Orð og tunga - 01.06.2002, Page 86

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 86
76 Orð og tunga 3. Vísa eignuð Hallfreði vandræðaskáldi úr erfidrápu eftir Ólaf konungTryggvason. Vísan er í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu (Skjd. A 1:161, Óláfs saga Tryggvasonar en mesta 11:270), og vísuðorðið (6. vo.) er prentað farligs at vin jarla (Skjd. B1:152). Eina lesbrigðið viðfarlegs erfarleggs í Flateyjarbók. Finnur Jónsson tók saman farlegs húfs fákhlaðendr. ‘Húfr’ merkti eiginlega ákveðna borðaröð í skipshlið en var einnig notað um skipshlið eða skipið allt. Húfsfákr verður hér að vera skipskenning. 4. Vísa eignuð Þormóði Kolbrúnarskáldi úr Þorgeirsdrápu hans í Fóstbræðra sögu (Skjd. A 1:279). Vísuorðið (2. vo.) er prentaðþatfs.farligra, arfa hjá Finni (Skjd. B 1:258) en/>a//í/ag/7/ga a//a í Fóstbrœðra sögu 1925-27:90, og 1943:186. Tvö fyrstu vísuorðin eru aðeins varðveitt í handritum runnum frá tveim skinnbókum frá 14. öld; eftir glötuðum hluta Möðruvallabókar, AM 132 fol., er AM 566 b 4to ritað, og þar er textinnþarfsfagriiga atfa, en eftir Membrana Regia Deperdita eru AM 142 fol. og AM 761 b 4to, 485r, (með hendi Árna Magnússonar) skrifuð, og þar er orðalagið þars (þarse 761 b)9 fagr gala arna (Membrana Regia Deperdita 1960:113). Vísuhelmingurinn var tekinn saman og skýrður með mjög ólíku móti afFinni Jónssyni (Skjd. B 1:258) og GuðnaJónssyni (Fóstbrœðra saga 1943:186). Finnur brcym fagrliga ífarligra, sem ætti að vera lo. í ef. ft„ en Guðni létfagriiga vera ao. í sinni samantekt. Hvað sem skilningi á þessum síðastnefnda vísuparti líður er engin ástæða til að ætla að hann hafi haft að geyma lo. ‘farligr’. Á hinn bóginn er far- rímbundið í fyrri vísunum þremur. I vísu Tinds er óvíst við hvað lo. ‘farligr’ á, en í vísu Arnórs lýsir það skipi og í vísu Hallfreðar er það haft um skipshluta. Finnur Jónsson (1931:123) gat þess að lo. ‘farligr’ virtist einkum haft um skip og í orðinu lægi e.t.v. að skipið væri hraðskreitt eða velsiglandi, “som ser ud til at kunne l0be godt”. I rauninni er aðeins eitt dæmi (af þremur) um að orðið eigi við skip (í heild), en því til stuðnings að ‘far’- í ‘farligr’ vísi fremur til hreyfingar en útlits má nefnaað 2. merkinglo. ‘farlítill’ í orðabók Björns Halldórssonar (1992:132) er “tardus, sendrægtig, langsom” og 2. merking lo. ‘farmikill’ “celer, hastig, rask; álias mikill á förum”. Torp (1919:93) taldi lo. ‘fallig’, sem hann sagði vera af Norður-Hörðalandi, geta verið samaorðog ‘falligur’ í íslensku nútímamáli. Hörðaland er á því málsvæði íNoregi þar sem rl og ll hafa fallið saman og framburðurinn er dl eins og í íslensku (Christiansen 1946—48:174—77). Norska orðið sagði Torp merkja iipur’, iiðugur’ (“smidig”), og sú merking kemur vel heim við þá merkingu sem Finnur taldi ‘farligr’ hafa haft. Af lesbrigðunum fagr- fyrir far- í vísum Tinds og Arnórs má þó ráða að skrifarar AM 510 4to, um miðja 16. öld, og yngri hluta Flateyjarbókar, á seinni hluta 15. aldar, hafa litið á ‘farligr’ og ‘fagrligr’ sem samheiti eða því sem næst. Vera má að endurritarar hafi litið á ritháttinn farlig(-) sem misritun fynrfagrlig(-). Ritmynd forrita hefur án efa verið þeim mjög framandi því að með textabreytingum þeirra fer ‘rl’-rímið forgörðum. Reyndar hefur klasinn ‘rl’ hugsanlega verið ritaður // í forritum skrifaranna, a.m.k. 9Í Fóstbrœðra spgu 1925-27:91, er lesbrigði Áma ranglega prentað þarfe.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.