verka + á í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á,
hrífa á’ er frá upphafi 19. aldar, sbr. (16), en virka + á frá frá 20.
öld, sbr. (5).
f. Báðar sagnirnar geta merkt ‘rækja hlutverk, starfa’. Elsta örugga
dæmi um að verka merki ‘rækja hlutverk, starfa’ er frá miðri 18.
öld, sbr. (19). Dæmi um virka í sömu merkingu eru frá 20. öld,
sbr. (7)-(8). Mörg dæmi eru þess að sögnin svínvirka sé notuð
í merkingunni ‘rækja hlutverk, starfa’, sbr. (9). Engin dæmi eru
hins vegar um *svínverka.
g. Báðar sagnimar geta merkt ‘líta út fyrir að vera’. Elsta dæmið er
hjá verka. Það er frá miðri 20. öld, sbr. (22).
I lið d. er merkingin ‘hreinsa’ til umræðu og sagt að engin dæmi séu um þá merkingu í
virka eftir 1800, sbr. einnig (3). Sú notkun gæti verið dæmi þess að virka (upp) sé notað
í stað verka. Þess ber þó að geta að hér sem oftar veldur það miklum baga að engin
dæmi eru um sögnina frá 19. öld.13
Merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ í verka, sbr. lið e., er frá fyrri hluta 18.
aldar, sbr. (17). Athygli vekja dæmin um verka + á, sbr. (16). í ljósi merkingar dönsku
sagnarinnar virke, sbr. (2), er vel hugsanlegt að merkingin sé tilkomin vegna áhrifa frá
virka. I nútímamáli er fjöldi dæma um að virka + á og verka + á séu notaðar í sömu
merkingu.
Báðar sagnimar virka og verka merkja ‘rækja hlutverk, starfa’. Elsta dæmið er
frá miðri 18. öld. Það er í verka, sbr. (19). Ef draga má ályktanir af fjölda dæma er
merkingin miklu tíðari hjá virka, sbr. (8). Þau dæmi eru líka öll úr nútíðarmáli. Hér
verður einnig að geta svínvirka, sbr. (9), sem notuð er í sömu merkingu og virka, örlítið
sterkari þó. Það má gleggst sjá í lið b. í (9).
Merkingin ‘líta út fyrir að vera’ er athyglisverð. Eins og kom fram í fyrsta kafla þá
er hvergi í íslenskum orðabókum minnst á hana. Jafnframt kom frain að þetta er sama
merkingin og sýnd er í lið 2 í (2). Elstu dæmin em frá miðri tuttugustu öld. Fjölmörg
dæmi eru um virka í þessari merkingu en aðeins eitt dæmi er um verka, sbr. (22). í ljósi
þeirrar skoðunar sem menn hafa haft á sögninni virka má e.t.v. túlka það dæmi þannig
að um ofvöndun í málvöndurnarskyni sé að ræða, verka sé notað þar sem “allir” noti
virka. Það á a.m.k. við um ástandið nú.
13Hér skal á það bent að verka hefur mjög vítt merkingarsvið, sbr. (13) og umræðu þar á eftir; það hefur
þó ekki verið og verður ekki rætt sérstaklega eins og áður var tekið fram.