Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 86
76
Orð og tunga
3. Vísa eignuð Hallfreði vandræðaskáldi úr erfidrápu eftir Ólaf konungTryggvason.
Vísan er í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu (Skjd. A 1:161, Óláfs saga
Tryggvasonar en mesta 11:270), og vísuðorðið (6. vo.) er prentað farligs at vin
jarla (Skjd. B1:152). Eina lesbrigðið viðfarlegs erfarleggs í Flateyjarbók. Finnur
Jónsson tók saman farlegs húfs fákhlaðendr. ‘Húfr’ merkti eiginlega ákveðna
borðaröð í skipshlið en var einnig notað um skipshlið eða skipið allt. Húfsfákr
verður hér að vera skipskenning.
4. Vísa eignuð Þormóði Kolbrúnarskáldi úr Þorgeirsdrápu hans í Fóstbræðra sögu
(Skjd. A 1:279). Vísuorðið (2. vo.) er prentaðþatfs.farligra, arfa hjá Finni (Skjd.
B 1:258) en/>a//í/ag/7/ga a//a í Fóstbrœðra sögu 1925-27:90, og 1943:186. Tvö
fyrstu vísuorðin eru aðeins varðveitt í handritum runnum frá tveim skinnbókum
frá 14. öld; eftir glötuðum hluta Möðruvallabókar, AM 132 fol., er AM 566 b 4to
ritað, og þar er textinnþarfsfagriiga atfa, en eftir Membrana Regia Deperdita eru
AM 142 fol. og AM 761 b 4to, 485r, (með hendi Árna Magnússonar) skrifuð, og
þar er orðalagið þars (þarse 761 b)9 fagr gala arna (Membrana Regia Deperdita
1960:113). Vísuhelmingurinn var tekinn saman og skýrður með mjög ólíku móti
afFinni Jónssyni (Skjd. B 1:258) og GuðnaJónssyni (Fóstbrœðra saga 1943:186).
Finnur brcym fagrliga ífarligra, sem ætti að vera lo. í ef. ft„ en Guðni létfagriiga
vera ao. í sinni samantekt.
Hvað sem skilningi á þessum síðastnefnda vísuparti líður er engin ástæða til að ætla að
hann hafi haft að geyma lo. ‘farligr’. Á hinn bóginn er far- rímbundið í fyrri vísunum
þremur. I vísu Tinds er óvíst við hvað lo. ‘farligr’ á, en í vísu Arnórs lýsir það skipi og
í vísu Hallfreðar er það haft um skipshluta.
Finnur Jónsson (1931:123) gat þess að lo. ‘farligr’ virtist einkum haft um skip og
í orðinu lægi e.t.v. að skipið væri hraðskreitt eða velsiglandi, “som ser ud til at kunne
l0be godt”. I rauninni er aðeins eitt dæmi (af þremur) um að orðið eigi við skip (í
heild), en því til stuðnings að ‘far’- í ‘farligr’ vísi fremur til hreyfingar en útlits má
nefnaað 2. merkinglo. ‘farlítill’ í orðabók Björns Halldórssonar (1992:132) er “tardus,
sendrægtig, langsom” og 2. merking lo. ‘farmikill’ “celer, hastig, rask; álias mikill á
förum”.
Torp (1919:93) taldi lo. ‘fallig’, sem hann sagði vera af Norður-Hörðalandi, geta
verið samaorðog ‘falligur’ í íslensku nútímamáli. Hörðaland er á því málsvæði íNoregi
þar sem rl og ll hafa fallið saman og framburðurinn er dl eins og í íslensku (Christiansen
1946—48:174—77). Norska orðið sagði Torp merkja iipur’, iiðugur’ (“smidig”), og sú
merking kemur vel heim við þá merkingu sem Finnur taldi ‘farligr’ hafa haft.
Af lesbrigðunum fagr- fyrir far- í vísum Tinds og Arnórs má þó ráða að skrifarar
AM 510 4to, um miðja 16. öld, og yngri hluta Flateyjarbókar, á seinni hluta 15. aldar,
hafa litið á ‘farligr’ og ‘fagrligr’ sem samheiti eða því sem næst. Vera má að endurritarar
hafi litið á ritháttinn farlig(-) sem misritun fynrfagrlig(-). Ritmynd forrita hefur án efa
verið þeim mjög framandi því að með textabreytingum þeirra fer ‘rl’-rímið forgörðum.
Reyndar hefur klasinn ‘rl’ hugsanlega verið ritaður // í forritum skrifaranna, a.m.k.
9Í Fóstbrœðra spgu 1925-27:91, er lesbrigði Áma ranglega prentað þarfe.